Færsluflokkur: Ferðalög
12.8.2013 | 22:09
Færeysku fjölskyldudagarnir á Stokkseyri - 2. hluti
Það er erfitt að átta sig á því hvað margir nákvæmlega sóttu hátíðina Færeyska fjölskyldudaga á Stokkseyri um verslunarmannahelgina. Það var ókeypis aðgangur á flesta dagskrárliði, í sýningarsali, á viðburði og annað. Ef miðað er við þá sem smökkuðu á skerpikjöti og þá sem keyptu veitingar í Art Café má ætla að eitthvað á annað þúsund manns hafi sótt Færeyska fjölskyldudaga.
Á tjaldstæðinu voru um 50 bílar þegar mest var. Tvær til fjórar manneskjur í hverjum bíl. Flestir gestirnir dvöldu hinsvegar aðeins yfir daginn og kvöldið. Sumir komu dag eftir dag án þess að gista á Stokkseyri. Þetta var fólk sem dvaldi í sumarbústöðum í nágrenninu eða á heima á Selfossi, Eyrarbakka eða Hveragerði. Kannski einhverjir frá Þorlákshöfn einnig. Jafnvel frá höfuðborgarsvæðinu.
Allt fór vel og friðsamlega fram. Engin slagsmál, engin þjófnaðarmál, engin skemmdarverk. Einungis gleði, fjör og gaman. Fjörið náði hámarki á dansleik á sunnudagskvöldinu. Jógvan Hansen og Vignir Snær kunna svo sannarlega að keyra upp stuðið og ná salnum út á dansgólfið. Ekki var verra að Jógvan á auðvelt með að afgreiða færeysk óskalög sem gestir af færeyskum uppruna þráðu að heyra.
Reyndar þurfti ekki færeyskan uppruna til að beðið væri um færeysk lög. Ég var plötusnúður á Færeyskum fjölskyldudögum. Á hverju kvöldi var ég þrábeðinn af Íslendingum um að spila "Ormin langa" með Tý. Allt frá þrisvar á kvöldi og upp í sjö sinnum!
Það er gömul saga og ný að fjölmiðlar hafa lítinn áhuga á fjölskylduhátíðum sem fara friðsamlega fram. Þar sem allt gengur eins og í sögu. Orðið tíðindalaust lýsir stöðunni. Fréttamenn sækja í fréttir af líkamsárásum, skemmdarverkum, innbrotum og þess háttar. Þess vegna skiptu fjölmiðlar sér lítið af Færeyskum fjölskyldudögum. Það kom ekki á óvart. Hitt vakti undrun mína: Að sunnlenskir fjölmiðlar þögðu þunnu hljóði um hátíðina á Stokkseyri.
Eftir því sem ég kemst næst var ekkert sagt frá Færeyskum dögum í héraðsfréttablöðunum Dagskránni og Sunnlenska, né heldur í Útvarpi Suðurlands. Að óreyndu hefði mátt ætla að þessir fjölmiðlar legðu sig í líma við að kynna í bak og fyrir svona hátíð á Suðurlandi. Ég þekki ekki nógu vel til þarna um slóðir til að giska á hvort að hrepparígur eða eitthvað annað olli fálæti sunnlenskra fjölmiðla.
Útvarp Saga, Rás 1 og Rás 2 stóðu sig hinsvegar með prýði. Því má halda til hafa. Lítill fugl hvíslaði því að mér að Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hafi keypt umfjöllun um aðrar hátíðir á Suðurlandi um verslunarmannahelgina út úr miðlum 365.
Ferðalög | Breytt 13.8.2013 kl. 20:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.7.2013 | 22:03
Fjörið og góða veðrið um verslunarmannahelgina
Eins og glöggt má lesa um í meðfylgjandi frétt, "Besta veðrið suðvestantil", þá verður besta veðrið á suðvesturhorninu yfir alla verslunarmannahelgina. Góða veðrið skellur á af fullum krafti strax á fimmtudaginn. Það er einmitt þá sem svo skemmtilega vill til að á Stokkseyri hefjast Færeyskir fjölskyldudagar. Þetta er svo heppilegt vegna þess að besta veðrið verður nákvæmlega á Stokkseyri. Gargandi sól, hiti, fjör og gaman.
Í besta veðrinu um verslunarmannahelgina verður eftirfarandi um að vera á Færeysku fjölskyldudögunum. Ég tók þetta af Fésbókarsíðu Færeyskra fjölskyldudaga:
.
Dagana 1.- 5. ágúst næstkomandi verður haldin færeysk stórhátíð á Stokkseyri.
Margt verður í boði frá fimmtudegi til mánudags: Söfn verða opin alla helgina, svo og sýningar, þjónusta og fjölbreytt afþreying. Ýmis tilboð verða í gangi og aðgangur er ókeypis á fjölda viðburða.
Boðið verður upp á skemmtun með fjölbreyttri færeyskri tónlist, kynningu á Færeyjum, sagðar gamlar og nýjar sögur frá Færeyjum, kynning á skerpikjöti og gefið smakk. Þetta er margþætt skemmtun fyrir alla fjölskylduna.
Jens Guð sér um kynningu á Færeyjum, segir sögur þaðan og verður með okkur alla helgina, kynnir færeyskan mat og gefur smakk af færeysku skerpikjöti.
Jens Guð sér um fjörið á Draugabarnum á föstudagskvöldið og fram á nótt.
Bee on ice sjá um fjörið á laugardagskvöldið á Draugabarnum og fram á nótt.
Jógvan Hansen og Vignir Snær sjá um að skemmta á sunnudagskvöldið og fram á nótt á Draugabarnum.
Alla helgina verður hægt að fara á kajak og kanna vatnasvæðið í grennd við Stokkseyri. Einnig er boðið upp á námskeið fyrir börn um helgina.
Fjöruborðið er einn af betri veitingastöðum á landinu og þótt víða væri leitað, þar verður hægt að fá mat alla helgina.
Tjaldsvæðið er mjög gott á Stokkseyri og bíður upp á góða þjónustu, þar gildir Útilegukortið.
Skálinn (Shell) bíður upp á fjölbreytta þjónustu: Bensín, olíur, gos, veglegan matseðil, verslun og fleira.
Hægt er að veiða í Hraunsá alla helgina og á bryggjunni.
Fjaran er engu lík við Stokkseyri, margir pollar sem iða af lífi, krabbar, síli, fiskar, skeljar, kuðungar og fleira. Krakkar (og fullorðnir) upplifa eftirminnalegt ævintýri við að kynnast dýralífinu í pollunum.
Góður fótboltavöllur og sparkvöllur er á Stokkseyri.
Fimmtudagur 01.ágúst 2013
10:00 - 20:00 Kajakaferðir. Róbinson Krúsó kannið vatnasvæðið á eigin vegum
10.00 - 18.00 Þuríðarbúð opin til sýningar. Aðgangur ókeypis
12:00 - 22.00 Veitingahúsið Við Fjöruborðið opnar. Humar, humarsúpa og lambakjöt.
10:00 - 18:00 Draugasetrið. Tilboð ef farið er á bæði söfnin
13:00 - 18:00 Álfa-, trölla- og norðurljósasetrið. Tilboð ef farið er á bæði söfnin
10.00 - 18.00 Art kaffi opnar í Lista og menningarverstöðinni 3.hæð
13:00 - 21:00 Sundlaug Stokkseyrar opin.
14:00 - 18:00 Valgerður Þóra opnar vinnustofuna Mósaík í Menningarverstöðinni. Aðgangur ókeypis
14:00 - 18:00 Elfar Guðni opnar vinnustofu sína í Menningarverstöðinni. Aðgangur ókeypis
14:00 - 18.00 Listaverkið Brennið þið vitar kynnt og sýnt í Menningarverstöðinni. Aðgangur ókeypis
Föstudagur 02.ágúst 2013
10:00 - 20:00 Kajakaferðir. Róbinson Krúsó kannið vatnasvæðið á eigin vegum.
10.00 - 18.00 Þuríðarbúð opin til sýningar. Aðgangur ókeypis
12:00 - 22.00 Veitingahúsið Við Fjöruborðið opnar. Humar, humarsúpa og lambakjöt.
10:00 - 18:00 Draugasetrið. Tilboð ef farið er á bæði söfnin
13:00 - 18:00 Álfa-, trölla- og norðurljósasetrið. Tilboð ef farið er á bæði söfnin
10.00 - 18.00 Art kaffi opnar í Lista og menningarverstöðinni 3.hæð.
13:00 - 21:00 Sundlaug Stokkseyrar opin.
14.00 - 18.00 Art Kaffi 3.hæð í Lista og menningarverstöðinni: Jens Guð sér um kynningu á Færeyjum og segir sögur frá Færeyjum. Aðgangur ókeypis
14:00 - 18:00 Valgerður Þóra opnar vinnustofuna Mósaík í Menningarverstöðinni . Aðgangur ókeypis
14:00 - 18:00 Elfar Guðni opnar vinnustofu sína í Menningarverstöðinni . Aðgangur ókeypis
14:00 - 18.00 Listaverkið Brennið þið vitar sýnt í Menningarverstöðinni. Aðgangur ókeypis
14:00 - 18:00 Vinnustofa GUSSA málara verður opin í Menningarverstöðinni. Aðgangur ókeypis
14:00 - 18:00 Vinnustofa Herborgar Auðunsdóttur Leirkerasmiðs verður opin í Menningarverstöðinni. Aðgangur ókeypis
23.00 Dansleikur á Draugabarnum Jens Guð spilar færeyska tónlist og fjöruga popptónlist og allt í bland. Aðgangur ókeypis
Laugardagur 03.ágúst 2013
10:00 - 20:00 Kajakaferðir. Róbinson Krúsó kannið vatnasvæðið á eigin vegum´´.
10:00 - 17:00 Sundlaug Stokkseyrar opin.
10.00 - 18.00 Þuríðarbúð opin til sýningar. Aðgangur ókeypis
10.00 18.00 Art kaffi opnar í Lista og menningarverstöðinni 3.hæð.
10:00 - 18:00 Draugasetrið. Tilboð ef farið er á bæði söfnin
13:00 - 18:00 Rjómabúið við Stokkseyri opinn fyrir alla. Aðgangur ókeypis
12:00 - 22.00 Veitingahúsið Við Fjöruborðið opnar. Humar, humarsúpa og lambakjöt.
13:00 - 18:00 Álfa-, trölla- og norðurljósasetrið. Tilboð ef farið er á bæði söfnin
14.00 - 17:00 Kajak kennsla fyrir börn. Aðgangur ókeypis
14.00 - 18.00 Art Kaffi 3.hæð í Lista og menningarverstöðinni. Jens Guð sér um kynningu á Færeyjum og segir sögur frá Færeyjum. Aðgangur ókeypis
14. 00 18.00 Art Kaffi 3.hæð í Lista og menningarverstöðinni Smakk á Skerpikjöti meðan birgðir endast. Aðgangur ókeypis
14:00 - 18:00 Valgerður Þóra opnar vinnustofuna Mósaík í Menningarverstöðinni . Aðgangur ókeypis
14:00 - 18:00 Elfar Guðni opnar vinnustofu sína í Menningarverstöðinni . Aðgangur ókeypis
14:00 - 18.00 Listaverkið Brennið þið vitar sýnt í Menningarverstöðinni. Aðgangur ókeypis
14:00 - 18:00 Vinnustofa GUSSA málara verður opin í Menningarverstöðinni. Aðgangur ókeypis
14:00 - 18:00 Vinnustofa Herborgar Auðunsdóttur Leirkerasmiðs verður opin í Menningarverstöðinni. Aðgangur ókeypis
23:00 Dansleikur á Draugabarnum Bee on ice halda uppi stuðinnum, ballið hefst kl 23.00 og stendu fram á nótt. Aðgangur 1000.- kr
Sunnudagur 04.ágúst 2013
10:00 - 20:00 Kajakaferðir. Róbinson Krúsó kannið vatnasvæðið á eigin vegum".
10:00 - 17:00 Sundlaug Stokkseyrar opin.
10.00 - 18.00 Þuríðarbúð opin til sýningar. Aðgangur ókeypis
10:00 - 18:00 Draugasetrið. Tilboð ef farið er á bæði söfnin
10.00 - 18.00 Art kaffi opnar í Menningarverstöðinni 3.hæð.
12:00 - 22.00 Veitingahúsið Við Fjöruborðið opnar. Humar, humarsúpa og lambakjöt.
13:00 - 18:00 Rjómabúið við Stokkseyri opinn fyrir alla. Aðgangur ókeypis
13:00 - 18:00 Álfa-, trölla- og norðurljósasetrið. Tilboð ef farið er á bæði söfnin.
14.00 - 17:00 Kajak kennsla fyrir börn. Aðgangur ókeypis
14.00 - 18.00 Art Kaffi 3.hæð í Menningarverstöðinni. Jens Gud sér um kynningu á Færeyjum og segir sögur frá Færeyjum. Aðgangur ókeypis
14. 00 18.00 Art Kaffi 3.hæð í Menningarverstöðinni. Smakk á Skerpikjöti, meðan birgðir endast. Aðgangur ókeypis
14:00 - 18:00 Valgerður Þóra opnar vinnustofuna Mósaík í Menningarverstöðinni. Aðgangur ókeypis
14:00 - 18:00 Elfar Guðni opnar vinnustofu sína í Menningarverstöðinni . Aðgangur ókeypis
14:00 - 18.00 Listaverkið Brennið þið vitar sýnt í Menningarverstöðinni. Aðgangur ókeypis
14:00 - 18:00 Vinnustofa GUSSA málara verður opin . í Menningarverstöðinni Aðgangur ókeypis
14:00 - 18:00 Vinnustofa Herborgar Auðunsdóttur Leirkerasmiðs verður opin í Menningarverstöðinni. Aðgangur ókeypis
23:00 Dansleikur á Draugabarnum. Jögvan Hansen og Vignir Snær sjá svo um að halda uppi stuðinu á sunnudagskvöldið og fram á nótt. Aðgangur 2000 kr.
Mánudagur 05.ágúst 2013
09:00 - 21:00 Kajakaferðir. Róbinson Krúsó kannið vatnasvæðið á eigin vegum.
10.00 - 18.00 Þuríðarbúð opin til sýningar. Aðgangur ókeypis
10:00 - 17:00 Sundlaug Stokkseyrar opin.
12:00 - 22:00 Veitingahúsið Við Fjöruborðið opnar. Humar, humarsúpa og lambakjöt.
13:00 - 18:00 Draugasetrið. Tilboð ef farið er á bæði söfnin
13:00 - 20:30 Álfa-, trölla- og norðurljósasetrið. Tilboð ef farið er á bæði söfnin
14:00 - 18:00 Valgerður Þóra opnar vinnustofuna Mósaík í Menningarverstöðinni. Aðgangur ókeypis
14:00 - 18:00 Elfar Guðni opnar vinnustofu sína í Menningarverstöðinni . Aðgangur ókeypis
14:00 - 18.00 Listaverkið Brennið þið vitar sýnt í Menningarverstöðinni. Aðgangur ókeypis
ATH.
Tjaldsvæðið á Stokkseyri er flott og til fyrirmyndar.
Útilegukortið gildir á tjaldsvæðinu Stokkseyri.
Allir hjartanlega velkomnir
Sjá nánar á: www.stokkseyri.is
Upplifið færeyska stemmingu um verslunarmannahelgina.
Nokkur símnúmer sem gott er að vita af:
Neyðarlínan. einn,einn,tveir 112
Lögreglan Selfossi. 480-1010
Fjöruborðið Veitingastaður Humar/Humarsúpa/Lamb. 483-1550.
Kæjaka leiga/kensla. 896-5716.
Skálinn Veitingahús,Verslun,Sjoppa,Bensínst. 483-1485.
Sundlaug Stokkseyrar. 480-3260
Tjaldsvæðið Stokkseyri. 896-2144
Lista og Menningaverstöðinn. 483-1600
Draugasafnið. 483-1202 / 895-0020
Draugabarinn. 483-1202 / 899-0020
Álfa Trölla og Norðurljósasafnið. 483-1600 / 895-0020
Art Kaffi .483-1600 / 842-2610
Icelandic Wonders. ehf 483-1600 / 895-0020
Aurora Experience. ehf 483-1600
![]() |
Besta veðrið suðvestantil |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt 31.7.2013 kl. 23:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.7.2013 | 21:38
Nýtt og betra
Það er merkilegt að ekki sé búið að koma fyrir hljóðdeyfi á höggborinn. Það er leiðinda hávaði frá þessu verkfæri. Hvellur og óþægilegur hávaði sem ærir alla nærstadda og í töluvert stórum radíus frá bornum. Það væri strax til bóta ef borinn gæti boðið upp á mismunandi tóna þannig að hægt sé að spila róandi lagstúf með honum. En hljóðdeyfir er betri kostur. Hann er hljóðlátari aðferð.
Tækninni fleygir fram við allt svona. Sú var tíð að hellulagnamenn bröltu um á hnjánum til að leggja gangstéttarhellur eða vegahellur. Það tók heilu dagana að helluleggja örfáa metra. Í dag eru hellur lagðar fljótt og snyrtilega eins og teppi með hellulagningavél. Vélin fer ekki hratt yfir. En hún helluleggur tugi metra á klukkutíma.
Lengi vel var meiriháttar mál að leggja malbikaða vegi. Með ýtum var jarðvegi rutt upp í rétta hæð. Þar sem ekki var nóg um möl voru vörubílar á þeytingi með möl úr malargryfjum. Yfirborðið sléttað út. Heitt malbik lagt ofan á það. Það tók heilu mánuðina að leggja hvern vegaspotta. Fjölmenni þurfti til. Við hvert verkefni var sett upp lítið þorp vegavinnuskúra. Þar sváfu vegavinnuflokkar. Einn skúrinn var mötuneyti. Það varð að fóðra kvikindin.
Núna er farið að leggja malbikaða vegi á annan hátt. Menn fá malbikaða vegi upprúllaða og leggja þá eins og teppi. Rúlla þeim eftir slóðinni. Það þarf aðeins einn mann í verkið. Hann leggur veginn jafn hratt og hann gengur.
Af því að tækninýjungar eru til umræðu má ég til með að nefna nýjan penna sem var að koma á markað. Hann lítur út eins og venjulegir pennar. Munurinn er sá að þegar orð er vitlaust stafsett þá titrar penninn. Víbrar og gefur smá stuð. Hann hættir ekki að víbra fyrr en orðið er rétt stafsett.
![]() |
Ólétt kona stöðvaði vinnu höggbors |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt 15.7.2013 kl. 06:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.7.2013 | 00:18
Fólki sem er fífl hjálpað að fóta sig í tilverunni
Fólk er fífl. Það vita allir. Nema fólkið sjálft. Það þarf leiðbeiningar um hvert skref. Annars fer allt í rugl. Þess vegna er brýn þörf á sem flestum umferðarmerkjum. Fjöldi embættismanna á launaskrá ríkisins vinnur að því hörðum höndum að hanna og koma fyrir sem víðast merkingum til að leiðbeina fólki sem er fífl. Í dag bættust 17 ný umferðarmerki í hóp þeirra tuga umferðarmerkja sem þegar eru út um allt.
Það er gott til þess að vita að ríkisstarfsmenn geri fleira en naga blýanta allan daginn alla daga. Þeir leggja sig líka fram um að leiðbeina kjánum. Einmitt núna þegar sól hefur verið minni í sumar (hún á kannski eftir að stækka) en elstu menn muna hefur innanríkisráðherra boðað að í nálægð við allar ísbúðir landsins verði komið upp skilti sem sýnir gamaldags (klassískan) rjómaís úr vél. Án þessa skiltis er veruleg hætta á að fólk sem er fífl kaupi sér í óvitaskap ís úr frystikistum stórmarkaða. Lítill fugl hvíslaði að mér að þetta væri gert að ósk Sigmundar Davíðs. Hann ku vera sólginn í rjómaís beint úr vél.
Áður en þetta skilti er fest upp sannreyna embættismenn Vegagerðarinnar og Framkvæmdastofnunar samgöngumála að ísinn sé afgreiddur í brauðformi og að það sé rjómabragð af honum.
Eitt af mörgu góðu við að fjölga umferðarskiltum á Íslandi er að það er atvinnuskapandi. Ekki endilega þannig að það fjölgi störfum heldur þannig að embættismenn innanríkisráðuneytisins (og stofnana sem heyra undir það) hafi eitthvað fyrir stafni. Það gerir engum gott að slæpast í vinnunni og hanga á fésbók. Samkvæmt óáreiðanlegum heimildum er ríkur vilji hjá Framkvæmdastofnun samgöngumála að setja í næsta átaki upp skilti sem gefur til kynna hvar megi nálgast rammíslenska pylsu með öllu og hvar sé mögulegt að kaupa kalda mysu.
Gríðarlega mikil stemmning er fyrir því að setja upp við allar götur nálægt vínveitingastöðum skilti sem upplýsir að hætta sé á að þar fari ölvuð manneskja til síns heima (eða út í buskann). Aðgát skal höfð í nærveru drukkinna.
Þetta bráðnauðsynlega skilti sýnir hættu á að nautgripir detti ofan á bíla. Eina vandamálið er að bílstjóri getur á engan hátt komið í veg fyrir það. En þegar nautgripur dettur ofan á bíl getur bílstjórinn verið nokkuð viss um að það var nautgripur sem datt ofan á bílinn (en ekki geimskip eða loftsteinn). Það veitir öryggiskennd að vera ekki í vafa.
Hvar er hægt að fóðra krókódíla með fötluðum?
Sumt fólk er "mannýgt". Það stangar bíla. Erlendis hefur gefist vel að setja upp skilti nálægt bílum með hvatningu um að mannýgir stangi spegla á bílunum frekar en sjálft "boddýið". Þannig má komast hjá því að dælda bílana.
![]() |
17 ný umferðarmerki taka gildi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 20:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
5.6.2013 | 22:37
Það er gaman að sjá fjörulabba
Víða um land, einkum á Vestfjörðum, er skemmtileg skepna á vappi. Hún heitir fjörulabbi. Fjörulabbi heldur sig að mestu í sjónum. Þegar enginn sér til laumast fjörulabbinn í land. Mest ber á því um fengitíma. Þá má sjá fjörulabba hér og þar í fjöru og jafnvel upp í hlíðum. Fjörulabba er alveg sama þó að hann sjáist. Hinsvegar gætir hann þess vandlega að enginn sjái hann koma upp úr sjónum né fara í sjóinn. Þess vegna hefur enginn séð það.
Fjörulabbi er svo gott sem alveg eins og kind að stærð og lögun. Reyndar hafa sjónarvottar komið auga á fjörulabba sem er alveg eins og hundur að stærð og lögun.
Fjörulabbi er ekki feiminn við ljósmyndavél. Þvert á móti sækir hann í að "pósa" fyrir framan myndavél. Besta aðferð til að komast í návígi við fjörulabba er að glenna framan í hann myndavél. Þess eru dæmi að foreldri ætli að taka mynd af börnum sínum á Vestfjörðum þegar fjörulabbi kemur aðvífandi, stuggar við börnunum og stillir sér upp fyrir framan ljósmyndavélina. Frekjan er svo gengdarlaus.
Ferðalög | Breytt 6.6.2013 kl. 00:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
3.6.2013 | 21:45
Anna á Hesteyri og bíllinn hennar
Anna frænka á Hesteyri var orðin nokkuð fullorðin þegar hún tók bílpróf og áskotnaðist Skoda bifreið. Mig minnir að frændi okkar, útgerðarmaður, hafi gefið Önnu bílinn og bílprófið. Eða alla vega verið henni innanhandar með hvorutveggja. Bíllinn reyndist Önnu mikið ævintýri. Hún skrifaði mömmu bréf og lýsti bílnum eins og um undur væri að ræða sem fáir hefðu séð með eigin augum.
Bílinn skoðaði Anna í bak og fyrir. Meðal annars vegna þess að hún þurfti að vita hvar einhver takki var í bílnum. Ég man ekki hvort að það var takki til að opna bensínlok, húdd eða skottlok. Anna og vinnukarl hennar skiptu liði og leituðu skipulega að takkanum. Karlinn leitaði inni í bílnum. Anna leitaði utan á bílnum. Þar á meðal skreið Anna undir bílinn. Það var afrek út af fyrir sig. Anna var það mikil um sig. Hún sagði þannig frá: "Það var aldeilis heppni að ég skyldi leita undir bílnum. Þar fann ég nefnilega varadekk. Ef ég hefði ekki leitað undir bílnum hefði mér aldrei dottið í hug að þar væri varadekk."
Bíllinn entist Önnu í mörg ár. Þó þjösnaðist hún á honum eins og um sterkbyggða dráttarvél væri að ræða. Á móti kom að bíllinn var aldrei mikið ekinn í kílómetrum talið. Að því kom að bíllinn gafst upp. Þá var Anna að keyra á honum yfir á með stórgrýttum botni. Anna hringdi miður sín í mömmu mína og sagði ótíðindin. Mamma spurði hvort bíllinn hafi lent á stórum steini sem hefði skemmt eitthvað undir bílnum. Anna andvarpaði, dæsti og svaraði döpur: "Nei, það er afar ólíklegt. Ég hef oft keyrt yfir stærri steina sem hafa bankað miklu fastar undir bílinn án þess að hann hafi drepið á sér. Það er einhver önnur ástæða fyrir því að bíllinn stoppaði."
Fleiri frásagnir af Önnu frænku: http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1290123/
Ferðalög | Breytt 11.6.2013 kl. 23:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
3.6.2013 | 00:20
Sparnaðarráð
Á síðustu árum hefur íslenskur landbúnaður dregist saman. Búum hefur fækkað og fólk flutt á mölina til að rýna í hagtölur í stað þess að framleiða hráefni til matseldar. Þvers og kruss um landið standa aðgerðarlausar dráttarvélar. Engum til gagns. En mörgum til leiðinda. Á sama tíma eykst stöðugt spurn eftir léttum og liprum mótorhjólum til að snattast um bæinn með niðurstöður úr hagfræðiútreikningum. Á tímabili önnuðu kínversk mótorhjól að nokkrum hluta eftirspurninni. Þegar á reyndi kom í ljós að þau voru úr plasti og duttu í sundur við að fara yfir hraðahindrun. Margir fengu vinnu við að tína upp plastdót úr kínversku hjólunum. Það sló tímabundið á atvinnuleysi. Aðeins tímabundið. Það kaupir enginn viti borin manneskja kínverskt mótorhjól í dag. Óvitibornar manneskjur eru svo fáar að þær mælast varla í hagtölum mánaðarins.
Lausnin á vandamáli dagsins er handan við hornið. Hún felst í því að hvaða laghent stúlka sem er getur án fyrirhafnar breytt dráttarvél í lipurt snatthjól. Það eina sem þarf til er svissneskur hnífur. Allt annað er til staðar: Stýri, sæti, mótor, framljós, afturljós, dekk og svo framvegis. Það allra besta er að þegar dráttarvél er breytt í snatthjól þá eru til afgangs tvö varadekk. Þessi lausn er svo ókeypis og auðveld að hún er sparnaðarráð.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 00:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.5.2013 | 05:20
Litríkir og flottir bæir og þorp
Íslensk þorp, íslenskir kaupstaðir, íslenskir sveitabæir og bara flest hús á Íslandi eru litlaus og ljót. Hvít, grá eða máluð öðrum dauflegum litum. Siglufjörður er undantekning. Myndirnar hér fyrir ofan eru þaðan. Gott ef það var ekki myndlista- og kvikmyndagerðarmaðurinn Jón Steinar Ragnarsson sem málaði bæinn rauðan og gulan og bláan...
Grænlendingar kunna vel að meta skæra liti, hvort sem er á fatnaði eða húsum. Fyrir bragðið eru grænlensk þorp litrík og flott. Hér eru nokkrar myndir:
Í sumum löndum aðeins lengra í burtu má rekast á skærlitaða bæjarhluta. Til að mynda í Gamla Stan í Stokkhólmi í Svíþjóð:
Einnig í Wroclaw í Póllandi:
Í Cinque á Ítalíu lífgar litagleðin upp á annars frekar ljótar byggingar:
Margir Íslendingar hafa heillast af ýmsu á Pattaya í Tælandi.
Til samanburðar höfum við grámyglulega Reykjavík (og næstum hvaða bæ eða þorp á Íslandi):
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 20:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.5.2013 | 21:50
Flugvöllinn í Vatnsmýri! Skemmtilegir flugvellir
Það er lúxus að hafa flugvöll í Vatnsmýri. Staðsetningin er farþegum til mikilla þæginda. Þjóðfélagið hagnast á henni í samanburði við aðra valkosti (svo sem að færa flugið til Sandgerðis). Það liggur gríðarmikill sparnaður í eldsneyti, sliti á bílum, vegaframkvæmdum og mannslífum.
Víða um heim er að finna skemmtilega staðsetta flugvelli.
Flugvöllurinn í Gíbraltar er inni í miðri borginni. Hann er staðsettur þvert á aðal umferðagötu borgarinnar. Þegar flugvél lendir eða tekur á loft hinkrar fólkið í bílunum sínum rétt á meðan. Þetta fyrirkomulag hefur aldrei verið til verulegra vandræða. Þvert á móti þá þykir þetta kósý.
Flugvöllurinn í Madeira stendur á súlum ofan í fjörunni. Lengst af var hann of stuttur. Það kom fyrir að ekki tókst að stöðva flugvél í tæka tíð og hún endaði ofan í fjöru. Því fylgdi vesen. Þess vegna var flugvöllurinn lengdur fyrir 13 árum. Engu að síður er víst kúnst að lenda á honum.
Það er verra með flugvöllinn Lukla í Nepal. Ef ekki tekst að stöðva flugvél á brautarenda þá tekur við 2000 feta fall. Flugvöllurinn er erfiður hvað margt annað varðar. Sterkar vindkviður og hnausþykk þoka setja oft strik í reikninginn. Um þennan flugvöll fara allir sem flandra upp Mount Everest.
Alþjóðaflugvöllurinn í Barra þjónar hlutverki baðstrandar þegar flugvél er hvorki að lenda eða taka á loft. Baðstrandargestir eru stöðugt hvattir til að fylgjast með flugáætlun til að lenda ekki í vegi fyrir flugvélum.
Flugvöllurinn í Courchevel þykir sérlega glannalegur. Hann liggur í bröttum hólum og yfirborðið. Orðið flughált er komið úr lýsingu á þessum flugvelli. Hann er iðulega þakinn íshellu sem flugvélarnar dansa á. Alvarleg hætta á að illa fari er ekki meiri en svo að flugbrautin er umkringd háum og þéttum snjó sem virkar eins og stuðpúði þegar flugvélar nuddast utan í hann.
Flugvöllurinn þykir það glannalegur að hann var notaður til að hræða bíógesti í James Bond myndinni Tomorrow Never Dies. Bond er sýndur lenda flugvél þarna.
Juanco E. Yrausquin flugvöllurinn á Saba í Karabíska hafinu er einn sá erfiðasti í heimi. Flugbrautin er aðeins 1300 fet að lengd og flestar flugvélar þurfa að fullnýta lengdina bæði við lendingu og flugtak. Þessi hættulegi flugvöllur er talin vera ástæðan fyrir því að ekki hefur tekist að byggja upp ferðamannatraffík til eyjarinnar.
Ferðalög | Breytt 6.5.2013 kl. 13:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.5.2013 | 21:52
Ekki gera ekki neitt
Nú er ekki rétti tíminn til að híma inni í myrkum kompum. Það er komið að því að rífa sig upp úr sleninu, spretta á fætur og fara út úr húsi. Muna bara eftir því að klæða sig til samræmis við veðrið. Það er ekkert sem heitir vont veður heldur aðeins að vera ekki rétt klæddur. Það er ekki nóg að fara einungis út úr húsi. Málið er að komast út í náttúruna. Njóta hennar í botn og leika við dýrin sem á vegi verða.
![]() |
Gæsirnar flúnar vegna kulda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |