Lagalistinn í Sunnudagshugvekjunni

 

  Sunnudagshugvekjan  á Nálinni fm 101,5 tókst hið besta í flesta staði í kvöld.  Hún var svo gott sem á milli klukkan 19.00 til 21.00.  Bæði þeir sem hlusta á  Sunnudagshugvekjuna  og ekki síður þeir sem misstu af henni eru friðlausir að sjá lagalistann hjá okkur Sigvalda Búa Þórarinssyni.  Þess vegna er mér ljúft að birta listann.  Svona var hann í dag:

1  Kynningarlagið:  The Clash:  Time is Tight
Motorhead:  Ace of Spades 
Nazareth:  Razamanaz
David Bowie:  Jean Genie
Ram Jam:  Black Betty
6  Led Zeppelin:  Rock and Roll
Emmylou Harris:  May This be Love
Little Richard:  Lucille
9  Reggae-gullmolinn:  Bob Marley:  Rastaman Chant
10 Soul-lag dagsins:  The Music Exploision:  Little Bit o´ Soul
11 Pönk-klassíkin:  The Damned:  New Rose
12 Skrítna lagið:  Guðjón Rúdólf:  Minimanía
13 Serge Gainsbourg frá Frakklandi:  Marilou Reggae
14 Þeyr:  Rúdólf
15 Shonen Knife frá Japan:  Ah, Singapore
16 Mánar:  Söngur Satans
17 Miriam Makeba frá Suður-Afríku:  Mbube
18 Fræbbblarnir:  Bjór
19 Björk & Björgvin Gíslason:  Afi
20 Kári P. frá Færeyjum:  Talað við gluggan
21 Sigga Beinteins:  Þakklæti 
.
  Þetta er ekki amalegur lagalisti.  Þess er vandlega gætt að íslensk tónlist fái notið sín ásamt heimspoppi frá löndum utan engilsaxneska málsvæðisins.  Engu að síður er það klassíska rokkið sem við gerum út á. Góðu fréttirnar eru þær að Sunnudagshugvekjan er endurflutt á föstudaginn á milli klukkan 19.00 og 21.00. 
  Það er alltaf gaman að heyra viðbrögð við  Sunnudagshugvekjunni.  Líka beiðni um óskalag eða óskalög sem þið teljið að eigi erindi.  Er þátturinn of-eitthvað? Of pönkaður? Of "soft"? Of poppaður?  Er lagið með Emmylou Harris,  May This be Love,  ekki magnað? Jú,  og það er eftir Jimi Hendrix.  Sama lag má heyra í flutningi Jimi Hendrix sjálfs í næstu bloggfærslu hér fyrir neðan. 
  Lagalistar fyrri þátta:
.

http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1085626/

  Hægt er að hlusta á Nálina á netinu með því að smella á http://media.vortex.is/nalinfm 

  Takið svo þátt í skoðanakönnun hér ofarlega á síðunni til vinstri.

  Lagið á myndbandinu hér fyrir neðan er  May This be Love  með Emmylou Harris þó það sé myndskreytt með höfundinum,  Jimi Hendrix,  og skráð á upptökustjórann,  Daniel Lanois.  Sá kanadíski upptökusnillingur er kannski þekktastur fyrir vinnu sína fyrir U2 og Bob Dylan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Meira pönk!

Gsss (IP-tala skráð) 22.8.2010 kl. 22:50

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Sæll Jens. Ég á bara fjóra vini og sendi þeim sms skilaboð að hlusta á Nálina 101,5 þar sem ég tjáði þeim að þar yrði leikin þrjú óskalög frá mér. Nú á ég enga vini.

Sigurður I B Guðmundsson, 22.8.2010 kl. 23:14

3 Smámynd: Jens Guð

  Gsss,  þá vind ég mér í meira pönk í næsta þætti

Jens Guð, 22.8.2010 kl. 23:16

4 Smámynd: Jens Guð

  Sigurður,  komdu með óskalög fyrir vini þína.

Jens Guð, 22.8.2010 kl. 23:16

5 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Jens ertu orðinn svona gleyminn?????

Sigurður I B Guðmundsson, 22.8.2010 kl. 23:25

6 Smámynd: Jens Guð

  Sigurður,  já,  hjálpaðu mér að rifja upp.  Komdu með óskalag.

Jens Guð, 22.8.2010 kl. 23:43

7 identicon

Óskalög ?

er hægt að fá að heyra eitthvað með hinni sunnlensku sveit:

Dildó og Reðurguðunum ?

Sunnanlands (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 20:35

8 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Jens, skoðaðu blogg okkar á milli 15.08.2010. (lagalistinn......)

Sigurður I B Guðmundsson, 24.8.2010 kl. 20:55

9 Smámynd: Jens Guð

  Sigurður,  ég finn þetta ekki í fljótu bragði.  Komdu með óskalista hér.

Jens Guð, 24.8.2010 kl. 22:36

10 Smámynd: Jens Guð

  Sunnanlands,  ég er ekki með þessa plötu.  Ef þú getur reddað henni er ekkert mál að spila þessa hljómsveit.

Jens Guð, 27.8.2010 kl. 18:07

11 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Sæll Jens. Ástæðan fyrir að svara þér svona seint er að ég held að þú sért kominn með skammtíma minni. En lögin sem þú ætlaðir að spila voru: 1. Luck of the Irish-John Lennon. 2. After the fox eða ha,ha,said the clown- Manfred Man. 3. The show must go on- Three dog night. Vonandi eignast ég aftur vini mína og fleirri vini!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 27.8.2010 kl. 23:43

12 Smámynd: Jens Guð

  Sigurður,  ég er með vont skammtímaminni.  Er alveg rosalega gleyminn á ótrúlega marga hluti.  Í alvöru þá hef ég grun um að einhverskonar alzæmer sé farinn að hrjá mig.  Faðir minn var slæmur af þeim sjúkdómi og dauðsfall hans var rakið til þess.

  Ég er búinn að finna lagið  Ha! Ha! Said the Clown  með Manfred Mann.  Það verður því spilað í þættinum á morgun.  

  Ég á 6 plötur með Manfred Man en ekki lagið  After the Fox.  Og eina plötu á ég með Three Dog Night.  Hún inniheldur ekki  The Show Must Go On.  Hinsvegar á ég  Luck of the Irish  með Lennon.  Ég efast um að ég nái að finna þá plötu fyrir morgundaginn.  

  Ástæðan er sú að flestar plöturnar mínar (um 20 þúsund) eru í 100-og-eitthvað kössum í geymslu.  Þær eru óflokkaðar að öllu leyti.  Áður en ég fer í útvarpið kíki ég ofan í einn eða tvo kassa og finn þar eitthvað til að spila.  En ef ég ætla að leita að einhverri fyrirfram ákveðinni plötu þá erum við að tala um að ég sé kominn í "heavy" vinnu.

  Reyndar er ég með einhverjar kannski 6-700 plötur hjá mér.  Ha! Ha! Said the Clown  er einmitt á einni slíkri.

  Vel má vera að einhver af lögunum sem þú nefnir séu í lagabanka Nálarinnar.  Ég tékka á því um leið og þátturinn er í útsendingu á morgun.  Eins getur verið að Sigvaldi Búi,  kollegi minn með þáttinn,  eigi þessi lög.  Ég ber það undir hann í leiðinni.  

Jens Guð, 28.8.2010 kl. 21:50

13 Smámynd: Jens Guð

  Þó ég hafi hvatt þig og fleiri til að biðja um óskalög þá er svigrúmið til að bregðast við óskalagi frekar þröngt.  Bæði af þeim aðstæðum sem ég lýsti hér í "kommenti" 12;  og eins vegna þess að þátturinn er í föstum skorðum tiltekinna liða.

  Í seinni hlutanum eru íslensk lög í bland við heimspopp sungið á öðru tungumáli en ensku.  Í fyrri hlutanum eru fastir liðir á borð við reggí-lag dagsins,  pönk-klassíkin og skrýtna lagið.  Þar á undan er spilað klassískt rokk.  Þín óskalög falla undir klassíska rokkið.

  Á einum klukkutíma eru 10 - 12 lög spiluð.  Þar af er fast kynningarlag.  Ég ber á borð helming laga á móti Sigvalda Búa.  Þegar kynningarlag,  reggí-lag dagsins,  pönk-klassíkin og skrýtna lagið eru frá þá hef ég svigrúm fyrir 3 - 4 lög í klassísku rokki.  Ég sæki fast í að hafa fyrsta eða fyrstu 2 lögin hressilegt rokk.  Svona til að koma mér í gírinn.

Jens Guð, 28.8.2010 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.