Fćrsluflokkur: Ferđalög

Vasaţjófar og fjör í Barselona

 

barcelona_plaza-de-catalunya.jpg

  Ég fagnađi sólrisu,  sólstöđuhátíđinni og áramótum međ ţví ađ taka snúning á London,  Barselona og Kaupmannahöfn.  Ţetta var fyrsta heimsókn mín til Spánar.  Ţess vegna staldrađi ég lengst viđ ţar.

  Jólin eru stćrsta árleg hátíđ heiđinna manna.  Ţađ er gaman ađ fleiri en viđ í Ásatrúarfélaginu fagni ţessari hátíđ ljóss og friđar.  Hérlendis halda eiginlega allir upp á jólin - nema örfáir kristnir bókstafstrúarmenn á borđ viđ Votta Jehova. 
.
  Barselona-búar gera ekki eins mikiđ úr jólunum og viđ hér á Norđurhjara.  Kannski hefur ţađ eitthvađ ađ gera međ ađ jól í glampandi sól eru ekki eins jólaleg og jól í snjó og myrkri.     
  Eina verslunargötu sá ég međ jólaskreytingu.  Yfir hana var strengt ljósaskraut sem svipađi til mynsturs snjókorna.
casa_gracia_-_eldhus.jpg casa_gracia_-_setustofa_1.jpgcasa gracia - herb
  Ég var heppinn međ gistiheimili,  Casa Gracia.  Vel stađsett og allt ţar frábćrt.  Í einni af ţremur setustofum var risastórt jólatré skreytt í bak og fyrir.  Bakgarđurinn var sömuleiđis skreyttur marglitum ljósaperum allt í kring.
.
  Á jóladagskvöldi var bođiđ upp á veglega jólaveislu.  Ekki veit ég hvernig jólahald er inni á spćnskum heimilum.  Hitt veit ég ađ hvergi sá í jólaljós né ađrar jólaskreytingar úti í gluggum.  Og engan sá ég jólasvein.  Aftur á móti voru verslanir og veitingastađir lokađir dag eftir dag.  Meira ađ segja matvöruverslanir sem auglýsa opiđ 24/7 stóđu ekki viđ sitt.  Ég hrósa happi ađ hafa 0% löngun til ađ rápa í verslanir - ađrar en plötubúđir.  
. 
  Í utanlandsferđum hef ég ćtíđ lítiđ útvarpstćki međ í för.  Á ţađ hlusta ég daginn út og inn.  Aldrei heyrđist jólalag í spćnsku útvarpsstöđvunum.  Flest kvöld var bođiđ upp á lifandi músík á gistiheimilinu.  Ţetta var allt frá syngjandi stelpu sem spilađi Ibiza-techno á skemmtara til 3ja manna sálarpoppsveitar.  Ţess á milli voru ţađ syngjandi flamingo-dúettar međ kassagítar og bongo.  Enginn spilađi jólalag. 
.
  Mest hlustađi ég á útvarpsstöđina Rokk FM.  Ţar eru spiluđ klassísk engilsaxnesk rokklög í bland viđ örfá spćnsk rokklög.  Lagavaliđ er fátćklegt.  Ég fékk fljótlega ţreytu gagnvart sumum lögum sem voru síspiluđ.  Lagavaliđ er ótrúlega einhćft.  Nokkur lög međ Chuck Berry eru eina músíkin frá sjötta áratugnum.  Eitt lag heyrđi ég međ Presley.  Ţađ var frá sjöunda áratugnum.  Eins og megniđ af öđrum lögum:  Bítlum, Kinks,  Stóns,  Doors, Janis Joplin,  Animals,  Hendrix...  Einnig slatti frá upphafsárum ţungarokksins (´69 - ´72):  Black Sabbath,  Led Zeppelin,  Deep Purple...
  Pönkdeildin var bundin viđ The Clash:  London Calling og Should I Stay or Should I Go.  Síđar nefnda lagiđ er spilađ oft á dag.  

  Međ slćđast lög frá upphafi tíunda áratugarins:  Guns N´ Roses,  Nirvana og Rage Against the Machine.  
  Ég undrađist hvađ sömu lög eru spiluđ oft međ stuttu millibili.  Vegna margra frídaga er hugsanlegt ađ um hafi veriđ ađ rćđa endurspilanir á sömu útvarpsţáttum.  Ég kann ekki spćnsku.  Ţess vegna gat ég ekki áttađ mig á ţví hvort ađ eldri útvarpsţćttir voru endurspilađir (ekki lćrđi ég utan ađ röđina á lögunum sem voru spiluđ).   
.
   Á gistiheimilinu og víđar var ég varađur viđ vasaţjófnađi.  Barselona er kölluđ höfuđborg vasaţjófnađar í Evrópu.  Ítrekađ var í mín eyru fullyrt ađ vasaţjófarnir í Barselona séu allt saman fagmenn fram í fingurgóma (í bókstaflegri merkingu).  Ţeirra vinnubrögđ séu háţróuđ óverjandi töfrabrögđ.  Ég spurđi:  Fyrst ađ fagmennirnir eru í Barselona hvar eru ţá amatörarnir?  Ég ćtla ađ halda mig ţar í nćstu Spánarheimsókn.  Eru ćfingabúđir fyrir amatöra einhversstađar úti á landi?  Fá ţeir ekki ađ koma til Barselona fyrr en ţeir eru orđnir fagmenn?
  Fátt varđ um svör.  Ég upplifđi mig alveg öruggan í Barselona.  Engu var stoliđ frá mér.  Ég gekk um götur á öllum tímum sólarhrings og mćtti ađallega öđrum túristum.  Ekkert vesen.  Helsti vettvangur vasaţjófa er ţar sem trođningur er.  Ţar sem fólk kemst ekki hjá ţví ađ rekast í hvert annađ.  Til ađ mynda ţegar trođist er inn í eđa út úr lestum eđa strćtisvögnum.  Galdurinn er ađ forđast ţćr ađstćđur.   
 
  Efsta myndin er af Katalóníutorginu.  Ţar hélt ég mig töluvert og í nágrenni ţess.  Ađrar myndir sýna eldhúsiđ á gistiheimilinu,  setustofu og svefnađstöđu.
     
  Meira á morgun.       

Lulla frćnka í umferđinni

  Lulla frćnka var tíđur gestur á tilteknu bílaverkstćđi.  Ađallega var gert viđ smádćldir sem einkenndu iđulega bílinn hennar.  Hún rauk ekki međ bílinn á verkstćđi ţó ađ ein og ein dćld og rispa bćttist viđ.  Ţađ var ekki fyrr en ljós brotnuđu líka eđa stuđari losnađi eđa eitthvađ slíkt bćttist viđ.

  Á međan gert var viđ bílinn sat Lulla inni í honum og fylgdist međ.  Hún skráđi af nákvćmni í bók hvenćr vinna viđ bílinn hófst og hvenćr henni lauk.  Í hvert sinn sem viđgerđarmađur brá sér frá í kaffi,  mat,  síma (ţetta var fyrir daga farsíma) eđa annađ ţá tók Lulla tímann og skráđi niđur.  Međ ţessu afstýrđi Lulla ţví ađ vera rukkuđ um of.  Hún taldi sig merkja einbeittan vilja verkstćđisins til ofrukkunar.  Ţađ réđ hún međal annars af ţví hvađ starfsmenn ţar lögđu hart ađ henni ađ koma út úr bílnum;  bíđa frekar á kaffistofunni hjá ţeim eđa ţá ađ ţeir buđust til ađ skutla henni heim.   Lulla lét ekki plata sig.  Ţó ađ viđgerđ tćki 2 eđa 3 daga ţá var hún mćtt í bílinn sinn á slaginu klukkan 8 ađ morgni og stóđ vaktina til klukkan 18.00.     

  Afturendinn á bíl Lullu varđ helst fyrir hnjaski.  Ég uppgötvađi einn daginn hvernig á ţví stóđ.  Ţannig var ađ Lulla bjó í bakhúsi viđ Laugaveg.  Ađ húsinu lá nokkurra metra löng innkeyrsla.  Viđ húsiđ lagđi Lulla bíl sínum.  Pláss var ekki nćgilegt til ađ snúa bílnum ţarna.  Ţađ ţurfti ađ bakka til baka og út á Laugaveg ţegar ekiđ var frá húsinu.  

  Svo vildi ţađ til ađ ég var farţegi hjá Lullu er hún ók ađ heiman.  Hún leit ekki aftur fyrir sig né í spegla á međan hún bakkađi út á Laugaveginn.  Ţess í stađ horfđi hún ađeins fram fyrir sig og reykti af ákafa.  Hún bakkađi bílnum löturhćgt á bíl sem ók niđur Laugaveginn.  Hvorugur bíllinn varđ fyrir eiginlegum skađa.  En ţađ voru skrifađar tjónaskýrslur.  Ađ ţví loknu nefndi ég viđ Lullu ađ hún ţyrfti ađ gá aftur fyrir sig áđur en hún bakki út á Laugaveginn.  Hún yrđi ađ ganga úr skugga um ađ enginn bíll sé fyrir á Laugaveginum.  

  Lulla svarađi í rólegheitum:  "Nei,  ég hef prófađ ţađ.  Ţá ţarf mađur ađ bíđa svo lengi.

  Fleiri sögur af Lullu frćnku:  http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1332896/


Forvitnilegir fróđleiksmolar um ţakkargjörđardaginn

  Öldum saman út um allan heim hafa bćndur fagnađ uppskerulokum međ veisluhöldum.   Á mínum uppvaxtarárum í Skagafirđi var veislan kölluđ töđugjöld.  Ég hef grun um ađ töđugjöld hafi lagst af eftir ađ heyskapur vélvćddist gróflega.  
  Önnur íslensk uppskeruhátíđ,  slćgjur,  lagđist af um ţarsíđustu aldamót.  Viđ af slćgjum tók almennt skemmtanahald sem kallast haustfagnađur.  Međ ţví ađ smella á eftirfarandi slóđ má lesa um elstu heimild um slćgjurhttp://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1331030/
.
sara pálína og uppskeruhátíđin
.
  Í Norđur-Ameríku fögnuđu frumbyggjar, indíánar,  haustuppskerunni međ kalkúnaveislu löngu áđur en ţeir kynntust evrópskum nýbúum.   
  Á 17. öld flúđi hópur breskra pjúritana undan trúarofsóknum til Norđur-Ameríku.  Indíánar kenndu ţeim ađ rćkta korn og koma ţví í hlöđu fyrir veturinn.  Indíánarnir kenndu ţeim matreiđslu.  Ţar á međal ađ matreiđa kalkúna.       
  Um haustiđ héldu indíánarnir og ensku pjúritanarnir sameiginlega uppskeruhátíđ.  Pjúritanarnir ţekktu til hliđstćđrar uppskeruhátíđar međal mótmćlendatrúar á Englandi.  Fyrstu árin sem indíánar og pjúritanar héldu sameiginlega uppskeruhátíđ var veislan einfaldlega kölluđ uppskeruhátíđ.  Löngu síđar var fariđ ađ kalla hana ţakkargjörđardag.   
.
  Ţakkargjörđardagur hafđi ţá veriđ haldinn hátíđlegur árlega í Kanada frá ţví á 16. öld.  Ţar var ekki um uppskeruhátíđ ađ rćđa heldur fögnuđ enskra sćfara yfir ţví ađ hafa náđ landi í Kanada eftir miklar hrakningar á sjó.   
  Franskir nýbúar í Kanada héldu hinsvegar uppskeruhátíđ. 
.
  Á 19. öld varđ uppskeruhátíđin,  ţakkargjörđardagurinn,  opinber frídagur í Kanada og Bandaríkjunum.  Í Kanada er hann annan mánudag í október.  Í Bandaríkjunum er hann síđasta fimmtudag í nóvember. 
  Víđa um heim er uppskeruhátíđin kennd viđ ţakkargjörđ. 
  Í Ţýskalandi er uppskeruhátíđin kölluđ emtedankfest (ţakkargjörđarhátíđ).  Hluti af hátíđarhöldunum er bjórhátíđin Oktoberfest.
  Í Grenada er ţakkargjörđardagurinn 25. október opinber frídagur.  Uppruni hans er ađ minnsta kosti jafn gamall og uppskeruhátíđirnar í Kanada og Bandaríkjunum.
  Í Japan heitir dagurinn verkalýđs-ţakkargjörđardagurinn.  Hann er opinber frídagur 23. nóv.
  Í Líberíu er ţakkargjörđardagurinn fyrsta fimmtudag í nóvember.
  Ţannig mćtti áfram telja.
.
  Íslenskar verslanir og veitingastađir hafa valiđ bandaríska ţakkargjörđardaginn sem fyrirmynd.  Bćđi dagsetninguna, kalkúnann og međlćtiđ.  Ţađ sem vantar inn í íslensku útgáfuna er ađ í Kanada og Bandaríkjunum er ţakkargjörđarhelgin samverustund stórfjölskyldunnar.  Safnast er saman heima hjá ćttarhöfđingjum fjölskyldunnar (nema um annađ sé samiđ).  Hefđin er svo sterk ađ ţeir yngri ferđast um langan veg til ađ sameinast stórfjölskyldunni. 
 
  Annar bandarískur siđur, tengdur ţakkargjörđarhelginni,  er svarti föstudagurinn.  Hann er ađ ryđja sér til rúms hérlendis.  Hann er daginn eftir ţakkargjörđardaginn.  Ţá byrja jólainnkaup međ látum.  Verslanir bjóđa upp á verulegan afslátt.  Lengst af voru verslanir opnađar snemma á föstudeginum.  Á allra síđustu árum hefur opnunartíminn fćrst sífellt framar.  Undanfarin ár hefur veriđ miđnćturopnun ađfaranćtur föstudags.  Í ár ţjófstörtuđu verslanir ađ kvöldi ţakkargjörđardags.  
 
  Trix verslananna er ađ bjóđa ađeins örfá eintök af hinum ýmsu vörum á veglegu afsláttarverđi.  Ţetta skilar sér í ţví ađ múgurinn safnast saman fyrir framan verslanirnar mörgum klukkutímum fyrir opnun.  Ţegar opnađ er verđur allt brjálađ.  Fólk slćst,  stingur hvert annađ međ hnífum.  kýlir,  brýtur bein og er ćst.  Öryggisverđir standa í ströngu.  Ţađ hentar Íslendingum vel ađ trođast út af lćkkuđu verđi á minnislykli úr 980 kr. í 890 kr.         
 



mbl.is Kalkúnninn sprakk í loft upp
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţegar Lulla frćnka fór til útlanda

  Lulla frćnka hélt ađ hún vćri altalandi á dönsku og ensku.  Ţađ var misskilningur.  Ađ vísu kunni hún nokkur orđ í ţessum tungumálum.  En hún var ekki međ réttan skilning á ţeim öllum.  Til ađ mynda hélt hún ađ "spiser du dansk?" ţýddi "talar ţú dönsku?" (í stađ "borđar ţú dönsku?").  Ţetta kom ekki ađ sök.  Útlendingar urđu lítiđ sem ekkert á vegi Lullu frćnku.  Ţangađ til eitt áriđ ađ hún fór í utanlandsreisu međ skipi.  Ţađ var til Englands og Hollands. 

  Í Hollandi keypti Lulla helling af litlum styttum af vindmillum.  Ţćr fengu ćttingjar í jólagjöf nćstu ár.  Fallegar og vel ţegnar litlar skrautstyttur.  Í Englandi keypti Lulla fátt.  Ástćđan var tungumálaörđugleikar.  Lulla sagđi ţannig frá:

  "Ţađ kom mér á óvart hvađ Englendingar eru lélegir í ensku.  Ţađ var ekki hćgt ađ rćđa viđ ţá.  Ţeir skilja ekki ensku.  Ég reyndi ađ versla af ţeim.  Ţađ gekk ekki neitt.  Hollendingar eru skárri í ensku.  Samt eru ţeir líka óttalega lélegir í ensku.  En mér tókst ađ versla af ţeim međ ţví ađ tala hćgt og benda á hluti."

----------------------

  Fleiri sögur af Lullu frćnku:  http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1330749/


Fegurstu fossar í heimi

  Netsíđan mobilelikez.com hefur tekiđ saman og birt myndir og lista yfir fegurstu fossa heims.  Ţađ er gaman ađ sjá myndir af ţessum fallegu fossum.  Listinn er jafnframt áhugaverđur.  Ekki síst fyrir okkur sem búum á ţessu landi tilkomumikilla fossa, elds og ísa.  Fegursti foss heims ađ mati mobilelikez.com er Suđurlandsfoss á Nýja-Sjálandi.  

new-zealand-sutherland-1_1222320.jpg

  Hann virđist ekki vera neitt merkilegur ţessi Suđurlandsfoss.  Ţađ vantar nefnilega eitthvađ á myndina sem sýnir stćrđ fossins.  Hann er nćstum hálfur kílómetri ađ lengd og fellur í ţrennu lagi.  Efsti hlutinn er 229 m,  miđbunan er 248 m og neđsta gusan er 103 m.  

  Fossinn er sagđur fegurstur séđur úr lofti.  Einkum séđur úr ţyrlu í frosti.

  Nćst fegursti fossinn er Dettifoss í Jökulsárgljúfri á Íslandi.  Til samanburđar viđ ţann ný-sjálenska er Dettifoss ekki nema 45 m hár (innan viđ 1/10).  

 dettifoss-2.jpg

  Á móti vegur ađ Dettifoss er 100 m breiđur og straumharđur. 

  Ljósmyndin sem mobilelikez.com birtir og ég endurbirti hér er ekki af Dettifossi heldur Gođafossi.

  Númer 3 er Gullfoss í Haukadal á Íslandi.  

gullfoss-iceland.jpg

 Fegurđ Gullfoss er sögđ liggja í ţví hvernig vatniđ ferđast niđur fossinn í ţremur ţrepum.

  Númer 4 er foss sem kallast Kaieteur og er í Guyana.  

 guana.jpg

  Hćđ hans er 229 m.

  Númer 5 er Yosemite í Kaliforníu.  Könunum hefur ekki tekist ađ finna út hćđ hans í metrum taliđ.  Ţeir átta sig ekki á ţví hvernig metrakerfiđ virkar.  Ţess í stađ hafa ţeir mćlt hćđina í fetum.  Hún er 2425 fet.   Ţau geta samsvarađ 739 m. 

n-amerika.jpg


Hrćđilegar niđurstöđur um ökumenn

  Almennt eru Bretar betri,  ţćgilegri,  kurteisari og tillitssamari bílstjórar en Íslendingar.  Bretarnir ţekkja bílinn sinn betur og vita til hvers hin ýmsu tćki og takkar í honum eru.  Ţar munar mestu um stefnuljósiđ.  Flestir Bretar vita af ţví og meirihlutinn kann ađ nota ţađ.  Rannsókn á hegđun breskra ökumanna er tćplega hćgt ađ yfirfćra á íslenska ökumenn.  Samt er fróđlegt og merkilegt ađ skođa niđurstöđuna.  Rannsóknin náđi til 2000 breskra ökumanna:

   Fjórđungur skilgreinir sig lélegan bílstjóra.  Algengasta klúđriđ er ađ nota ekki stefnuljós,  hvorki á hringtorgum né ţegar beygt er viđ gatnamót.    

  60% telja ađ ţeir myndu ekki standast ökupróf ef ţeim vćri skellt í ţađ í dag.

  70% viđurkenna ađ aka reglulega yfir leyfilegum ökuhrađa.  Jafnvel stunda hrađakstur.

  Fjórđungur játar á sig ölvunarakstur.    

  Jafn margir hafa dottađ undir stýri.  Kannski er samhengi ţar á milli.

  Ţriđjungur hefur keyrt utan í ađra bíla viđ ađ leggja í stćđi eđa aka úr stćđi.  

  Ţađ tók ţennan bílstjóra innan viđ fimm mínútur ađ aka út úr bílastćđi og út af bílaplaninu.  Ţađ sem skipti mestu máli:  Hann rakst ekki utan í neinn bíl.   


Flugbíll á göturnar og í loftiđ eftir rúmt ár

flugbill_1218174.jpg  Ţú ferđ út í bíl ađ morgni.  Bíllinn reynist vera innikróađur.  Öđrum bílum hefur veriđ lagt of nálćgt framan viđ og aftan viđ.  Jafnframt hefur snjóruđningstćki rammađ bílinn inn međ myndarlegum snjógarđi.  Ţarna kćmi sér vel ađ geta hafiđ bílinn á loft eins og ţyrlu og flogiđ á áfangastađ.  Ţetta er ekki neitt sem ţarf ađ bíđa eftir fram á nćstu öld.

  Eftir ađeins rúmt ár kemur svona flugbíll á almennan markađ.  

  Til ađ byrja međ verđur hćgt ađ velja á milli tveggja tegunda.  Minni tegundin sem almenningur kemur til međ ađ kaupa heitir TF-X.  Hún er tveggja manna,  kostar svipađ og er álíka rúmfrek í bílskúr og algengustu jeppar.

  Ţegar bíllinn hefur sig lóđrétt á loft ţá liggja vćngirnir ţétt međ hliđum hans.  Alveg eins og ţegar fugl hefur slíđrađ vćngi sína.  Yst á vćngjum bílsins eru súlur međ svörtum spöđum (sjá mynd).  Súlurnar fara í lóđrétta stöđu,  snúast á ógnarhrađa, spađarnir spennast út og mynda hreyfil (eins og ţyrluspađar).  

  Eftir ađ bíllinn er kominn í ćskilega flughćđ eru vćngirnir réttir af og súlurnar á endunum leggjast láréttar niđur.  Bíllinn svífur eins og fugl.  Aftan á bílnum er hreyfill sem hjálpar til viđ flugiđ.  

  Bílnum er lagt á sama hátt og viđ flugtak.  Reyndar er líka hćgt ađ taka hann á loft og lenda honum á sama hátt og flugvél.  En ţađ kallar á gott rými fyrir útspennta vćngina. 

  Bílarnir verđa međ sjálfstýringu eins og flugvélar.  

  Ćtla má ađ ýmsar spurningar kvikni ţegar bíllinn kemur á markađ 2015.  Dugir hefđbundiđ ökuskírteini til ađ stjórna flugbíl?  Kallar ţetta á einhverskonar blöndu af flug- og ökuskírteini?

  Ţegar bíllinn er á lofti eiga ţá umferđarreglur ökutćkja ađ gilda eđa ţarf nýjar reglur?  Á lofti eru bílarnir ekki einskorđađir viđ vinstri og hćgri heldur ţarf einnig ađ taka tillit til bíla fyrir ofan og neđan.

  Samfélagslegir ávinningar af flugbílavćđingu eru margir.  Mestu munar um ađ flugbílar létta á umferđarţunga og draga stórlega úr sliti á malbiki.

  Ţađ verđur heldur betur gaman hjá nefndarfíknum embćttismönnum ađ sitja fundi um breyttar reglur vegna flugbílanna.     

flugbill_1218176.jpg


mbl.is Naut ásta međ ţúsund bifreiđum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Gott og gleđilegt framtak.

  Breska dćgurlagahljómsveitin Bítlarnir (The Beatles) er virtasta og vinsćlasta hljómsveit sögunnar.  Hljómsveitin var skammlíf en skildi eftir sig aragrúa af ódauđlegum og sívinsćlum söngvum.  Fyrsta plata Bítlanna,  Please Please Me,  kom út 1963.  Síđasta plata Bítlanna,  Abbey Road, var hljóđrituđ 1969 og kom út ţađ ár.  Ţá var hljómsveitin hćtt.  Snemma árs 1970 kom út platan Let It Be.  Hún var uppsóp af mismikiđ frágengnum hljóđritunum frá janúar 1969.

  Á ferlinum sló hljómsveitin ótal sölumet sem flest standa enn í dag - ţrátt fyrir ađ plötusala og markađurinn hafi margfaldast ađ umfangi á ţeirri hálfu öld sem liđin er frá útgáfu fyrstu plötu Bítlanna.  Viđskiptavild Bítlanafnsins og liđsmanna hljómsveitarinnar er risastór.  Unglingar jafnt sem ellilífeyrisţegar kannast viđ nöfnin John Lennon,  Paul McCartney,  George Harrison og Ringo Starr.  

  Bítlarnir spiluđu aldrei á Íslandi.  Enda hćtti hljómsveitin hljómleikastússi 1966 og lćsti sig inni í hljóđveri eftir ţađ. 

  Á undanförnum árum hafa Bítlarnir og Ísland fléttast saman,  ć ofan í ć,  hćgt og bítandi,  fastar og ţéttar.  Fyrst var ţađ Ringo.  Hann kom til Íslands 1984 og spilađi međ Stuđmönnum um verslunarmannahelgi í Atlavík.   

  Sama ár fóru launţegar á Íslandi í langt og mikiđ verkfall.  Mig minnir ađ ţađ hafi bćđi veriđ BSRB og starfsfólk á fjölmiđlum sem stóđu ađ ţví.  Baráttufundur var haldinn á Lćkjartorgi.  Fundinum barst skeyti frá ekkju Johns Lennons,  Yoko Ono.  Í ţví sendi hún fundinum baráttukveđjur.  Fyrst héldu menn ađ um sprell vćri ađ rćđa.  En ţađ tókst ađ sannreyna ađ skeytiđ vćri frá Yoko.  Hún átti íslenska vini í myndlistageiranum, hafđi fengiđ áhuga á Íslandi og fylgdist náiđ međ íslensku samfélagi.  

  Nokkrum árum síđar setti Yoko upp stórkostlega myndlistarsýningu á Kjarvalsstöđum.  Hún er frumleg, djörf og hugmyndarík myndlistakona.   Nokkrum árum ţar á eftir setti Yoko upp myndlistarsýningu á sama stađ međ myndverkum Johns Lennons.  Hann var lunkinn teiknari međ skemmtilega einfaldan stíl.  

  Fyrir 13 árum kom Paul McCartney til Íslands.  Hér dvaldi hann um hríđ.  Ferđađist um landiđ međ ţáverandi eiginkonu sinni.  Svo leiđinlega vildi til ađ íslenskir ljósmyndarar sýndu Paul frekjulega ađgangshörku.  Ţađ lagđist illa í Paul og hann hefur ekki komiđ hingađ síđan.  Hafi ljósmyndararnir skömm fyrir ókurteisina.  Kannski var ţetta bara einn ljósmyndari.  Hinsvegar breytti Paul texta lagsins Why Don´t We Do It In The Road frá og međ Íslandsheimsókninni.  Eftir ţađ hefur hann jafnan sungiđ textann "Why don´t we do it in the Fjörđs".  

 

  2007 vígđi Yoko Ono merkilega ljósasúlu í Viđey,  Friđarsúluna.  Á ensku heitir súlan Imagine Peace Tower.  Hún er kennd viđ ţekktasta lag Johns Lennons,  Imagine.  Reist til minningar um Lennon og friđarbođskap hans.

  Friđarsúlan hefur fengiđ mikla umfjöllun í poppmúsíkblöđum og -fjölmiđlum um allan heim.  Ef "Imagine Peace Tower" er "gúgglađ" innan gćsalappa koma upp á ađra milljón síđur.  Ef gćsalöppunum er sleppt koma upp 28 milljón síđur.  Súlan er nefnilega oft ađeins kölluđ Imagine Peace.  

  Yoko hefur ćtíđ sjálf veriđ viđstödd ţegar kveikt er á Friđarsúlunni á fćđingardegi Johns Lennons,  9. október.  Sonur ţeirra Johns,  Sean Lennon,  er jafnan međ í för (og á afmćli sama dag),  ásamt Ringo og ekkju George Harrisons.

  Yoko og Sean Lennon eru miklu oftar á Íslandi en ţegar Friđarsúlan er tendruđ.  Ţau trođa reglulega upp á Iceland Airwaves međ hljómsveitinni Plastic Ono Band,  hljómsveitinni sem John Lennon setti saman eftir ađ Bítlarnir hćttu.  Plastic Ono Band spilađi á sólóplötum hans og sólóplötum Yokoar.  Liđsskipan Plastic Ono Band er losaraleg.  George Harrison,  Ringo Starr og Eric Clapton voru í Plastic Ono Band.  Á hljómleikum Plastic Ono Band á Íslandi hafa m.a. veriđ gítarleikarar Wilco og Sonic Youth,  svo og Lady Gaga.   

  Yoko Ono hefur veitt viđ hátíđlega athöfn í Reykjavík friđarverđlaun Johns Lennons.  Í fyrra veitti Lady Gaga ţeim viđtöku.  

  Starfsmađur á Hilton hótelinu (sem lengst af hét Hótel Esja) viđ Suđurlandsbraut sagđi mér ađ Yoko og Sean vćru mun oftar á Íslandi en viđ áđurnefnd tilefni.  Ţau séu međ annan fótinn á Íslandi.

  Á heimasíđu Yokoar og á Fésbók er Yoko ólöt viđ ađ hampa Íslandi.  Ţegar íslensk yfirvöld hófu auglýsingaátakiđ Ispired By Iceland í kjölfar vandrćđa vegna eldgosins í Eyjafjallajökli var gert út á skemmtilegt myndband um Ísland.  Helmingurinn af spilun og deilingu á myndbandinu var í gegnum heimasíđu Yokoar.  

  Einkasonur George Harrisons,  Dhani,  er tíđur gestur á Íslandi.  Hann er giftur íslenskri konu,  Sólveigu Káradóttur (Stefánssonar í Íslenskri erfđagreiningu).  Ég er ekki alveg viss en mig minnir ađ Ţórunn Antonía Magnúsdóttir hafi sungiđ međ hljómsveit hans.  Einnig rámar mig í ađ hljómsveit hans hafi spilađ á Airwaves.            

  Ţađ var gott og gleđilegt framtak hjá borgarstjórn Reykjavíkur ađ gera Yoko Ono,  ekkju bítilsins Johns Lennons,  ađ heiđursborgara Reykjavíkur.  Vel viđ hćfi og undirstrikar skemmtilega sívaxandi samfléttun Bítlanna og Íslands.  

   


mbl.is „Eđlilegur ţakklćtisvottur“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Dularfullt mál upplýst

numeraplotulaus_bill.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

  Gríđarlega undarleg sjón blasti viđ gestum og gangandi í fćreyska bćnum Klakksvík í gćr.  Klakksvík er einskonar Akureyri ţeirra Fćreyinga;  höfuđborg norđureyjanna.  Íbúar eru á fimmta ţúsund.  Ţađ sem vakti undrun Klakksvíkinga í gćr - og enn í dag - er ađ einn af bílum stofnunar sem heitir Nćrverk ók um götur bćjarins án númeraplatna.  Ţetta er nýlegur og flottur silfurlitađur Renault fólksbíll (sjá mynd.  Ég er ekki alveg viss en mig minnir ađ Nćrverk sé einhverskonar félagsmálastofnun).  

  Múgur og margmenni ţusti ađ bílstjóranum hvar sem hann lagđi bílnum.  Alla ţyrsti í ađ vita hvers vegna engar númerplötur vćru á bílnum.  Bílstjórinn svarađi ţví til ađ hann hefđi ekki hugmynd um ţađ.  Númerplöturnar vćru horfnar af bílnum og ţađ vćri ekkert sem hann gćti gert í ţví.

  Rannsóknarblađamenn gengu í máliđ.  Út úr rannsóknarblađamennskunni kom ađ Nćrverk skuldađi bifreiđagjöld (á fćreysku kölluđ vegaskattur).  Lögreglan hefđi ţess vegna klippt númeraplöturnar af bílnum.  Ţćr fćru ekki á bílinn aftur fyrr en bifreiđagjöld vćru í skilum.  

  Svo virđist vera sem gíróseđill vegna bifreiđagjaldsins hafi ekki skilađ sér til Nćrverks.  Nćrverk getur ekki borgađ gíróseđil sem ekki skilar sér.  Máliđ er í vandrćđalegum hnút.  Á međan er bíllinn kjánalegur međ engar númeraplötur.   


Nefnum götur og vegi eftir heimsfrćgum Íslendingum

levon_helm_boulevard.jpg

  Mađur hét Levon Helm.  Hann var söngvari og trommuleikari kanadísku hljómsveitarinnar The Band.  Annarrar af tveimur fyrstu hljómsveitum til ađ spila músíkstílahrćru sem fengu samheitiđ americana (ópoppuđ amerísk rótarmúsík;  blanda af rokki, kántrýi, blús og ţjóđlagamúsík).  Hin hljómsveitin var Creedence Clearwater Revival.

   Levon Helm fćddist í Bandaríkjum Norđur-Ameríku en flutti til Kanada á sjötta áratugnum.  Um miđjan sjöunda áratuginn tók söngvaskáldiđ Bob Dylan sér hlé frá kassagítar.  Hann fékk Levon og kanadíska félaga hans til ađ spila međ sér rafmagnađa rokkmúsík.  Samstarfiđ varđ langt og farsćlt. 

  Undir lok sjöunda áratugarins fóru Levon og félagar ađ senda frá sér plötur undir hljómsveitarnafninu The Band.  Nafniđ The Band hafđi fram ađ ţví veriđ óformlegt heiti á hljómsveitinni sem spilađi međ Bob Dylan.  

  Fjöldi laga međ The Band varđ vinsćll og er í dag klassískt rokk.  Nćgir ađ nefna lög eins og "The Night They Drow Old Dixie Down" og "The Weight".  

  Levon Helm dó í fyrra.  Síđustu ćviárin bjó hann í Woodstock í New York ríki.  Yfirvöld ţar á bć hafa nú formlega heiđrađ minningu Levons međ ţví ađ endurnefna ţjóđveginn Route 375.  Héđan í frá heitir hann Levon Helm Memorial Boulevard.  Flott dćmi. 

  Íslenskir embćttismenn ćttu ađ gera eitthvađ svona.  Nefna götur og vegi eftir heimsfrćgustu Íslendingum:  Björk,  Eivör,  Laxness,  Sigur Rós,  Leoncie...  

 

  Til gamans má geta ađ Levon hét í raun Lavon.  Kanadamenn gátu hinsvegar ekki boriđ ţađ nafn fram rétt.  Ţeir gátu ađeins boriđ nafniđ fram sem Levon.  Til ađ koma í veg fyrir rugl og til ađ einfalda málin tók Lavon upp ritháttinn Levon á nafni sínu.  

  1971 sló bandaríska söngkonan Jóhanna frá Bćgisá (Joan Baez) óvćnt í gegn međ sönglagi Levons og Robba Róbertssonar,  The Night They Drove Old Dixie Down.  Í flutningi Jóhönnu toppađi lagiđ vinsćldalista ţvers og kruss um heiminn.  Og fór í 3ja sćti bandaríska vinćldalistans.  

  Ofurvinsćldir lagsins í flutningi Jóhönnu kom öllum í opna skjöldu.  Líka henni sjálfri.  Ennţá meira Levon og félögum í The Band.  Ţeir móđguđust og tóku vinsćldunum illa.  Sökuđu Joan Baez um ađ hafa stoliđ af sér vinsćldum.  Fannst sem Jóhann hefđi valtađ yfir ţá.  Eftir á ađ hyggja voru viđbrögđ liđsmanna The Band kjánaleg.  Ţeir sendu lagiđ frá sér tveimur árum áđur.  Vegna vinsćlda lagsins í flutningi Joan Baez er ţetta The Band lagiđ sem flestir ţekkja.    

  Jóhanna las aldrei texta lagsins skrifađan heldur lćrđi hann (frekar illa)  ţegar hún spilađi lagiđ međ The Band.  Sitthvađ lćrđi hún vitlaust.  Ţađ lagđist illa í Levon og ţá hina í The Band.  Ţeir voru ekki fyrir svona kćruleysi.    

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband