2.7.2011 | 00:34
Gríðarlegur metnaður hjá Iceland Express
Það er gott að flugfélagið Iceland Express bjóði upp á flug til útlanda. Og stundum til baka líka. Það veitir Icelandair aðhald. Heldur því flugfélagi á tánum. Vonandi með þeim árangri að verð á flugmiðum sé eins lágt og hægt er. Þess vegna er ástæða til að ferðast með Iceland Express (og einstaka sinnum með Icelandair til að það fari ekki heldur á hausinn). Ég veit ekki hverjir eiga þessi flugfélög í dag. Vonandi eru það ekki (miklir) glæpamenn.
Hitt veit ég: Það er gríðarlegur metnaður í gangi hjá Iceland Express þessa dagana. Talsmenn flugfélagsins hafa tilkynnt um nýja kappsfulla stefnu. Hún gengur út á það að í nánustu framtíð verði flugvélar fyrirtækisins á eftir áætlun í 25% tilfella.
Samskonar stefnu ætti að taka víðar upp. Til að mynda hjá strætisvögnum og öðrum áætlunarferðum. Þetta er alvöru áskorun fyrir starfsfólkið. Og fyrir viðskiptavini er þetta eins og gestaþraut. Eða kannski rússnesk rúlletta öllu heldur: Að vita aldrei hvaða ferðir verða á eftir áætlun en vita að líkurnar séu 1 á móti 4.
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkar: Samgöngur, Spil og leikir, Viðskipti og fjármál | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
Nýjustu athugasemdir
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Jóhann, góður! jensgud 11.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Bjarni, sumir búa að hundaheppni. jensgud 11.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Er einhver hundur í þér Bjarni??????? johanneliasson 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Hundleiðinlegur,hundfúll, það er enginn hundskemmtilegur Bjarni 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Stefán, þetta er áhugaverð pæling hjá þér. jensgud 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Það er nokkuð til í því sem Bjarni skrifar hér að ofan, en það ... Stefán 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: jarni, takk fyrir áhugaverðan fróðleik um hunda. jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Hundar eru hvimleið kvikind, geltandi dag og nótt, glefsandi hæ... Bjarni 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Sigurður I B, jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Jóhann, góð spurning! jensgud 9.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 40
- Sl. sólarhring: 74
- Sl. viku: 1465
- Frá upphafi: 4119032
Annað
- Innlit í dag: 33
- Innlit sl. viku: 1124
- Gestir í dag: 30
- IP-tölur í dag: 30
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Jens, þetta er annsi kraftmikið skot á þetta flugfélag, og að mínu mati neðan beltis.
Þeir hafa öðrum fremur lækkað verð á flugferðum á milli landa svo um munar, en við vitum einnig að þeir (Iceland Express) eru félag í vexti og læra af mistökum. Þeir hafa verið gagnrýndir fyrir að vera ekki á tíma, en ég tel að það sé aðeins vegna þess að þeir eru að nýta hverja mínútu til hins ýtrasta, en vona að það lagist.
Gudmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 2.7.2011 kl. 01:50
Iceland Express er ekki flugfélag, heldur ferðaskrifstofa...
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.7.2011 kl. 02:29
Er einhver munur þar á??
Guðmundur Júlíusson, 2.7.2011 kl. 02:49
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 2.7.2011 kl. 08:22
Ég nota mér yfirleitt Iceland Express, því kosturinn við það flugfélag er að þú getur farið bara aðra leiðina og ræður hvenær og hvernig þú kemur til baka. Hjá Icelandair að minnsta kosti þangað til núna hefur maður þurft að kaupa fram og til baka. Hef annars líka flogið með Sas. Mér er nefnilega alveg sama um seinkun ef ég kemst ódýrara, verð samt að viðurkenna að það væri ekki spennandi ef ég væri að fara í framhaldsflug.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.7.2011 kl. 09:09
Guðmundur, ég er að klappa þeim á kollinn og hvetja til góðra verka. Ef tíðar seinkanir á flugi koma hvergi til umræðu finnst starfsfólki fyrirtækisins þetta skipta litlu máli og bregðast ekki við vandamálinu af snerpu. Nú eru þeir að spýta í lófana. Einmitt vegna þess að þessi vankantur á rekstrinum er kominn í umræðuna.
Jens Guð, 2.7.2011 kl. 12:21
Jóna Kolbrún, takk fyrir ábendinguna. Þetta kallar á frekari skoðun.
Jens Guð, 2.7.2011 kl. 12:22
Guðmundur (#3), ég var að kanna málið. Mér virðist sem ferðaskrifstofa sé víðtækara hugtak og nái yfir öll fyrirtæki sem selja ferðaþjónustu, hvort sem er með flugi, rútu eða gönguferðir. Flugfélag er sértækt hugtak bundið við fyrirtæki sem annast flugferðir.
Samkvæmt því er Iceland Express flugfélag sem starfar innan geira ferðaþjónustu.
Jens Guð, 2.7.2011 kl. 12:32
Árinbjörn Kúld, takk fyrir það og bestu kveðjur norður.
Jens Guð, 2.7.2011 kl. 12:32
Ásthildur Cesil, þetta vissi ég ekki með að einungis sé hægt að kaupa flugmiða báðar leiðir með Icelandair. Alltaf er maður að læra eitthvað nýtt. Það hefur einfaldlega aldrei reynt á þetta hjá mér.
Algengustu seinkanir á flugi eru 15 - 30 mín. Ég hef aldrei látið svoleiðis trufla mig. Geri bara ráð fyrir þannig seinkunum og þá er ekkert stress í gangi. Jafnframt gæti ég þess að hafa gott svigrúm á milli fluga í tengiflugi. Ekki skemmri tíma en 10 klukkustundir. Og helst sitthvora dagsetninguna. Þá er þetta allt svo auðvelt.
Jens Guð, 2.7.2011 kl. 12:38
Ha ha ha, ég flýg alltaf með icelandair, þ.e.a.s. þau fái skipti sem ég ferðast.
Ásdís Sigurðardóttir, 2.7.2011 kl. 12:58
Iceland Express er hvorki flugfélag né ferðaskrifstofa heldur er það farmiðasala sem hefur engar skyldur né við farþega né tryggingar um að koma þeim á áfangastað. Félagið er hins vegar, að ég best veit, eigandi ferðaskrifstofunnar Express ferðir.
Flugfélög þurfa að sýna fram á að hafa eigið fé til að geta stundað rekstur í 3 mánuði án tekna ásamt því að lúta ströngum kröfum um öryggi, eftirfylgni við reglugerðir, þjálfun starfsfólks, innra eftirlit og hafa gæðakerfi svo eitthvað sé nefnt. Ferðaskrifstofur verða að hafa tryggingar sem nægja til að koma öllum farþegum til síns heima eða geta endurgreitt ferðir sem ekki eru hafnar.
Iceland Express leigir flugvélar af breska flugfélaginu Astraeus og fylgir þar af leiðandi breskum lögum og reglum um flugrekstur. Sá rekstur kallar áfjölda starfsfólks sem er því ekki íslenskt og borgar ekki skatta á Íslandi né gerir flugfélagið það. Flugmenn eru ráðnir í gegnum áhafnaleigu sem staðsett er á einhverri skattaskjólseyju og þeir fá greitt þar og greiða því enga skatta af tekjum sínum. Það er því hægt að greiða þeim lægri laun og þar með verður reksturinn ódýrari.
Þetta er svona það helsta.
Nonni (IP-tala skráð) 2.7.2011 kl. 12:59
Nánari útksýring; til þess að félag teljist flugfélag verður félagið að vera handhafi flugrekstrarleyfis.
Iceland Express er ekki handhafi flugrekstrarleyfis. Handhafar flugrekstrarleyfis á Íslandi:
http://caa.is/Flugrekendur/Handhafarflugrekstrarleyfa/
Nonni (IP-tala skráð) 2.7.2011 kl. 13:10
Nonni er með þetta á hreinu. Ef flugfélög þyrftu hvorki að eiga flugvélar né hafa flugmenn í vinnu væri auðvelt að gerast "flugfélag". Iceland Express leigir bæði vélar og starfsfólk af Astreus.
Gunnar (IP-tala skráð) 2.7.2011 kl. 16:53
Svona btw, þá hef ég heyrt frá manni sem segir að farangur hans og margra annarra sé farinn að hlaðast upp í Winnipeg. Það fyndna er að enginn þeirra sem eiga farangurinn var að fljúga þangað. Það er gróft brot á alþjóðlegum reglum um flugöryggi að senda farangur með vél þar sem eigandinn er ekki um borð (ástæðan er sprengjuárás Líbíumanna, þegar vélin sem kennd er við Lockerbie sprakk í loft upp eftir að farþegi tékkaði inn sprengjuhlaðna tösku og fór síðan ekki sjálfur um borð). Ef það er kerfisbundið verið að flytja farangur fólks til Winnipeg, án þess að neinn ábyrgðarmaður sé um borð í vélunum, er það alvarlegt mál. Sel það þó ekki dýrara en ég keypti það.
hmm (IP-tala skráð) 2.7.2011 kl. 16:57
Það er rétt að Iceland Express er ekki flugfélag, heldur farmiðasali fyrir breska flugfélagið Astereus. Bæði félögin eru hins vegar í eigu Pálma í Fons og þau keypti hann út úr þrotabúi Fons á spottprís á sínum tíma. Bústjóri Fons mun hafa gert kröfu um að þeim samningum verði rift, enda félögin keypt út úr félaginu rétt fyrir gjaldþrot á undirverði.
Eignarhaldið á þessum félögum ætti nú ekki að vera til þess að trekkja að þeim viðskiptavini, eða hvað?
Axel Jóhann Axelsson, 2.7.2011 kl. 17:50
Þetta er tómt bull sem Ásthildur cesil heldur fram að það sé bara hægt að kaupa báðar leiðir með Flugleiðum. Kjaftæði, ekkert mál að kaupa aðra leiðina með þeim eins og sést á heimasíðunni þeirra.
Hitt er annað mál að eftir reynslu mína með Iceland Express i ferð til Portúgal í fyrra ferðast ég ALDREI AFTUR með því skítakompaníi og kaupi heldur ekki ferðir með Úrval-Útsýn framar en þetta eru basicly sama fyrirtækið eða allavega sömu eigendur. Nenni ekki að segja ferðasöguna einu sinni enn , en það fór bara allt úrskeiðis, félögin vísuðu hvort á annað. Mér var sagt að senda skriflega kvörtun, gerði það tvisvar en fékk aldrei svar.
Óskar, 2.7.2011 kl. 20:10
Ásdís, þá ertu sennilega komin með góðan skammt af vildarpunktum. Mér hefur aldrei tekist á læra inn á það dæmi.
Jens Guð, 2.7.2011 kl. 20:40
Talandi um eignarhald, er eignarhaldið á Icelandair aðlaðandi?(Innl 16)
Ég get ekki séð að það skipti máli í hvorn krimmavasann fluggjaldið fer. Það sem skiptir mig máli er upphæðin á farmiðanum.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.7.2011 kl. 21:27
Nafni, er munurinn ekki sá að Icelandair var keypt á yfirverði af gegni Jóns Ásgeirs og félaga, en Pálmi í Fons keypti hins vegar Iceland Express á undirverði af sjálfum sér, eftir að hafa í kompaníi við hitt gengið verið nánast búinn að búa svo um hnútana að Icelandair myndi ekki geta lifað af samkeppnina með skemmdarverkunum á fjárhag Icelandair áður en flugfélagið var selt og eignunum öllum haldið eftir í FL-Group (sem síðar fékk nafnið Stoðir)?
Svo þarf fólk líka að muna, að lögreglan er sífellt að biðja fólk að kaupa ekki þýfi, þar sem slíkt ýtir undir starfsemi krimmanna.
Axel Jóhann Axelsson, 2.7.2011 kl. 22:10
Það eru nokkur ár síðan ég ferðaðist til Þýskalands, Mexíco og Bandaríkjanna, við ætluðum að kaupa okkur aðra leið til Þýskalands og BNA, því við vorum ekki viss um hvenær við kæmum heim aftur. Það var ekki í boði. Ódýrasti flugmiðinn sem við fengum var Kef-Frankfurth - New York, Keflavík, Frankfurth. Það borgaði sig fyrir okkur að henda leggnum til Þýskalands og fara út í Keflavík. Það getur svo sem vel verið að þetta hafi breyst, en síðast þegar ég fór út til Evrópu, þá var miðinn miklu dýrari ef maður ætlaði bara að kaupa aðra leiðina. Það kalla ég að það standi ekki til boða.... Þannig legg ég í hlutina.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.7.2011 kl. 22:43
Ásthildur, fargjaldafrumskógurinn er greinilega orðinn gjörbreyttur frá þessum tíma, því mér datt í hug að fara inn á bókunarvefina hjá báðum flugfélögunum og valdi sömu dagsetninguna, algerlega út í loftið, en þó með hæfilega löngum fyrirvara, því þannig er alltaf hægt að ná hagstæðustu fargjöldunum.
Ég setti inn dagsetninguna 30. ágúst og Icelandair flýgur til Frankfurth, en Iceland Express til Frankfurth-Hahn. Fargjaldið hjá Icelandair, aðra leiðina, var gefið upp 36.000 kr., en hjá Iceland Express 46.000 krónur. Í báðum tilfellum var um að ræða lægsta fargjald, aðra leiðina, þann daginn.
Í þessu tilfelli hefði sem sagt verið 10.000 krónum dýrara að fljúga með "lággjaldaflugfélaginu".
Axel Jóhann Axelsson, 2.7.2011 kl. 23:48
Gott að Vita þetta Axel, já batnandi mönnum er best að lifa. En má ekki segja að þetta sé þá Iceland EXpress að þakka að Iceslandair hafi komist niður á sama level?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.7.2011 kl. 01:52
Öll samkeppni er til góðs og nú halda mörg erlend flugfélög úti áætlunarflugi til Íslands og væntanlega hefur sú samkeppni, ekki síst, orðið til að lækka fargjöldin.
Fyrst Iceland Express býður alls ekki upp á lægstu fargjöldin, a.m.k. ekki nema stundum, er alveg ástæða fyrir fólk að velta fyrir sér eignarhaldinu og hvernig það er tilkomið, áður en viðskipti eru ákveðin.
Axel Jóhann Axelsson, 3.7.2011 kl. 14:56
Nonni, bestu þakkir fyrir þessar góðu upplýsingar.
Jens Guð, 3.7.2011 kl. 20:18
Gunnar, rétt hjá þér.
Jens Guð, 3.7.2011 kl. 20:19
Hmm, þetta er dularfullt.
Jens Guð, 3.7.2011 kl. 20:20
Axel Jóhann, takk fyrir þessar upplýsingar.
Jens Guð, 3.7.2011 kl. 20:21
Veistu, ég er orðin svo vondu vanur að mér finnst þetta bara hið besta mál ;)
doctore (IP-tala skráð) 4.7.2011 kl. 09:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.