25.1.2010 | 11:42
Kolbrenglaðar mælingar á útvarpshlustun
Mér hefur borist til eyrna að á morgun muni Samkeppniseftirlitið halda fund. Helsta fundarefni verður hvernig Capacent Gallup stendur að mælingu á hlustun á útvarpsstöðvar og gón á sjónvarp. Vandamálið er að núna eru þessar mælingar rafrænar. Þrír aðilar eiga rafrænu græjurnar. Það eru RÚV, 365 miðlar og Skjár 1.
Útvarps- og sjónvarpsstöðvar í eigu annarra geta verið með. En það kostar 4 milljónir fyrir hverja þeirra. Útvarp Saga, Kaninn, Flash, Lindin, alkastöðin og hvað hún heitir útvarpsstöðin á Selfossi hafa ekki fjárhagslegt svigrúm né vilja til að afhenda keppinautunum 4 milljónir. Áreiðanlega er sama staða uppi hjá ÍNN, Omega og N4.
Fyrir bragðið mælir Capacent Gallup ekki gón á litlu sjónvarpsstöðvarnar eða hlustun á fjölda útvarpsstöðva. Þar með er niðurstaða hlustunar á útvarpsstöðvar skökk. Auglýsingastofur og aðrir stórir auglýsendur sitja uppi með villandi upplýsingar þegar verið er að reikna út snertiverð auglýsinga í útvarpi. Þessum aðilum vantar inn í reikningsgögnin rétta mynd af útvarpshlustun landsmanna.
Skortur á heildarmyndinni veldur því að auglýsendur sniðganga útvarpsstöðvar sem hvergi er minnst á í gögnum Capacent Gallup. Þetta þýðir að RÚV og 365 miðlar halda keppinautunum úti í kuldanum. Beita fjárhagslegu svigrúmi sínu til þess að halda keppinautunum frá auglýsingamarkaðnum.
Samkeppniseftirlitið hlýtur að taka þetta föstum tökum.
.
.
Samruni sendur aftur til Samkeppniseftirlitsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Fjölmiðlar | Aukaflokkar: Fjármál, Sjónvarp, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 22:01 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 34
- Sl. sólarhring: 63
- Sl. viku: 1052
- Frá upphafi: 4111537
Annað
- Innlit í dag: 31
- Innlit sl. viku: 882
- Gestir í dag: 30
- IP-tölur í dag: 29
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Þú nefndir Útvarp Sögu tvisvar, eða eru 2 alkastöðvar?
Heimir L. (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 11:51
Það hafa sjaldan verið alvöru mælingar á hlustun útvarpsstöðva, eftir að 365 (eða hvað það hét hérna áður fyrr) át um alla samkeppnina í upphafi síðasta áratugs. En að gera sér vonir um að Samkeppnisstofnun taki einhverjar ákvarðanir á einum fundi, þykir mér mikil bjartsýni. Þar taka mál mörg ár, áður en þeir gleyma þeim eða stinga undir stól...
Skorrdal (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 12:15
Sæll Jens gerviguð!
Geturðu ekki skrifað eitthvað skemmtilegra en þetta? Hver hefur nú áhuga á þessu? Þú kæmist í 1. sæti ef þú skrifaðir eitthvað krassandi. Mér skilst að þú sért eldheitur kommúnisti. Er það rétt? Svona Stalínisti. Eða ertu kannski öðruvísi isti?
kveðja, Mr. Bond.
Jón bóndi (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 17:42
Og þetta er ekki aldeilis það eina sem er athugavert við mælingarnar. Fólk gengur með tæki á sér sem mælir tíðnina. Ef þú ferð inn í tískuverslun þar sem tónlistin kvelur þig, svo ég tali nú ekki um hárgreiðslustofurnar (liggur við að það sé betra að vera með gráa rót en kveljast undir tónlistinni þar) mælist það sem hlustun. Þó það sé sannarlega ekki þitt val. Það er sem sagt verið að mæla áreiti en ekki valda hlustun. Þess vegna kemur t.d. mín rás, Rás 1 verr út en síbyljurásir sem glymja í verslunum.
Sigga (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 18:30
Heimir, ég er svo fattlaus að ég fatta ekki "komment" þitt. Alkastöðin sem ég vitna til heitir, að ég held, XA eða eitthvað svoleiðis. Þar er lesið upp úr AA bókinni og útlendir AA fundir spilaðir.
Jens Guð, 25.1.2010 kl. 18:53
Skorrdal, í gamla daga þegar ég var í auglýsingabransanum lét SÍA (Samband íslenskra auglýsingastofa) framkvæma þessar hlustenda- og áhorfskannanir. Ég veit ekki hvers vegna þetta hefur breyst í það horf sem nú er. Kannski er kostnaðurinn við þetta rafræna dót svona mikill að SÍA ræður ekki við hann.
Ég vil ekki afskrifa Samkeppniseftirlitið að óreyndu.
Jens Guð, 25.1.2010 kl. 19:07
Jón bóndi, bara mættur í bæjarferð? Ég er isti af flestu almennu tagi.
Jens Guð, 25.1.2010 kl. 19:08
Sigga, þessi mæling er reyndar rétt á þennan hátt sem þú lýsir. Það er ekki verið að mæla hvort þér líkar vel eða illa við það útvarps- eða sjónvarpsefni sem dynur á heldur HVAÐA dagskrá er að áreita þig hverju sinni.
Jens Guð, 25.1.2010 kl. 19:11
Ég er ekki hissa á að litlar stöðvar taki ekki þátt í þessum mælingum enda eru 4 miljónir mikill peningur fyrir þær á meðan 365 og Rúv munar ekkert um þær.
Hannes, 25.1.2010 kl. 20:28
Jón bóndi, ég gleymdi að geta þess að ég get skrifað um eitthvað skemmtilegra. Hinsvegar er það ekki kappsmál heldur hitt að þetta snýr að áhugasviði mínu. Til fjölda ára vann ég á auglýsingastofu við að rýna í fjölmiðlakannanir, staðsetja markhópa og reikna úr snertiverð.
Jens Guð, 25.1.2010 kl. 21:18
Hannes, fyrir margt löngu tók ég þátt í rekstri útvarpsstöðvar sem hét Útvarp Rót. Ég hef sömuleiðis unnið á fleiri litlum útvarpsstöðvum, svo sem Radíó Reykjavík og Útvarpi Suðurlands. Ég veit að rekstur þessara litlu stöðva stendur í járnum. Það er meiriháttar mál að halda rekstrinum réttu megin við strikið. Það væri hreinn kjánaskapur fyrir þær að henda 4 milljónum í kaup á aðgangi að þessu rafræna dæmi.
Það er sömuleiðis galið að örfáir fjölmiðlar í eigu þeirra sem hafa mesta veltu séu í þeirri aðstöðu að útiloka keppinautana frá fjölmiðlakönnunum, helsta hjálpartæki auglýsenda til að staðsetja markhópa og reikna út mögulega svörun. Þetta er óréttlátt og innifelur að auki reikningsskekkju í útreikninga auglýsenda sem hafa bara hluta af hegðunarmynstri þeirra sem nota fjölmiðla inni í reikningsdæminu.
Jens Guð, 25.1.2010 kl. 21:34
Ég talaði einmitt við stúlku um helgina sem kemur að einni af þessum stöðvum.
Þetta var 30 milljónir en var lækkað eftir að Kaninn kvartaði til Samkeppnisstofnunar. Samt er 4 milljónir allt of mikið auðvitað.
Ef 50% segðu t.d. kaninn þá mundi Capacent Gallup ekki nefna það og ef t.d. Bylgjan fengi 30% í sömu könnun þá mundi ÉG segja að 60% hlustuðu á Bylgjuna. Sem er fyrir þann sem ætlar að auglýsa auðvitað kolrangt.
Kannanir þessar eru því ekkert annað en lygi og þar að auki setur stein í götu þeirra er vilja komast inn á markaðinn. Það má þá líta á greiðslur hinna stöðvanna sem mútur.
Halla Rut , 25.1.2010 kl. 21:55
Halla Rut, þetta er rétt greining hjá þér. Þetta eru í raun mútur. Stóru batteríin kaupa minni keppinauta út úr myndinni. Ég er hissa á að SÍA (Samband íslenskra auglýsingastofa) láti þetta yfir sig og sína ganga. Ef ég þekki SÍA rétt er um einhverskonar hagsmuni að ræða. Það er að segja að stóru batteríin borga auglýsingastofum þóknun (kommisjón) fyrir auglýsingar sem er beint til þeirra. Sennilega 15 - 20% af þeim viðskiptum sem auglýsingastofur eiga við þau. Til viðbótar kokteilboðum, rauðvínsflöskum, ostakörfum o.s.frv..
Jens Guð, 25.1.2010 kl. 22:12
Það sem er verst er að þetta mun gera það að verkum að við getum valið um færri stöðvar til að hlusta á til lengri tíma litið.
Ég hlusta ekki á þjófastöðvarnar né bylgjuna. Ég hlusta mest a Úvarp sögu.
Hannes, 25.1.2010 kl. 22:28
Hannes, vegna þessa óréttlætis kaupi ég bara auglýsingar í litlu óháðu útvarpsstöðvunum. Ég vil ekki að stóru batteríin beiti svona bolabrögðum.
Jens Guð, 25.1.2010 kl. 22:52
Þetta er afskaplega sérkennileg staða sem er uppi og óþægileg fyrir auglýsendur og birtingahús. Sjálfur reynir maður alltaf að beina ákveðnum hluta af auglýsingaféinu á þessar 'óháðu' útvarps/sjónvarpsstöðvar - en það er ákaflega óþægilegt að hafa ekki hugmynd um hvað maður er í raun að fá fyrir peninginn.
Auðjón (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 08:45
Auðjón, það verður spennandi að vita hvað kemur út úr fundi Samkeppniseftirlitsins síðar í dag.
Jens Guð, 26.1.2010 kl. 10:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.