Fćrsluflokkur: Útvarp
11.12.2015 | 10:55
Hvađa ţjóđir ala af sér flesta spennandi tónlistarmenn?
Bandarísk netsíđa, Echo Nest, hefur tekiđ saman og birt áhugaverđan lista. Einkum áhugaverđan fyrir Íslendinga. Líka áhugaverđan fyrir flesta ađra. Hann byggir á yfirgripsmiklum gagnagrunni. Ţar á međal hvađa ný og nýleg lög eru oftast spiluđ (10 ţúsund vinsćlustu lögin), hvernig fjallađ er um ţau og flytjendur ţeirra á netinu og svo framvegis. Ţjóđerni flytjenda er greint og íbúafjölda lands ţeirra deilt í útkomuna. Ţannig fćst út listi yfir ţćr ţjóđir sem - miđađ viđ höfđatölu - ala af sér eftirsóttasta og mest spennandi tónlistarfólk heims. Ţessar ţjóđir skipa efstu sćtin:
1. Ísland
2. Svíţjóđ
3. Finnland
4. Noregur
5. Bretland
6. Danmörk
7. Írland
8. Bandaríkin
9. Ástralía
10. Holland
11. Nýja-Sjáland
12. Kanada
13. Jamaíka
14. Belgía
15. Austurríki
16. Ţýskaland
17. Frakkland
18. Sviss
19. Puerto Ríco
20. Spánn
21. Pólland
22. Slóvakía
23. Ísrael
24. Ítalía
25. Grikkland
Listanum er fylgt úr hlađi međ vangaveltum um leyndarmáliđ á bak viđ ţađ ađ Norđurlöndin fimm rađi sér í 6 efstu sćtin. Tilgáta er sett fram um ađ ţetta hafi eitthvađ međ veđurfar ađ gera. Ţjóđirnar haldi sig innandyra vegna kulda yfir vetrartímann. Í ţeim ađstćđum verđi til spennandi tónlist sem heillar hlustendur.
Útvarp | Breytt 27.10.2016 kl. 18:09 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (13)
1.12.2015 | 22:46
Orđaleikir Jóns Ţorleifssonar - framhald frá í gćr
1988 hófust útsendingar Útvarps Rótar. Ţetta var merkileg útvarpsstöđ. Hún var starfrćkt til 1991. Uppskriftin var almannaútvarp. Allskonar félög og einstaklingar stóđu ađ stöđinni. Dagskrá var fjölbreytt. Međal ađstandenda og dagskrárgerđarfólks voru allt frá trúfélögum og stjórnmálahreyfingum til rokkmúsíkunnenda og allskonar. Gott ef Öryrkjabandalagiđ og ég man ekki hverjir komu ađ borđinu.
Rótin var fjármögnuđ međ hlutabréfum og auglýsingum. Fólk og félagasamtök keyptu ódýr hlutabréf í stöđinni og áttu ţá greiđa leiđ ađ dagskránni. Ţetta voru skemmtilegir tímar. Margir sem hófu feril sinn á Útvarpi Rót hafa síđar haslađ sér völl í öđrum fjölmiđlum. Dćmi um ţađ eru Stjáni stuđ, Jóhannes K. Kristjánsson tćknitröll 365 miđla, Andrés Jónsson almannatengill og vinsćll álitsgjafi, Guđlaugur Falk ţungarokksgítarleikari, Sveinn H. Guđmarsson (RÚV), Kristinn Pálsson (Rás 2), Guđrún Ögmundsdóttir síđar alţingiskona, Ragnar "Skjálfti" veđurstofustjóri og Soffia Sigurđardóttir sem síđar rak Útvarp Suđurlands. Mig minnir ađ Kiddi Rokk í Smekkleysu og Kiddi kanína í Hljómalind hafi einnig komiđ viđ sögu.
Nema hvađ. Ţegar unniđ var ađ undirbúningi Útvarps Rótar birtist Jón Ţorleifsson, rithöfundur og verkamađur, heima hjá mér. Hann veifađi hlutabréfi í Útvarpi Rót. Ţađ kom mér á óvart í ađra röndina. Ég spurđi: "Hvađ kemur til ađ ţú kaupir hlutabréf í útvarpi Rót?"
Jón svarađi: "Ţetta er samkvćmt lćknisráđi. Ég hef veriđ heilsulítill ađ undanförnu."
Viđ frekari eftirgrennslan svarađi hann áfram í dularfullum útúrsnúningum. Ađ lokum upplýsti Jón ađ hann hefđi heimsótt heimilislćkni sinn, Svein Rúnar Hauksson. Sá hefđi bent honum á ađ kaupa sér ađgang ađ Útvarpi Rót. Ţar gćti hann komiđ á framfćri gagnrýni á verkalýđshreyfinguna. Sem reyndi svo aldrei á. Jóni varđ fljótlega uppsigađ viđ Útvarp Rót. Fyrst út af ţví ađ Samtökin 78 (samtök samkynhneigđra) komu ađ dagsrká stöđvarinnar. Fleira í dagskránni lagđist illa í Jón. Eins og gengur. Ég var međ rokkmúsíkţátt á Útvarpi Rót. Alveg burt séđ frá hlutabréfi Jóns í stöđinni ţá skreytti ég dagskrána stundum međ ţví ađ lesa upp eitt og eitt ljóđ eftir Jón í bland viđ pönkrokk.
Fleiri sögur af Jóni HÉR
Útvarp | Breytt s.d. kl. 23:04 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
2.11.2015 | 21:22
Lćtur rannsaka hvort ađ hann sé blökkumađur
Frá ţví ađ Tom Jones skreiđ upp úr kolanámu í Wales á sjöunda áratugnum og tók lagiđ hefur hann legiđ undir grun um ađ vera blökkumađur. Hann hefur eđlilega ekkert veriđ ósáttur viđ ţađ. Samt án ţess ađ finna ţví stađ í ćttarskrá sinni.
Sterk söngrödd hans hefur ćtíđ ţótt vera mjög svört. Hann hefur jafnframt sótt í blökkumannatónlist allt frá sálarpoppi til blús. Hann upplifir sig eins og heimagang í söngvum blökkumanna á borđ viđ Prince og Leadbelly. Hörundslitur hans er dökkur á breskan mćlikvarđa. Háriđ krullađ. Andlitsfalliđ líkt Doddssyni.
Eftir ađ hafa náđ miklum vinsćldum í Bretlandi og Evrópu náđi Tom inn á bandaríska markađinn. Í ţarlendum fjölmiđlum var iđulega gengiđ út frá ţví sem vísu ađ hann vćri blökkumađur.
Nú hefur hann sjálfur afráđiđ ađ komast ađ sannleikanum um uppruna sinn. Hann hefur fariđ fram á DNA rannsókn til ađ fá ţetta á hreint. Blökkumenn hafa veriđ fágćtir gestir í Wales. Vitađ er ađ ţeir fáu sem áttu leiđ um nutu kvenhylli. Ţađ var engu ađ siđur í leynum.
Tom býđur spenntur eftir niđurstöđu DNA rannsóknar. Vonast - frekar en hitt - eftir ţví ađ hún stađfesti ađ hann sé blökkumađur.
Útvarp | Breytt 3.11.2015 kl. 21:20 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (11)
27.10.2015 | 20:53
Gróf og saknćm ađför ađ lýđrćđislegri umrćđu
Útvarp Saga er ţjóđarútvarp. Í ţrjá klukkutíma á dag fćr almenningur ađ hringja inn í beina útsendingu og tjá sig. Ţađ er engin ritskođun. Ţjóđin tjáir sig og ţjóđin hlustar. Ýmsum hliđum á ólíkum málum er velt upp. Ţađ er tekist á um fjölbreytt álitamál. Ţetta er lýđrćđi. Opin og frjáls skođanaskipti.
Stundum er velt upp og haldiđ fram skođunum sem eru ekki allra. Ţá er ţeim mótmćlt á sama vettvangi. Oft er umrćđan fjörleg. Oft fróđleg og áhugaverđ.
Ţetta er ekki öllum ađ skapi. Sumir ţola ekki lýđrćđislega umrćđu. Ţeir ţola ekki skođanir annarra. Ţola ekki ađ sitja undir frjálsum og opnum skođanaskiptum. Ţeir öfgafyllstu grípa til fasískra ađferđa: Ráđast á útvarpsstöđina međ lögbrotum til ađ ţagga niđur í umrćđunni. Ganga svo langt ađ brjótast inn í tölvukerfi Útvarps Sögu, stela ţar ađgangsorđum og yfirtaka heimasíđu hennar. Falsa niđurstöđu skođanakannana og búa jafnvel til nýja skođanakönnun. Í ţeim eina tilgangi ađ niđra međ svívirđingum eiganda og útvarpsstjóra Útvarps Sögu.
Spurning hvort ađ annađ fjölmiđlafyrirtćki sé ţátttakandi í ađförinni.
Málstađur skemmdarverkamanna ţessara er jafn aumkunarverđur og glćpir ţeirra. Ţetta eru fasísk vinnubrögđ glćpamanna. Fasískt ofbeldi gegn opinni og lýđrćđislegri umrćđu.
Brotist inn á vef Útvarps Sögu | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Útvarp | Breytt 28.10.2015 kl. 09:10 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (29)
12.10.2015 | 21:27
Útvarp Saga slćr í gegn
Ţćr útvarpsstöđvar sem njóta mestrar vinsćlda á Íslandi eru Útvarp Saga, Rás 2 og Bylgjan. Ţađ er ađ segja hafa mesta hlustun. Bera höfuđ og herđar yfir allar ađrar. Netsíđur ţessara ţriggja útvarpsstöđva eru sömuleiđis vinsćlustu netsíđur útvarpsstöđva (netsíđan visir.is er ţá skilgreind sem málgagn Bylgjunnar ţó ađ hún sé enn fremur síđa Fréttablađsins og Stöđvar 2).
Á netsíđunum www.visir.is og www.utvarpsaga.is er daglega bođiđ upp á skemmtilegan samkvćmisleik. Hann felst í gamansamri skođanakönnun. Léttri spurningu er varpađ fram. Lesendur merkja viđ svar sem hentar ţeim.
Eđlilega tekur almenningur ţessu sem ţeim lauflétta samkvćmisleik sem hann er. Ţetta er ekki hávísindaleg skođanakönnun byggđ á nákvćmum ţverskurđi ţjóđarinnar. Ţátttakendur velja sig sjálfir í úrtak. Niđurstađan speglar viđhorf hlustenda viđkomandi útvarpsstöđva. Ekkert ađ ţví nema síđur sé. Ţetta er til gamans gert.
Skođanakannanir af ţessu tagi njóta mikilla vinsćlda. Ţátttakendur sveiflast frá mörgum hundruđ daglega upp í nokkur ţúsund. Yfirleitt liggur niđurstađa fyrir snemma fyrir. Eftir 100 greidd atkvćđi er niđurstađa jafnan sú sama og eftir 4000 greidd atkvćđi.
Hvor útvarpstöđin fyrir sig varpar fram hátt í eđa um 300 skođanakönnunum á ári. Spurningarnar eru iđulega settar fram í gáska. Kastađ fram í samhengi viđ ţađ sem hćst ber í umrćđu hverju sinni.
Á dögunum var spurning í skođanakönnun Útvarps Sögu: "Treystir ţú múslimum?" Meirihluti ţátttakenda svarađi: Já.
Grallari í húsvísku grínhljómsveitinni Ljótu hálfvitunum brást viđ međ yfirlýsingu um ađ banna ađ músík spaugaranna vćri spiluđ á Útvarpi Sögu. Sem hún hvort sem er var ekki spiluđ á Útvarpi Sögu.
Ţetta vakti nokkra athygli. Ţá stökk á vagninn dćgurlagasöngvari sem vildi líka - ađ venju - og ţurfti athygli. Enda í miđju kafi viđ ađ kynna nýja ljóđabók. Hann endurtók yfirlýsingu Ljóta hálfvitans. Rifjađist ţá upp ósjálfrátt slagarinn "Ég er löggiltur hálfviti..."
ţessi viđbrögđ viđ ţví ađ meirihluti hlustenda Útvarps Sögu treystir múslimum vekur upp fleiri spurningar en svör. Af hverju er ekki gott ađ meirihlutinn treysti múslimum? Viđ erum ađ tala um hálfan annan milljarđ fólks. Ţar af margt úrvals fólk karla og kvenna.
Í nćstu skođanakönnun Útvarps Sögu var spurt: "Treystir ţú Bubba Morthens?"
Viđbrögđ voru ofsafengin. Bubbi spurđi hvort ađ eigandi Útvarps Sögu vćri fyllibytta. Ţađ er víst verra en ađ vera skemmdur dópisti. Skilst mér. Eđa eitthvađ svoleiđis. Nema kannski ekki. Ég veit ţađ ekki. Eđa bara skemmdur án ţess eđa í bland. Bara eitthvađ. Svo ofsafengin voru viđbrögđ ađ brotist var inn í tölvubúnađ Útvarps Sögu og niđurstađan brengluđ í gegnum IP-tölu í Sviss! Ţá var kátt í höllinni.
Eftir stendur: Útvarp Saga er ţjóđarútvarp. Ţjóđin hlustar. Ţjóđin tjáir sig. Útvarp Saga er opiđ útvarp. Allir fá ţar ađ tjá sig í ţrjá klukkutíma á dag. Ţar fyrir utan eru á dagskrá Útvarps Sögu ótal ţćttir ţar sem međal annarra fá ađ viđra sín viđhorf fulltrúar múslima, andstćđingar múslima, tónlistarmenn, hagfrćđingar, talsmenn ríkisstjórnar, talsmenn stjórnarandstćđinga og svo framvegis.
Útvarp Saga er góđur og opinn vettvangur lýđrćđislegrar og gagnrýnnar umrćđu um ţjóđmál.
Bubbi má vel viđ una. Hann hefur fengiđ mikla og ţarfa athygli út á upphlaupiđ. Ţađ er gott. Líka fyrir nýju ljóđabókina. Hann býr einnig ađ ţví ađ fjöldi útlendinga hefur krákađ (cover songs) lög hans. Alveg frá ţví um miđja síđustu öld. Hér fyrir neđan krákar John Fogerty (1973) GCD lag hans um Hótel Borg. Ţađ er gaman.
Útvarp | Breytt 13.10.2015 kl. 16:05 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (12)
28.9.2015 | 20:38
5 ára trommusnillingur
Hún var varla byrjuđ ađ skríđa, brasilíska stelpan Eduarda Henklein, ţegar hún trommađi á allt sem hćgt var ađ tromma á. Foreldrarnir keyptu handa henni leikfangatrommusett ţegar hún byrjađi ađ ganga. ţađ var eins og viđ manninn mćlt; hún trommađi daginn út og inn.
Fjögurra ára er hún komin međ stórt alvöru trommusett og trommar af krafti. Hún nennir ekki ađ hlusta á létt popp. Hún vill bara hart og krefjandi rokk. Hér afgreiđir hún System of a Down. Og ekki gleymir hún bassatrommunni međ hćgri fćtinum. Bleika barnarúmiđ hennar í bakgrunni stingur í stúf viđ harđa rokkiđ:
Skemmtilegast er ţegar hún, fimm ára, trommar Led Zeppelin. Ţví miđur eru ţau dćmi án hljóđs á ţútúpunni vegna höfundarréttar. Ég hef séđ ţau međ hljóđi en tekst ekki ađ deila ţeim hér inn. Trommumyndbönd án hljóđs eru ekki skemmtileg. En ţađ er líka gaman ađ sjá og heyra hana tromma Deep Purple.
Útvarp | Breytt s.d. kl. 22:11 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
22.9.2015 | 21:58
Ísland mun hagnast gríđarlega á viđskiptabanninu
Undir lok áttunda áratugarins sendi bandaríski tónlistarmađurinn Frank Zappa frá sér tvöfalda plötu, "Sheik Yerbouti". Nafniđ var orđaleikur; snúiđ út úr heiti vinsćls dćgurlags, "Shake Your Body" međ hljómsveitinni KC and the Sunshine Band. Framburđur á nafni lagsins og plötu Zappa var eins.
Á framhliđ plötutvennunnar var Zappa međ höfuđbúnađ sem sómir vel hvađa arabískum olíusjeik sem er. Ţađ var hluti af orđaleiknum. Eitt af lykilnúmerum plötusamlokunnar var "Jewish Princess". Klćminn texti. Margir töldu Zappa skjóta sig í báđa fćtur međ ţví ađ reita gyđinga til reiđi međ uppátćkinu. Hann hafđi komist upp međ margt sprelliđ fram til ţessa. Međal annars vegiđ gróflega ađ Bítlunum. Ţegar ţeir sendu frá sér tímamótaverkiđ "Sgt. Peppers..." gaf Zappa út plötu međ samskonar plötuumslagi, "We are only in it for the Money".
"Sheik Yerbouti" var fyrsta plata sem Zappa gaf sjálfur út eftir ađ hafa veriđ skjólstćđingur ráđandi plöturisa. Á ţessum tíma áttu ný plötufyrirtćki á bratta ađ sćkja. Markađnum var stýrt af örfáum plöturisum.
Eins og spáđ hafđi veriđ brugđust samtök gyđinga ókvćđa viđ. Zappa var bannfćrđur ţvers og kruss. Hann var settur á svartan lista. Fjöldi útvarpsstöđva ţorđi ekki ađ snerta međ litla fingri á plötum hans. Síst af öllu "Sheik Yerbouti".
Ţetta vakti athygli í heimspressunni. Almenningur varđ forvitinn. Hvađ var svona hćttulegt viđ ţessa plötu? Hvađ var ţađ í laginu "Jewish Princess" sem kallađi á bannfćringu gyđinga?
Leikar fóru ţannig ađ platan fékk athygli í pressunni. Ekki síst lagiđ um gyđingaprinsessuna. Litla plötufyrirtćkiđ hans Zappa stimplađi sig rćkilega inn á markađinn til frambúđar. Platan seldist í á ţriđju milljón eintaka. Hvorki fyrr né síđar hefur plata međ Zappa náđ viđlíka árangri.
Zappa sem áđur var bara dálćti sérvitringa varđ súperstjarna og auđmađur. Hann keypti auglýsingu í New York Times eđa álíka blađi. Ţar ţakkađi hann gyđingum kćrlega fyrir fyrir viđbrögđin og athyglina. Hann sagđist ćtla ađ fá kaţólikka til auglýsa nćstu plötu. Ţeir féllu ekki fyrir bragđinu.
Útvarp | Breytt 23.9.2015 kl. 10:04 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (15)
15.9.2015 | 22:41
Tónlistarmenn sem misstu af heimsfrćgđ á ögurstundu
Ţađ geta ekki allir orđiđ ofurríkar poppstjörnur. Af 1000 sem reyna er kannski einn sem nćr árangri. Sumir stređa alla ćvi án árangurs. Heimildarmynd um kanadísku hljómsveitina Anvil kemur ţví vel til skila ađ eitt er ađ vera á ţröskuldi heimsfrćgđar. Annađ ađ komast á ţröskuldinn en ná ekki yfir hann.
Heimsfrćgđ og auđćvi skila ekki alltaf hamingju og langlífi. 27 ára klúbburinn er svartur skuggi yfir rokksögunni. Allt ţetta hćfileikamikla fólk sem framtíđin blasti viđ en yfirgaf jarđvist 27 ára: Jimi Hendrix, Janis Joplin, Jim Morrison, Brian Jones, Robert Johnson, Amy Winehouse, Kurt Cobain og svo margir ađrir. Gram Parson var ađeins 26 ára.
Svo eru ţađ hinir sem voru á barmi ţess ađ verđa súperstjörnur en misstu af á lokaspretti.
Einn heitir Tony Chapman. Hann var trommari The Rolling Stones. Hann kom međ bassaleikarann Bill Wyman inn í hljómsveitina. Honum ţótti hljómsveitin ekki halda nćgilegri tryggđ viđ blúsinn. Rollingarnir voru of mikiđ rokk og ról fyrir hans smekk. Charlie Watts tók viđ trommukjuđunum og hefur síđan veriđ einn af frćgustu og tekjuhćstu trommurum rokksögunnar.
Fyrsti trommari Bítlanna var Pete Best. Hann var í Bítlunum 1960 til 1962. Hann ţótti snoppufríđur og naut mestrar kvenhylli Bítla. Illar tungur segja ađ ţađ hafi átt einhvern ţátt í ţví ađ ađrir Bítlar vildu sparka honum úr hljómsveitinni. Minna illar tungur segja ađ hann hafi ekki ţótt nógu góđur trommari. Einnig ađ hann hafi ekki blandađ geđi viđ hina Bítlana Ţeir hinir dópuđu og voru hálf geggjađir. Hann var ţögull og hélt sig til hliđar. Svo eignuđust Bítlarnir bráđskemmtilegan drykkjufélaga, Ringó Starr. Hann var ađ auki dúndur góđur trommari. Hann var í töluvert frćgari hljómsveit, Rory & The Hurricanes. En lét sig hafa ţađ ađ ganga til liđs viđ drykkjufélaga sína í Bítlunum.
Pete Best sat eftir međ sárt enni. Lagđist í langvarandi ţunglyndi. Reyndi sjálfsvíg ítrekađ og allskonar vesen. En tók gleđi sína ţegar breska útvarpsfélagiđ BBC gaf út plötur međ upptökum međ Bítlunum í árdaga hljómsveitarinnar. ţá fékk Pete 600 milljónir ísl kr. í eingreiđslu. Hefur veriđ nokkuđ sprćkur síđan. Hann hefur alla tíđ gert út hljómsveit. En töluvert vantar upp á ađ hún sé samkeppnisfćr viđ Bítlana.
Tveir af stofnendum The Clash urđu af lestinni. Annar er gítarleikarinn Keith Levene. Hinn trommarinn Terry Chimes. Keith er frábćr gítarleikari og gerđi ţađ síđar gott međ hljómsveit Johnnys Rottens (Sex Pistols), PIL. Vandamáliđ er ađ flestum ţykir Keith vera afskaplega leiđinlegur.
Fyrsti trommari The Clash, Terry Chimes, vann sér ţađ til óhelgi ađ vera hallur undir breska Íhaldsflokkinn, Tory. Á umslagi fyrstu plötu The Clash er hann skráđur undir nafninu Tory Crimes (Íhaldsglćpur). Hann var rekinn úr hljómsveitinni áđur en sú plata var fullunnin. Síđar spilađi hann međ Black Sabbath, Billy Idol og löngu siđar í íhlaupum međ The Clash.
Útvarp | Breytt 7.9.2016 kl. 11:35 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)
6.9.2015 | 21:28
Plötuumsögn
- Flytjandi: Frćbbblarnir
- Einkunn: *****
Hljómsveitin Frćbbblarnir er nćstum ţví jafnaldri pönkisins. Pönkiđ varđ til í Bandaríkjunum um miđjan áttunda áratuginn (The Ramones, Blondie, Patti Smith, Television...). Í kjölfariđ varđ pönkbylting í Bretlandi á síđari hluta áttunda áratugarins (Sex Pistols, Clash, Damned, Buzzcocks...). Ţá mćttu Frćbbblarnir sprćkir til leiks. Urđu fljótlega áberandi og áttu stórleik í íslensku pönksenunni, sem um og upp úr 1980 var kennd viđ "Rokk í Reykjavík".
Frćbbblarnir eru lífseigasta íslenska pönksveitin. Jafnframt sú sem hefur elst hvađ best. Ferskur gustur og skemmtilegt pönk hefur alltaf einkennt Frćbbblana. Snotrar lagasmíđar og kjaftforir textar. Ţeir hafa stađist tímans tönn međ glćsibrag ekki síđur en tónlistin. Lög eins og "Bjór", "Í nótt", "Hippar" og "CBGBs" eru fyrir löngu síđan orđin klassískar rokkperlur. Og mörg fleiri úr Frćbbbla-söngbókinni til viđbótar.
Í dag eru liđsmenn Frćbbblanna: Valgarđur Guđjónsson (söngur, gítar), Guđmundur Ţór Gunnarsson (trommur), Helgi Briem (bassi), Arnór Snorrason (gítar, bakraddir), Ríkharđur H. Friđriksson (gítar), Iđunn Magnúsdóttir (bakraddir) og Ţorsteinn Hallgrímsson (bakraddir).
Nýjasta plata Frćbbblanna, "Í hnotskurn", er konfektkassi. Hvert og eitt einasta lag er gómsćtur moli.
Platan hefst á teygđu rafgítarýlfri lagsins "Stagl". Svo er undiđ sér í vinalega grípandi pönklaglínu. Notalegar og nettar laglínur eru eitt af höfuđeinkennum Frćbbblanna. Lagiđ er haganlega brotiđ upp međ hrađmćltri söngţulu. Uppskriftin er ekki langt frá "Anthrax" međ Gang of Four. Samt engin stćling og gjörólík melódía. Hljóđfćraleikur er drífandi en söngur Valgarđs afslappađur og settlegur utan ţulutextans. Í textanum er tekiđ ţéttingsfast í hnakkadrambiđ á röppurum og ţeir hristir til eins og óţekkir hvolpar.
Nćsta lag, "My Perfect Seven", er lauflétt međ björtum gítarhljómi. Bassagítar er ađ vanda framarlega í hljóđblöndun; söngrćnn, sterkur og leikandi. Góđ laglína. Viđlag er keyrt upp međ hörđum rafgítar. Hann er snyrtilegur og fagmannlegur út alla plötuna. Á ţessari plötu er hljóđfćraleikur fágađri en á fyrri plötum Frćbbblana. Ţó ţađ nú vćri. Ţetta er nćstum fertug hljómsveit. Hún er heiđarleg. Hvergi ađ ţykjast neitt. Hvergi ađ rembast viđ ađ hljóma öđru vísi en sú nćstum fertuga pönkhljómsveit sem hún er. Hokin af reynslu í jákvćđustu merkingu.
Í hćrri tónum svipar söngstíl Valgarđs til Davids Thomas í Pere Ubu. Auđţekkjanlegur söngur Valgarđs er sterkasta vörumerki hljómsveitarinnar. Hann smellpassar viđ allt sem pönkhljómsveitin stendur fyrir og varđveitir sérkenni hennar glćsilega. Söngurinn er einn veigamesti "karakter" Frćbbblanna.
Ţriđja lagiđ, "Brains", hefst á kitlandi sparlegum gítarleik og sterkri sönglínu. Skerpt er á henni er á líđur međ sólógítarlínu og samsöng í viđlagi. Ţađ vantar ekki mikiđ upp á ađ örli á kántrýstemmningu. En munar ţví sem munar.
Fjórđa lagiđ, "Nines", er pönkađ ska. Frćbbblarnir hafa löngum gćlt viđ ska. Viđlagiđ er hlýlegur samsöngskafli međ góđu risi. Ég hef ítrekađ stađiđ mig ađ ţví ađ vera farinn ađ raula ósjálfrátt međ í viđlaginu. Slíkt er hrífandi ađdráttarafl ţess.
Nćstu lög, "A Folk In The Future" og "Judge A Pope Just By The Cover", eru fastheldiđ og snöfurlegt pönk. Ţađ síđarnefnda er grimmara. Munar ţar um ađ söngur Valla er reiđilegur og ţróttmikill. Trommuleikur Guđmundar Gunnarssonar (Tappinn, Das Kapital) er kröftugur, ákafur, ţéttur og lipur. Ţannig er hann plötuna út í gegn ađ segja má. Snilldar trommari. Titillinn talar sínu máli um yrkisefniđ. Í texta fyrrnefnda lagsins er skotiđ ţéttingsfast á spákonur og ţessháttar.
Titillagiđ, "Í hnotskurn", er ađ hluta undir ljúfum ska-áhrifum í bland viđ hart pönk. Ég túlka textann sem hugleiđingu eđa gagnrýni á ţá sem taka hátíđlega safn aldagamalla ćvintýraţjóđsagna frá Arabíuskaga.
Inngangskafli áttunda lagsins, "Bugging Leo", hljómar eins og keltneskur kráarslagari sé ađ detta í hús. En beygir síđan í kántrý. Eđa öllu heldur kántrý-polka. Lauflettan og dansvćnan. Sólógítarleikur er eins og klipptur út úr ítölskum spahettívestra.
Níunda lagiđ, "Young In New York", er dansandi létt nýbylgjurokk.
Pönkiđ tekur viđ í tíunda laginu, "Bergmáli". Međ lagni má greina örlítiđ bergmál frá ska-pönki. Í textanum hreykir Valli sér verđskuldađ af ţví ađ hafa haft rétt fyrir sér er hann orti texta lagsins "Bjór" á dögum bjórbannsins fáránlega á Íslandi. Í dag er bjórbanniđ ađhlátursefni og öllum til skammar sem vörđu ţađ í áratugi og börđust fyrir ţví fram á síđasta dag.
Nćst síđast lagiđ, "Dante", jađrar viđ ađ vera kántrýballađa (alt-country) međ pönkkafla.
Lokalagiđ, "Immortal", er mitt uppáhalds. Hart og hratt pönk. Góđ keyrsla, fjör og geislandi spilagleđi. Frábćrt lokalag.
Ég er sennilega búinn ađ hlusta um 50 sinnum á ţessa plötu. Fć ekki nóg af henni. Hún er einstaklega vel heppnuđ og umfram allt skemmtileg. Rosalega skemmtileg út í eitt. Fjölbreytt og kraftmikil. Spilagleđin er smitandi. Ţó ađ áriđ sé ekki liđiđ í aldanna skaut ţá segi ég og skrifa: "Í hnotskurn" er besta plata ársins 2015. Plata ársins!
Útvarp | Breytt 7.10.2015 kl. 18:40 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
26.8.2015 | 19:42
Stćrstu rokkstjörnur heims auglýsa íslenskt áfengi
Fyrir aldarfjórđungi og ţar í kring voru vinsćlustu og áhrifamestu hljómsveitir heims Guns N´ Roses og Nirvana. Enn í dag tróna nöfn ţessara hljómsveita í efstu sćtum yfir merkustu hljómsveitir rokksögunnar. Eitt af sérkennum GNR var söngrćnn og áberandi gítarleikur Slash. Gítarlykkjan sem einkennir lagiđ Sweet Child O´ Mine hefur löngum veriđ í toppsćtum yfir bestu gítarriff allra tíma.
Nirvana innleiddi nýbylgju sem kallast grugg (grunge). Hérlendis tóku margar hljómsveitir upp gruggstílinn. Frćgust varđ Botnleđja. Nirvana kynnti líka fyrir nýrri kynslóđ söngvaskáldiđ Leadbelly (blúsari sem féll frá 1949).
Slash tók ástfóstri viđ íslenskan heilsudrykk, vodkann Black Death. Framleiđandi hans er Siglfirđingurinn Valgeir Sigurđsson. Slash skartađi löngum á hljómleikum skyrtubol merktum Black Death. Valgeir framleiđir einnig bjór undir merki Black Death. Forpokađir ríkisreknir embćttismenn ÁTVR bönnuđu á sínum tíma Black Death bjórinn á ţeirri forsendu ađ á umbúđum stendur "Drink in peace". Ţađ var skilgreint sem ósvífinn áróđur fyrir bjórdrykkju.
Víkur ţá sögu ađ trommuleikara Nirvana, Dave Grohl. Eftir fráfall söngvarans, Kurts Cobains, 1994 stofnađi hann hljómsveitina Foo Fighters. Ţar er hann söngvari og gítarleikari. Foo Fighters erfđi ađ stórum hluta vinsćldir Nirvana.
Fyrir nokkrum árum kom Foo Fighters fram á hljómleikum í Reykjavík. Ţar kynnti Dave Grohl til leiks unglingahljómsveit frá Stokkseyri, Nilfisk. Sú hljómsveit fékk jafnframt ađ njóta sín á DVD diski Foo Fighters.
Dave fékk dálćti á íslenska heilsudrykknum Brennivíni. Hann hefur alla tíđ síđan veriđ allt ađ ţví áskrifandi ađ Brennivíni. Afmćlis- og ađrar tćkifćrisgjafir til vina hans og vandamanna eru gjarnan Brennivínsflaska. Á hljómleikum og í viđtölum hjá fjölmiđlum er Dave iđulega í skyrtubol merktum Brennivíni. Ţar á međal í nýjasta hefti nćst stćrsta tónlistartímariti heims (á eftir Rolling Stone), Spin. Sjá međ ţví ađ smella á ţennan hlekk: http://www.spin.com/2015/08/dave-grohl-endurance-foo-fighters-new-bands/
Á plötu međ Foo Fighters syngur Dave um Brennivín. Ţađ má heyra á mín 1.14: "Brennivín and cigarettes"
Fćreyska ţungarokksveitin Týr er ein ţekktasta víkingametalsveit heims. Hún hefur veriđ á vinsćldalistum víđa um heim. Međal annars var hún fyrir nokkrum árum í 1. sćti hjá CMJ. Hérlendis er CMJ kallađ amerískar háskólaútvarpsstöđvar. Í raun er vinsćldalisti CMJ samantekt á spilun í öllum framhaldsskólaútvarpsstöđvum í Bandaríkjunum og Kanada. Týsarar hafa sungiđ um íslenskt Brennivín.
Útvarp | Breytt 31.8.2016 kl. 14:22 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)