Fćrsluflokkur: Ferđalög
12.10.2008 | 14:48
Fćreyska innrásin skollin á
Hér fyrir neđan sagđi ég frá fyrirhugađri fćreyskri tónlistarhátíđ sem átti ađ vera á Stokkseyri um helgina. Hún fauk út í buskann, eđa réttara sagt ţá komust fćreysku tónlistarmennirnir ekki frá eyjunum í gćr né fyrradag vegna hvassviđris. En ţeir brutust til Íslands í dag. Í kvöld spilar poppsöngkonan Guđriđ Hansdóttir á Hressó í Reykjavík og ţjóđlagahljómsveitin Kvonn spilar fjörug og dansvćn lög á Dubliner. Sjá nánar um Guđriđi og Kvonn á http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/668297.
Fćreysku tónlistarmennirnir voru ekki fyrr lentir á Reykjavíkurflugvelli en ţeir fóru á búđarráp. Vegna hruns íslensku krónunnar er fćreyska krónan verđmikil í íslenskum verslunum. Lengst af var ein fćreysk króna jafngildi 10 íslenskra króna. Í dag er fćreyska krónan jafngildi um 20 íslenskra króna. Fćreyingarnir hafa nýtt sér ţessa breytingu međ ţví ađ versla tölvur, fatnađ og fleira á hálfvirđi.
Ferđalög | Breytt s.d. kl. 18:48 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
10.10.2008 | 20:32
Snúiđ rútunum viđ!
Í fćrslu hér ađeins fyrir neđan er sagt frá veglegri fćreyskri tónlistarhátíđ sem átti ađ hefjast í kvöld á Stokkseyri og standa fram á sunnudagskvöld. Ţessi hátíđ hefst ekki í kvöld. Ástćđan er sú ađ engin flugvél hefur getađ lent í Fćreyjum í dag. Hátt í ţrjátíu fćreyskir tónlistarmenn hafa setiđ ađgerđarlausir á flugvellinum í Vogum í Fćreyjum í allan dag og starađ örvćntingarfullir á auđa flugbrautina. Nú er útséđ međ ađ ţeir komist til Íslands í dag.
Góđu fréttirnar eru ţó ţćr ađ einn fćreyskur bassaleikari og einn fćreyskur fiđluleikari eru komnir til landsins. Vondu fréttirnar eru ađ hljóđfćrin ţeirra eru ennţá í Fćreyjum.
Ferđalög | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
8.10.2008 | 23:07
Myndir frá nemendamótinu á Steinstöđum í Skagafirđi
Ţessar myndir birtust mér í draumi. Ég sé ekki betur en ţćr sýni sitthvađ frá nemendamóti í Steinsstöđum í Skagafirđi í sumar. Ţađ getur veriđ gaman ađ vera svona berdreyminn.
Ég átta mig ekki á hver hún er daman lengst til vinstri í bleiku peysunni. Yfir öxlina á mér horfir hann Lalli frábćri í Laugahvammi. Viđ hliđ hans stendur Sindri frábćri frá Steintúni. Lengst til hćgri er Hrefna frábćra frá Saurbć. Ég átta mig ekki á hverjar konurnar eru í hvítu peysunum né heldur hvađa hendi kemur frá vinstri og virđist hafa einbeittan vilja til ađ hrinda mér á andlitiđ af fautaskap ofan í mölina.
Ekki kveiki ég á perunni hver hann er mađurinn lengst til vinstri á myndinni. Rósa frábćra frá Korná er fyrir miđju og Böddi frábćri frá Ţorsteinsstöđum til hćgri. Ég sé ekki betur en ađ ţau hafi laumast í bjór. Ţađ er ekki nógu sniđugt svona á miđjum degi.
Lengst til vinstri er Jobbi frábćri Ásmundsson úr Fljótunum. Mér sýnist Ţórhallur frábćri bróđir hans vera lengst til hćgri. Miđpunktur alheims er Magga frábćra frá Sölvanesi. Hún klippir Sauđkrćkinga sundur og saman af mikilli list. Hćgra megin viđ hana er Rögnvaldur frábćri organisti frá Ketilási í Fljótum.
Mér sýnist Hörđur frábćri frá Saurbć vera til vinstri og Maggi frábćri frá Vindheimamelum í miđiđ. Maggi var ađ opna leiksvćđi ţar sem fólk skýtur málningarkúlum (paint ball) hvert á annađ. Ţađ er litrík skemmtun og vinsćl. Maggi rekur jafnframt í framhjáhlaupum Hestasport, Rafting og sitthvađ fleira. Ég hef grun um ađ ţađ sjái aftan á Skarphéđinn frábćra júdómeistara frá Hofi.
Ţarna hef ég sennilega haft ţungar áhyggjur af ţví ađ Rósa frábćra frá Korná myndi villast ef hún myndi rölta ein um svćđiđ. Ábyrgđartilfinning hefur blossađ upp í mér og ég ákveđiđ ađ fylgja henni ţétt eftir til ađ hún týni sér ekki á gangi. Ég tek hlutverkiđ svo hátíđlega ađ mér stekkur ekki bros á vör vegna kvíđakasts yfir ađ valda ekki verkefninu.
Lengst til vinstri sést í fjarska glitta í Gunnu frábćru frćnku mína frá Hlíđ. Í rauđa jakkanum er Hrefna frábćra frá Saurbć. Međ bjórdós stendur Jobbi frábćri Ásmunds. Bakviđ hann stendur Lalli frábćri í Laugahvammi. Til hćgri er Rögnvaldur frábćri tónlistarkennari og er furđu kátur miđađ viđ ađ bjórglasiđ hans er tómt.
Í baksýn sést Maggi frábćri frá Vindheimum lengst til vinstri. Fremst á myndinni standa Rósa frábćra frá Korná og Gunna frábćra frćnka mín frá Hlíđ sitthvoru megin viđ Rögnvald frábćra kórstjóra frá Ketilási.
Ţarna sátum viđ Rögnvaldur frábćri snemma dags, ţömbuđum maltöl og spáđum ţví ađ krónan myndi hrynja endanlega í október og Ísland yrđi sósíalískt ríki. Davíđ Oddsson myndi ţjóđnýta einkabanka ţeirra kumpána Jóns Ásgeirs og Björgólfs og opna öll hliđ upp á gátt fyrir Rússagull sem myndi flćđa um allar gáttir. Íslandi yrđi stýrt af fjármálaeftirliti ríkisins og Davíđ Oddsson stofna til stríđs viđ bresk stjórnvöld. Ţađ er međ ólíkindum rugliđ sem manni dettur í hug í óráđi svona nývaknađur og enn á milli draums og vöku.
Ef smellt er á myndirnar birtast ţćr stćrri og skýrari.
Guđirnir og allar góđar vćttir blessi Ísland.
Ferđalög | Breytt 9.10.2008 kl. 07:30 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (21)
15.9.2008 | 23:44
Sérkennilegar umferđarmerkingar
Sumar umferđarmerkingar eru ţannig ađ erfitt er ađ átta sig á ţví hvađ er í gangi. Ađrar eru broslegar vegna ţess ţćr upplýsa eitthvađ sem er svo augljóst ađ undrun vekur ađ slíkar upplýsingar séu settar á umferđarskilti. Hér eru nokkur raunveruleg dćmi:
Ferđalög | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
5.7.2008 | 22:41
Ekki missa af ţessum frábćra útvarpsţćtti!
Siggi Lee Lewis, píanósnillingur, var í mestu makindum ađ hlusta á rás 1 í gćrkvöldi. Ţá heyrđi hann skyndilega ţetta fína kántrý-lag sem hann kannađist ekki viđ. Hann lagđi ţví betur viđ hlustir. Ţegar lagiđ var afkynnt ţekkti Siggi ţar rödd Gunna "Byrds" sem var ađ rifja upp ferđ sína til Englands 1977.
Siggi hringdi í snatri í mig og sagđi mér ađ skipta í hvelli yfir á rás 1. Ţađ vildi svo skemmtilega til ađ ég var einmitt ađ hlusta á rás 1. Nokkrum mínútum síđar hringdi Stebbi eldri bróđir minn í mig sömu erinda.
Ţessi ţáttur međ Gunna "Byrds" tilheyrir ţáttaseríunni "Á sumarvegi". Ţar rifja hinir ýmsu ţáttastjórnendur upp sínar bestu sumarminningar. Gunnar er svo heppinn ađ hafa fariđ í félagi viđ fleiri Íslendinga á vel heppnađa stórhljómleika í London 1977 ţar sem fram komu Roger McGuinn, Gene Clarke og Chris Hillman međ sínum hljómsveitum. Áđur voru ţessir ţrir liđsmenn The Byrds.
Fyrir utan ađ ţetta eru allt eđalsnillingar sem markađ hafa djúp spor í sögu rokksins og ýmissa annarra músíkstíla ţá er einstaklega gaman ađ heyra Gunnar segja frá. Hann býr yfir ţeim eiginleika ađ gćđa frásögnina lífi á ţann hátt ađ atburđarrásin birtist hlustandanum ljóslifandi fyrir hugskotssjónum. Ţađ segir sína sögu ađ ţegar ţessum 45 mín. langa ţćtti lauk ţá hrökk ég viđ. Mér fannst ţátturinn rétt hafa varađ í korter eđa svo.
Ţađ góđa er ađ hćgt er ađ hlusta á ţáttinn á heimasíđu RÚV. Ţá smellir mađur á rás 1 og síđan yfir á dagsetninguna 4. júlí. Ţá birtist dagskrá ţess dags og mađur smellir á ţáttinn. Ég kann ekki búa til hlekk yfir á ţađ. Er einhver ykkar til í ađ setja hlekkinn hér inn til ađ einfalda dćmiđ?
Ég er núna búinn ađ hlusta á ţáttinn tvisvar á netinu og ennţá finnst mér ţessi 45 mín. ţáttur ađeins vera korters langur. Ţátturinn minnir mig á ađ ég hef lengi ćtlađ ađ skrifa sérstaka fćrslu um The Byrds. Hljómsveit sem hafđi gífurlega mikil áhrif á ţróun rokksins. Ekki síst í gegnum Bítlana, Rolling Stones og Bob Dylan. Og ennţá fremur á yngri hljómsveitir á borđ viđ REM og ótal ađrar. Forsprakki The Byrds, Roger McGuinn, lagđi meira ađ segja grunninn ađ pönkinu međ ţví ađ gefa út fyrsta Clash-lagiđ áđur en The Clash urđu til!
Ferđalög | Breytt s.d. kl. 23:02 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (12)
8.6.2008 | 23:32
Ísbjarnalaus Skagafjörđur
Síđustu daga hef ég dvaliđ í Skagafirđi í ţeim erindagjörđum ađ leita uppi ísbirni og sefa ótta Skagfirđinga og ferđamanna ţarna um slóđir viđ bangsa. Ég skimađi eftir ísbjörnum hátt og lágt. En ţađ var engan ađ sjá. Ég kallađi og skipađi birninum ađ gefa sig fram undanbragđalaust ef hann vćri einhversstađar. Viđbrögđ urđu ţau ein ađ Björn Sveinsson á Varmalćk í Lýtingsstađahreppi gaf sig fram en sagđist vera hćttulaus. Jafnframt hafđi hann gilda ástćđu til ađ vera ţarna vegna ţess ađ hann var ađ vígja nýja og glćsilega reiđhöll.
Svo skemmtilega vildi til ađ um helgina var nemendamót á Steinstöđum. Nemendur í Steinstađaskóla á árunum 1961 til 1971 hittust og rifjuđu upp gömlu góđu dagana. Ég var ţarna í "gaggó" - eins og 9. og 10. bekkur í grunnskóla var kallađur - á ţessum árum. Ţađ var meiriháttar gaman ađ hitta ţennan frábćra hóp. Á morgun skrifa ég fćrslur um nemendamótiđ. Margir gamlir nemendur áttu ekki heimangengt og ég ćtla ađ nudda ţeim upp ţeirri frábćru skemmtun sem ţeir misstu af.
Vegna nemendamótsins á Steinstöđum leitađi ég sérstaklega vel ađ ísbjörnum ţar um slóđir. Ég rölti um gólfvöllinn hans Friđriks Rúnars (Lalla) í Laugahvammi og gćgđist inn í glćsilega sumarbústađi ţarna í grennd. Fékk grillađa pylsu og drykk hjá höfđingjunum Rögnu og Gunnari og rölti veginn framhjá Lambatjörn. Ţađ var ekkert lamb í tjörninni fremur en fyrri daginn er viđ krakkarnir í Steinstađaskóla skautuđum ţar á svelli á sínum tíma. Og enginn var ţar ísbjörninn.
Skammt frá Lambatjörn er kominn góđur fótboltavöllur. Hann er hálfur kílómeter á breidd en 20 metrar á lengd. Ég hef ekki fylgst međ fótbolta undanfarna áratugi. Ţegar ég var í Steinstađaskóla ţótti okkur krökkunum heppilegra ađ hafa fótboltavöllinn ţokkalega langan en héldum breiddinni í lágmarki. Eitthvađ hefur breyst síđan.
Skagfirđingar óttast ísbirni ekki eins mikiđ og ég hélt. Ég róađi ţá sem voru hrćddastir. Ţađ voru ferđamenn og annađ ađkomufólk. Til ađ stríđa ţví fólki samt pínulítiđ var gengiđ í ţađ ţarfa verk ađ merkja leiđina yfir Ţverárfjall međ táknmynd af ísbirni og textanum "Varúđ!".
Eldri árgangar urđu kvöldsvćfir á nemendamótinu.
Ferđalög | Breytt s.d. kl. 23:49 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (12)
6.6.2008 | 18:53
Farinn
Margur góđur Skagfirđingurinn sefur órótt ţessa dagana. Ástćđan er ótti viđ ađ ísbjörn bíđi í leyni, langsoltinn og grimmur. Ennţá fleiri og ennţá betri Skagfirđingar sofa órótt á nóttunni. Ástćđan er sú sama. Ofan á ţetta bćtist ótti um ađ nýdrepni ísbjörninn muni ganga aftur og ofsćkja alla Skagfirđinga og alla ţeirra ćttingja um ókomna framtíđ. Líka fjarskylda.
Mér rennur blóđiđ til skyldunnar. Sem gamall Skagfirđingur legg ég nú land undir fót og ţeysi norđur í Skagafjörđ. Ţar mun ég leggja mig fram um ađ sefa ótta og hjálpa fólki ađ ná góđum og heilsusamlegum svefni. Til viđbótar ćtla ég ađ leita af mér allan grun um ađ fleiri ísbirnir hafi gengiđ á land fyrir norđan og reyna einhvernvegin ađ hindra frekari landgöngu ţeirra. Ísbjarnalaus Skagafjörđur 2009 er markmiđiđ.
Ég kem aldrei aftur. Eđa ekki fyrr en ţessi mál eru til lykta leidd.
3.6.2008 | 03:10
Ţjóđvegamorđingi
Ţórđur Jónsteinsson hefur veriđ sviptur ökuleyfi til fjögurra ára og dćmdur til óskilorđsbundinnar fangelsunar í 12 mánuđi. Međ ofsaakstri og tilraun til glannalegs framúraksturs viđ vond skilyrđi svipti hann tvö ungmenni lífi, olli ţriđja ungmenninu líkamstjóni til frambúđar og slasađi föđur barnanna.
Fyrir atburđinn hafđi Ţórđur í fjórgang hlotiđ dóm fyrir ofsaakstur. Eftir atburđinn hefur hann 9 sinnum veriđ tekinn fyrir ofsaakstur. NÍU SINNUM.
Dauđaslysinu olli Ţórđur 2. desember 2006. Ţađ er fyrst núna, 29. maí 2008, sem ökuníđ hans er afgreitt fyrir dómi. Í millitíđinni hefur hann fengiđ ađ halda áfram glannalegum ofsaakstri međ ökuskírteini í fullu gildi, ţrátt fyrir ađ hafa veriđ samtals FJÓRTÁN SINNUM stađinn ađ ofsaakstri. Hvađ oft ţar fyrir utan stundađi hann ţjóđvegaglćp án ţess ađ vera stađinn ađ verki?
Eitt er ađ dómgreindarlaus og samviskulaus ökuníđingur sé ítrekađ stađinn ađ glćpsamlegu athćfi. Annađ er ađ hann skuli komast upp međ ţađ árum saman vegna dugleysis Hérađsdóms Reykjaness. Verđur ţetta víti til varnađar? Verđur gripiđ til ţeirra ráđa sem duga til ađ svona endurtaki sig ekki? Dómstólar voru sneggri til ţegar andlega veikur mađur stal súpupakka í matvörubúđ á dögunum.
Ferđalög | Breytt 4.6.2008 kl. 03:05 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (76)
15.5.2008 | 20:41
Ótrúleg frásögn
Ég heyrđi brot af útvarpsţćtti á Útvarpi Sögu í dag. Ţar var rćtt viđ íslenska konu sem sagđi farir sínar ekki sléttar. Hún hafđi fariđ í sólarlandaferđ til Spánar. Ţar hitti hún ungan myndarlegan Spánverja sem hún varđ ástfangin af. Ţau tóku saman og hann flutti međ henni til Íslands. Ţá komst hún ađ ţví ađ hann var ekki ungur Spánverji heldur gamall Marokó-gaur.
Ţví miđur var ég á svo miklum ţeytingi ađ ekki gafst tími til ađ hlusta á meira af viđtalinu ađ undanskildu ţví ađ ég náđi niđurlaginu er útvarpskonan og Spánarfarinn voru ađ kveđja. Mér skildist á kveđjuorđunum ađ gamla hrćiđ frá Marokó hafi komiđ illa fram viđ konuna á fleiri vegu en skrökva ađ henni ađ hann vćri ungur Spánverji.
Ferđalög | Breytt s.d. kl. 21:20 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (7)
7.5.2008 | 13:43
Ţađ fór illa - en betur en á horfđist
Efri myndin er frá ţví er ég skrapp til útlanda í fyrra. Bíllinn tók frekjulega af mér völd, brunađi í gegnum vegriđiđ og steyptist í kollhnísum drjúgan spöl áđur en hann endađi í vitlausri átt. Sennilega til ađ rugla mig í ríminu. Neđri myndin sýnir ađ ţađ er dálítiđ bratt ţarna niđur. Ef bíllinn hefđi veriđ ónákvćmari og pompađ niđur er nćsta víst ađ ég hefđi meitt mig.