Gróf og saknæm aðför að lýðræðislegri umræðu

  Útvarp Saga er þjóðarútvarp.  Í þrjá klukkutíma á dag fær almenningur að hringja inn í beina útsendingu og tjá sig.  Það er engin ritskoðun.  Þjóðin tjáir sig og þjóðin hlustar.  Ýmsum hliðum á ólíkum málum er velt upp.  Það er tekist á um fjölbreytt álitamál.  Þetta er lýðræði.  Opin og frjáls skoðanaskipti.

  Stundum er velt upp og haldið fram skoðunum sem eru ekki allra.  Þá er þeim mótmælt á sama vettvangi.  Oft er umræðan fjörleg.  Oft fróðleg og áhugaverð.  

  Þetta er ekki öllum að skapi.  Sumir þola ekki lýðræðislega umræðu.  Þeir þola ekki skoðanir annarra. Þola ekki að sitja undir frjálsum og opnum skoðanaskiptum.  Þeir öfgafyllstu grípa til fasískra aðferða:  Ráðast á útvarpsstöðina með lögbrotum til að þagga niður í umræðunni.  Ganga svo langt að brjótast inn í tölvukerfi Útvarps Sögu,  stela þar aðgangsorðum og yfirtaka heimasíðu hennar.  Falsa niðurstöðu skoðanakannana og búa jafnvel til nýja skoðanakönnun. Í þeim eina tilgangi að niðra með svívirðingum eiganda og útvarpsstjóra Útvarps Sögu.  

  Spurning hvort að annað fjölmiðlafyrirtæki sé þátttakandi í aðförinni.  

  Málstaður skemmdarverkamanna þessara er jafn aumkunarverður og glæpir þeirra. Þetta eru fasísk vinnubrögð glæpamanna. Fasískt ofbeldi gegn opinni og lýðræðislegri umræðu.  

  


mbl.is Brotist inn á vef Útvarps Sögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fasistar dagsins í dag, kynna sig sem andfasista.
Upp til hópa er þetta sama vinstra draslið sem vælir og skælir yfir öllu og engu.
Þetta fólk á það sameiginlegt að vera siðlausir fábjánar, sem ganga svo langt að setja nafnið sitt við réttlætingu á því að skemmdarverk séu unnin á frjálsum og óháðum fjölmiðli.

Þessi idjót myndu fara á límingunum ef einhver myndi hakka skítamiðilinn Stundina.

Hilmar (IP-tala skráð) 27.10.2015 kl. 22:19

2 identicon

Hjartanlega sammála þér.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 27.10.2015 kl. 23:01

3 identicon

Fordómarnir og rasistaboðskapurinn sem hinir 21 klukkutímarnir eru helgaðir fer víst eitthvað illa í sumt fólk.

Hannes (IP-tala skráð) 28.10.2015 kl. 02:51

4 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ég tek  undir þennan pistil hjá þér Jens !

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 28.10.2015 kl. 03:10

5 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Verð nú að játa að ég vissi ekki af þessari stöð fyrr en ég frétti af því að þú værir að fara að gera einhverja þætti þar Jens. En fólk á að sjálfsögðu að fá að tjá sig. En þegar þjóðarsálin var í úvarpinu á sínum tíma- var það ekki á rás 2- var þetta yfirleitt fólk sem þurfti einhverja útrás fyrir reiði . Er þetta eitthvað öðruvísi á þessari stöð?

Jósef Smári Ásmundsson, 28.10.2015 kl. 06:29

6 identicon

Nú eru Ísis liðar farnir að tjóðra gísla við fornminjar og sprenja í tætlur til að fá útrás fyrir reiði sína.  Það væri kannski skárra ef þeir gætu hringt í einhvern útvarpsþátt og tappað af sér þar.  Eftir stendur þó spurningin:  Eru hinir eitthvað öðruvísi?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 28.10.2015 kl. 08:21

7 identicon

Gamall gúanórokkari og dóphaus argast út í frjálsa útvarpsstöð og kastar steinum út úr glerhúsum við Skaftahlíð, þar sem viðkomandi er sagður dvelja löngum stundum. Það er því ekki skrítið að fólk úr þeim húsum sé sakað um að brjótast inn í tölvukerfi samkeppnisaðila - götustrákar.  

Stefán (IP-tala skráð) 28.10.2015 kl. 08:23

8 Smámynd: Jens Guð

  Hilmar,  eflaust er margt til í þessu hjá þér.

Jens Guð, 28.10.2015 kl. 09:11

9 Smámynd: Jens Guð

  Elín,  takk fyrir það.  

Jens Guð, 28.10.2015 kl. 09:11

10 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  þetta er rangt hjá þér.  Á dagskrá ÚS er fjöldi fastra þátta sem snúa að allt öðru en stjórnmálaumræðu.  Til að mynda "Slappaðu af".  Þar fær Rúnar Þór Pétursson til sín í spjall helstu rokkstjörnur sjöunda áratugarins.  

  Annar þáttur heitir "Gömlu góðu lögin".  Þar spjallar Magnús "Diskótekið Dísa" við frumherja rokksins.

  Torfi Geirmundsson er með þátt sem heitir "Heilsa og fegurð".  Guðmundur Óli Scheving er með þátt um meindýr og meindýravarnir.  Drífa Viðarsdóttir er með þáttinn matarþátt.  Þannig mætti áfram telja.

  Í öðrum þáttum er jafnan gætt jafnræðis ef umdeild mál eru til umræðu.  Viðmælendur eru þá fulltrúar ólíkra sjónarmiða.  Ekki endilega í einum og sama þættinum. Það er kannski rætt við múslima einn daginn.  Næsta dag er rætt við andstæðing moskubyggingar.  Og svo framvegis.  

Jens Guð, 28.10.2015 kl. 09:24

11 identicon

Góða fólkið/Háværi minnihlutinn, skilur þetta ekki.

Pakkakíkir (IP-tala skráð) 28.10.2015 kl. 10:51

12 Smámynd: Jens Guð

Predikarinn,  takk fyrir það.

Jens Guð, 28.10.2015 kl. 11:00

13 Smámynd: Jens Guð

Jósef Smári,  ég hef aldrei verið með þátt á Útvarpi Sögu.  Ekkert slíkt stendur til.  Hitt er annað mál að ég hef mætt þar í viðtal,  rétt eins og hjá mörgum öðrum útvarps- og sjónvarpsstöðvum.  

  Áreiðanlega nota einhverjir símatíma ÚS og fleiri útvarpsstöðva til að fá útrás fyrir pirring vegna óréttlætis,  spillingu o.fl.  Einnig ber á glaðværum innhringjendum sem boða fagnaðarerindi og/eða lofsyngja flokkinn sinn,  foringjann og hvað sem er.  Enn aðrir eru með ábendingar um eitt og annað.  Þetta er allavega.       

Jens Guð, 28.10.2015 kl. 11:10

14 identicon

Sem sagt...frelsi til eineltis.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 28.10.2015 kl. 15:13

15 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sæll Jens. Ekki er ég sammála öllu sem fjölmargir ólíkir segja á Útvarpi Sögu, og tuða þá upphátt heima hjá mér á háværum nótum um hvað ég er óssammála, og hvað mér finns hinir vera miklir hálfvitar (hálfvitinn ég :). En ég virði þó skoðanir annarra þegar mér rennur reiðin og skil hina hliðina. Ég og aðrir eiga fullan rétt á eigin misþroskuðu skoðunum. Skoðanir mínar þroskast mest á því að forvitnast um ástæðu skoðana sem eru ólíkar mínum skoðunum. 

Skoðanir verða að byggjast á einhverjum vitrænum skoðuðum grunni.

Arnþrúður Karlsdóttir ógnar karlaveldinu vegna sinna fjölmörgu hæfileika og dugnaðar.

Mér finnst undarlegt að áhugi kvenréttindaforystunnar skuli ekki standa með þeirri baráttu-réttlætiskonu sem Arnþrúður í raun er. Hún hefur sjálf komið sér svona langt með gífurlegum dugnaði og hugsjón, og gegn straumnum. Það sama verður því miður ekki sagt um margar aðrar konur í fyrirhafnarlausum kynjakvótastöðum nútímans.

Það er illa komið fyrir Bubba-lögum og Hryðjuverka-lögum. Allt byggt á bankablekkingum!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.10.2015 kl. 00:34

16 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sammála, Jens

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.10.2015 kl. 09:35

17 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Einu fasistarnir eru Útvarp Saga og þeirra hyski.

Elías Halldór Ágústsson, 29.10.2015 kl. 09:36

18 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Þar á ofan er augljóst að þau gerðu þetta sjálf. Annars væri búið að upplýsa málið.

Elías Halldór Ágústsson, 29.10.2015 kl. 09:42

19 Smámynd: Jens Guð

Elín (#6),  þegar stórt er spurt...

Jens Guð, 29.10.2015 kl. 10:30

20 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  nei,  það er ekki skrítið.

Jens Guð, 29.10.2015 kl. 10:32

21 Smámynd: Jens Guð

Pakkakíkir,  svo virðist vera.

Jens Guð, 29.10.2015 kl. 10:33

22 identicon

Það finnst mörgum Arnþrúður Karlsdóttir vera trúverðugri persóna en Bubbi Morthens, svo mikið er víst. Ætli hún hafi einhverntíma þurft að hafa afskipti af honum þegar hann var í mesta ruglinu, en hún vinnandi í lögreglunni ?

Stefán (IP-tala skráð) 30.10.2015 kl. 14:25

23 Smámynd: Jens Guð

Helgi,  þetta einelti í garð Útvarps Sögu, Arnþrúðarog Péturs hefur ekkert með frelsi að gera.  Þvert á móti.  Þetta er sakamál.

Jens Guð, 30.10.2015 kl. 17:13

24 Smámynd: Jens Guð

Anna Sigríður,  þetta er vel mælt hjá þér.

Jens Guð, 30.10.2015 kl. 17:14

25 Smámynd: Jens Guð

Gunnar Th.,  takk fyrir það.

Jens Guð, 30.10.2015 kl. 17:14

26 Smámynd: Jens Guð

Elías Halldór,  þú ert í gríninu.

Jens Guð, 30.10.2015 kl. 17:15

27 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  það er ekki ólíklegt. 

Jens Guð, 30.10.2015 kl. 17:15

28 identicon

Góður punktur hjá Önnu Sigríði.  Kvenréttindaforystan er úti á túni með sínar sjálfhverfu píkusýningar þar sem listamennirnir fá ekki einu sinni borgað.  Réttindi my ass.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 31.10.2015 kl. 13:33

29 Smámynd: Jens Guð

  Elín,  svo sannarlega.

Jens Guð, 31.10.2015 kl. 19:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband