Ferðast til Heljar

  Íslensku víkingarokkararnir í Skálmöld stóðu sig glæsilega vel í síðasta Popppunkti.  Þeir standa sig ennþá betur á sviði.  Frábær hljómsveit sem sendi frá sér eina albestu plötu síðasta árs,  Baldur.  Í næsta mánuði halda víkingarokkararnir í hljómleikaferð um Ísland og Færeyjar í samfloti með færeysku dómsdagsrokkurunum í Hamferð.  Hamferð er sömuleiðis frábær hljómsveit á sviði.  Hún sigraði í færeysku músíktilraununum,  Sementi,  í fyrra.  Í árslok sigraði hún titilinn "Bestu nýliðarnir" í færeysku tónlistarverðlaununum;  Planet Awards.

  Hamferð hefur sent frá sér eina plötu,  Vilst er síðsta fet.  Um hana má lesa með því að smella á þennan hlekk:  http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1144831/

  Um plötu Skálmaldar má lesa með því að smella á þennan hlekk:  http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1138185/

  Hljómleikaferð Skálmaldar og Hamferðar verður farin undir heitinu  Ferðast til Heljar.  Með í för verður finnskur ljósmyndari.  Sá mun skrásetja ferðina í máli og myndum og gefa út í bók.  Þetta verður rosalegt.  Þannig verður ferðin:

5.  júlí:  Sódóma,  Reykjavík.  Tvennir hljómleikar

6.  júlí:  Húsavík

7. - 9. júlí:  Eistnaflug 2011,  Neskaupstað

12.  júlí:  Seglloftið,  Tvöroyri í Færeyjum

13.  júlí:  Perlan,  Þórshöfn í Færeyjum (mikilvægt að rugla henni ekki saman við Þórshöfn á Langanesi)

14. - 16.  júlí:  G!Festival í Götu í Færeyjum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

þakka þér enn og aftur fyrir að vekja athygli á góðum hljómsveitum Jens

Óskar Þorkelsson, 13.6.2011 kl. 09:36

2 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 13.6.2011 kl. 15:46

3 Smámynd: Jens Guð

  Óskar,  einhver verður að sjá um það.  Mín er ánægjan.

Jens Guð, 13.6.2011 kl. 16:29

4 Smámynd: Jens Guð

  Ómar Ingi,  takk fyrir innlitið.

Jens Guð, 13.6.2011 kl. 16:29

5 identicon

 „Perlan, Þórshöfn í Færeyjum (mikilvægt að rugla henni ekki saman við Þórshöfn á Langanesi)“

Er það ekki rétt munað að einhverju sinni hafi merkur maður, ættaður úr Hjaltadal, ruglað þessum Þórshöfnum saman?

Og svo í framhaldi; ef ekki má rugla saman Langanesi og Færeyjum er þá í lagi að rugla Þórshöfnunum saman við Þórshöfn á Suðurnesjum?

Tobbi (IP-tala skráð) 14.6.2011 kl. 13:16

6 Smámynd: Jens Guð

  Tobbi,  það er rétt munað hjá þér að fordæmi eru fyrir því að ruglast á Þórshöfn í Færeyjum og Þórshöfn á Langanesi.  Þess vegna er ástæða til að vara við því.

  Ég vissi ekki af Þórshöfn á Suðurnesjum.  Sem er kannski eins gott.  Nóg er að rugla hinum tveimur saman.

Jens Guð, 14.6.2011 kl. 19:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.