24.8.2011 | 00:41
Mjólk er rosalega fitandi
Samkvæmt danska netmiðlinum Information er mjólk rosalega fitandi. Ég hef áhyggjur af þessu. Það er að segja fyrir hönd Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem er að eigin sögn kominn á "íslenska kúrinn". Information vitnar til þriggja virtra og nafngreindra sérfræðinga sem eru á einu máli um þetta. Þetta er hrikalegt.
Kúamjólk er sneisafull af vaxtahormónum. Hlutverk þeirra er að láta kálfa ná örum vexti. Kálfarnir snúa sér hinsvegar að grasafæði er þeir stálpast. Samt eru þeir nautheimskir. Enda taka þeir ekki meðvitaða ákvörðun um breytt mataræði heldur er það eðlishvöt sem ræður för. Það sama á við um önnur dýr. Það er aðeins ungviðið sem sækir í mjólk.
Manneskjan er undantekning. Hún þambar mjólk fram eftir öllum aldri. Jafnvel af áfergju. Og hellir mjólk út á morgunkornið sitt, út í múslimadjúsinn sinn (kaffi), út á hafragrautinn og hvað sem fyrir er.
Eftir að manneskjan nær á efri unglingsárum tiltekinni hæð getur hún aðeins vaxið á þverveginn. Það gerist þegar mjólkur er neytt. Mjólkin á að stórum hluta sök á vaxandi þyngd vesturlandabúa. Líka framsóknarmanna.
Þetta vaxtahormón heitir IGF-1. Bölvaður óþverri fyrir fullorðið fólk. Sérstaklega þurfa íslenskir ferðamenn til Bandaríkja Norður-Ameríku að forðast mjólkina. Þar er vaxtahormónum dælt í nautgripi með þeim afleiðingum að IGF-1 fer freklega fram í kroppi neytenda. Eins og glöggt má sjá á vaxtarlagi bandarísks almennings.
Ég er ekki alveg klár á því en kannski er í lagi fyrir Sigmund Davíð að þamba mysu.
Meginflokkur: Heilbrigðismál | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Lífstíll, Matur og drykkur | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Passar hún?
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit heims
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
Nýjustu athugasemdir
- Passar hún?: Elskuleg. L 24.1.2025
- Passar hún?: L, takk fyrir skemmtilegt ljóð. jensgud 24.1.2025
- Passar hún?: Í ástarinnar Ômmu er allt í stakasta lagi. Skapaðar að hanna g... L 23.1.2025
- Passar hún?: Stefán, eins og svo oft ber enginn ábyrgð! jensgud 23.1.2025
- Passar hún?: Önnur og verri saga: ,, Litlu leikskólabörnin urðu fárveik af ... Stefán 22.1.2025
- Passar hún?: Jóhann, heldur betur! jensgud 22.1.2025
- Passar hún?: Já þessar jólagjafir eru stundum til vandræða......... johanneliasson 22.1.2025
- Passar hún?: Sigurður I B, góð saga! jensgud 22.1.2025
- Passar hún?: Bjarki, svo sannarlega! jensgud 22.1.2025
- Passar hún?: Þetta minnir mig á... Manninn sem keypt sér rándýrt ilmvatn (ef... sigurdurig 22.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 11
- Sl. sólarhring: 259
- Sl. viku: 1137
- Frá upphafi: 4121825
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 948
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Mjólk er góð...ísköld...helst úr bláu fernuni...
Ólafur Ólafsson, 24.8.2011 kl. 05:34
Þessi iðnvarningur, sem kallaður er neyslumjólk, er bölvaður óþverri. Efast um að allur almenningur geri sér grein fyrir framleiðsluferli þessarar vöru. Í fyrsta lagi er mjólkin tekin frá mörgum framleiðendum í einu, annan eða þriðja hvern dag, sem eru þegar búnir að blanda saman mjólk úr kannski 150 kúm í tank. Hreinlætið mismunandi, lyfjaleifar í blóði kúnna sem kemst þar af leiðandi í mjólkurkirtlana o.s.frv. Síðan er ekið með mjólkina í tanki bifreiðanna í heilu og hálfu dagana og dælt úr þeim í safntanka. Í fyrsta lagi daginn eftir er mjólkin síðan tekin og fyrst er hún hituð í 63 gráður C, sem á að drepa flesta gerla, en drepur líka margt fleira. Síðan er hún skilin í rjóma og undanrennu. Það sem á að fara á markað sem neyslumjólk er síðan blandað í "réttum" hlutföllum þannig að fáist tiltekin fituprósenta, eftir því hvort á að selja þetta sem léttmjólk eða "staðalmjólk". Á þriðja degi frá því hún var tekin hjá framleiðanda fer hún svo í verslanir. Í flestum tilvikum eru þá 5 dagar síðan hráefnið kom úr kúnni. Við þetta bætist svo það sem Jens gerir grein fyrir hér að ofan varðandi náttúrulegt eðli mjólkurinnar og að hún hentar engan veginn meltingarfærum né fæðuþörf fullorðinna spendýra eins og t.d. homo sapiens.
Sauðarhaus (IP-tala skráð) 24.8.2011 kl. 06:01
Múslimadjús er ansi gott orð á kaffi
Gunnar (IP-tala skráð) 24.8.2011 kl. 07:12
Mér fannst mjólk góð þegar ég var barn, og ég held að það sé m.a. þess vegna sem ég hef enga beinþynningu í dag. En nú bjarga ég mér með að borða Hafkalk og magnesíum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.8.2011 kl. 10:15
Nóta bene öll mín uppvaxtarár drakk ég mjólkina beint frá kúnni, því á Stakkanesinu heima á Ísafirði bjó kúabóndinn Arnar lögga og við keyptum mjólk af þeim hjónum, fórum á kvöldin með brúsa og sóttum annann. Þannig að það var enginn gerilsneiðing á þeim bænum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.8.2011 kl. 10:17
Þegar lesið er utan á umbúðir mjólkurafurða kemur allt annað í ljós en maður heldur. Í morgunkorninu, sem ég horfi nú á, eru 340 hitaeiningar í hverjum 100 grömmum. Aðeins 50 hitaeingar eru í sykurskertri kókómjólk, og þar er fitan aðeins eitt gramm.
Í flestum brauð- og mjöltegundum er fitan margfalt meiri. Kolvetnin í sykurskertri kókómjólk eru aðeins 6,7 grömm á hverjum 100 grömmum, tíu sinnum minni en í morgunkorninu góða.
Furðu lítil fita er í venjulegri mjólk miðað við það að í 100 grömmumm af smjöri, eða smjörva sem ég horfi nú á, eru 75 grömm af fitu og hitaeiningarnar eru 680 eða þrettán sinnum fleiri en í sykurskertri kókómjólk.
Þriðjungur af súkkulaðivörum er fita, þar með talið "megrunarkexið" Prins póló.
Matvörur úr jurtaríkinu eru furðu fitandi, meira fitandi en mjólk.
Lesið utan á umbúðirnar um það sem þið étið, elskurnar mínar, og þá sjáið þið staðreyndirnar blasa við ykkur!
Ómar Ragnarsson, 24.8.2011 kl. 11:32
Ólafur, mjólk er góð... fyrir kálfa.
Jens Guð, 24.8.2011 kl. 12:16
Sauðarhaus, ég kannast við þetta ferli, fæddur og uppalinn í útjaðri Hóla í Hjaltadal.
Jens Guð, 24.8.2011 kl. 12:18
Gunnar, já, það voru múslimar sem fundu upp á því að gera drykk úr kaffibaunum. Sumir öfgakristnir drekka ekki kaffi vegna þess.
Jens Guð, 24.8.2011 kl. 12:20
Ásthildur Cesil, ég ólst einnig upp á kúamjólk beint úr spenanum. Á unglingsárum missti ég alla lyst á mjólk og hef forðast hana síðan.
Jens Guð, 24.8.2011 kl. 12:24
Ómar, takk fyrir þessar upplýsingar og ábendingar. Vandamálið með mjólkina liggur ekki í fituhlutfallinu heldur vaxtahormóninu IGF-1. Þess er ekki getið á umbúðum.
Jens Guð, 24.8.2011 kl. 12:26
Skemtileg grein og er sko sammála,mjólk er fyrir kálfa.
Sigurbjörg Sigurðardóttir, 24.8.2011 kl. 14:13
MJÓLK er efst á lista yfir þær matvörur sem EKKI ber að neyta vegna myndun krabbameins í blöðruhálskyrtli. Aðeins jógúrt er leyfileg í litlu magni.
Björn Emilsson, 24.8.2011 kl. 15:23
Það er nefnilega það. Ég hef sívaxandi áhyggjur af SDG. Mjólkin stækkar hann, feita lambakétið sest innan í æðarnar, súra slátrið skemmir maga og svona mætti lengi telja.
Líklega er eins gott fyrir hann að hætta við þetta 365 daga sjálfvalda þorrablót sitt ef ekki á illa að fara.
Jón Ingi Cæsarsson, 24.8.2011 kl. 17:35
Þetta er nú fæðan sem íslendingar hafa neytt síðan sautjánhundruð og súrkál. Örugglega hollara en tilbúnir hamborgarar og pylsur, hormónakjöt frá útlöndum og fleira slíkt. Ef hann gætir þess að borða líka grænmeti, það er mikið ræktað á Íslandi og gæti verið mikið meira. Ég er ekki framsóknarmaður en ég er afskaplega ánægð með framgöngu Sigmundar Davíðs fyrir íslenskum matvörum. Mættu fleiri taka hann sér til fyrirmyndar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.8.2011 kl. 18:44
slæmt að þú skulir ekki sjá lýðskrumið í þessu þjóðernisæði hans Simma dabba Ásthildur.. ég gæti hrakið þetta hjá þér auðveldlega ef ég mundi nenna því.. en það er tilgangslaust því þú mundir sennilega ekki trúa því heldur ;)
Þetta vaxtahormon Jens er lúmskur andskoti og hef ég vitað af þessu í nokkuð mörg ár núna.. en þetta má bara ekki ræða þar sem frammara allra landa ráða talsvert miklu..
http://www.genecards.org/cgi-bin/carddisp.pl?gene=IGF1
Óskar Þorkelsson, 24.8.2011 kl. 18:54
Andskotans kjaftæði! Hvaðan hefurðu upplýsingar um þetta vaxtarhormón? Væri það í kúamjólk í umtalsverðu magni væri ég örugglega stærri en ég þó lafi í miðað við magnið sem ég lét ofan í mig á uppvaxtarárunum. Hins vegar fór ég ekki að vaxa á þverveginn fyrr en ég var hættur að drekka mjólk. Og hvaðan skyldi viskan um prostatakrabbameinið og mjólkina koma? Gaman væri að sjá raunverulegar rannsóknir sem sýndu fram á meint tengsl þar á milli.
Tobbi (IP-tala skráð) 24.8.2011 kl. 19:15
Ég sé lýðskrum víða Óskar. En að mínu mati er Þessi ungi maður ekki lýðskrumari. Ég viðurkenni að ég mun aldrei kjósa Framsókn, en ég held að ég sjái nokk lýðskrum þegar ég sé það. Það er reyndar svoleiðis í öllum flokkum og margir tilkallaðir þess vegna einmitt er bara 12%almennings sem styður alþingi Íslands í dag. Þetta þurfa menn að horfast í augu við og axla sína ábyrgð og koma sér frá.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.8.2011 kl. 19:21
það hryggir mig að sjá að þú skulir ekki sjá það Ásthildur að Sigmundur er mesti lýðskrumari sem sést hefur í íslenskum stjórnmálum í langan tíma..
Óskar Þorkelsson, 24.8.2011 kl. 19:35
Vona að hryggð þín verði læknuð Óskar minn. Ef til vill sé ég ljósið aldrei að vita. Ég tel að lýðskrumaratitillinn eigi að ganga til Steingríms Joð Sigfússonar manns sem hefur svikið öll sín kosningaloforð og prinsipp til að verma stólinn sem hann gat loksins klófest með hjálp Jóhönnu. Þar á eftir kemur fljótlega Össur Skarphéðinsson, sem er sennilega nær þvi að teljast vindhani en lýðskrumari nema hvorttveggja sé.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.8.2011 kl. 19:50
Íslenskur matur er hvorki verri né betri en annar matur... það er bara spurning um smekk. Alhæfingar í þessa veru eru í besta falli svolítið barnalegar..
Jón Ingi Cæsarsson, 24.8.2011 kl. 19:52
Sigurbjörg, takk fyrir það.
Jens Guð, 24.8.2011 kl. 19:54
Björn, takk fyrir þennan fróðleiksmola.
Jens Guð, 24.8.2011 kl. 19:55
hér með legg eg mjólkurglasið á hilluna!! eftir að ég hætti að nota eitulyf hef ég sukkað mikið og ótæpilega af mjólkurvörum og þingst um ca 10kilo
.
ágúst hróbjartur (IP-tala skráð) 24.8.2011 kl. 23:16
Jón Ingi (#14), ég hef einnig vaxandi áhyggjur af SDG.
Jens Guð, 24.8.2011 kl. 23:26
Ásthildur Cesil (#15), það er til fyrirmyndar að neyta íslensks matar. En jafnframt dálítið undrunarefni að þessi sjálfsagt ágætis maður skuli röskelga hálf fertugur snúa sér að íslenskum mat.
Jens Guð, 24.8.2011 kl. 23:35
Óskar (#16), takk fyrir hlekkinn. Ég hafði aldrei heyrt af þessu með vaxtarhormónana IGF-1 fyrr en ég rakst á þetta í Information.
Jens Guð, 24.8.2011 kl. 23:39
Tobbi, ég hef þetta frá Information.dk. Sérfræðingarnir sem vitna um þetta eru: Ane Bodil Søgaard, biolog lic.scient., Karen Østergaard, yfirlæknir og Troels V. Østergaard, mag.scient.
Hitt er næsta víst að fleira getur orsakað vöxt á þverveg en mjólk.
Jens Guð, 24.8.2011 kl. 23:43
Það er ekkert vaxtarhormón í mjólk. Feita mjólkin er góð fyrir börn og fullorðið fólk en létta mjólkin verri ( ath. það er ekki fitan í matnum sem gerir okkur feit)
En mjólk ætti samt aðeins að drekka í hófi og hún meltist ekki vel vegna sérstakra próteina sem í henni eru. Það kemur af sjálfu sér.
Enginn verður beinlínis feitur bara af mjólk en offita vesturlandabúa stafar auðvitað ekki af fitu í matnum heldur eins og þekkt er af sífelldu sykuráti og miklu kolvetnaríku matarræði. Kolvetni finnast aðallega í brauði, kartöflum, hrísgrjónum og pasta.
Svo vilji menn grenna sig er að hætta í sykrunum og minnka kolvetnin. Spendýr þurfa ekki sykur og maðurinn ekki heldur. Ef menn hætta í sykri fá menn fráhvarf í 2 vikur, það er ekki lengri písl en það.
Guðmundur Pálsson læknir (IP-tala skráð) 25.8.2011 kl. 09:29
Það væri gaman að sjá hvaða alvöru rannsóknir þetta góða fólk, sem þú telur upp, vitnar til þegar það heldur þessum þvættingi fram. Og, ágæti Jens, á sömu síðu og grein þeirra þremenninganna birtist er svar við henni og sett fram af heldur meiri rökhyggju. Ættir þú að lesa það og velta fyrir þér. http://www.information.dk/274380
Aldrei hefði þér dottið í hug að hlaupa svona eftir dönskum bullum heima í Hjaltadalnum í gamla daga.
Tobbi (IP-tala skráð) 25.8.2011 kl. 22:38
Blessaður Jens, skoðaðu þessa síðu, hún er ágæt, þar er talað um kosti og galla þess að menn neyti mjólkurafurða.
http://milk.procon.org/
kv.Maggi
Magnús E Jónsson (IP-tala skráð) 26.8.2011 kl. 11:43
Orð Guðmundar pálssonar læknis eru efnislega þau sem ég vildi sagt hafa og hef raunar gert víða í svipaðari umræðu. Það liggur raunar við, að þurfi að skera upp herör gegn fordómum í garð fituneyslu!
Magnús Geir Guðmundsson, 26.8.2011 kl. 16:38
Sérkennilegt hjá Dr. Guðmundi að sneyða framhjá þeirri staðreynd að aukin hreyfing er hin hliðin á offitupeningnum. offituvandinn er annars vegar vegna þess að við borðum of mikið og hins vegar af því að við hreyfum okkur of lítið. Vilji maður takast á við vandann breytir maður mataræði, og þá sérstaklega skammtastærðinni, og eykur hreyfingu og útivist.
Páll (IP-tala skráð) 26.8.2011 kl. 20:08
Ásthildur Cesil (#18), ég held að það sé rétt hjá þér að hver einasti stjórnmálaflokkur sitji uppi með lýðskrumara. Að minnsta kosti allir fjórflokkarnir.
Jens Guð, 27.8.2011 kl. 00:19
Óskar (#19), ég hef ekki "keypt" málflutning Sigmundar Davíðs. Þetta er sennilega hinn vænsti piltur. Og stundum hittir hann naglann á höfuðið. Hann er í erfiðu hlutverki í erfiðu tímabili Framsóknarflokksins. Ég kýs ekki Framsóknarflokkinn og tel tíma hans vera liðinn.
Jens Guð, 27.8.2011 kl. 00:23
Ásthildur Cesil (#20), það er margt til í þessu hjá þér.
Jens Guð, 27.8.2011 kl. 00:24
Já Jens minn þannig er það bara, og málið er að fjórflokkurinn hefur bundist samtökum um að halda hlífiskildi yfir hver öðrum og passa upp á að halli ekki á, þeir ætla sér að éta allt sem hægt er að éta sjálfum sér til hagbóta. Og það er okkar að varna því að þessir herramenn komist upp með það. Þetta er bara svo einfalt ef fólk virkilega spáir í það.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.8.2011 kl. 00:25
Jón Ingi (#21), þetta er kannski spurning um það hvað fellur undir skilgreininguna "íslenskur matur".
Jens Guð, 27.8.2011 kl. 00:26
Gústi minn, þú þarft eitthvað að endurskoða dæmið. Mjólk er ekki málið.
Jens Guð, 27.8.2011 kl. 00:27
Guðmundur, takk fyrir þessa fróðleiksmola.
Jens Guð, 27.8.2011 kl. 00:28
Tobbi (#31), ég veit ekkert um þetta. Ég rakst á þetta í Information og þótti gaman að velta þessu upp. Það er að segja benda á þessa grein og þær fullyrðingar sem þar koma fram. Annars er ég lítið fyrir aðra danska fjölmiðla en þá sem fjalla um músík. Einkum gaffa.dk.
Jens Guð, 27.8.2011 kl. 00:31
Magnús Geir, ég hef ekkert komið inn á fituneyslu heldur vakið athygli á þessu umdeilda vaxtahormóni IGF-1. Hinsvegar var ég í Nóatúni um daginn. Þar var á boðstólum saltkjöt í borðinu þar sem seldur er heitur tilbúinn matur. Fyrir framan borðið var verulega horaður fullorðinn maður sem valdi sér nokkra allra feitustu bitana. Þeir voru nánast bara fita. Ég gaf mig á tal við manninn. Hann sagði mér að honum þætti saltkjöt ekkert gott nema fitan. Væri alveg friðlaus þegar hann kæmist í svona feita bita. Það ætti líka við um annað kjöt.
Jens Guð, 27.8.2011 kl. 00:38
Magnús E, takk fyrir þetta.
Jens Guð, 27.8.2011 kl. 00:39
Páll, mikið rétt.
Jens Guð, 27.8.2011 kl. 00:40
Þið fáfróðu manneskjur! þið takið upp orð sjálfskipaðra spekinga og haldið að þar með sé hin hhefeilagi sannleikur kominn! Íslensk mjólk er og hefur verið holt og góð, þið gerið allt of mikið úr E efnum, þau eru skaðlaus og hafa alltaf verið, sbr MSG, sem er ekkert nema gott bragðaukandi efni svo eitthvert dæmi sé tekið.
Guðmundur Júlíusson, 27.8.2011 kl. 01:15
heilagi sannleikkur, átti þetta að vera!!
Guðmundur Júlíusson, 27.8.2011 kl. 01:17
Mér langaði aðeins að blanda mér í þessa umræðu þar sem ég rakst á fullyrðingu frá manni sem kemur fram undir nafninu "Sauðarhaus", ég vona að hann geri sér grein fyrir því hvað mjólkurframleiðendur eru undir ofboðslega ströngu eftirliti og standist mjólk frá þeim ekki kröfur sem mjólkurstöðvar setja upp fá þeir verðfellingu á mjólkinni og henni jafnvel hellt niður. Þess vegna eru aldrei lyfjaleyfar í mjólk, ef leyfar af pencilíni eða einhverju öðru lyfi er að finna í mjólk er henni hellt niður og bóndinn fær ekkert greitt fyrir alla þá mjólk sem var hellt þar niður. Blóðleyfar eru ekki heldur í mjólk þar sem sú mjólk fer sér. Bóndi fær verðfellingu á mjólk ef líftalan (frumutala) eða gerlatala er ekki eins og mjólkurvinnslustöðvar vilja að hún sé. Bóndi fær verðfellingu ef magn frjálsra fitusýra er of hátt. Einnig þá er meðalkúabú á Íslandi varla með 60 kýr, ég man því miður ekki töluna en 150 kýr á einu búi finnur þú á mjög fáum búum hér á landi.
Ég vill alls ekki vera með leiðindi en finnst að fólk eigi að vera með staðreyndir á hreinu og hafa ábyggileg rök áður en það setur eitthvað inn á netið. Beini ég þessum orðum til herra Sauðarhauss.
Langar einnig að benda á að frá 1990 hafa gæðakröfur á mjólk frá mjólkurstöðvum til bænda aukist svo um munar. Bær nú til dags sem myndi framleiða mjólk sem hefði uppfyllt skilyrði mjólkurstöðva frá 1990 yrði lokað í dag.
Herra Jens, ég vona einnig að þú áttir þig á því að dönsk mjólk og íslensk mjólk er ekki lík, er það kúategundin sem segir til þar um eða hvort menn séu að nota íslenskt kúakyn, Holstein eða Jersey en allar eiga þær sameiginlegt að vera kýr og gefa mjólk, en efnainnihald mjólkurinnar er mismunandi.
Til að mynda rámar mig í rannsókn sem gaf í skyn að vegna ákveðins próteins eða hormóns í mjólk íslenskra kúa, minnkuðu líkur á sykursýki hjá börnum. ( Ætla alls ekki að fullyrða þessa setningu en mér rámar í að hafa rekist á grein inn á www.lbhi.is/greinasafn sem gaf þetta í skyn)
Varðandi það að mjólk valdi krabbameini í blöðruhálskirtli þá er flest sem veldur krabbameini, sólskyn, einhverstaðar heyrði ég að nautakjöt valdi krabbameini, grillmatur veldur krabbameini. Hvet ég fólk miklu frekar til að lifa ekki í stanslausum ótta og njóta lífsins meðan það getur.
Annars er setningin "Allt er best í hófi" gullreglan þegar kemur að mat og neyslu.
Axel Sigurðsson, 27.8.2011 kl. 13:03
Annars langaði mér einnig að benda þér á Jens, að mjólk á ekki "stórann" þátt í offitufaraldri vesturlanda, heldur er það að mínu mati aukin neysla sykurs (líkt og sykraðra gosdrykkja) og tilbúinnar matvöru og skyndibita sem hefur þau áhrif.
Ágætt er að benda á að IGF-1 er ekki vaxtarhormón þar sem þau myndast í heila en IGF-1 myndast í lifrinni. Hefur IGF-1 örvandi áhrif á vöðva- og beinvefi sem bendir til þess að mjólkin geri bæði vöðva og bein sterkari en engin áhrif á fituvefi.
Höfundar þessarar greinar sem ég vitna í segja að það sé ekkert samhengi á milli IGF-1 og offitu, læt ég slóðina fylgja hér með að gamni svo ekki verði hægt að rengja orð mín.
http://www.information.dk/274380
Axel Sigurðsson, 27.8.2011 kl. 13:41
Guðmundur, MSG er snilldar krydd. Mér þykir það svo gott að ég tek það líka í nefið.
Jens Guð, 27.8.2011 kl. 18:55
Axel, takk fyrir þessa fróðleikspunkta.
Jens Guð, 27.8.2011 kl. 18:56
msg er ekki krydd frekar en salt ;)
Óskar Þorkelsson, 28.8.2011 kl. 08:32
Þriðja kryddið er ekki krydd, eins og Óskar tekur réttilega fram. Hins vegar eykur það bragð matarins að öðru leyti og má því með hæfilegri notkun spara annað krydd og þannig auka hollustu matarins því t.d. pipar mundi seint teljast hollur svona einn sér. Um þriðja kryddið hefur hins vegar skapast gríðarleg móðursýki sem veldur því að margir sverja af sér notkun þess fullkomlega að ástæðulausu. Að sönnu munu þeir vera til sem hafa ofnæmi fyrir því en þá er um að gera fyrir slíka að halda sig frá því en láta aðra um að gúffa því í sig. Almennt má segja að afar fátt bendi til annars en þriðja kryddið komi mannkyninu til góða en afar margt mælir með því. Sjá t.d. um þetta http://en.wikipedia.org/wiki/Monosodium_glutamate sérstaklega kaflann sem ber heitið Health concern.
Tobbi (IP-tala skráð) 28.8.2011 kl. 14:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.