Heimsfrumflutningur í Sunnudagshugvekjunni í kvöld

  Á slaginu klukkan 19.00 í kvöld hefst  Sunnudagshugvekjan  á Nálinni 101,5.   Það verður nú meira fjörið.  Alveg til klukkan 21.00 í það minnsta.  Hvað í boði verður er óljóst á þessari stundu.  Að mestu.  Þó liggur fyrir heimsfrumflutningur í útvarpi á nýju íslensku lagi.  Það er spennandi.  Einhverjir fastir liðir skjóta upp kollinum að venju.  Þar á meðal verða reggí-lag dagsins,  pönk-klassíkin og skrýtna lagið.  Skrýtna lagið er einkar áhugavert.  Eins og reyndar yfirleitt.

  Sigvaldi Búi býður væntanlega upp á sérvalda soul-perlu.  Í heimspopphluta þáttarins hef ég grun um að við heyrum sungið á spænsku og fleiri áheyrilegum tungumálum.  Mig langar til að heyra sungið á grænlensku.  Kannski gengur það eftir.  Og kannski kem ég líka með sparnaðarráð.

  Óskalagið  Fox on the Run  með Manfred Mann verður spilað fyrir Sigurð I.B. Guðmundsson.

  Mörgum þykir þægilegra að hlusta á Nálina á netinu.  Ekki síst þeim sem eru staðsettir utan útsendingasvæðis Nálarinnar á stuttbylgju.  Til að hlusta á Nálina á netinu þarf aðeins að smella á þessa slóð:  http://media.vortex.is/nalinfm


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband