Færsluflokkur: Mannréttindi
23.11.2013 | 23:05
Íslenska þakkagjörðarhátíðin
Elsta heimild um íslensku þakkargjörðarhátíðina, slægju, er í sögu af Ólafi Noregskonungi digra (hann var assgoti búttaður og þrútinn). Ólafur (konungur 1015 - 1028) spurði Íslending hvort að satt sé að bændur gefi húskörlum sínum hrút til slátrunar á haustin. Íslendingurinn kannaðist við það. Þannig var heyskaparlokum fagnað og fé komið af fjalli. Noregskonungur mælti þegar í stað fyrir um að Íslendingar í hans liði skuli fá hrút til slátrunar. Reyndist þar vera um óvin Ólafs digra að ræða, Hrút að nafni. Íslendingarnir létu ekki segja sér það tvisvar. Þeir slátruðu Hrúti þegar í stað og öllum hans mönnum.
Mannréttindi | Breytt 24.11.2013 kl. 15:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
19.11.2013 | 22:56
Breyttar áherslur
Fyrir mörgum árum ók ég í rólegheitum niður Njálsgötu í átt að Snorrabraut. Skyndilega bakkaði út úr stæði rétt fyrir framan mig bíll. Þetta var svo óvænt að litlu munaði að árekstur yrði. Ég flautaði til að gera vart við mig og afstýra að bíllinn bakkaði á minn bíl. Ég hafði varla látið af flautinu fyrr en bílstjóri hins bílsins stökk út úr bílnum sínum. Hann rauk að mínum bíl, reif sig úr skyrtubol (mig minnir að hann hafi hent bolnum á götuna. Kannski henti hann honum á húddið á sínum bíl?), reif upp bílhurðina hjá mér og öskraði: "Hvað er í gangi? Hvert er vandamálið?" Hann titraði og skalf og var kófsveittur.
Ég bjó mig ósjálfrátt undir áflog, velti snöggt fyrir mér hvernig best væri að standa að þeim en svaraði rólega: "Ég óttaðist að þú værir við það að bakka á bílinn minn. Flautið var til að afstýra því."
Náunginn andaði ótt og títt eins og hann væri að koma úr líkamsrækt. Róleg rödd mín hafði sefandi áhrif á manninn. Hann slakaði á og virtist róast. Hann tók nokkur skref aftur á bak, benti á mig og sagði: "Ekki ögra mér, félagi."
Samskiptin urðu ekki meiri. Gaurinn tók upp skyrtubolinn og settist upp í sinn bíl. Ók á brott og ég líka.
Glæpum á Íslandi fækkar ár frá ári. Einungis er aukning í kærum á kynferðisglæpum. Ekki vegna fjölgunar kynferðisglæpamanna heldur vegna þess að fórnarlömb kynferðisglæpa leita réttar síns í meira mæli en áður.
Þjóðfélag í kreppu, hnípin þjóð í vanda, hefur ekki efni á fyrirhuguðu nýju lúxusfangelsi á Hólmsheiði. Hver fangaklefi þar er lúxsusíbúð með einkabaðherbergi, nuddpotti og öllum stöðlum 5 stjörnu hótels. Þetta er rugl. Þegar er dekstrið við fanga um of. Þeir eru mataðir á Stöð 2, Skjá 1 og veislumat í hvert mál. Bara svo fátt eitt sé upp talið.
Í nágrannalöndum, eins og í Svíþjóð, er vandræðastaða komin upp vegna fækkandi glæpa. Þar er verið að loka fjórum fangelsum vegna skorts á glæpamönnum. Til viðbótar er búið að loka þar gæsluvarðhaldsfangelsi. Skortur á föngum er til vandræða. Er ekki lag að semja við Svía um að fangelsa glæpamenn dæmda á Íslandi? Vistun fanga á Íslandi kostar 100 þúsund kall sólarhringurinn eða eitthvað álíka. Hættum við þetta lúxusfangelsi á Hólmsheiði og virkjum norræna samvinnu.
![]() |
Reiddist mjög þegar svínað var á hann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt 20.11.2013 kl. 03:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
17.11.2013 | 22:05
Tálbeitur á vafasömu svæði
Árlega er hringt í alla sjoppueigendur í Hafnarfirði. Erindið er að upplýsa þá um að næstu daga muni tálbeitur kanna hvort að börn geti keypt sígarettur í sjoppunni. Það er víst bannað. Ég veit ekki hvers vegna. Langi börn og unglinga að reykja sígarettur er það ekkert mál. Allir sem vilja geta reddað sér sígarettum. Jafn auðveldlega og að redda sér landa og hassi.
Þrátt fyrir að sjoppueigendur séu upplýstir um væntanlega heimsókn tálbeitu þá eru alltaf einhverjir sem ganga í gildruna. Láta standa sig að verki við að selja börnum sígarettur. Fólk þarf ekki að vera gáfað til að reka sjoppu í Hafnarfirði. En það hjálpar að vera ekki vitleysingur.
Tálbeiturnar eru á gráu svæði. Þetta eru börn sem brjóta lög um leið og þau góma sjoppueigendur í gildru. Börnin eru ekki sakhæf vegna ungs aldurs. En þau komast að því hvar þau geta auðveldlega keypt sígarettur. Barn sem hefur einu sinni brotið lög er komið yfir stóra þröskuldinn. Það upplifir spennuna við að brjóta lög. Það sækir í að endurupplifa adrenalín-"kikkið". Þarna er verið að framleiða glæpamenn framtíðarinnar.
Annað: Fyrir þremur áratugum var ég á gangi ásamt 4ra ára syni mínum. Á gangstéttinni mættum við gömlum manni sem kastaði frá sér logandi sígarettustubbi. Strákurinn tók stubbinn upp, skoðaði hann og setti hann í galsa á milli fingra sér eins og reykingamaður og hélt á honum fyrir framan munninn á sér. Þóttist reykja. Í þann mund kom einkennisklæddur strætóbílstjóri gangandi út úr húsi og mætti okkur.
Ég segi þá hátt og skýrt: "Davíð minn, þú ættir að reyna að minnka við þig reykingarnar. Ég var að lesa um að reykingar væru óhollar."
Við þessi orð mín tók strætóbílstjórinn snöggt viðbragð. Hann snérist á hæl og starði reiðilegur á svip á eftir okkur feðgum. Við röltum áfram. Út undan mér sá ég að strætóbílstjórinn starði hreyfingarlaus á eftir okkur á meðan við vorum í augsýn.
Mannréttindi | Breytt 18.11.2013 kl. 10:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
22.10.2013 | 23:43
Líkamlegt ofbeldi er af hinu vonda
Líkamlegt ofbeldi, líkamlegar refsingar, eru af hinu vonda. Þetta hafa bandarískar rannsóknir leitt í ljós. Reyndar er þetta svo augljóst að það á varla að þurfa að ræða það. Hvað þá rannasaka það. Samt eru alltaf einhverjir sem réttlæta líkamlegar refsingar á börnum. Í lok síðustu aldar refsuðu 70 % bandarískra foreldra börnum sínum með flengingum. Í dag er talan komin niður í 57% mæðra og þriðjungur feðra.
Börn, sem er refsað líkamlega, eru 70% líklegri til að þróa með sér þunglyndi á fullorðins árum. Það er svakalega há tala.
Columbia háskólinn í New York var að ljúka við 15 ára rannsókn á flengingum. Í Bandaríkjunum eru líkamlegar refsingar algengari en í Evrópu. Algengasta ofbeldi gagnvart börnum í Bandaríkjunum er flenging. Niðurstaða rannsóknar Columbia háskólans er sú að flengingar draga úr hæfileika barna til að tjá sig með orðum. Þau verða ofbeldisfyllri. Þau eru líklegri til að leysa ágreiningsmál með ofbeldi. Þau skortir hæfileika til að leysa ágreining með orðum og rökum.
Raunar er undarlegt að nokkurt foreldri geti fengið sig til að beita barn ofbeldi. Ofbeldi gagnvart börnum ætti að vera refsivert eins og annað ofbeldi.
Mannréttindi | Breytt 23.10.2013 kl. 20:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2013 | 22:33
Einelti er glæpur
Það er fyrir löngu síðan tímabært að einelti verði tekið föstum tökum sem glæpsamleg hegðun. Einelti á að skilgreina sem glæpsamlegt ofbeldi og gerendur gerðir ábyrgir. Líka þegar um börn á skólaaldri er að ræða. Það þarf að gera kennara og aðra skólastjórnendur ábyrga fyrir því að einelti sé meðhöndlað sem glæpsamlegt athæfi og enginn afsláttur veittur frá því.
Það er óþolandi að eineltismál séu leyst með því að fórnarlambi eineltis sé gert að skipta um skóla. Það er skólaskylda og ÖLLUM á að líða vel í skólanum sínum. Það á að vera gaman að vera í skóla. Það á að vera tilhlökkun alla morgna að mæta í skólann. Grunnskólaár eiga að vera samfelld skemmtun.
Með samstilltu átaki er hægt að útrýma einelti út úr öllum skólum. Það gerist með því meðhöndla einelti eins og hvert annað glæpsamlegt ofbeldi.
Ég held og vona að í flestum skólum sé einelti ekki vandamál. Engu að síður er óþægileg staðreynd að í sumum skólum er einelti viðvarandi árum og áratugum saman. Jafnvel eru dæmi þess að kennari sé forsprakki eineltis.
Sú staða sem meðfylgjandi myndband sýnir á ekki að þurfa að koma upp. Pattaralegi strákurinn sem lagður er í einelti bregst seint og síðar meir til varnar og tekur í hnappadrambið á hrekkjusvíninu. Ofbeldisseggurinn hafði níðst á honum árum saman. Pattinn lét það yfir sig ganga þangað til hann "snappaði" eins og myndbandið sýnir. Jú, jú, gott á hrekkjusvínið. En breytir engu um að þessi staða á ekki að þurfa að koma upp.
![]() |
Drekktu klór og dreptu þig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt 16.10.2013 kl. 12:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
10.10.2013 | 19:27
Kröfuharkan eykst
Gamaldags umburðarlyndi og frjálslyndi eru á hröðu undanhaldi. Þess í stað vaða smámunasemi og sérviskuleg kröfuharka uppi sem aldrei fyrr. Það er eiginlega sama hvar borið er niður. Þetta er allsstaðar og allt á eina bókina lært. Til að mynda er íslenskt flugfélag að auglýsa þessa dagana eftir flugmönnum til vinnu. Í auglýsingunum er tekið fram að umsækjendur þurfi að vera með gilt flugskírteini.
Svona "tiktúrur" eru ekki bundnar við Ísland, fremur en svo margt annað. Frá Danmörku berast fréttir um hliðstæða öfugþróun. Þarlent safnaðarráðið er farið að taka fram í auglýsingum eftir prestum að þeir þurfi að trúa á guð.
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 19:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
7.10.2013 | 17:12
Smásaga um ofbeldi


http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1303801/
Mannréttindi | Breytt 9.11.2013 kl. 20:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
10.9.2013 | 22:39
Kona bundin á pallbíl
Vegfarendum í Waco í Texas var illa brugðið í umferðinni á dögunum. Eru þeir þó ýmsu undarlegu vanir. Þaulvanir. Það sem olli þeim undrun núna var sjón sem blasti við er þeir óku á eftir hvítum pallbíl. Við blasti ljóshærð kona í hnipri á pallinum. Hún var bundin á höndum og fótum.
Vegfarendur gerðu hið rétta í stöðunni: Þeir hringdu í lögregluna og tilkynntu um unga konu í vandræðum aftan á pallbíl.
Þegar málið var rannsakað kom í ljós að aftan á pallbílnum var aðeins ljósmynd af konunni. Eigandi bílsins er skiltagerðarfyrirtæki. Myndinni er ætlað að sýna prentgæði á útprentuðum myndum fyrirtækisins. Eigandi skiltagerðarinnar fullyrðir að viðbrögðin við myndinni komi sér í opna skjöldu. Hann sá þau ekki fyrir, að sögn (les= fáviti). En viðurkennir treglega að uppátækinu sé ætlað að vekja athygli á skiltagerðinni.
Fagmenn í auglýsingabransanum skilgreina svona aðferð sem dapurlega lágkúru. Hún sé ekki nýstárleg heldur gamaldags, úrelt og skammarleg. Það hafi löngum tíðkast í pallbílabransanum að sýna hliðstæðar myndir af illri meðferð á konum.
Spurningu er varpað upp hvort að ástæða sé til að kæra og sekta fyrirtæki sem nota auglýsingaaðferðir er auki ástæðulaust álag á neyðarlínu lögreglunnar.
Mannréttindi | Breytt 11.9.2013 kl. 01:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
2.9.2013 | 22:39
Sadistar og kynferðislega brenglaðir hafa eyðilagt busavígslur
Það er fyrir löngu síðan tímabært að tekið sé af alvöru á busavígslum. Það er fyrir löngu síðan fullljóst að busavígslur þjóna þeim eina tilgangi að fróa annarlegum hvötum sadista og kynferðislega brenglaðra einstaklinga. Þeir fá "kikk" út úr því að þvinga nýnema undir sitt vald og niðurlægja þá. Fjölmörg dæmi eru þess að busun sé upphaf á einelti.
Það er fyrir löngu síðan tímabært að ofbeldisfull framkoma brenglaðra busunarböðla sé skilgreint eins og annað ofbeldi. Og tekið á því eins og öðru ofbeldi. Ofbeldi varðar við lög. Sama á við um einelti. Það verður að fara að taka á því eins og hverju öðru ofbeldi og ofsóknum sem varða við lög.
Ég kann ekki sögu og þróun busavígslna. En ég þykist viss um að þær hafi verið saklaus leikur framan af. Ég man eftir busavígslum þar sem nýnemar voru "tolleraðir" (hent þrisvar upp í loftið). Það var ósköp saklaust. Ég man líka eftir busavígslum þar sem nýnemar voru látnir krjúpa fyrir framan fulltrúa eldri nema og fara með tiltekinn texta. Textinn gekk út á að businn lýsti sér sem vesalingi og lofaði að sýna eldri nemendum virðingu. Ósköp saklaust en kjánalegt. Það er eiginlega allt kjánalegt við busavígslur.
Þegar ég hóf nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands fyrir næstum fjórum áratugum voru við busarnir leiddir - með bundið fyrir augun - einhverjar krókaleiðir og látnir smakka á einhverjum ógeðsdrykkjum. Ég vissi aldrei hvað var í þessum drykkjum. Það var þó að minnsta kosti lýsi. Þetta var bara kjánalegt.
Næsta ár á eftir sameinuðumst við bekkjarsystkinin um að leggja af þessar aulalegu busavígslur. Þess í stað buðum við busa velkomna með glæsilegu kaffihlaðborði. Sá siður festist í sessi í skólanum (minnir mig) öllum til gleði og ánægju.
Ég veit ekki hvenær sadistar og kynferðislega brenglaðir komust upp með að gera busavígslur að sínum degi. Degi þar sem þeir fengu átölulaust að níðast á öðrum. Sennilega misjafnt eftir skólum. En það verður að taka í taumana og stöðva þetta ofbeldi.
Það verður líka að fara að taka af alvöru á (líkamlega) ófötluðum sem leggja undir sig bílastæði fatlaðra.
![]() |
Busavígslum hætt vegna ofbeldis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 23:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.8.2013 | 21:20
Óhugnanlegar fullyrðingar um eiturlyfjabransann
Fyrrum lögregluþjónn og skipstjórnarmaður heldur úti bloggsíðu á Vísisblogginu. Að eigin sögn naut hann viðurkenningar og virðingar Alþjóðalögreglunnar, Interpol, fyrir löggæslustörf sín. Engin ástæða er til að rengja það. Á bloggsíðu sinni nafngreinir hann Íslendinga og fólk þeim tengt sem hefur óhreint mjöl í pokahorninu.
Bloggarinn nafngreinir yfirmann Evrópudeildar bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. Segir hann eiga veitingastað á Benidorm á Spáni; eiga nafngreinda íslenska kærustu og dóttir með henni. Öll stundi þau innflutning á eiturlyfjum til Íslands. Og það með vitund íslenskra lögreglumanna í Frímúrareglunni.
Inn í þetta blandast fjöldi annarra nafngreindra. Þar á meðal danskur tollvörður sem jafnframt er í dönsku leyniþjónustunni. Málið teygir sig til Úkraínu. Rússar koma einnig við sögu. Svo og Hjálpræðisherinn.
Þetta er allt svo svakalegt að ég hef hér aðeins tiplað á örfáum atriðum. Bloggfærsluna í heild má lesa með því að smella á þennan hlekk: http://blogg.visir.is/kristjansk10/?vi=1099#post-1099
![]() |
Stærsta dópverksmiðjan sem fundist hefur í Evrópu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt 29.8.2013 kl. 00:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (34)