Nokkrir laufléttir

brandari4

  Þessa brandara fékk ég senda.  Og ég skemmti mér konuglega við að skoða þá.  Mér er ljúft að leyfa þeim að létta ykkur lundina líka.  Fyrir þá sem ekki þekkja til skal upplýst að flugvélin sem er nær á ljósmyndinni fyrir ofan er í eigu Ríkharðs Branssonar og fyrirtækis hans,  Virgin.  Enska orðið  virgin  þýðir  jómfrú.  Hin flugvélin er belgísk.  Enska orðið  slut  þýðir  drusla.

brandari3

"Ekki éta harða hlutinn á bakinu á honum.  Hann veldur viðrekstri!"

brandari5

"Skolið kúlurnar hér"

brandari2

Bókin hans:  "101 stelling".  Bókin hennar:  "102 afsakanir".

brandari1

"Ég er ekki að selja kynlífsþjónustu!  Ég sel smokka með prufukeyrslu."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hannes

Hahaha efsta og neðsta myndin eru bestar. Þetta er góð leið fyrir mellur til að selja sig ef þær vilja ekki að kúnnarnir verði handteknir fyrir vændiskaup.

Hannes, 17.1.2010 kl. 20:57

2 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Efsta myndin er photoshopuð. Það er búið að srika út nafnið á flugfélaginu og koma fyrir stöfunum Slut á stélinu.

Siggi Lee Lewis, 17.1.2010 kl. 21:30

3 identicon

Ég skoðaði (næstum) allt belgíska netið og eftir ítarlega eftirgrennslan er ekkert sem bendir til að til sé belgískt flugfélag sem heitir Slut.

Þannig var það nú í pottinn búið.  Myndin er samt skemmtileg hvernig sem hún er til komin.

Tobbi (IP-tala skráð) 17.1.2010 kl. 22:22

4 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  þetta eru skemmtileg rök hjá dömunni.

Jens Guð, 17.1.2010 kl. 22:24

5 Smámynd: Jens Guð

  Siggi Lee,  skamm,  skamm.  Myndin er skemmtilegri án þessarar vitneskju.  Hinsvegar mun þetta vera rétt hjá þér.

Jens Guð, 17.1.2010 kl. 22:25

6 Smámynd: Jens Guð

  Tobbi,  eins og Siggi Lee upplýsir þá er myndin "fölsuð".  Flugvélin er belgísk en það hefur verið átt við merkinguna á henni í "fótósjopp".

Jens Guð, 17.1.2010 kl. 22:27

7 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Hákarla myndin er helvíti góð hehehehe

Siggi Lee Lewis, 17.1.2010 kl. 22:53

8 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Til gamans má geta að "Slut" þotan er nákvæmlega sama týpa og færeyska flugfélagið notaði til að skutla okkur til Egilsstaða. British Aerospace BAe-146-200A.

Siggi Lee Lewis, 17.1.2010 kl. 22:58

9 Smámynd: Hannes

Jens þetta eru góð rök hjá henni. Spurning hvort smokkaframleiðendur leyfi manni ekki að prufa þá áður en maður kaupir.

Hannes, 17.1.2010 kl. 23:03

10 Smámynd: Jens Guð

  Siggi Lee,  takk fyrir þennan fróðleik.  Mér fannst ég kannast við vélina. - Þó ég þekki lítið sem ekkert til flugvéla yfir höfuð.

Jens Guð, 17.1.2010 kl. 23:51

11 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  þetta er góð hugmynd.  Smokkainnflytjendur ættu að henda hana á lofti og setja upp sölubása í Kringlunni. 

Jens Guð, 17.1.2010 kl. 23:54

12 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Nei fyrr seldu þeir þá eftir númeri.

Helga Kristjánsdóttir, 18.1.2010 kl. 01:33

13 Smámynd: Jens Guð

  Helga,  eftir númeri?  Hvað áttu við?  Ég er fattlaus.

Jens Guð, 18.1.2010 kl. 03:15

14 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Þú ert ekkert fattlaus.

Helga Kristjánsdóttir, 18.1.2010 kl. 11:58

15 Smámynd: Jens Guð

  Helga,  ég er svo fattlaus að stundum grunar mig að ég sé misþroska.

Jens Guð, 18.1.2010 kl. 14:32

16 Smámynd: Hannes

Hahaha ég er hissa á að þeir séu ekki seldir eftir númeri enda alltof litlir í dag.

Hannes, 18.1.2010 kl. 19:15

17 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Takk Jens minn alltaf gott að hafa Triggan vin,uff er sárlasin með flensu svo þetta liftir mér upp(sjáðu þarf lítið til að gleðja ömurlegu ástandi eins og ég er nú)

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 20.1.2010 kl. 17:40

18 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  einhvertímann las ég að skömmu eftir lok seinni heimsstyrjaldar hafi japanskt ríkisfyrirtæki sem heyrði undir heilbrigðisráðuneyti Japans pantað mikið magn af smokkum frá enskum framleiðanda.  Bretar voru ekki ennþá búnir að búnir að jafna sig á að hafa verið í stríði við Japani.  Bretarnir merktu rækilega utan á vörubrettið af smokkunum og einnig á tollpappíra stóru og áberandi letri:  EXTRA SMALL.

Jens Guð, 20.1.2010 kl. 22:11

19 Smámynd: Jens Guð

  Sigurbjörg,  ég votta þér samúð vegna flensunnar.  Plúsinn er sá að það er hollt þegar upp er staðið að fá flensu af og til.

Jens Guð, 20.1.2010 kl. 22:12

20 Smámynd: Hannes

Japanir þurfa ekstra litla smokka enda eru þeir með lítill typpi.

Hannes, 21.1.2010 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.