9.10.2008 | 23:36
Færeysk stórhátíð á Stokkseyri
Veglegasta færeyska tónlistarhátíð sem boðið hefur verið upp á hérlendis verður haldin á Stokkseyri núna um helgina, dagana 10. - 12. október. Og ekki aðeins verður fjörleg og fjölbreytt færeysk tónlist í boði heldur verður gestum líka boðið að smakka á færeyskum mat framreiddum af færeyska meistarakokknum Birgi Enni, færeyskum bjór og færeyskar ullarvörur verða til sölu á lágu kynningarverði sem og færeyskir geisladiskar og færeyskir DVD.
Birgir Enni var í fyrra krýndur "Færeyingur ársins" sem besti sendiherra Færeyja á alþjóðavettvangi (Eivör var áður krýnd "Færeyingur ársins". Sama manneskja getur bara einu sinni hlotið titilinn). Hróður Birgis sem listakokks hefur borist víða um heim. Enginn íslenskur matreiðslumaður hefur fengið jafn víða og jafn góðar umsagnir í heimspressunni og Birgir Enni. Það er alltaf mikil tilhlökkun að snæða veislumat hans. Sjálfur kafar Birgir eftir hráefninu sem að sjálfsögðu er sjávarfang.
Dagskráin hefst í Draugasetrinu á Stokkseyri klukkan 23.00 annað kvöld (föstudag). Fyrst stígur á stokk margverðlaunuð poppsöngkona, Guðrið Hansdóttir, og hljómsveit. Fyrir utan að vera stórt nafn í Færeyjum nýtur Guðríð vinsælda í Danmörku. Klukkan korter í miðnætti tekur þjóðlagahljómsveitin Kvonn við. Að lokum leikur rokkhljómsveitin Spaðar 5 fyrir dansi frá hálf eitt til 3.
Daginn eftir, laugardag, hefst dagskrá klukkan 19.00 með leik þjóðlaga-djassrokk sveitarinnar Yggdrasil undir forystu píanóleikarans og tónskáldsins Kristians Blak. Dagskrá þeirra kallast "Heygar og Dreygar" og stendur í klukkutíma. Við af þeim tekur Guðrið Hansdóttir með dagskrána "Sleeping with Ghosts". Korter í 21.00 er matarhlé og gestum boðið að smakka færeyskan mat framreiddan af Birgi Enni. Hálftíma síðar flytur hljómsveitin Kvonn dagskrána "Álvastakkur". Klukkan hálf 23.00 er það færeyski hringdansinn, "Ólavur Riddararós". Frá miðnætti til klukkan 3 heldur rokksveitin Spaðar 5 uppi fjörinu.
Sunnudaginn 12. október flytja Guðrið Hansdóttir og hljómsveitin Kvonn blandaða dagskrá á milli klukkan 16.00 og 18.00.
Á sunnudagakvöldið spilar hljómsveitin Kvonn einnig á Dubline í Reykjavík.
http://www.myspace.com/gudridhansdottir
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Matur og drykkur, Menning og listir, Spil og leikir | Breytt 10.10.2008 kl. 01:14 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Passar hún?
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit heims
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
Nýjustu athugasemdir
- Passar hún?: Sigurður I B, góð saga! jensgud 22.1.2025
- Passar hún?: Bjarki, svo sannarlega! jensgud 22.1.2025
- Passar hún?: Þetta minnir mig á... Manninn sem keypt sér rándýrt ilmvatn (ef... sigurdurig 22.1.2025
- Passar hún?: Ömmurnar eru með þetta, takk fyrir mig Jens bjarkitryggva 22.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Brjánn, takk fyrir þetta. jensgud 19.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: áhugaverður samanburður. https://www.youtube.com/watch?v=1651r_... Brjánn Guðjónsson 18.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Guðjón, ef þú kannt ekki að meta meistaraverkin eftir Mozart, þ... Stefán 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Guðjón, þú ert með skemmtilegan flöt á dæminu! jensgud 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Ingólfur, bestu þakkir fyrir góðar pælingar. jensgud 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Stefán, takk fyrir fróðleikinn. jensgud 15.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 126
- Sl. sólarhring: 161
- Sl. viku: 1281
- Frá upphafi: 4121100
Annað
- Innlit í dag: 99
- Innlit sl. viku: 1128
- Gestir í dag: 98
- IP-tölur í dag: 98
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Innskráning
Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.
Athugasemdir
Líst vel á þetta. Hafi þeir gaman að sem eru þarna. Ég sjálfur fer hins vegar ekki á viðburði utan 101 sem 101 rotta. Staðsetningin er ekki til þess fallin að mjög margir mæti á þetta.
Spjallaði eitt sinn við Hera í Týr og mig minnir að hann hafi sagt mér að Yggdrasil væri besta band færeyja. Eftir þau meðmæli keypti ég mér 2 diska með þeim.
Kann mjög vel við Guðríði , man eftir henni í Ædolinu hér. Hún passaði ekki inn í rembinginn í þeim þætti. Hún var eitt þþað besta sem kom fram í þættinum að mínu mati og ég hélt með henni en Bubbi og co. sáu lítið við hana og létu hana fara. Feimin og einlæg stelpa passaði ekki þar inní. Gott að hún hefur fundið sig í tónlistinni.
p.s. það stendur að hún spili á hressó á sunnud. á myspace-inu
Ari (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 01:01
eitt annað, ég tók eftir því að einn bloggvinur þinn er merkilega lík Guðríði (að mínu mati) : http://brynjabh.blog.is/blog/brynjabh/about/
Ari (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 01:05
Ef ég væri barnlaus þessa helgi færi ég á Stokkseyri, spennandi dagskrá. Og flott mynd af matnum
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.10.2008 kl. 01:32
Ari, takk fyrir þessar upplýsingar. Ég vissi ekki að Guðrið hafi tekið þátt í íslenska Ædolinu. Ædolið er ekki alveg mín bjórdós. Ég tel mig hinsvegar muna eftir að hafa lesið um þátttöku hennar í danskri söngvarakeppni þar sem hún komst í lokaúrslit. Gott ef hún var ekki nr. 2 þegar upp var staðið. Það er svipur með þeim Brynju.
Yggdrasil er mjög góð hljómsveit. Eivör og Kári Sverrisson hafa skipst á að syngja með henni. Músíkin er talsvert ólík eftir því hvort þeirra er með í það og það skiptið.
Yggdrasil hefur spilað víðsvegar um heim ýmist á djasshátíðum eða þjóðlagahátíðum. Músíkstíll þeirra passar í báðar þær deildir.
Ég þekki ekki hvað Draugasetrið getur tekið við mörgum gestum en ég er bjartsýnn á þokkalega mætingu. Ég veit af fólki af höfuðborgarsvæðinu sem ætlar að renna austur fyrir fjall. Það er svo sem ekki langt að fara. Þar að auki er Suðurland fjölmennt og Sunnlendingar þekktir fyrir að kunna að skemmta sér. Ég minnist þess þegar Týr var með hljómleika í Ölfusi 2002 og færri komust í hús en vildu. Fjöldi manns varð frá að hverfa, eða réttara sagt héldu bara partý fyrir utan höllina, hlustuðu á óminn frá hljómsveitinni og sungu með. Týsarar höfðu aldrei upplifað aðra eins stemmningu. Það var á þeim hljómleikum sem þeir uppgötvuðu að þeir voru raunverulegar rokkstjörnur.
Jens Guð, 10.10.2008 kl. 01:43
Jóna, ég er strax farinn að hlakka til að komast í matinn hjá Birgi. Maturinn hjá honum er algjörlega "spes". Birgir nær að laða fram einhverja magnaða færeyska stemmningu með matnum. Samt er maturinn mjög ferskur og nútímalegur hjá honum.
Jens Guð, 10.10.2008 kl. 01:49
Í þessum mikla draugabæ verður greinilega mikill draugagangur, færeyskir mórar og skottur, ítem afturgengnir Framsóknarmenn og bóksalar.
Þorsteinn Briem, 10.10.2008 kl. 02:08
Steini, það er dálítið gaman að því að þrátt fyrir ofurkristni Færeyinga almennt þá eiga þeir það sameiginlegt með Íslendingum að bera virðingu fyrir álfum, huldufólki og draugum.
Jens Guð, 10.10.2008 kl. 02:39
En blessunarlega eru Færeyingar lausir við framsóknarmenn.
Jens Guð, 10.10.2008 kl. 02:41
Oh, ég væri til í að mæta ef ég byggi ekki í útlandinu. Ég uppgötvaði fyrst hversu frábærar Færeyjar eru er ég fór þangað í skólaferð gegnum menntaskólann minn. Hópurinn var ekkert voða sáttur í fyrstu að vera að fara á þetta skítasker og taldi Færeyjar vera ekkert nema aumir bændur og rollur og ekkert að gera þar. Svo mættum við á svæðið og komumst að því að ungir Færeyingar hugsuðu nákvæmlega það sama um Ísland! Eftir það hugsa ég alltaf til Færeyja með hlýhug, þessi skólaferð var ein sú skemmtilegasta sem ég hef farið. Ísland og Færeyjar eru ekki bara frændþjóðir, við erum systkin!
Rebekka, 10.10.2008 kl. 09:48
Er það Íslendingur sem semur lögin með Guðríð?
Lalli (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 10:27
Vildi gjarnan taka þátt í þessari hátíð en kemst ekki. Færeyingum er ekki gert of hátt undir höfði hér á landi og við metum þá ekki nógu mikils. Er nýbúin að vera gestur hjá þeim og það er alltaf jafn gott að koma til Færeyja. Við eigum að líta okkur nær.
Elma (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 10:57
Elma hér að ofan er nú ekki alveg sanngjörn, eða þá að hún fylgist ekki nógu vel með?
Við höfum nú seinni árin einmitt tekið betur og betur á móti Færeyingum og þeirra menningu, held ég sé óhætt að fullyrða. Jens einn út af fyrir sig er óþreytandi sem hér sést að hampa landi og þjóð og sem kunnugt er hafa Týr verið hér á landi og haldið tónleika þar sem fullt hefur verið út úr dyrum alls staðar!
Fyrr í sumar voru færeyskir dagar í Stykkishólmi minnir mig og reglulega hafa verið dagar með færeyskri menningu í Norræna húsinu, sem svo fylgt var eftir með flottum tónleikum á NASA. Vinsældir Eivor hjá landanum þarf svo ekki að tíunda, hefur í mörg ár gefið út plötur hér, sem selst hafa í þúsundum ef ekki tugþúsundum eintaka!
Þetta finnst mér nú eitthvað aðeins meir en lítið!
Magnús Geir Guðmundsson, 10.10.2008 kl. 13:21
Nýjustu fregnir herma að Færeyingarnir séu veðurtepptir í Færeyjum.
ingo (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 16:43
Kannski ég taki mér göngutúr í Menningarverstöðina Hólmaröst í kvöld!
Rúna Guðfinnsdóttir, 10.10.2008 kl. 17:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.