Færsluflokkur: Ferðalög

Af hverju er jólakveðja Friðar 2000 skreytt merki Mercedes Benz?

benz logo á hitabollabenzlogo3benslogo4benzlogo5

jolakvedja_peace2000

benzlogo2mercedes benz logo

  Jólakveðja samtaka sem kenna sig við friðinn er ríkti árið 2000 (Peace 2000) vekur undrun.  Eins og sjá má hér fyrir ofan er jólakveðjan skreytt ljósmynd af logandi kertum sem mynda merki þýsku bíltegundarinnar Mercedes Benz.  Mercedes Benz bílar eru ekki friðsamir.  Einn vinur minn átti Mercedes Benz.  Sá bíll var stöðugt að efna til ófriðar.  Hann ýtti við öðrum bílum,  nuddaði sér utan í þá og var mjög ögrandi í alla staði.  Að lokum brunaði hann fram af bryggju í Nauthólsvík og mölbrotnaði þar í stórgrýti.  Flestum þótti það mátulegt á kvikindið.      


Lausn á getraun

  a10a11

  Ekki í síðustu færslu heldur þeirri næstu á undan birti ég ljósmynd af torkennilegu fyrirbæri.  Það líktist dálítið flötum eða eins og teygðum kolsvörtum broskalli með skærbláan munn og augu.  Það skrítna var að fyrirbærið sást úti í skógi.  Kíkið á þessa mynd áður en þið flettið upp á hlekk sem Óskar Þorkelsson setti inn sem svar og sýnir einmitt svarið á skemmtilegan hátt: http://www.metacafe.com/watch/314370/crazy_birds_island_p/


Frábær saga

  Þessari broslegu sögu hnupla ég af bráðskemmtilegu bloggi Kristínar Bjargar Þorsteinsdóttur,  skólasystur minnar frá Laugarvatni ( www.konukind.blog.is ).  Til að fanga söguna þarf að hafa í huga að fjölskyldan var í útlöndum.  Ég grenjaði út hlátri þegar ég las söguna.  Hún kemur þér áreiðanlega í gott skap líka:

Hver gefur hverjum hvað?

Á afmælisdeginum dró Gulli upp úr pússi sínu gjöf frá sér og stelpunum.

Ég opnaði full forvitni (og var mjög hissa á að hann skildi geta smyglað þessu út án þess að ég sæi) og í skartgripa kassanum lá fallegt silfurhálsmen með íslenskum steini.

Í undrun minna sagði ég - Nei frá Jens - Guð -

Nei, frá mér og stelpunum - mælti þá minn maður.........


Anna á Hesteyri - í heyskap

  annaáhesteyri - bókarkápa

  Eftirfarandi frásögn af Önnu á Hesteyri skrifaði Þóra Guðnadóttir í gestabókarfærslu hjá mér.  Ég hef grun um að fáir lesi gestabókarfærslur.  Þess vegna set ég frásögnina hér inn:

  Fyrir nokkrum árum vorum við,  ég og maðurinn minn,  á ferðalagi og fórum í Mjóafjörð.  Það var gott veður,  þurrt en sólarlaust.  Allt í einu geystist inn á veginn fyrir framan okkur kona í síðu svörtu pilsi og veifaði báðum höndum.  Við stoppuðum og hún kynnti sig sem Önnu á Hesteyri.  Bað okkur að hjálpa sér með að ná saman heyi því það væri svo rigningalegt og hún svo slæm í "sírunni". Maðurinn mínn er fæddur og uppalinn í sveit svo hann dreif sig í verkefnið og ég hjálpaði til.  Við eyddum þarna dagparti við heyvinnu,  náðum öllu saman fyrir hana sem lá flatt.  Þessi dagur var alveg ógleymanlegur en aldrei kom rigningin sem hún spáði.  Þetta kallar maður að bjarga sér.

------------------------

  Fleiri frásagnir af Önnu á Hesteyri:

 - fór í bakarí

http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/715823/

- gestir
- slóst við mömmu
- Farandssali
- Hringdi á lögguna
- Ekið á miðjum vegi
- Vildi ekki hleypa frammúr
- Samanbrotinn konfektkassi
- Málað yfir málverk
- Festist inn á hringtorgi 

Lærið færeysku

  Reyði krossurinn

  Vegna opinberrar heimsóknar Jörgens Niclasen,  utanríkisráðherra Færeyja, og eiginkonu hans til Íslands er ástæða fyrir Íslendinga til að þekkja til nokkurra orða og orðatiltækja sem hljóma öðruvísi í færeysk eyru en íslensk.  Þó ekki sé nema til að forðast að gera hinum tignu gestum hvert við.  Nokkur dæmi:

 - Þegar Færeyingar heyra einhvern segja að hann ætli að fleygja sér eftir matinn þá halda þeir að viðkomandi ætli að dunda sér við sjálfsfróun.

 - Þegar Færeyingar heyra talað um afganga þá halda þeir að verið sé að tala um sæði.

 - Það skal forðast að tala um Mogga nálægt Færeyingum.  Þeir halda að þá sé verið að tala um kynmök.

 - Ef Færeyngar eru með í för til Vestmannaeyja er ástæðulaust að minnast á að til standi að spranga alla helgina í eyjunum.  Færeyingar halda þá að til standi að afmeyja kvenfólk alla helgina,  eða vikuskiptið eins og Færeyingar segja.

 - Það er lítið af flugum í umferð núna.  En ef Færeyingar heyra okkur tala um flugur halda þeir að við séum að tala um geisladiska.

 - Sá sem heitir Örlygur ætti að kynna sig með öðru nafni fyrir Færeyingum.  Annars halda Færeyingar að hann sé að kynna sig sem fávita.

Það er ágætt að vita hvað Færeyingar eru að meina þegar þeir nefna eftirfarandi:

 - Ef þeir segja að einhver hafi misst vitið þá eiga þeir við að viðkomandi hafi rotast eða fallið í yfirlið.

 - Þegar Færeyingar tala um bert starfsfólk þá meina þeir EINUNGIS fyrir starfsfólk.

 - Þegar Færeyingur segist ætla að afmynda einhvern er hann ekki að hóta barsmíðum heldur óska eftir því að fá að ljósmynda viðkomandi.

 - Þegar Færeyingar segja að Jón sé bóndi aftan á Pétri eða Jón sé prestur aftan á Pétri þá eru þeir að tala um Pétur hafi tekið við starfi Jóns.

 - Ef Færeyingur lýsir einhverjum sem álkulegum er hann að segja að viðkomandi sé farinn að grána í vöngum.

 - Þegar Færeyingur talar um baðstofu þá á hann við sánaklefa.

 - Ef Færeyingar eru sagðir hafa slegist með nefunum þá er verið að lýsa barsmíðum með hnefum.

 - Þegar Færeyingar tala um niðurgang eru þeir að tala um mjóan brattan göngustíg.

 - Færeyingar tala um að fólk sé farið að fíflast þegar bera fer á handskjálfta.

 - Í færeyskum auglýsingum er sagt að nú megi brúka píkur.  Þar er verið að tilkynna að löglegt sé að setja nagladekk undir bíla.

 - Ef sagt er að einhver Færeyingur hafi orðið skakkur á einhverjum viðburði er ekki verið að lýsa hassreykingamanni heldur einhverjum viðkvæmum sem hefur klökknað eða komist við.


mbl.is Utanríkisráðherra Færeyja í heimsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samanburður á veitingastöðum

egg og bacon

  beikon og egg2beikon og egg

 - Réttur:  Beikon og egg

 - Staður 1:  Fitjagrill í Njarðvík

 -  Einkunn: ***

  - Verð:  980 krónur

  - Staður 2:  Vitaborgarinn,  Ármúla 7,  Reykjavík

  - Einkunn: **

  - Verð:  850 krónur

  - Staður 3:  Flugterían,  Reykjavíkurflugvelli

  - Einkunn: *

  - Verð:  1150 krónur

  Eðli málsins samkvæmt fær málsverðurinn egg og beikon ekki hærri einkunn en 3 stjörnur af 5 mögulegum.  Þetta er ekki merkilegur matur.  Með þeirri afmörkun fær hann svo gott sem fullt hús,  3 stjörnur,  eins og hann er afgreiddur í Fitjagrilli í Njarðvík:  2 spæld egg,  vænn skammtur af beikonsneiðum,  franskar kartöflur,  2 hálfskornar vel ristaðar fransbrauðssneiðar,  smjör og hrásalat í sósu. 

  Beikonið er steikt þannig að það krullast upp og er stökkt.  Fyrir bragðið sýnist það á disknum vera meira en það er.  Ég geri mér ekki grein fyrir því hvort beikonsneiðarnar eru 10 eða 12.  Þær vefjast saman í benduflóka.  Franskar kartöflur eru ekki merkilegur matur en passa þokkalega vel með eggi og beikoni.  Það er alveg nóg að hafa þessar 2 hálfskornu brauðsneiðar með.  Það léttir á sterkju beikonsins að fá hrásalatið með.

  Í Vitaborgaranum eru beikonsneiðarnar 12 steiktar þannig að þær eru mjúkar (ekki uppkrullaðar).  Spældu eggin eru 2,  ristaðar hálfskornar og þokkalega ristaðar brauðsneiðar 4 með smjöri og 2 sneiðar af skornum tómati. 

  Í Flugteríunni eru hálfskornu brauðsneiðarnar sömuleiðis 4 og illa ristaðar.  Ekkert smjör.  Beikonsneiðarnar eru 7 og temmilega steiktar mjúkar.  Tvö spæld egg.  Þessi skammtur jaðrar við að vera okur.  Í flugteríunni á Akureyri er ekki boðið upp á egg og beikon en mér virðist sem þar sé verðlag gegnum gangandi um 30% lægra en í flugteríunni í Reykjavík.  Og margt á Akureyri áhugaverðara.  Svo sem pönnukökur,  rosalega góðar og matmiklar kjötlokur og rúgbrauð með reyktum laxi.     


Veitingahús - umsögn

pad_thai

 - Staður:  Krua Siam,  Strandgötu 13,  Akureyri

 - Réttur:  Steiktur fiskur

 - Verð:  1400 kr.

 - Einkunn:  ****(af 5)

  Ég hafði ekki hugsað mér að skrifa umsögn um þessa máltíð á Krua Siam.  Ástæðan er fyrst og fremst sú að það er ekki ætlun að fylla þessa bloggsíðu af veitingahúsaumsögnum.  Þær eru meira svona eitthvað sem slæðist með öðru einstaka sinnum.  Hinsvegar hef ég fengið hvatningu úr fleiri en einni átt að skrifa um heimsókn mína á Krua Siam fyrir viku síðan.  Undir þeim kringumstæðum er ástæðulaust að skorast undan - þó ég verði að treysta á lélegt langtímaminni.

  Krua Siam er tailenskur veitingastaður.  Þegar sest er inn á svoleiðis stað þýðir ekkert að væla undan því að hvít hrísgrjón fylgi aðalrétti sem meðlæti.  Þannig er það bara þegar um tailenskan mat er að ræða.  Með hrísgrjónunum voru rifnar (niðurraspaðar) gulrætur og hvítkál.  Það gerði máltíðina dálítið veislulega.

  Fiskurinn var djúpsteiktur í örþunnu og stökku hveitideigi.  Hann var framreiddur í þunnri karrýsósu ásamt eggjahræru blandaðri steiktri papriku, lauk, blaðlauk og fleiru.  Þetta var hin ljúffengasta máltíð.  Frekar bragðmilt (á tailenskan mælikvarða) og fiskurinn (ýsa) var skemmtilega snöggsteiktur.  Aðeins rétt dýft í steikingarpottinn til að hitna í gegn.  Þannig var hann þéttur og ferskur.

  Krua Siam er millifínt veitingahús.  Ég sá á útiskilti að þar er boðið upp á hlaðborð í hádegi á virkum dögum.

  Bjórglasið (hálfur lítri) kostaði 700 kall.  Það er í efri mörkum. 

  Ljósmyndin er ekki frá Krua Siam.


Karlremba

  Einn kunningi minn var á dögunum úti að keyra með ungum syni sínum.  Strákurinn er sennilega 4ra eða fimm ára eða eitthvað álíka.  Í útvarpinu hljómuðu auglýsingar á Útvarpi Sögu.  Meðal annars auglýsing um ryksugu sem sögð var vera með gervigreind.  Jafnframt voru taldir upp eiginleikar ryksugunnar,  svo sem að hún viti alltaf hvar hún sé búin að ryksuga.  Þá hrökk upp úr stráknum: 

  "Mamma er líka með gervigreind.  Hún veit alltaf hvar hún er búin að ryksuga!"


Veitingahús - umsögn

hlaðborð

  - Staður:  Bautinn,  Akureyri

  - Réttur:  Svartfugl

  - Verð:  2620 krónur

  - Einkunn: **** (af 5)

  Bautinn er einn af bestu veitingastöðum landsins.  Þar hefur í áranna rás verið á boðstólum spennandi réttir á borð við kengúrukjöt,  hreindýr,  krókódíll og fleira sem ekki er á borðum Íslendinga dags daglega.  Ætíð matreitt á óaðfinnanlegan hátt.

  Með svartfuglinum mátti einnig greina nokkrar þunnt skornar sneiðar af gæsabringu.  Kjötið var meirara,  safaríkara og mýkra en ég hafði reiknað með.  Virkilega gott.  Meðlæti var bragðgóð villibráðarsósa - að ég held með soði úr svartfuglskjötinu - brúnaðar (sykraðar) kartöflur,  smjörsteiktur laukur,  sveppir og gulrætur,  svo og,  ja,  ég held títuberjasultu.    

  Allt matreitt eins og best var á kosið.  Ferska salatið var ekki spennandi:  Iceberg og smávegis af rauðrófum.  Á móti kom að með aðalrétti fylgir salatbar.  Hann er veglegur.  Í minningunni var hann ennþá meira spennandi fyrir 15 - 20 árum.  Þá var hann besti salatbar landsins.  Ég átta mig þó ekki á muninum.  Man bara að hann var alveg meiriháttar.

  Köldu sósurnar á salatbarnum eru gráðostasósa,  kotasælusósa og appelsínusósa.  Ég sakna þúsundeyjasósu og franskrar sósu (þessarar bragðgóðu appelsínugulu).  Sem betur fer passar (heldur þunn) appelsínusósan mjög vel við svartfugl.  Ef ég hefði fengið mér eitthvað annað en svartfugl hefði ég lent í vandræðum með að velja sósu við hæfi.

  Ferska salatið með svartfuglinum var iceberg og rauðkál.  Meðlætið úr salatbarnum var áhugaverðara. 

  Með aðalrétti fylgir val á rjómalagaðri sveppasúpu og/eða glærri grænmetissúpu.  Ég fékk mér grænmetissúpu.  Hún var bragðgóð með skörpu karrýbragði.  Með henni var hægt að velja úr góðu úrvali af brauði.  Ég er ekkert að maula brauð með svona veislumat.  Þannig að það skipti ekki máli.

  Með svartfulgi á að þamba rauðvín.  Og helst mikið.  Flaska af spænsku rauðvíni kostaði 3210 kr.

  Ljósmyndin efst er ekki frá Bautanum.     


Einn góður

  fingur í gegnum auga
  Þeir voru aðeins tveir gestirnir á Hafnarbarnum,  ungi sjómaðurinn og gamall sjóræningi.   Þeir tóku spjall saman og ungi sjómaðurinn spurði hvers vegna sjóræninginn væri með tréfót.  Sjóræninginn svaraði:
  - Ég féll eitt sinn útbyrðis í átökum er við réðumst til uppgöngu í farmflutningaskip.  Þegar félagarnir drógu mig um borð aftur náði hákarl að bíta neðan af öðrum fætinum á mér.
  - Vá!  En hvers vegna ertu með krók í stað framhandleggs? 
  -  Það gerðist þegar við réðumst á annað skip löngu síðar og okkur var veitt hörð mótspyrna.  Einn af óvinunum náði að höggva framan af hendinni á mér með sveðju.
  -  Svakalegt.  En af hverju ertu með lepp fyrir öðru auganu.
  -  Ég missti augað þegar mávur skeit á það.
  -  Hvernig gastu misst augað við að fá mávaskít í það?
  -  Ja,  sko,  þetta gerðist sama dag og ég var í fyrsta skipti með krók á hendinni. 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband