22.1.2010 | 22:56
Þorraþræll
Nú á bóndadag, fyrsta degi þorramánaðar, er ástæða til að syngja kvæðið góða eftir Kristján Jónsson fjallaskáld, Þorraþræl. Það má finna skrýtinn flutning á þessu kvæði í tónspilaranum mínum hérna efst til vinstri á bloggsíðunni. Þannig var fyrir 12 árum að yngri sonur minn átti að læra þetta kvæði í grunnskóla. Honum þótti það tyrfið og leiðinlegt. Á þeim tíma var hann að hlusta á rapp. Ég prófaði að auðvelda námið með því að setja hipp-hopp takt undir þuluna. Svo datt ég niður á skemmtilega bassalínu með. Þá þótti mér allt í einu gaman að gera þetta dálítið kjánalegt með því að bæta við viðlagi í anda "Gangsta´ Paradise" sem þá var vinsælt og flétta saman við "Í sól og sumaryl" eftir Gylfa Ægisson.
Ég prófaði að hljóðrita þessa útfærslu og senda á rás 2. Ekki undir mínu nafni heldur Gleðisveitarinnar Alsælu (til að enginn myndi fatta hvað var í gangi). Lagið fékk góða spilun á rás 2 og ég fékk góð STEF gjöld fyrir. Færeyskur tónlistarmaður, Kristian Blak, heyrði þetta hjá mér og taldi það eiga erindi á plötu. Við settum saman vest-norræna safnplötu sem heitir "Rock from the Cold Seas" og höfðum þetta lag með.
Það fékk góða spilun í færeyska útvarpinu og fór í 6. sæti grænlenska vinsældalistans. Í kjölfarið var mér boðið í sögulegar hljómleikaferðir til Grænlands tvö ár í röð. Þar spilaði dauðapönksveitin Gyllinæð með mér (smellið á lög Gyllinæðar í tónspilaranum. Sonur minn, þá 14 ára er á gítar. Með honum voru í hljómsveitinni trommusnillingurinn Magnús Magnússon (Eiríkssonar) og Gústi söngvari). Einnig fékk lagið spilun í Skotlandi og mér var boðið að spila á popphátíð í Edinborg. Þar spilaði einnig sonur söngvarans í Nazareth og náungi sem varð síðar frægur poppari. Okkur varð öllum vel til vina. Ég man bara í augnablikinu ekki undir hvaða nafni popparinn spilaði. Á þeim tíma var sá flottur en leiðinlegur í poppinu síðar.
Núna í upphafi þorra auglýsir Kjarnafæði í útvarpinu súrmat með flutningi á Þorraþrælnum sem byggir á hrynjanda lags míns. Til gamans má geta að á degi íslenskrar tungu sóttist Kastljós sjónvarpsins eftir því að Gleðisveitin Alsæla myndi flytja Þorraþrælinn. En illa gekk að finna leynifyrirbærið Alsælu. Leitað var til Erps "Blaz Rocka" og Sesar A. um að finna Alsælu. Þeir eru vinir mínir og vissu að ég var ekki tilbúinn að afhjúpa fyrirbærið. Þeir fluttu því Þorraþrælinn í minni útfærslu í Kastljósi. Daginn eftir flutti Spaugstofan sína útfærslu á Þorraþrælnum mínum. Síðan hef ég aldrei verið neikvæður í garð Spaugstofunnar.
Nú er frost á Fróni, frýs í æðum blóð, kveður kuldaljóð Kári í jötunmóð. Yfir laxalóni liggur klakaþil, hlær við hríðarbyl hamragil. Mararbára blá brotnar þung og há unnarsteinum á, yggld og grett á brá. Yfir aflatjóni æðrast skipstjórinn, harmar hlutinn sinn hásetinn. Horfir á heyjaforðann hryggur búandinn: ,,Minnkar stabbinn minn, magnast harðindin. - Nú er hann enn á norðan, næðir kuldaél, yfir móa og mel myrkt sem hel. Bóndans býli á björtum þeytir snjá, hjúin döpur hjá honum sitja þá. Hvítleit hringaskorðan huggar manninn trautt; Brátt er búrið autt, búið snautt. Þögull Þorri heyrir þetta harmakvein gefur grið ei nein, glíkur hörðum stein, engri skepnu eirir, alla fjær og nær kuldaklónum slær og kalt við hlær: ,,Bóndi minn, þitt bú betur stunda þú. Hugarhrelling sú, er hart þér þjakar nú, þá mun hverfa, en fleiri höpp þér falla í skaut. Senn er sigruð þraut, ég svíf á braut. |
Kristján Jónsson 1842 - 1869 |
Meginflokkur: Ljóð | Aukaflokkar: Menning og listir, Spaugilegt, Tónlist | Breytt s.d. kl. 23:28 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
- Pottþétt ráð gegn veggjalús
- Stórmerkileg námstækni
Nýjustu athugasemdir
- Erfiður starfsmaður: Stefán, það stemmir. jensgud 6.11.2024
- Erfiður starfsmaður: Þegar ég las um þennan erfiða starfsmann fannst mér ég kannast ... Stefán 5.11.2024
- Erfiður starfsmaður: Bjarni, góður! jensgud 5.11.2024
- Erfiður starfsmaður: Starfsmaður var ráðin til vinnu og stóð sig þokkalega. Það var ... Bjarni 5.11.2024
- Erfiður starfsmaður: Jóhann, Nonni lærði sína lexíu af þessu. Nú tortryggir hann a... jensgud 5.11.2024
- Erfiður starfsmaður: Sigurður I B, takk fyrir skemmtilega sögu! jensgud 5.11.2024
- Erfiður starfsmaður: Nonni hefði átt að athuga með manninn sem átti að vera rafvirki... johanneliasson 5.11.2024
- Erfiður starfsmaður: Vinur minn sem var að vinna við lyftu á Kleppi var mikill grall... sigurdurig 5.11.2024
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá: Sigurður Þ, heldur betur! jensgud 4.11.2024
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá: Mikið djöf sem þetta er flott lag með Jerry Lee Lewis og Náru ... Sigurður Þórólfsson 3.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.11.): 2
- Sl. sólarhring: 41
- Sl. viku: 1589
- Frá upphafi: 4109415
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 1339
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Innskráning
Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.
Athugasemdir
Þetta er bara ótrúlega töff:
Ágúst Guðmundsson (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 23:14
Ágúst, takk fyrir það.
Jens Guð, 22.1.2010 kl. 23:29
Rammíslenzkar verður það ekki í tilefni dagsinz, hafðu þökk fyrir félagi.
Steingrímur Helgason, 22.1.2010 kl. 23:38
Steingrímur, bestu þakkir sjálfur. Reyndar var það þannig hjá Kjarnafæði að þar á bæ þótti flutningur minn á Þorraþrælnum ekki nógu þjóðlegur og þorrablótslegur. Réttilega. Þess vegna var lagið endurunnið og lagað að réttri stemmningu. Og vel hefur tekist til.
Jens Guð, 22.1.2010 kl. 23:44
Snilldar lag hjá þér Jens. Hrátt, pönkað og rokkað eins vel kæstur hákarl.
hilmar jónsson, 23.1.2010 kl. 00:31
P.s. Man þegar ég heyrði þetta fyrst fyrir nokkrum árum. Var með þetta fast í höfðinu í langann tíma.. flott flott.
hilmar jónsson, 23.1.2010 kl. 00:36
Hilmar, kærar þakkir fyrir þessa umsögn. Af minni hálfu átti þetta að vera grín-bull. Þetta er mjög einföld afgreiðsla. Bara ódýr skemmtari, gítar og söngur. Mig óraði aldrei fyrir að það fengi þessa spilun erlendis sem varð. Ég fæ ennþá 20 - 30 þúsund kall í STEF gjöld fyrr lagið árlega. Meðal annars veit ég að það er ennþá spilað í útvarpi í Grænlandi og Sviss. Á hverju ári fæ ég tölvupóst frá fólki frá útlöndum sem er að leita að þessu lagi á plötu. Platan "Rock for the Cold Seas" með laginu hefur selst í 20 þúsundum eintaka og ég hefur ratað á margar netsíður ef maður "gúglar" það.
Til gamans má geta að þegar ég fór í seinni hljómleikaferð til Grænlands hittum við gengi frá bresku BBC á flugvelli í Kangersuluat. Það var með plötuna og sagði hana hafa verið kveikju að heimsókn til Grænlands. Þeim þótti óvænt tilviljun að hitta mig, útgefanda plötunnar, þarna. Það varð hin mesta skemmtun. Ég fór í bólleik með þul sjónvarpsþáttar um Grænland og Gústi söngvari Gyllinæðar með pródúser BBC. Þær sendu mér síðar óklippta útgáfu af þættinum sem var sendur út á BBC. Það var ljóta ruglið. Síðar lóðsaði ég þær um Reykjavík þar sem þær gerðu annan þátt fyrir BBC.
Jens Guð, 23.1.2010 kl. 01:07
hef ratað... átti það að vera.
Jens Guð, 23.1.2010 kl. 01:08
Kannski heitir flugvöllurinn Kangerlusuat.
Jens Guð, 23.1.2010 kl. 01:09
Ódýr skemmtari, gítar söngur, smá hugmyndaflug..Þannig verða oft góðir hlutir til..
hilmar jónsson, 23.1.2010 kl. 01:33
Ég er alveg sáttur við að þetta lag sé kjánalegt. Þannig var það unnið. Það átti aldrei að vera annað en sprell og út í hött. Vinsældir þess í Grænlandi, Færeyjum, Skotlandi og Færeyjum komu algjörlega á óvart. Þegar færeyska plötuútgáfan Tutl vildi gefa það út hringdi ég í Gylfa Ægis. Sagði honum frá sprellinu og spurði hvort ég þyrfti eitthvað að díla við hann út af því að brúka bút úr í "Sól og sumaryl". Hann svaraði: "Steldu eins og þú vilt úr því lagi. En mér þætti vænna um ef þú gengur þannig frá því hjá STEF að öllu sé til haga haldið." Það gerði ég. Fékk mælt hvað lag Gylfa vóg þungt í flutningi mínum á laginu.
Jens Guð, 23.1.2010 kl. 02:08
Less is more, eins og sagt er stundum. Ekkert kjánalegt við þetta og sérstaklega ekki textann. Enda sannkallaður tungubrjótur. Man þegar ég heyrði þetta fyrst, fannst þetta flott.
Þorsteinn (IP-tala skráð) 23.1.2010 kl. 07:43
Þetta er bara snilld og ég spila þetta ævinlega á þorranum
Björn Jónsson (IP-tala skráð) 23.1.2010 kl. 08:07
Þorsteinn, textinn er eðal. Enda tókst Kristjáni fjallaskáldi að drekka sig til dauða - að mig minnir - 27 ára.
Jens Guð, 23.1.2010 kl. 20:20
Björn, það er góður siður sem fleiri mættu taka upp.
Jens Guð, 23.1.2010 kl. 22:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.