Það er gaman að sjá fjörulabba

fjörulabbi 

  Víða um land,  einkum á Vestfjörðum,  er skemmtileg skepna á vappi.  Hún heitir fjörulabbi.   Fjörulabbi heldur sig að mestu í sjónum.  Þegar enginn sér til laumast fjörulabbinn í land.  Mest ber á því um fengitíma.  Þá má sjá fjörulabba hér og þar í fjöru og jafnvel upp í hlíðum.   Fjörulabba er alveg sama þó að hann sjáist.  Hinsvegar gætir hann þess vandlega að enginn sjái hann koma upp úr sjónum né fara í sjóinn.  Þess vegna hefur enginn séð það.

  Fjörulabbi er svo gott sem alveg eins og kind að stærð og lögun.  Reyndar hafa sjónarvottar komið auga á fjörulabba sem er alveg eins og hundur að stærð og lögun.

fjorulabbar.jpg 

 

 

 

 

 

  Fjörulabbi er ekki feiminn við ljósmyndavél.  Þvert á móti sækir hann í að "pósa" fyrir framan myndavél.  Besta aðferð til að komast í návígi við fjörulabba er að glenna framan í hann myndavél.  Þess eru dæmi að foreldri ætli að taka mynd af börnum sínum á Vestfjörðum þegar fjörulabbi kemur aðvífandi,  stuggar við börnunum og stillir sér upp fyrir framan ljósmyndavélina.  Frekjan er svo gengdarlaus.     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrir vestan var þetta kallað fjörulalli.  Kv. G.

gisli (IP-tala skráð) 6.6.2013 kl. 00:08

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já einmitt við köllum hann fjörulalla hér. Og það var mikið talað um hann í minni barnæsku, sennilega til að halda okkur frá sjónum, því þangað sóttum við mikið. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.6.2013 kl. 08:07

3 identicon

Lalli Fjörulalli....framborið raddað.

Margret Sigurmonsd (IP-tala skráð) 6.6.2013 kl. 11:11

4 identicon

Ef að fjörulalli er eins og kind í útliti hvernig þekkist hann frá kind?

Steini (IP-tala skráð) 12.6.2013 kl. 14:21

5 Smámynd: Jens Guð

  Gisli,  takk fyrir upplýsingarnar. 

Jens Guð, 13.6.2013 kl. 00:19

6 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil,  það hefur verið gott ráð. 

Jens Guð, 13.6.2013 kl. 00:20

7 Smámynd: Jens Guð

  Margret,  takk fyrir það. 

Jens Guð, 13.6.2013 kl. 00:20

8 Smámynd: Jens Guð

  Steini,  þetta er eitthvað sem fólk fær á tilfinninguna.  Eða þannig. 

Jens Guð, 13.6.2013 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.