Mikilvægt að leiðrétta

  Í gær bloggaði ég um glaðværa og ofur hamingjusama gesti á hinum frábærlega skemmtilegu Færeysku fjölskyldudögum á Stokkseyri  (sjá:  http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1081699/ ).  Þar hélt ég eftirfarandi fram:  "Það hefur ekki einu sinni komið upp sú staða að menn séu ósammála um eitt né neitt"

  Vegna trúverðugleika þessarar bloggsíðu sé ég mig knúinn til að leiðrétta þetta.  Í gær hitti ég nefnilega Færeying sem hafði aðra sögu að segja.  Hann var í fótboltaliði Færeyinga sem keppti við Íslendinga á laugardaginn á íþróttavelli Stokkseyrar.  Þessi maður fullyrti að Íslendingar hafi verið rangstæðir allan leikinn.  Aðrir voru ósammála honum.

  Hér eru nokkur eftirminnanleg atriði úr leiknum:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Inga Sæland Ástvaldsdóttir

Algjör snilld, takk fyrir þetta , ég hreinlega veltist um af hlátri :)

Inga Sæland Ástvaldsdóttir, 2.8.2010 kl. 19:36

2 Smámynd: Jens Guð

  Inga Sæland,  takk fyrir innlitið.

Jens Guð, 2.8.2010 kl. 22:18

3 Smámynd: Grefillinn Sjálfur

Hún var langbest daman sem skoraði markið.

Grefillinn Sjálfur, 3.8.2010 kl. 04:08

4 Smámynd: Jens Guð

  Grefill,  mestu skipti að það var mark.

Jens Guð, 3.8.2010 kl. 09:22

5 identicon

hahaha, aldrei fór svo að jafnvel boltin yrði útundan hjá þér, blessaður karlinn minn Jens!

Magnús Geir (IP-tala skráð) 3.8.2010 kl. 16:59

6 Smámynd: Jens Guð

  Magnús Geir,  ég fylgdist reyndar ekki með boltakeppninni.  Hinsvegar spurði ég einn af færeysku keppendunum um úrslitin daginn eftir.  Sá var ósáttur við úrslitin á þeim forsendum sem ég nefndi í bloggfærslunni.  Það sat í honum að Færeyingar töpuðu leiknum.

Jens Guð, 3.8.2010 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.