Fćrsluflokkur: Ferđalög
3.3.2012 | 11:08
Veitingahússumsögn
Ferđalög | Breytt s.d. kl. 22:12 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (13)
23.2.2012 | 02:55
Alvöru rokk á landsbyggđinni
Rokksveitirnar Sólstafir og Dimma leggja af stađ í stutta hljómleikaferđ um Ísland í dag (Ţórsdag 23. febrúar). Fyrstu hljómleikarnir verđa á Hvanneyri, ađrir á Akureyri og ţeir ţriđju á Egilsstöđum.
Viđ höfum útvegađ langferđarbíl og erum klárir í slaginn, segir Sćţór Maríus, gítarleikari Sólstafa. Ţađ er heilmikiđ rokk úti á landi og alltaf gaman ađ halda tónleika ţar, bćtir hann viđ. Sólstafir eru í góđu tónleikaformi eftir stífar ćfingar fyrir annasamt sumar. Ţađ sama er hćgt ađ segja um Dimmu sem eru ađ undirbúa útgáfu sinnar ţriđju plötu. Hún verđur ţeirra fyrsta útgáfa eftir ađ Stefán Jakobsson söngvari og trymbill Birgir Jónsson gengu til liđs viđ ţá brćđur Ingó og Silla Geirdal.
Fyrstu tónleikarnir verđa Ţórsdaginn 23. febrúar á Kollubar á Hvanneyri. Ţeir nćstu á Grćna Hattinum á Akureyri ţann 24. febrúar. Síđustu hljómleikarnir ađ ţessu sinni verđa í Valaskjálf á Egilsstöđum 25. febrúar. Hljómsveitin Gruesome Glory spilar međ ţeim á Akureyri og hljómsveitin Oni spilar međ ţeim á Egilsstöđum.
Sólstafir áttu eina bestu rokkplötu heims á síđasta ári, Svartir sandar. Hljómsveitin er vel kynnt erlendis og platan náđi inn á finnska vinsćldalistann. Ţegar ég var í Finnlandi um jólin og áramót blasti platan viđ í öllum plötubúđum.
Ferđalög | Breytt s.d. kl. 03:14 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
20.2.2012 | 21:37
Hjálpum Róslín Ölmu ađ vinna utanlandsferđ
Hún Róslín Alma Valdemarsdóttir tekur ljómandi góđar ljósmyndir. Hún sendi eina af sínum flottu ljósmyndum inn í ljósmyndakeppni á Fésbókinni. Eigandi vinningsmyndarinnar fćr í verđlaun utanlandsferđ fyrir tvo. Myndin er sigurstrangleg. Hún ber af öđrum myndum í keppninni. Vandamáliđ er ađ ţađ er almenningur sem greiđir myndunum atkvćđi. Róslín Alma tilheyrir engum fjölmennum hópi sem hćgt er ađ virkja til ađ smala atkvćđum á mynd hennar. Nema ef viđ, bloggvinir hennar og bloggsamfélagiđ, tökum máliđ í okkar hendur. Allir saman nú. Hér er slóđin:
http://apps.facebook.com/hunangskoss/?photo=141
Ferđalög | Breytt s.d. kl. 21:47 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
19.2.2012 | 18:48
Smá klúđur
Áfengir drykkir, sjómennska og fiskveiđar eiga ekki alltaf sem best saman. Veiđimađurinn á myndinni drakk heilan kassa af bjór og tók ekkert eftir ţví ađ ísinn bráđnađi hratt í hlákunni. Enda mátti hann ekkert vera ađ ţví ađ horfa í kringum sig. Hann var upptekinn viđ ađ vakta vökina á ísnum. Stađfastur mađur međ metnađ til ađ standa sig.
![]() |
Skipstjórinn var ódrukkinn |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Ferđalög | Breytt s.d. kl. 18:52 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)
18.2.2012 | 19:41
Veitingahússumsögn
Ferđalög | Breytt 19.2.2012 kl. 16:34 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)
18.2.2012 | 04:46
Kossaherbergi á flugvöllum
Eftir ađ Íslendingar tóku upp á ţví ađ flytja í ţúsundatali til Noregs - í kjölfar bankahrunsins - hefur kossaflens fariđ úr böndum á norskum flugvöllum. Íslensku nýbúarnir í Noregi skjótast einn og einn í stuttar heimsóknir til Íslands. Makinn fylgir viđkomandi út á flugvöll. Ţegar komiđ er ađ kveđjukossi skiptir engum togum ađ fólkiđ missir sig í áköfum sleik, káfi og dónaskap.
Ţetta endurtekur sig ţegar viđkomandi kemur frá Íslandi á ný. Svo rammt kveđur ađ ţessu ađ ţađ er orđiđ vandamál. Ţegar fjöldi Íslendinga er í sleik út um alla flugstöđ, ađallega viđ innritunarborđ og útgöngudyr, truflar ţađ vinnu starfsfólks og stíflar eđlilegt flćđi gangandi gesta.
Nú er veriđ ađ setja upp í flugstöđinni í Stafangri í Noregi sérstakt afdrep fyrir kossasjúka Íslendinga. Til ađ lokka Íslendingana inn í kossaherbergiđ er ţađ haft rómantískt: Bleikur litur í hólf og gólf, rauđ ljós sem varpa mildri birtu og rómantísk músík spiluđ.
Vondu fréttirnar: Ţađ er bannađ ađ stunda kynlíf í kossaafdrepinu (nema kannski smá munnmök á hátíđisdögum. Kannski).
Ţví er spáđ ađ innan skamms verđi svona kossaherbergi sett upp á öđrum norskum flugvöllum sem bjóđa upp á beint flug til Íslands.
Ferđalög | Breytt s.d. kl. 18:13 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
13.2.2012 | 01:36
Töfrar vatnsins
Fólk sćkir í náttúruna. Ţađ hefur blóm í gluggakistum og víđar; málverk af landslagi á veggjum; húsgögn og innréttingar úr timbri; blómum skreyttan garđ međ trjám og runnum. Borgarbörn fá sér sumarbústađ uppi í sveit til ađ komast í ennţá nánari tengsl viđ náttúruna. Ađrir fá sér snekkju í stađ sumarbústađar og upplifa náttúruna vaggandi á vatni. Enn ađrir sameina ţetta tvennt.
Myndin hér ađ ofan er af veitingastađ í Zansibar í Afríku. Hann er byggđur á skeri međ laufguđum trjám. Sjórinn er svo grunnur ţarna ađ viđskiptavinir vađa í stuttbuxum til og frá stađnum.
Hér er einskonar sumarbústađur á Indlandshafi.
Ţeir sem hafa ađgang ađ peningageymslum banka kúldrast ekki í litlum sumarbústađ úti á sjó. Ţeir reyna ţess í stađ ađ toppa hvern annan međ flottustu snekkjunum (ásamt einkaţotum og öđru glingri). Jón Ásgeir lét smíđa fyrir sig lúxussnekkjuna á efstu myndinni. Ţessi svarthosótta snekkja er 9 svefnherbergja auk setustofu og allskonar annarra rýma. Hin svarthosótta snekkjan var skráđ á Kaupţings-Bakkabrćđur. Síđan er ţađ snekkja Pálma í Fons. Á neđstu myndinni má sjá Björgúlf spóka sig, sólbakađan og sperrtan.
Bandarískir sveitalúđar (rednecks) spjara sig án ţess ađ láta sérsmíđa fyrir sig lúxussnekkjur í Hollandi fyrir 5000 milljónir króna. Rauđhálsarnir klambra saman sínum lúxussnekkjum sjálfir. Enda er ţađ eina sem ţarf til lítiđ hjólhýsi, utanborđsmótor og örfáir spýtuplankar. Bingó! Ţađ er komin 2ja hćđa lúxussnekkja.
Sumir kunna betur en ađrir viđ náttúruna villta og brjálađa. Ţađ er enginn skortur á vitavörđum í ţennan franska vita. Ef vel er ađ gáđ glittir í vitavörđinn ţar sem hann stendur í dyrunum. Hann ćtlar ađ fá sér ađ reykja í rosanum. Samkvćmt lögum má hann ekki reykja innan dyra.
Í Montana í Bandaríkjum Norđur-Ameríku er vatniđ ótrúlega tćrt. Ţađ myndar einskonar ađdráttarlinsu. Ţess vegna sýnist ţađ vera grunnt. Í raun er dýptin 113 metra.
Ţađ ku vera fagurt í Kína. Einkum í Yuntai. Ţökk sé spegilsléttu vatninu.
Fleiri stórfenglegar myndir af vatni má sjá međ ţví ađ smella á ţennan hlekk: http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1222012/
Ferđalög | Breytt s.d. kl. 17:06 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
11.2.2012 | 21:38
Hversu lengi geymist drykkjarvatn?
Fyrir nokkrum dögum birti ég á ţessum vettvangi stórfenglegar ljósmyndir af vatni. Nokkrir fróđleiksmolar um vatn fylgdu međ. Ţetta má sjá međ ţví ađ "skrolla" niđur síđuna eđa smella á eftirfarandi hlekk: http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1222012/ . Vatn er svo frábćrt fyrirbćri ađ ţarna verđur ekki látiđ stađar numiđ.
Allir kannast viđ ađstćđur sem ţessar: Ţú ert ađ keyra á bíl langt frá mannabyggđ. Ţorsti hellist yfir ţig. Enginn lćkur í augsýn. Ţá manstu skyndilega eftir flösku sem ţú keyptir í fyrra međ átöppuđu vatni og hefur veriđ ósnert í hanskahólfi bílsins síđan. Ţú teygir ţig í flöskuna en sérđ ađ dagsetningin á eftir "Best fyrir:" er útrunnin. Hvađ er til ráđa?
Svar: Dagsetningin er bull. Hún er eitthvađ sem möppudýr í embćttismannakrađaki hafa náđ ađ setja í lög. Forsendurnar eru ekki fyrir hendi. Vatniđ breytist ekkert í flöskunni nćstu áratugi eđa jafnvel árhundruđ. Norskur vatnssérfrćđingur, Truls Krogh, getur stađfest ţetta.
Reyndar geta einhverjir bent á ađ dagsetning á eftir orđunum "Best fyrir:" sé leiđbeinandi. Hún ţýđir ekki ađ varan sé óhćf til neyslu eftir ţá dagsetningu. Alltof margir halda ađ "Best fyrir:" ţýđi "síđasti neysludagur". Ţetta á ekki ađeins viđ um vatn. Ţađ er dapurlegt ađ vita af ţví hvađ matvöruverslanir henda miklu magni af matvöru í góđu lagi vegna dagsetningar á eftir "Best fyrir".
Truls Krogh fullyrđir ađ vatn sé jafn gott ţó ađ flaskan áđurnefnda hafi veriđ opnuđ ţegar hún var keypt og dreypt á vatninu ţá. Sama á viđ um ţađ ef kranavatn er geymt opnu glasi í ísskáp. Ţađ er í fínu lagi ađ drekka ţađ ári síđar.
Snjór er vatn í föstu formi. Samspil vatns í lausu formi og föstu formi geta myndađ fagurt landslag.
Ferđalög | Breytt s.d. kl. 21:50 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
9.2.2012 | 04:11
Stórkostlegar myndir af vatni (í 3 heimsálfum)
Vatn er besti svaladrykkur í heimi. Einkum ef ţađ er ískalt og íslenskt, svo ekki sé minnst á fćreyskt eđa grćnlenskt. En vatn getur líka glatt augađ. Heldur betur svo. Ljósmyndin hér fyrir ofan er af skemmtilegu fyrirbćri sem kallast Ţórsbrunnur og er í Oregan í Bandaríkjum Norđur-Ameríku. Ţađ hefur ekkert veriđ átt viđ ţessa mynd í "fótósjopp" eđa öđrum grćjum.
Ţessi magnađi hellir er í Víetnam. Ef vel er ađ gáđ má greina manneskju á myndinni niđri til hćgri. Hún gefur til kynna stćrđ hellisins. Eins áhrifamikiđ og ţetta listaverk er ţá vćri hellirinn ekki svipur hjá sjón án lindarinnar.
Hvađ vćri variđ í ţetta sólarlag án vatnsöldunnar sem ramma ţađ inn?
Íslenskt landslag skartar mörgu listaverkinu ţar sem vatn leikur stóra hlutverkiđ. Jökulsárlón er gott dćmi.
Íslenskar ár eru ekkert fallegar út af fyrir sig. En ţćr einkenna íslenska dali. Ţćr hlykkjast um lćgsta punkt fyrir miđju dalsins. Úr fjarlćgđ setja árnar skemmtilegan svip á landslagiđ.
Fćreyskir lćkir setja ennţá skemmtilegri svip á fćreyskt landslag:
Fćreyskir lćkir eru flottir. Ţeir dreifa sér yfir breiđar klappir. Ţeir úđast léttilega niđur eftir klöppunum fremur en ađ fossa eins og íslenskir lćkir. Viđ minnstu gjólu fjúka fćreysku lćkirnir í loft upp. ţađ er fögur sjón:
Ţegar mađur snýr sér viđ í Fćreyjum og lítur út á sjó blasir viđ fegursta hafsýn:
Hana má einnig sjá á myndinni í "hausnum" á ţessari bloggsíđu. Sú ljósmynd var tekin á hljómleikum Týs í ströndinni á Götu á Austurey.
Ferđalög | Breytt s.d. kl. 21:17 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
6.2.2012 | 01:44
Ólystugur matur. Varúđ! Ekki fyrir klígjugjarna!
Ţađ er ekki alfariđ samasemmerki á milli matar sem gleđur augađ annars vegar og bragđlaukana hinsvegar. Bragđgóđur matur getur veriđ ólystugur á ađ líta. Hann getur jafnvel veriđ svo fráhrindandi í útliti ađ sá sem er óvanur viđkomandi mat geti ekki hugsađ sér ađ smakka hann.
Sums stađar í Asíu ţykir fátt betra en andarungar áđur en ţeir klekjast úr eggi. Kúnstin er ađ ţeir séu ekki eldri en svo ađ nóg sé eftir af rauđunni í egginu. Rauđan er nefnilega nauđsynleg međ upp á bragđiđ ađ gera. Kostur viđ ţennan rétt er ađ goggur og bein ungans eru mjúk undir tönn á ţessu stigi.
Í sumum löndum eru uxatyppi vinsćlt snakk. Ţau eru ţurrkuđ í nokkra daga og borđuđ hrá.
Á ferđalagi í útlöndum pantađi kona nokkur sér lasagna rétt međ fersku krabbakjöti. Ţegar rétturinn var borinn á borđ reyndist krabbakjötiđ svo ferskt ađ ţađ var lifandi kolkrabbaungar.
Í Kína, Kóreu og kannski víđar ţykja rottuungar lostćti. Ţeir eru hárlausir svo auđvelt er ađ snćđa ţá í heilu lagi. Sumir skilja ţó halann eftir.
Í Kóreu eru silkiormar vinsćlt álegg á flatbökur.
Í Japan ţykir höfđinglegt ađ bjóđa gestum upp vespukökur međ tebollanum.
Lirfusúpur njóta víđa vinsćlda. Ţćr eru próteinríkar og hentugar ţegar passa á upp á línurnar.
Fyrir örfáum árum fann ţáverandi leiđtogi í Norđur-Kóreu, Kim Jong-Il, upp á byltingarkenndum rétti ćtluđum fátćklingum heims. Vinsćldir réttsins náđu á nokkrum dögum ţvílíkum vinsćldum ađ í dag stendur hann fátćklingum til bođa um allan heim. Víđast er rétturinn kenndur viđ ţýska hafnarborg, Hamborg. Megin snilldin viđ uppfinningu Kims Jong-Ils er ađ fátćklingarnir geta snćtt hamborgarann án ţess ađ eiga hnífapör.
Hins vegar er hamborgarinn ljótur og fráhrindandi í útliti og nánast óćtur fyrir fólk sem hefur kynnst skárri mat.
Ţessu er öfugt fariđ međ sviđakjamma. Ţeir eru augnayndi og bragđgóđir eftir ţví. Eini gallinn er sá ađ útlendingum ţykir sviđakjamma svipa til hundshauss eđa mannsandlits. Fyrir bragđiđ eru ţeir feimnir viđ ţennan veislumat. Ţeir fáu útlendingar sem ţora ađ smakka sviđ skilja oftast augađ eftir. Samt er ţađ besti bitinn.
Ferđalög | Breytt s.d. kl. 04:33 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (13)