Ríkustu poppararnir

  Það er ekkert gaman lengur að vita hvað íslenskir auðmenn eiga mörg þúsund milljarða króna.  Ekki eftir að í ljós hefur komið að þeir áttu í raun ekki þessa peninga.  Þeir rændu peningunum úr bönkunum innan frá og skilja landsmenn eftir í skuldasúpu.  Þá er ekki um annað að ræða en skemmta sér yfir vangaveltum um ríkustu popparana.  Þessi listi hér tekur reyndar aðeins til þeirra sem eru breskir ríkisborgarar.  En jafn gaman að skoða hann fyrir því.  Til gamans merki ég með rauðu letri þá sem hafa komið til Íslands (hvort sem þeir hafa spilað hér eða ekki).

1  Andrew Lloyd-Webber (tónskáld,  m.a. höfundur Jesus Christ Superstar)  700 milljónir punda (133 milljarðar ísl. kr.)
.
Paul McCartney (bassaleikari Bítlanna.  Hann tapaði stórum bunka úr sparibauknum sínum þegar seinni kona hans yfirgaf hann)
Mick Jagger (söngvari Rolling Stones)
Elton John
Sting
6  Keith Richards (gítarleikari Rolling Stones)
7  Dhani og Olavia Harrison (erfingjar gítarleikara Bítilsins Georges Harrisons:  Sonur hans og ekkja.  Dhani er að spila með íslenskri söngkonu.  Man ekki í augnablikinu hver það er)
8  Victoria Beckham (söngkona Spice Girls.  Peningaskápurinn hennar geymir þó að uppistöðu til peninga sem kallinn hennar hefur aflað sem fótboltasparkari)
9  Tim Rice  (textahöfundur m.a. Jesus Christ Superstar)
10  Ringo Starr (trommari Bítlanna)
11  Tom Jones
.
12  Eric Clapton
13  Barry & Robin Gibb (The Bee Gees)
14  Phil Collins
15  Rod Stewart
16  David Bowie
17  Ozzy Osbourne
18  George Michael
19-21  Roger Waters (fyrrum bassaleikari, söngvari og aðal lagahöfundur Pink Floyd)
19-21  Charlie Watts (trommari Rolling Stones)
19-21  Robbie Williams
22  Robert Plant (söngvari Led Zeppelin)
23  David Gilmour (gítarleikari og söngvari Pink Floyd)
24-25  Brian May (gítarleikari Queen)
24-25  Jimmy Page (gítarleikari Led Zeppelin)  75 milljónir punda (14 milljarðar ísl. kr.)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hm gamli, þetta er nú allt gott og blessað, nema hvað að ég skil ekki hví þú nefnir að paul garmurinn hafi skilið og því misst úr sparibauknum? Flestir hinna hafa nefnilega líka lent í því og það meira að segja oftar en einu sinni eins og Jaggersnáðinn er skildi við allavega tvær, bianca og Jerry Hall!Nú ALW var nú sem frægt varð, kvæntur söngdívunni Söruh Brightman í það minnsta (sem þú auðvitað dáir í leynum hehe!) og varla varð þeirra skilnaður nú ókeypis?! og svona mætti nú sja´lfsagt áfram telja gæti ég trúað?!

Magnús Geir Guðmundsson, 20.5.2010 kl. 15:45

2 identicon

Waters var með tónleika á Íslandi árið 2006

p (IP-tala skráð) 20.5.2010 kl. 16:40

3 Smámynd: Jens Guð

  Magnús,  ástæðan fyrir því að ég nefndi þetta með skilnaðinn hans Pauls er að kappinn var áratugum saman í 1. sætinu.  Ég setti mig ekki inn í hvernig lokauppgjörið var hjá Paul og Heather.  Aftur á móti varð ég var við að bresku popppressunni ofbauð hvað frúin bar stóran skerf úr bítum.  Hennar skerfur gerir fjárhagsstöðu Pauls um áramótin 2009/2010 lakari en hún hefði verið án skilnaðarins.

  Það er töluvert lengra um liðið frá því Jagger skildi við sínar kvinnur.  Og reyndar einnig ýmsir fleiri á listanum.  

Jens Guð, 20.5.2010 kl. 18:54

4 Smámynd: Jens Guð

  P,  takk fyrir að rifja það upp.  Ég laga það í snarhasti í færslunni.

Jens Guð, 20.5.2010 kl. 18:55

5 Smámynd: Hörður Halldórsson

Ringo komst á listann í gegnum klíku ,ætli Pete Best væri ekki á honum í staðinn ef...

Hörður Halldórsson, 20.5.2010 kl. 19:31

6 Smámynd: Jens Guð

  Hörður,  ja,  það er spurning.  Mér finnst Ringó hafa verið skemmtilegur trommuleikari með Bítlunum.  Trommuleikur hans setti flottan svip á mörg Bítlalög. 

  Margir hafa vitnað um hvað Ringo hafði góð áhrif á andann í Bítlunum.  Ekki síst skapofsamanninn John Lennon.  Þau voru víst ófá skiptin er Lennon tók reiðikast en þá datt eitthvað skondið upp úr Ringo sem sló John svo út af laginu að hann fékk hláturskast og rann reiðin með það sama.

  Ringo var og er gamansamur grallari.  Hann leyfir sér að bulla.  Bæði viljandi og óviljandi.  Hann hefur þann eiginleika að kunna að spila á augnablikið.  Það sem hann segir eða gerir hljómar ekki fyndið í endursögn en hittir í mark þegar hlustað er eða horft á það á myndbandi.  Gamansemi hans er smitandi.  Hann gíraði Bítlana upp í sprell utan og innan sviðs.  Blaðamannafundir Bítlanna áttu stóran þátt í vinsældum hljómsveitarinnar í upphafi.  Blaðamannafundirnir voru eins og "uppistand".  Tilsvör Bítlanna byggðu á fyndnum útúrsnúningum og bulli.  

  Bítlarnir grínuðust áður en Ringo gekk til liðs við þá.  En grínið fór á villt flug og magnaðist margfalt við innkomu hans.

  Frumlegir titlar þekktra Bítlalaga voru sóttir í sérkennilegt orðalag sem datt upp úr Ringo í samtölum án þess að hann hugsaði þetta sem skrýtið orðalag.  Til að mynda þegar hann talaði um 8 daga vinnulotu sem Eight Days a Week.  Eða stranga vinnutörn fram á nótt sem Hard Day´s Night.

  Sólóplötur Ringos eru ekki upp á marga fiska fremur en plötur Petes Bests.  Pete var þögull og átti ekki félagsskap með hinum í Bítlunum.  Hann djammaði ekki með utan sviðs og hélt sig til hlés.

  Á það má líka benda að Ringo var í frægari hljómsveit þegar hann færði sig yfir í Bítlana.     

Jens Guð, 20.5.2010 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.