Stuð og fjör á Færeyskum fjölskyldudögum á Stokkseyri

 stokkseyri_2.jpg

 

 

 

 

 

 

  Færeyskir fjölskyldudagar á Stokkseyri fóru vel af stað í gærkvöldi.  Um 200 manns skemmtu sér heldur betur vel á dagskrá sem samanstóð af mögnuðum hljómleikum hljómsveitarinnar Kvonn,  kennslu í færeyskum dönsum og dansleik fram á nótt.

  Hljómsveitin Kvonn spilar dansvæna þjóðlagamúsík án söngs (instrumental).  Færni hljóðfæraleikaranna og spilagleði naut sín til hins ýtrasta.  Gestir klöppuðu vel og lengi eftir flutning hvers lags.  Einnig klöppuðu gestir óumbeðnir taktinn með í flutningi fjörmestu laganna.  Í lokin var Kvonn klöppuð upp.

  Kvöldið einkenndist af glaðværð og skemmtilegheitum.

  Í dag og á morgun eru aðal dagar Færeysku fjölskyldudaganna.  Hápunkturinn eru hljómleikar Eivarar og hljómsveitar í kvöld og annað kvöld.

  Klukkan hálf 2 eftir hádegi keppa Færeyingar og íslenskir víkingar í fótbolta á íþróttavelli Stokkseyrar.  Klukkan 4 eru stórtónleikar með Yggdrasil.  Það er áratuga gömul hljómsveit sem spilar blöndu af djassi og þjóðlagakenndri músík.  Eftir Yggdrasil liggja margar plötur og hljómsveitin hefur spilað á djass- og þjóðlagahátíðum víða um heim.

  Eftir hljómleika Yggdrasil tekur við kennsla í færeyskum dönsum.

  Kvölddagskrá hefst klukkan 9 með hljómleikum Benjamins Petersen.  Með honum spilar bassasnillingurinn Mikael Blak.  Því næst stígur hljómsveitin Kvonn á stokk.  Svo eru það Eivör og hljómsveit.  Mikill spenningur ríkir fyrir þeim hljómleikum.

  Síðan verður dansað fram á rauða nótt við undirleik og söng stuðboltans Jens Lisbergs og hljómsveitar.  Þvílíkt fjör.  

  Það er einmuna veðurblíða á Stokkseyri.  Sólin skín,  blankalogn og þurrt.  Gestum fjölgar jafnt og þétt.  Allir eru glaðir.  

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Jens, ertu skotinn í Eivör ?

Aðalsteinn Agnarsson, 31.7.2010 kl. 13:03

2 Smámynd: Hannes

Jens ert þú nokkuð eltihreillirinn sem er að ofsækja þessa elsku?

Hannes, 31.7.2010 kl. 13:05

3 Smámynd: Jens Guð

  Aðalsteinn,  ég er skotinn í öllum Færeyingum; Færeyjunum sjálfum að auki ásamt færeyskum bjór,  færeyskum mat,  færeyskri músík...

Jens Guð, 31.7.2010 kl. 13:23

4 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  ég er ekki Rolf og hef aldrei tjaldað í garði í Götu.

Jens Guð, 31.7.2010 kl. 13:25

5 Smámynd: Hannes

Hahahahaha kanntu annan. Afneitun er eðlilegt fyrir geðsjúklinga.

Hannes, 31.7.2010 kl. 13:26

6 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Já, ég er það líka Jens.

Aðalsteinn Agnarsson, 31.7.2010 kl. 14:05

7 identicon

Ég hef þig frekar grunaðan um það að við ákveðin tilefni - eins og á færeysku dögunum - þá þykistu vera Færeyingur og kallar þig þá Jens Lisberg

Gsss (IP-tala skráð) 31.7.2010 kl. 14:53

8 Smámynd: Óskar Þorkelsson

það er ekki hægt annað en að vera skotinn í Eivör.. ekta náttúrubarn..

fæ gæsahúð af þessu lagi.. hughrifin eru svakaleg

Óskar Þorkelsson, 31.7.2010 kl. 18:19

9 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Gott hjá þér gamli að vekja stöðugt athygli á þessum menningardögum. Vonandi hefur fjölgað í dag og enn fleiri bætist svo við á morgun, til dæmis hinn mikli aðdáandi þinn og Eivör, hann Hannes?!

Magnús Geir Guðmundsson, 31.7.2010 kl. 20:50

10 identicon

Frétti af stokkeri eyvörar á stokkseyri í gærkvöld. Nú var hann viss um að hann væri starfsmaður Interpool

Já ég (IP-tala skráð) 1.8.2010 kl. 03:58

11 Smámynd: Hannes

Magnús.  Ég hef vit á að mæta ekki enda ekki áðdáandi Eivarar frekar en ég er áðdáandi Hitlers eða Steingríms Njálssonar.

Hannes, 1.8.2010 kl. 04:02

12 Smámynd: Jens Guð

  Hannes (#5),  ja,  það getur svo sem verið að ég sé Rolf og hafi tjaldað í Götu.  Ég get ekki útilokað það fremur en að þú sért Rolf.

Jens Guð, 1.8.2010 kl. 16:01

13 Smámynd: Jens Guð

  Aðalsteinn,  og margir fleiri. 

Jens Guð, 1.8.2010 kl. 16:02

14 Smámynd: Jens Guð

  Gsss,  það er reyndar stöðugt verið að ruglast á okkur nafna mínum Lisberg hérna á Stokkseyri.  Bæði út af Jens nafninu og einnig vegna þess að við erum báðir með skegg, á svipuðu reki og með eins kúrekahatt.   

Jens Guð, 1.8.2010 kl. 16:05

15 Smámynd: Jens Guð

  Óskar,  þú ert ekki einn um þessa upplifun af tónlistarflutningi Eivarar.  Margir nefndu svipaða lýsingu eftir hljómleika Eivarar í gærkvöldi. 

Jens Guð, 1.8.2010 kl. 16:07

16 Smámynd: Jens Guð

  Magnús Geir,  gestum fjölgar stöðugt.  Enda aðal dagskráin í kvöld.

Jens Guð, 1.8.2010 kl. 16:09

17 Smámynd: Jens Guð

  Já ég,  mér skilst að hann sé staddur í Noregi. 

Jens Guð, 1.8.2010 kl. 16:10

18 Smámynd: Hannes

Jens 12. Þú getur alveg gengið undir 5-8nöfnum hvað veit ég.

Hannes, 1.8.2010 kl. 18:36

19 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Færeysku dagarnir eru frábært framtak. Fór dagstúr og sá allt það flotta sem boðið er uppá á Stokkseyri. Hugsaði að sjálfsögðu með blendnum hug til þess að ég var stödd í gömlu og rótrónu fiski-þorpi sem hafði enga fiskverkun lengur? En það er nú önnur saga M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.8.2010 kl. 01:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.