Sunnudagshugvekjan: Heimsfrumflutningur í útvarpi á lagi með Megasi

 

  Sunnudagshugvekjan  er að venju á dagskrá Nálarinnar fm 101,5 á milli klukkan 19.00 og 21.00.  Í þættinum í kvöld ber helst til tíðinda heimsfrumflutningur í útvarpi á lagi sem Megas syngur við annan mann.  Meira segi ég ekki að sinni um það dæmi.  En það er spennandi og flott.  Að öðru leyti verður  Sunnudagshugvekjan  með hefðbundnu sniði:  Í fyrri klukkutímanum er boðið upp á klassísk rokklög.  Samt ekki lög sem hafa verið mest áberandi í útvarpi eða á pöbbum undanfarin ár.  Nema þá í flutningi annarra en þeirra sem þekktastir eru fyrir lögin.

  Um miðbik þáttarins eru það föstu liðirnir:  Pönk-klassíkin,  reggí-perlan og "skrýtna lagið".  Sú breyting hefur orðið á að ekki er lengur spiluð djass-klassíkin.  Í hennar stað verður boðið upp á "færeyska lagið".  Að þessu sinni verður það með Högna Reistrup.

  Í seinni klukkutímanum eru spiluð lög með íslenskum flytjendum í bland við heimspopp.  Ég hef grun um að þar leynist assgoti magnað grænlenskt lag. 

  Hægt er að hlusta út um allan heim á netinu með því að smella á:  http://media.vortex.is/nalinfm 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér fór að líða mjög vel þegar lagið byrjaði.Svo var ég komin í dásamlegt skap þegar það var búið.Takk fyrir Jens

Viddi (IP-tala skráð) 31.10.2010 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband