Eivör heiðruð

eivörÍsold+stórri hljómsveit

  Kammerkórinn Ísold hefur komið nýr og ferskur inn í íslensku tónlistarflóruna.  Hann skipa söngkonur á aldrinum 17 - 25 ára.  Lagavalið er þess vegna "svalara" en hjá söngkórum aldraðra.  Í stað þess að syngja  Brennið þið vitar  og  Hraustir menn  þá afgreiðir Ísold með glæsibrag lög eftir Bítlana (The Beatles) og Eivöru.  Það er einmitt lag Eivarar,  Trees in the Wind,  sem slegið hefur rækilega í gegn á hljómleikum Ísoldar undanfarna daga. 

  Nú bíður fólk spennt eftir því að Ísold taki lagið upp í hljóðveri og gefi út á plötu.  Sem allra fyrst.  Þetta er svo spennandi.  Þangað til má hlusta flutning Ísoldar á laginu hér:

  Það er líka alltaf gaman að heyra lagið flutt af Eivöru sjálfri.  Hún kann færeysku og syngur það þess vegna á færeysku.  Þá heitir lagið  Livandi trö.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þetta. Frábært framtak.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.6.2011 kl. 11:50

2 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 1.6.2011 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband