Ferđast til Heljar

  Íslensku víkingarokkararnir í Skálmöld stóđu sig glćsilega vel í síđasta Popppunkti.  Ţeir standa sig ennţá betur á sviđi.  Frábćr hljómsveit sem sendi frá sér eina albestu plötu síđasta árs,  Baldur.  Í nćsta mánuđi halda víkingarokkararnir í hljómleikaferđ um Ísland og Fćreyjar í samfloti međ fćreysku dómsdagsrokkurunum í Hamferđ.  Hamferđ er sömuleiđis frábćr hljómsveit á sviđi.  Hún sigrađi í fćreysku músíktilraununum,  Sementi,  í fyrra.  Í árslok sigrađi hún titilinn "Bestu nýliđarnir" í fćreysku tónlistarverđlaununum;  Planet Awards.

  Hamferđ hefur sent frá sér eina plötu,  Vilst er síđsta fet.  Um hana má lesa međ ţví ađ smella á ţennan hlekk:  http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1144831/

  Um plötu Skálmaldar má lesa međ ţví ađ smella á ţennan hlekk:  http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1138185/

  Hljómleikaferđ Skálmaldar og Hamferđar verđur farin undir heitinu  Ferđast til Heljar.  Međ í för verđur finnskur ljósmyndari.  Sá mun skrásetja ferđina í máli og myndum og gefa út í bók.  Ţetta verđur rosalegt.  Ţannig verđur ferđin:

5.  júlí:  Sódóma,  Reykjavík.  Tvennir hljómleikar

6.  júlí:  Húsavík

7. - 9. júlí:  Eistnaflug 2011,  Neskaupstađ

12.  júlí:  Seglloftiđ,  Tvöroyri í Fćreyjum

13.  júlí:  Perlan,  Ţórshöfn í Fćreyjum (mikilvćgt ađ rugla henni ekki saman viđ Ţórshöfn á Langanesi)

14. - 16.  júlí:  G!Festival í Götu í Fćreyjum


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Ţorkelsson

ţakka ţér enn og aftur fyrir ađ vekja athygli á góđum hljómsveitum Jens

Óskar Ţorkelsson, 13.6.2011 kl. 09:36

2 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 13.6.2011 kl. 15:46

3 Smámynd: Jens Guđ

  Óskar,  einhver verđur ađ sjá um ţađ.  Mín er ánćgjan.

Jens Guđ, 13.6.2011 kl. 16:29

4 Smámynd: Jens Guđ

  Ómar Ingi,  takk fyrir innlitiđ.

Jens Guđ, 13.6.2011 kl. 16:29

5 identicon

 „Perlan, Ţórshöfn í Fćreyjum (mikilvćgt ađ rugla henni ekki saman viđ Ţórshöfn á Langanesi)“

Er ţađ ekki rétt munađ ađ einhverju sinni hafi merkur mađur, ćttađur úr Hjaltadal, ruglađ ţessum Ţórshöfnum saman?

Og svo í framhaldi; ef ekki má rugla saman Langanesi og Fćreyjum er ţá í lagi ađ rugla Ţórshöfnunum saman viđ Ţórshöfn á Suđurnesjum?

Tobbi (IP-tala skráđ) 14.6.2011 kl. 13:16

6 Smámynd: Jens Guđ

  Tobbi,  ţađ er rétt munađ hjá ţér ađ fordćmi eru fyrir ţví ađ ruglast á Ţórshöfn í Fćreyjum og Ţórshöfn á Langanesi.  Ţess vegna er ástćđa til ađ vara viđ ţví.

  Ég vissi ekki af Ţórshöfn á Suđurnesjum.  Sem er kannski eins gott.  Nóg er ađ rugla hinum tveimur saman.

Jens Guđ, 14.6.2011 kl. 19:18

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband