10.3.2010 | 23:54
Sólbaðslögga í uppsiglingu
Það kitlar margan embættismanninn að setja lög til að siða skrílinn. Stjórnsamur embættismaður grípur hvert tækifæri sem gefst til að stýra hegðun óþroskaðri einstaklinga. Oft er ákafinn slíkur að til vandræða horfir. Dæmi um það er þegar mikil "móðursýki" greip um sig er tveir franskir vísindamenn skrifuðu grein í fagtímarit um tilraun sem þeir gerðu á rottum. Létu þær svamla vikum saman í tilteknum efnum sem finnast í sólvarnarkremum. Með tíð og tíma greindu þeir krabbameinsmyndun í rottunum.
Heilbrigðisyfirvöld, einkum á Norðurlöndunum, brugðust skjótt við og fóru í gífurlega herferð gegn sólkremum. Svo rammt kvað að þessu að í Danmörku voru sólvarnarkrem tekin úr sölu. Frönsku vísindamönnunum var brugðið. Þetta var kolvitlaus túlkun á rannsókn þeirra. Þeir sendu frá sér yfirlýsingu þar sem fólk var hvatt til að nota sólvarnarkrem. Skammturinn af sólvarnarefnunum sem rotturnar svömluðu í var margmilljónfaldur á við það sem manneskja notar þegar hún ber á sig sólvarnarkrem. Rann þá móður af embættismönnum og sólkrem voru aftur tekin í sölu.
Þetta var fyrir röskum áratug. Aldarfjórðungi áður greip um sig svipuð taugaveiklun varðandi gosdrykkinn Fresca. Hann var sagður baneitraður. Þegar betur var að gáð þurfti að drekka daglega 37 flöskur af honum áður en ástæða var til að hafa áhyggjur.
Nú eru embættismenn í kasti vegna sólbaða. Hugmyndir eru uppi um að ungt fólk verði að framvísa skírteini sem sannar að það sé 18 ára eða eldra til að fá að liggja í sólbaði. Það þarf að stofna sérstaka sveit sólbaðslögreglu til að fylgja eftir fyrirhuguðum lögum um að einungis fullorðnir einstaklingar megi njóta góðs af sólböðum. Myndin hér fyrir ofan sýnir forvörn af þessu tagi. Þarna var ekki víst að einstaklingur hefði náð 18 ára aldri er hann reyndi að fá sólarljós á kroppinn.
Staðreyndin er sú að sólarljósið er forsenda lífs á jörðinni. Áhrif sólarljóssins er okkur á Norðurhjara augljós. Þegar sól hækkar á lofti að vori breytir náttúran um svip. Tré laufgast, blóm spretta út, skordýr lifna við og mannlífið tekur á sig líflegan blæ.
Sólarljósið er bráðhollt. Sólbökuð húð framleiðir D-vítamín sem kemur af stað upptöku á kalki og styrkir bein, tennur, hár og húð. Ljósið vinnur gegn ýmsum húðsjúkdómum, svo sem exemi, sóríasis, bólum o.s.frv. Ljósið framkallar gleðiboðefni í heilanum og vinnur þannig gegn þunglyndi. Ljósið er einnig kynörvandi og dregur verulega úr líkum á krabbameini af flestu tagi. Sólböð eru holl. Virkilega holl.
Hitt er annað mál að hægt er að ofbjóða sér með sólarljósi. Alveg eins og með ofþambi á lýsi og inntöku á ýmsum vítamínum. Það er önnur saga.
D-vítamín mikilvægara en talið var | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Heilbrigðismál, Löggæsla, Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 23:57 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Passar hún?
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit heims
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
Nýjustu athugasemdir
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Brjánn, takk fyrir þetta. jensgud 19.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: áhugaverður samanburður. https://www.youtube.com/watch?v=1651r_... Brjánn Guðjónsson 18.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Guðjón, ef þú kannt ekki að meta meistaraverkin eftir Mozart, þ... Stefán 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Guðjón, þú ert með skemmtilegan flöt á dæminu! jensgud 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Ingólfur, bestu þakkir fyrir góðar pælingar. jensgud 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Stefán, takk fyrir fróðleikinn. jensgud 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Gleymdi - ef ég má vera með kjaft - að ég hef aldrei skilið hve... gudjonelias 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Alveg ljóst að þarna var elítan með sína útsendara tilbúín í læ... gudjonelias 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Skemmtilegur og fróðlegur pistill. Getur verið að egóistinn -... ingolfursigurdsson 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Það má geta þess að George hélt því fram að hugmyndin að nafnin... Stefán 15.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 10
- Sl. sólarhring: 52
- Sl. viku: 1165
- Frá upphafi: 4120984
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 1036
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Ahhh, farið að dragazt zaman í Banana Boat hözzlinu á grillztofurnar, zumzé ?
Steingrímur Helgason, 11.3.2010 kl. 00:03
Steingrímur, Banana Boat leikur ekki stórt hlutverk á sólbaðsstofum. En þeim mun stærra hlutverk í sólvarnarkremum. Að ógleymdu sólbrúnkufestandi Banana Boat After Sun Body Lotion. Ég er hlutdrægur. En, já, það er samdráttur. Það er verulegur samdráttur í sólarlandaferðum Íslendinga. Samdrátturinn auðveldar hinsvegar sólbaðslöggunni eftirlit með aldri þeirra sem leggjast í sólbað.
Jens Guð, 11.3.2010 kl. 00:23
Ég tek ekki mark á því þegar eitthvað er sagt óhollt enda er þetta ekkert nema tilraun til að stjórna lífi annara.
Mogm var bannað á Íslandi útaf litarefni sem var krabbameinsvaldandi en það þurfti að borða baðker á dag til að það hefði áhrif. Maður væri dauður úr offitu löngu áður.
Allt er best í hófi og öfgar skaða í hvaða formi sem þær eru.
Hannes, 11.3.2010 kl. 00:26
Hannes, mæl þú manna heilastur. Árum saman var bannað að selja á Íslandi M&M og Smarties. Litarefni í þessu nammi áttu að vera bráðdrepandi. Allt í einu er þetta nammi ekki lengur á bannlista. Fyrir aldarfjórðungi mátti ekki flytja inn til Íslands Aloe Vera til inntöku. Það var skilgreint sem stórhættulegt fyrirbæri sem hefði áhrif á líkamsstarfssemi (gennandi aukaverkan). Í dag er Aloe Vera selt út um allt, bæði sem svaladrykkur og í jógúrtformi. Það er viðurkennt sem hollustuvara er inniheldur yfir 75 vítamín, steinefni og hvata.
Jens Guð, 11.3.2010 kl. 01:03
Hvar fannstu þessa mynd af mér,Jens minn.
Margrét (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 12:53
Að nokkur heilvita manneskja skuli leggjast sjálfviljug í þessa ljósabekki er ofar mínum skilningi. Liggja þarna í mareningu af svita (af ókunnugu fólki) og sóttvarnarlegi til þess eins að líta út eins of ofþurrkuð múmía fyrir þrítugt!
En ég sakna gospillanna *grenj* Oh, hvílíkur unaður að stinga upp í sig cola-pillu og finna munninn fyllast af froðu. Fólk þarf að vera komið yfir fertugt til að vita hvað ég er að tala um.
Hjóla-Hrönn, 11.3.2010 kl. 15:32
Allt er að sjálfsögðu gott í hófi, sígild sannindi sem standast tímans tönn afar vel. Alltaf er að koma betur í ljós hversu mikilvægt Dvítamín (er í raun hormón) er fyrir heilsuna, þar getur hófleg ljósabekkjanotkun verið gagnleg þar sem sólarlaust er stundum vikum saman.
Vítamín löggan er einnig skammt undan, fáranlegt forræðishyggjubatterí sem gengur undir nafninu Codex Alimentarius http://www.youtube.com/watch?v=exYBD4HYhZA , styttist í það að fólk geti ekki fengið vítamín nema gegn lyfseðli. Vissulega fer einstaka fólk offari í vítamínneyslu...en common, fyrr má vera gerræðið.
SeeingRed, 11.3.2010 kl. 17:54
Tek undir með Hjólu-Hrönn, sakna gospillanna mikið. Það var samt alveg ómögulegt að stinga upp í sig heilli gospillu, einn fjórði var alveg nógu stór skammtur. Samt sakna ég enn meira gamla góða bláa Ópalsins sem var uppáhaldsnammið mitt, en var bannað út af einhverju efni sem hafði aldrei skaðað mann hætis hót.
Svo má ég til með að nefna Victory-V "Gums" sem mér fannst ægilega gaman og gott að borða en var bannað eins og ópallinn blái út af einhverju efni.
Eitt enn ... Ég vil að Freyja framleiði aftur Hrís eins og það var í gamla daga áður en Nói kom með Kroppið, sem var reyndar sama nammið, nema með miklu meira súkkulaði. Þá ákvað Freyja líka að setja meira súkkulaði á Hrísinn sinn - sem mér fannst arfavitlaus ákvörðun, svona svipuð og þegar kókforstjórarnir ákváðu að gera kókið sætara til að klekkja á Pepsí.
Meira ... "þeir" eyðilögðu líka gamla góða Cocoa Puffsið þegar þeir ákváðu að setja meira súkkulaði í hrískúlurnar.
---------------------------------------------------------------------
ps. Veit ekki hvort það sé bara hjá mér ... en Nova-auglýsingin hér fyrir ofan kemur yfir textann þannig að hann sést ekki allur.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 18:48
Ómar Ingi, 11.3.2010 kl. 19:40
Bara að benda mönnum á að það er óhollt að lifa. Á endanum veldur það ýmsum sjúkdómum, þannig að best er að sleppa því að lifa!!!!!
Hvað þá að draga andann. Það er stórskaðlegt.
Sveinn Elías Hansson, 11.3.2010 kl. 22:38
Hjóla Hrönn, gospillur með colabragði voru líka uppáhaldið mitt.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.3.2010 kl. 01:48
Margrét, á Fésbókinni þinni. Hinsvegar man ég ekki hvar ég fann neðri myndina né heldur af hverri hún er.
Jens Guð, 12.3.2010 kl. 02:09
Hjóla-Hrönn, fjöldi manns sækir ljósabekki til að slá á bakverki, þunglyndi, streitu og ýmsa húðsjúkdóma, svo sem exem, sóríasis og bólur. Ég hef aldrei lagst í ljósabekk og hef því einungis orð annarra fyrir því að það sé virkilega notalegt í bekknum.
Eftir því sem ég best veit blandar fólk ekki svita með öðrum í bekkjunum. Bekkirnir eru þrifnir vel og rækilega með sótthreinsandi efnum á milli viðskiptavina.
Það verður enginn eins og ofþurrkuð múmía fyrir þrítugt af því að sækja ljósabekki - nema þeir örfáu sem ofnota bekkina; fara í þá þrisvar á dag eða svo. Aðrir sem skreppa í bekkina einu sinni eða tvisvar í viku fá betri húð. Ljósið er hollt fyrir húðina. Þar fyrir utan eru til góð krem, til að mynda sólbrúnkufestandi Banana Boat After Sun Body Lotion, sem borin eru á húðina þegar staðið er upp úr bekknum. Þessi krem viðhalda æskuljóma húðarinnar.
Jens Guð, 12.3.2010 kl. 11:54
Og ég saklaus stúlka sem flutti til Italíu og setti á húðina ólvu olio og ekki bara það þegar við hjónin fórum til Grikklands tala um árinn 74-78 setti ég á mína húð sem var snjóhvít dökkan bjór.Jesus man ekki hvar ég las að dökkur bjór gæfi húðinni ofsa flottan lit,humm í staðin fyrir að drekka hann smurði ég hann um kroppin,eðal bjór Ginnes. Er ekki að skrökva.Svona getur maður verið heimskur.
Sigurbjörg Sigurðardóttir, 12.3.2010 kl. 23:50
Varstu nokkuð að fjárfesta í sólbaðsstofu Jens minn
Hjóla-Hrönn, 13.3.2010 kl. 14:33
Merkilegt í þessu ljósabekkja tali öllu að þessir læknar minnast aldrei einu orði á tíðar og sólsjúkar ferðir Íslendinga til útlanda. Landinn er varla lentur áður en hann hefur fækkað fötum og lagstur í sólbað og það 12 tíma á dag.
Sortuæxli mynast aðalega vegna fyrri bruna og þá oftast 10 til 20 árum eftir á bruni á sér stað. Þekki einmitt tvö þannig dæmi þar sem ungar stúlkur brunnu illa á Spáni og rétt yfir áratug seinna fengu þær sortu æxli einmitt á sama stað og þær brunnu verst. Það er ekki lagt síðan að áhersla var lögð á að nota algjörlega "blokk" vörn á börn á sólarströndum en ég mundi segja að það hafi verið fyrir ca:10 árum síðan. Fyrstu skiptin sem ég fór á sólarströnd þá þótti best að nota olíu svona til að ná sem mestum lit á sem skemmstum tíma. Aukin sortuæxli hljóta því einnig að vera um að kenna okkar fyrri hegðun og gáleysi heldur en eingöngu sólarbekkjum.
Halla Rut , 13.3.2010 kl. 18:37
Hjóla-Hrönn..svona til gamans...ferð þú stundum í sund?
Halla Rut , 13.3.2010 kl. 18:46
Halla Rut, hehe, þarna nappaðir þú mig Já ég fer oft í sund og veit vel að þar svamla ég í alls konar líkamsvessum.
Hjóla-Hrönn, 13.3.2010 kl. 19:00
Gerði stunum grín að kynsystrum mínum í gamla daga þegar þær neituðu að setjast á setuna á klósettum skemmtistaða og áttu því í miklu basti við að losa frá sér en fór svo kannski fram og ráku tunguna upp í næsta huggulega mann sem þá sáu og fóru jafnvel alla leið þegar ballið var búið.
Já, það er misjafnt hvernig okkur finnst í lagi að skíta okkur út.
Halla Rut , 14.3.2010 kl. 00:46
Agalegt ástand þetta. Stendur nokkuð til að banna sólina?
Óskar Arnórsson, 14.3.2010 kl. 12:23
SeeingRed, takk fyrir hlekkinn.
Jens Guð, 14.3.2010 kl. 13:26
Bergur, það hafa fleiri en þú kvartað undan Nova auglýsingunni. Svo virðist sem hún sé til leiðinda einungis í örfáum tölvum og ekki stöðugt heldur af og til. Ég veit ekki hvað er málið. Þessi auglýsing heldur sig ævinlega langt frá texta í mínum tölvum.
Nýverið smakkaði ég Freyju Hrís eftir margra ára hlé. Það var lítið varið í Hrísinn til samanburðar við það sem mig minnti. Þarna er skýringin komin.
Jens Guð, 14.3.2010 kl. 13:31
Ómar Ingi, hvað varð um færsluna þína með spánni um úrslit í Óskarnum?
Jens Guð, 14.3.2010 kl. 13:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.