14.6.2010 | 13:49
Sólbaðslöggan orðin að veruleika
Í vetur þegar Álfheiði Ingadóttur fór að klæja í lófana að banna eitthvað var gantast með að hún myndi sennilega banna fullorðnu fólki undir 19 ára aldri að fara í sólbað. Ávinningurinn yrði tvíþættur: Annarsvegar fengi Álfheiður útrás fyrir bannáráttuna; hinsvegar myndi bannið skapa fjölda nýrra starfa. Þetta kallaði á stofnun fjölmenns hóps harðsnúinna lögreglumanna sem myndu vera á þönum alla daga á milli sólbaðsstofa, ylstrandarinnar í Nauthólsvík og annarra þeirra svæða sem fólk sækir á sólríkum dögum. Það yrði að fjárfesta í einni eða fleiri þyrlum til að leita uppi ungt fólk í sólbaði.
Til viðbótar þyrfti að útbúa heilmikið pappírsbákn til að afgreiða sektarmiða og innheimta sektir. Þetta kallar einnig á nýtt unglingafangelsi fyrir sólbaðsunnendur sem láta sér ekki segjast. Að auki yrði til nýr iðnaður við að falsa nafnskírteini með ófyrirsjáanlegum afleiðingum þegar öll ungmenni landsins eru skyndilega orðin 19 ára eða eldri.
Nú er brandarinn orðinn að veruleika. Álfheiður hefur fengið samþykkt á alþingi lagafrumvarp sem bannar fullorðnu fólki undir 19 ára aldri að fara í sólbað. Í greinargerð með frumvarpinu er tekið fram að banninu sé ætlað að hindra að ungt fólk fari í sólbað í fegrunarskyni. Rannsóknir hafa sýnt að sólbrún húð hefur margfalt aðdráttarafl gagnvart hinu kyninu í samanburði við föla og veiklulega húð. Með banninu er verulega dregið úr líkum á ótímabærri þungun fullorðins fólks undir 19 ára aldri.
Verið er að skipa nefnd til að finna út með hvernig hægt er að koma í veg fyrir að íslensk ungmenni laumist í sólbað í sólarlandaferðum.
Fullorðið fólk undir 19 ára aldri getur sparað sér pening með því að sólbaða aðeins annan helming líkamans. Þá fær það bara hálfa sekt en nær samt öllum ávinningi af ljósinu. Meðal annars D-vítamíni og upptöku á kalki til styrktar tönnum, hári, húð og nöglum; og serótíni til að vinna gegn þunglyndi. Með þessari aðferð verður að láta sér nægja að slá á ýmis húðvandamál aðeins á annarri hlið líkamans (exem, sóriasis, bólur o.s.frv.).
Ljósabekkjabann orðið að lögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Löggæsla | Aukaflokkar: Heilbrigðismál, Mannréttindi, Spaugilegt | Breytt 15.6.2010 kl. 03:57 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Passar hún?
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit heims
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
Nýjustu athugasemdir
- Passar hún?: Stefán, Steinn Steinarr klikkar ekki! jensgud 24.1.2025
- Passar hún?: Nýlega sköpuðust miklar umræður hér á þessu bloggi um hunda óme... Stefán 24.1.2025
- Passar hún?: Elskuleg. L 24.1.2025
- Passar hún?: L, takk fyrir skemmtilegt ljóð. jensgud 24.1.2025
- Passar hún?: Í ástarinnar Ômmu er allt í stakasta lagi. Skapaðar að hanna g... L 23.1.2025
- Passar hún?: Stefán, eins og svo oft ber enginn ábyrgð! jensgud 23.1.2025
- Passar hún?: Önnur og verri saga: ,, Litlu leikskólabörnin urðu fárveik af ... Stefán 22.1.2025
- Passar hún?: Jóhann, heldur betur! jensgud 22.1.2025
- Passar hún?: Já þessar jólagjafir eru stundum til vandræða......... johanneliasson 22.1.2025
- Passar hún?: Sigurður I B, góð saga! jensgud 22.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 39
- Sl. sólarhring: 73
- Sl. viku: 1129
- Frá upphafi: 4122044
Annað
- Innlit í dag: 30
- Innlit sl. viku: 913
- Gestir í dag: 28
- IP-tölur í dag: 27
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Innskráning
Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.
Athugasemdir
Það er sosum hægt að gantast með þetta Jens, en fjölgun húðkrabbameins-tilfella hefur verið rakin til óhóflegrar notkunar á ljósabekkjum. Ef samfélagið er farið að verða fyrir umtalsverðum kostnaði af heimsku þegnanna þá verður á einhvern hátt að grípa inn í. Á meðan við niðurgreiðum heilbrigðiskerfið þá er ekkert athugavert við drastiskar forvarnir. Fyrir 20 árum fór ég að reka áróður gegn ljósabekkjanotkun minna dætra vegna vísbendinga um að það gæti valdið húðkrabba. Þannig ætti náttúrulega að gera hlutina en við eigum í höggi við siðlausa business menn sem ota óhollustunni að börnunum okkar, hvort sem um er að ræða ljósabekki, landa eða okurlán. Á slíka menn duga ekki annað en lög. því miður
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 14.6.2010 kl. 14:57
Þetta er sko enginn brandari. Ef þú kynntir þér bara hversu skaðlegir ljósabekkir og sólarljós getur verið, sérstaklega fyrir húð barna, ef þú kynntir þér hversu mikið aukning hefur orðið á húðkrabbameini, ef þú kynntir þér hversu alvarlegt húðkrabbamein er, og ef þú þekktir einhvern sem hefði gengið í gegnum svoleiðis, kæmi annað hljóð í kútinn.
Enginn brandari, heldur dauðans alvara.
Vala Smáradóttir (IP-tala skráð) 14.6.2010 kl. 15:00
Ég held ad Vala og Jóhannes hafi lög ad maela og ad thessi lög séu tilkomin vegna thess sem thau benda á.
"Ef samfélagið er farið að verða fyrir umtalsverðum kostnaði af heimsku þegnanna þá verður á einhvern hátt að grípa inn í"
Haegt vaeri til daemis ad benda thegnunum á ad haetta ad kjósa D og B. Thad hefur nefninlega verid dýrt samfélaginu.
Gjagg (IP-tala skráð) 14.6.2010 kl. 16:08
Maður getur þá sofið rótt í nótt. Þetta mál hefur legið eins og mara á mér. Affí kann sko að forgangsraða.
Finnur Bárðarson, 14.6.2010 kl. 16:17
Þessi dama sem er á myndinni ... veistu í hvaða ljósabekk hún fer í?
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 14.6.2010 kl. 17:05
Hún fer víst í ljósabekki frá fyrirtækinu Adobe.
derp (IP-tala skráð) 14.6.2010 kl. 17:28
[quote]Ef samfélagið er farið að verða fyrir umtalsverðum kostnaði af heimsku þegnanna þá verður á einhvern hátt að grípa inn í. Á meðan við niðurgreiðum heilbrigðiskerfið þá er ekkert athugavert við drastiskar forvarnir.[/qoute]
Ef við ætlum að banna óhollustu til að draga niður heilbrigðiskostnað ættum við að byrja á að banna reykingar, enda eru þær sá "umhverfisþáttur" sem er heilbrigðiskerfinu hvað dýrastur
Samúel (IP-tala skráð) 14.6.2010 kl. 18:51
Hvernig ætlið þið að sanna það að húðkrabbamein sé frá ljósabekkjum frekar en sólarljósi?
Þætti gaman að komast að því þar sem þetta hefur aldrei verið rannsakað.
Maðurinn sem gaf út fyrst að þetta væri óhollt hefur viðurkennt að hann fékk borgað fyrir það. Þetta er ranguráróður.
Hægt er að ofnota allt, en ljósarbekkir eru eins og allt annað, þeir eru góðir í hófi. og laga ymis húðvandamál, gefa þér "móteitur" gegn þunglyndi og fl. exem og unglingabólur.
Hins vegar á þetta bann aldrei eftir að standast þar sem þetta verður fellt niður þegar fólk kemst að því að huðkrabbi mun ekkert minnka eftir þetta.
Fyndið hvað sumir íslendingar eru vitlausir og auðtrúa.
Sigtryggur (IP-tala skráð) 14.6.2010 kl. 20:43
Jóhannes, fyrir 20 árum var varla til svo fámennt þorp hérlendis að þar væri ekki sólbaðsstofa. Iðulega í það minnsta tvær. Til viðbótar voru ljósabekkir í flestum sundlaugum.
Á höfuðborgarsvæðinu var allt morandi í sólbaðsstofum.
Fyrir 15 árum eða svo fækkaði þessum stofum mjög. Sennilega um 80 - 90%. Í dag er aðeins 1 sólbaðsstofa á öllu Austurlandi; aðeins 2 á Akureyri. Bara svo dæmi séu nefnd.
Í Hafnarfirði voru 10 sólbaðsstofur þegar best lét. Í dag er þar 1 sólbaðsstofa síðast þegar ég vissi (önnur hefur starfað af og til með nýjum og nýjum eigendum. Ég veit ekki hvort hún er til í dag).
Svona er þetta líka í Reykjavík. Hverfi sem voru hvert um sig með hátt í 10 stofur eru núna með eina eða enga.
Sólböðum er kennt um fjölgun sortuæxla. Staðreyndin er sú að þessi tilfelli eru mjög fá. Kannski 20 - 30 á ári. Það er ósköp lítið mál að fjarlægja sortuæxli. Einnig að fylgjast með hvort sortuæxli sé að myndast. Konur fá sortuæxli á fótleggi en karlar á bakið. Að öllu jöfnu.
Sortuæxli eru arfgeng. Hafi foreldri fengið sortuæxli er afkvæmið í áhættuhópi.
Heilbrigðiskerfið hefur ekki kostnað af því að fólk skreppi í sólbað. Þvert á móti. Þegar allt er saman tekið er það gífurlega mikill ávinningur fyrir heilbrigðiskerfið að fólk skreppi í sólbað.
Bara svo ég nefni örfá dæmi þá auka sólböð beinþéttni (hindra þannig beinbrot), draga úr kólesteroli í blóðinu og líkum á hjartaáfalli, lækka blóðþrýsting, minnka líkur á MS um 40%, veita vörn gegn sykursýki og berklum. Taktu svo eftir: Sólböð eru vörn gegn brjóstakrabbameini, blöðruhálskirtilskrabbameini, ristilkrabbameini og eiginlega öllu krabbameini öðru en sortuæxli.
Jens Guð, 14.6.2010 kl. 23:26
Ég hef aldrei á ævi minni farið á sóbaðsstofu og ætla ekki að byrja á því í dag. Ég fer aldrei á líkamsræktarstöðvar enda tel ég að þær spilli geðheilsunni hjá manni.
Hannes, 14.6.2010 kl. 23:35
Vala, ég hef kynnt mér þetta vel. Hinsvegar þekki ég engan sem hefur fengið sortuæxli - svo ég viti. Sem er ekkert skrítið. Aðeins 20 - 30 manns fá sortuæxli árlega. Fjölgun er einhver frá því fyrir einhverjum áratugum. Á síðustu 20 - 30 árum hefur Íslendingum fjölgað um 30 - 40 þúsund.
Jens Guð, 14.6.2010 kl. 23:35
Kommarnir vilja ráða öllu
Ómar Ingi, 14.6.2010 kl. 23:56
Heill og sæll Jens; sem og, þið önnur - hér á síðu hans !
Jens Guð(legi) !
Þakka þér fyrir; þessa afbragðs grein.
Ég hefði vart; orðað þetta betur.
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.6.2010 kl. 01:23
Áhugaverður og skemtilegur pistill hjá þér.Mér finst þetta með að banna með lögum?? sólabekki hálf furðuleg
Sigurbjörg Sigurðardóttir, 15.6.2010 kl. 16:33
Þetta eru fáránleg lög undir 18 ára,, undir 16 væri allt í lagi eða undir 15 enda hafa þau börn lítið að gera þarna, lítið að unglingabólum farnar að myndast, minni áhyggjur og því minna þunglyndi, finnst þetta bara fáránlegt. Með þessum lögum erum við ekki að halda þessu sem frjálsu landi!
Sigtryggur (IP-tala skráð) 15.6.2010 kl. 17:07
Gjagg, ég vísa á athugasemd mína #9: Heilbrigðiskerfið hefur mikinn ávinning af því að fólk kíki í sólbað.
Jens Guð, 15.6.2010 kl. 23:29
Finnur, heimilin brenna. Þá er þrefað á síðustu starfsdögum alþingis um hvað eigi að banna. Efst á lista er að fullorðið fólk undir 19 ára aldri skuli vísa fram skilríkjum um hvort það megi fara í sólbað.
Jens Guð, 15.6.2010 kl. 23:32
Grefill, af því að hún var hálf 19 ára mátti hún fara hálf í ljósabekk.
Jens Guð, 15.6.2010 kl. 23:34
Derp, ég þekki ekki nöfnin á ljósabekkjunum.
Jens Guð, 15.6.2010 kl. 23:34
Samúel, sólböð eru holl. Það er að vísu hægt að misnota þau. Alveg eins og lýsi og rauðvín.
Jens Guð, 15.6.2010 kl. 23:36
Sigtryggur, ég tek undir hvert orð. Nú er bisness í að leigja út ljósabekki þar sem ekkert eftirlit er með notkun þeirra. Sömuleiðis munu ljósabekkir verða keyptir til heimilisbrúks út og suður. Þar fyrir utan munu garðeigendur finna ýmis ráð til að leyna sólböðum fyrir sólbaðslöggunni á þyrlum.
Jens Guð, 15.6.2010 kl. 23:40
Hannes, það sama á við um mig. Ég hef aldrei lagst í ljósabekk og hef ekki nennu til að liggja í sólbaði utan dyra. Þó ég viti allt um hollustu sólbaða.
Jens Guð, 15.6.2010 kl. 23:42
Ómar Ingi, fyrr má aldeilis fyrr vera. Eitt er að vilja ráða öllu. Annað að banna hollustu.
Jens Guð, 15.6.2010 kl. 23:43
Óskar Helgi, þú hefðir orðað þetta betur. Mér er svo mikið niðri fyrir að ég næ ekki andlegu jafnvægi til að orða þetta almennilega.
Jens Guð, 15.6.2010 kl. 23:44
Sigurbjörg, þetta bann er út í hött. Það verður hlegið að því næstu aldir.
Jens Guð, 15.6.2010 kl. 23:45
Sigtryggur, bannið mun ekki virka. Hugsanlega mætti með jákvæðri fræðslu hvetja fólk til að nota sólvarnarkrem. Ekki síst á börn. Það er algengt að á sólbaðsstofum noti fólk sólvörn #4 (SPF) í fyrstu ljósatímum. Einnig þegar perur eru nýjar. Ljósatími bekkja er 20 mín. Í lengri sólböðum úti í garði eða á sólarströndu ætti að nota hærri sólvarnarstuðla.
Jens Guð, 15.6.2010 kl. 23:51
Jens. Þetta er ekkert hollt frekar en skordýraeitur.
Hannes, 15.6.2010 kl. 23:53
Hannes, í athugasemd #9 bendi ég á hollustu sólbaða. Þú getur ekki vísað í hollustu skordýraeiturs.
Jens Guð, 15.6.2010 kl. 23:57
Jens sólböð valda skaða og þá sérstaklega ef maður brennur. Við á íslandi erum vön að fá litla sól og þolum hana ekki eins vel og suður evrópu búar.
Skórdýraeitur er hættulegt alveg eins og sólin í óhófi.
Hannes, 16.6.2010 kl. 00:13
Gud...thad getur vel verid ad thú hafir rétt fyrir thér. En thad sem Jóhannes og Vala skrifudu var mjög sannfaerandi.
Gaeti verid ad thad faelist sannleikskorn í thví sem thau segja og thú líka?
Gjagg (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 17:28
Gott að vita að forgangsröðunin er rétt á alþingi.
þessi lög urðu að fara í gegn enda dauðans alvara.
17 ára unglingar mega keyra bifreið en guð forði því að þau fari í ljós af og til.
[quote]bull![/quote]
tobbi (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 18:24
Hannes, það að sólbrenna er alltaf skaði. Það er rétt hjá þér að margir Íslendingar eru viðkvæmir fyrir því að sólbrenna. Einkum þeir sem hafa rauðleitt hár. Þetta er sérlega varasamt þegar Íslendingar koma snjóhvítir undan vetri og fara síðan í sumarfrí til sólarlanda.
Ég hef farið til sólarlanda og séð Íslendinga sólbrenna illa þar. Þeir fatta ekki hvað sólin er sterkari sunnar á hnettinum en á Íslandi.
Jens Guð, 16.6.2010 kl. 23:18
Gjagg, vissulega er rétt að árlega fá 20 - 30 Íslendingar sortuæxli. Það er vont mál. Og, já, það er kostnaður við það. Óverulegur í heildardæmi heilbrigðiskerfisins að vísu. Til að mynda í samanburði við að íþróttameiðsl. En samt. Allt telur.
Það er líka að fá umræðu um öll vandamál sem snúa að heilbrigðiskerfinu.
Tilfellum sortuæxla hefur fjölgað síðustu áratugi í löndum þar sem lítið er um ljósabekki. Svo sem í Ástralíu og Bandaríkjunum.
1950-og-eitthvað uppgötvaði þýskt snyrtivörufyrirtæki óvart að hægt var að framkalla sólbrúnku án sólar (sunless tanning). Það seldi öðrum snyrtivöruframleiðendum uppfinninguna til að þau gætu forðast að nota þessa uppskrift. Á þeim tíma þótti sólbrúnka ófín. Þá var sólbrúnka einkenni útivinnandi verkafólks.
Um 1970 snérist þetta við. Það var þegar sólarlandaferðir hófust. Ríka fólkið fór í sólarlandaferðir og það varð fínt að vera sólbrúnn. Þá fóru snyrtivöruframleiðendur að kaupa uppskriftina til að framleiða "sjálfbrúnkukrem".
Fyrir 10 - 15 árum fór bandaríska heilbrigðiseftirlitið að vara við sólböðum. Sá áróður leiddi til fjölgunar tilfella beinþynningar, þunglyndis, húðsjúkdóma og svo framvegis.
Fyrir nokkrum árum snéri bandaríska heilbrigðiseftirlitið dæminu við. Fór að hvetja fólk til að taka vikuleg sólböð.
Jens Guð, 16.6.2010 kl. 23:32
Tobbi, þetta var nákvæmlega það sem brýnast var að eyða síðustu dögum Alþingis í að ræða. Allt í klessu hjá skuldsettum heimilum og það allt. En allt varð að víkja til hliðar svo fullorðið fólk undir 19 ára aldri væri ekki að laumast í sólbað.
Þetta er "deja vu" til áramóta 2008/2009. Þegar þúsundir börðu potta og pönnur fyrir utan Alþingi. Þá skipti mestu máli að ræða á Alþingi hvort selja ætti léttvín í Bónus og Nóatúni.
Jens Guð, 16.6.2010 kl. 23:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.