Lögreglan verður að taka á þessu. Svona má alls ekki leggja bílnum

bíl lagt 1bíl lagt 8

  Það er hörmung að sjá hvernig sumir leggja bílnum sínum,  eins og glöggt sést á meðfylgjandi myndum.  Það er ekkert tillit tekið til annarra bíla.  Menn - eða kannski aðallega konur? - leggja alveg hiklaust sínum bíl utan í bíl annarra.  Jafnvel þannig að erfitt sé fyrir eiganda þess bíls að komast inn í hann.  Eða þá að bílum er lagt þannig að ómögulegt er fyrir aðra bílstjóra að komast leiðar sinnar.  Lögreglan verður að fara að taka á svona framkomu af röggsemi.  Á meðan það er ekki gert færa bílstjórar sig stöðugt upp á skaftið. 

  Bílstjórinn á neðstu myndinni má eiga það að hann beið í bílnum á meðan konan hans skrapp inn í sjoppu.  Hann var frekar snöggur að færa bílinn ef aðrir bílstjórar þurftu að komast framhjá.

bíl lagt 7bíl lagt 5bíl lagt 2bíl lagt 4bíl lagt 3bíl lagt 6bíl lagt 10bíl lagt 9


mbl.is Lögreglumaður sýknaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Það verður að passa upp á að það drepist ekki í vindlingnum.

En að öllu gamni slepptu, þá leggja flestar konur svona eins og myndirnar sýna.

Sveinn Elías Hansson, 11.2.2010 kl. 13:53

2 identicon

Skondnar myndir ! En Sveinn, margar myndir eru af flutningarbílum og oftast eru jú karlmenn að aka þeim ;)

Sísí (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 16:59

3 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Sísí.

Ekki þessum, þá hefði þeim ekki verið lagt svona.

Sveinn Elías Hansson, 11.2.2010 kl. 17:04

4 Smámynd: Hannes

Skemmtilegar myndir. Ég er viss um að þetta voru konur í flestum tilfellum.

Ég er viss um að tankbílinn hafi verið að keyra Ísveginn í Alaska sem er bara opinn um hávetur. Þegar ísinn er orðinn þykkur þá er hann skafinn og ánni breytt í ísveg sem bráðnar þegar vorar.

Hannes, 11.2.2010 kl. 20:20

5 Smámynd: Jens Guð

  Sveinn Elías,  það er verst þegar konurnar venja sig á að leggja svona.

Jens Guð, 12.2.2010 kl. 00:57

6 Smámynd: Jens Guð

  Sísí,  takk fyrir innlitið.

Jens Guð, 12.2.2010 kl. 00:58

7 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  það mun vera rétt hjá þér að tankbíllinn var að keyra ísveginn í Alaska. 

Jens Guð, 12.2.2010 kl. 00:59

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér finnst þessi númer tvö ansi ökonómísk parkering. Þarna skapast pláss fyrir aukabíl. Upplögð aðferð í kringlunni á annatímum.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.2.2010 kl. 05:32

9 Smámynd: Jens Guð

  Jón Steinar,  þetta er rétt hjá þér.  Að betur athuguðu máli er þetta praktísk parkering í bílastæðishúsum þar alltaf vantar stæði.

Jens Guð, 12.2.2010 kl. 08:53

10 identicon

Ætli það verði ekki eina leiðin til að reykja í framtíðinni.. eins og þarna á síðustu myndinni.

DoctorE (IP-tala skráð) 12.2.2010 kl. 09:42

11 Smámynd: Jens Guð

   DoctorE, þetta verður síðasta vígið. 

Jens Guð, 12.2.2010 kl. 10:48

12 Smámynd: Gulli litli

Ekkert má nú fyrir þér Jens......

Gulli litli, 12.2.2010 kl. 16:03

13 identicon

Hvad vard um thennan?
 
"Hilmar Gunnlaugsson
Hilmar Gunnlaugsson
Hef unnið við skrifstofustörf hjá hinum ýmsu fyrirtækjum í gegnum árin en varð nýlega atvinnulaus vegna niðurskurðar í fyrirtæki mínu. Mikill áhugamaður um þjóðmál og lýðræðislega umræðu."
 
 

Gjagg (IP-tala skráð) 12.2.2010 kl. 16:35

14 Smámynd: Njáll Harðarson

Það er kona að keyra bílinn, eða, maður sem keyrir eins og kona!

Njáll Harðarson, 12.2.2010 kl. 18:04

15 Smámynd: Jens Guð

  Gulli,  ég er eins og eftirlitsmyndavél:  Út um allt og engin er óhulltur.

Jens Guð, 12.2.2010 kl. 18:16

16 Smámynd: Jens Guð

  Gjagg,  ég hef ekki hugmynd.  Ég man þó vel eftir manninum.

Jens Guð, 12.2.2010 kl. 18:17

17 Smámynd: Jens Guð

  Njáll,  góður punktur.

Jens Guð, 12.2.2010 kl. 18:17

18 identicon

ef þetta voru kvennbilstjóar þá hafa þetta verið konur að keyra eins og karlmenn hehe!!!!

sæunn (IP-tala skráð) 12.2.2010 kl. 19:11

19 Smámynd: Jens Guð

  Sæunn,  það er enn einn flöturinn á þessu snúna máli.

Jens Guð, 12.2.2010 kl. 19:29

20 Smámynd: Hannes

helvíti var ég naskur. Ég mæli frekar með að fólk keyri dauðaveginn í Bólivíu eða þann kínverska.

Hannes, 12.2.2010 kl. 22:06

21 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  mig skortir þekkingu á dauðavegum í Bólivíu og Kína.

Jens Guð, 12.2.2010 kl. 22:14

22 Smámynd: Hannes

Þetta myndband sýnir að þetta er réttnefni þegar þessir vegir eru annars vegar.

Hannes, 12.2.2010 kl. 22:26

23 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  bestu þakkir fyrir þetta myndband.  Ólafsfjarðarmúlinn er eins og breiðgata til samanburðar við þetta.

Jens Guð, 12.2.2010 kl. 22:45

24 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 14.2.2010 kl. 13:15

25 Smámynd: Hannes

Jens. Ég skil ekki hvað fólk er að kvarta yfir slæmum vegum hér á landi.

Hannes, 14.2.2010 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband