23.6.2010 | 15:32
Málunum reddað af snerpu og skilvísi
Þegar útrásarvillingarnir voru að ræna bankana innan frá sameinuðust helstu ráðamenn þjóðarinnar í húrrahrópum fyrir snilli ræningjanna og kaffibollaburðarmönnum þeirra. Hérlendis, og ekki síður erlendis, kepptust menn við að hlaða lofi og fálkaorðum á kvikindin. Gagnrýnisraddir greiningardeilda erlendra seðlabanka og aðrir fjármálafræðingar voru kvaddar í kútinn með þeim rökum að viðkomandi þyrftu á endurmenntun að halda. Þeir væru annað hvort heimskir eða fáfróðir. Íslenska snilldin væri þess eðlis að ekki væri farið eftir reglum. Kylfa væri látin ráða kasti. Þannig tækist mönnum að græða á daginn og grilla á kvöldin. "Hugsið ykkur hvað væri gaman ef við gæfum í!," hrópaði ríkisrekinn ritþjófur í fögnuði yfir því að velta íslensku bankanna var orðin margföld velta íslenska ríkisins.
Þegar aðvörunarorð gagnrýnenda reyndust sannspá brást forsætisráðherrann, Geir Haaarde, og ríkisstjórn hans við með yfirlýsingum um að best væri að gera ekki neitt. Ósýnileg hönd myndi kippa öllu í lag ef ekkert væri gert. Svo bað hann guð að blessa Ísland. Arftakar Geirs tóku vinnubrögðin í arf - þó í orði kveðnu sé stöðugt verið að bjarga öllu. Alveg eins og hjá BP:
Innheimtuaðgerðum frestað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkar: Fjármál, Lífstíll, Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Passar hún?
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit heims
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
Nýjustu athugasemdir
- Passar hún?: Sigurður I B, góð saga! jensgud 22.1.2025
- Passar hún?: Bjarki, svo sannarlega! jensgud 22.1.2025
- Passar hún?: Þetta minnir mig á... Manninn sem keypt sér rándýrt ilmvatn (ef... sigurdurig 22.1.2025
- Passar hún?: Ömmurnar eru með þetta, takk fyrir mig Jens bjarkitryggva 22.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Brjánn, takk fyrir þetta. jensgud 19.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: áhugaverður samanburður. https://www.youtube.com/watch?v=1651r_... Brjánn Guðjónsson 18.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Guðjón, ef þú kannt ekki að meta meistaraverkin eftir Mozart, þ... Stefán 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Guðjón, þú ert með skemmtilegan flöt á dæminu! jensgud 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Ingólfur, bestu þakkir fyrir góðar pælingar. jensgud 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Stefán, takk fyrir fróðleikinn. jensgud 15.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 132
- Sl. sólarhring: 167
- Sl. viku: 1287
- Frá upphafi: 4121106
Annað
- Innlit í dag: 105
- Innlit sl. viku: 1134
- Gestir í dag: 103
- IP-tölur í dag: 102
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
snildarmyndband.. stelþví á smettu
Óskar Þorkelsson, 23.6.2010 kl. 16:50
hehe...algjör snilld!
Óskar Arnórsson, 23.6.2010 kl. 17:17
hahaha skemmtilgt mynband.
Hannes, 23.6.2010 kl. 18:40
Það mætti svo sannarlega yfirfæra þetta á ríkisstjórnina. Lýsir dómur hæstaréttar í gengistryggðu lánunum ekki nákvæmlega svona viðbrögðum? Málið er búið að vera lengi í ferli og fá mikla umfjöllun - en ríkisstjórnin er núna fyrst að ákveða hver viðbrögðin verði. Maður bjóst við að það væri búið að fara vel yfir viðbrögðunum við mismunandi niðurstöðum - en nei, það er verið að finna eitthvað út núna og hver ráðherra með mismunandi skoðanir.
Auðjón (IP-tala skráð) 23.6.2010 kl. 20:55
Óskar Þorkelsson, um að gera að leyfa sem flestum að sjá.
Jens Guð, 23.6.2010 kl. 21:46
Óskar Arnórsson, þetta er skemmtileg útfærsla.
Jens Guð, 23.6.2010 kl. 21:47
Hannes, þetta er skemmtilega nálægt raunveruleikanum.
Jens Guð, 23.6.2010 kl. 21:48
Auðjón, það má heimfæra þetta upp á hverja aðgerðina á fætur annarri; allar skjaldborgirnar, tjaldborgirnar, gjaldborgirnar...
Jens Guð, 23.6.2010 kl. 21:49
Það er bara dapurt að horfa á eftir allt þetta kjaftæði sem þessi þjóð hefur gengið í gegnum þá eru margir stjórmálamenn þ.e.a.s þeir sem stjórna þessu landi eru þeir enn að moka undir þessa menn sem komu okkur á þessa braut.Þrátt fyrir loforð um gegnsæi og opna umræðu.Eftir þennan dóm í hæstarétti varðandi gengistr lánin eru allir að benda á alla!! Af hverju?? Málið er einfalt,ofgreidd lán skulu vera endurgreidd.
Viddi (IP-tala skráð) 23.6.2010 kl. 23:34
Viddi, rétt hjá þér. Þetta á ekki að vera flókið.
Jens Guð, 23.6.2010 kl. 23:43
Og hvað með allt fólkið sem misst hefur húsnæðið sitt,bílinn og jafnvel fjölskylduna sína??bara útaf því að hafa tekið þessa ákvörðun að fá sér 1 stk td myntkörfulán.Ánægður með þetta innslag hjá þér Jens
Viddi (IP-tala skráð) 23.6.2010 kl. 23:51
Viddi, ég er svo heppinn að hafa fyrir reglu að taka ekki lán. En jafn dapurlegt er að fylgjast með skuldugum samborgurum. Það er einhver sofandaháttur og skilningsleysi á þeirra stöðu sem virðist einkennast af getuleysi til að taka á vandanum. Það er ekki hægt að rekja það í öllum tilfellum til ríflegra mútugreiðslna til stjórnmálamanna og stjórnmálaflokka. Það er eins og stjórnmálastéttin - nánast eins og hún leggur sig (með kannski örfáum undantekningum) sé úr tengslum við almenning. Eins samfléttuð og stjórnmálastéttin er við kúlulán, vafninga og hvað þetta heitir þar sem menn leika sér með milljarða, ýmist afskrifaða eða leysta út með hagnaði.
Jens Guð, 24.6.2010 kl. 00:15
Hvað meinarðu er ekki búið að bjarga öllum sem þurftu á hjálp að halda.Er einhver sem átti hundruði miljóna búin að missa eitthvað?
ELÍAS (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 00:30
Elías, þegar stórt er spurt verður lítið um svör. Björgúlfur eldri er gjaldþrota. Einhverjir fleiri eru illa staddir og verða að laumast með sína milljarða á földum reikningum í útlöndum. Kók-línan hefur hækkað í verði. Jafnvel svo mjög að menn hafa þurft að selja einkaþotur og þyrlur.
Jens Guð, 24.6.2010 kl. 00:45
Það ætti eingin maður nokkru sinni að þurfa að selja einkaþotuna sína og en síður þyrluna sem er bara innanbæjar leikfang
Elías (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 00:58
Elías, það er ekki alltaf best á kosið. Á móti kemur að fólkið í Skerjafirði sefur betur eftir að einkaþoturnar þögnuðu. Fyrir tveimur árum héldu einkaþoturnar vöku fyrir fólkinu heilu og hálfu næturnar. Núna horfa Íslendingar á Heathrow upp á Björgúlf Thor hamstra ódýra flugmiða hjá Easy Jet. Öðruvísi fólki áður brá. Ekki síður vegna hærra verðs á kóki.
Jens Guð, 24.6.2010 kl. 01:23
Ég er farinn að sofa ég á ekkert kók
Elías (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 01:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.