Eitt lítið epli í Bónus á 400 kall

  Í dag átti ég erindi í Bónus í Skeifunni.  Þar keypti ég 3 appelsínur,  þrjá banana og eitt epli sem ég varð skotinn í.  Ég tók ekkert eftir verðinu á þessum ávöxtum.  Var eins og uppvakningur (Zombie eða Jesú eftir krossfestingu).  Heim kominn fór ég að skoða kassakvittunina.  Þá sá ég að þetta litla epli sem ég keypti kostaði 400 kall.  Það var dýrara en appelsínurnar og bananrnir sem ég keypti.  Eplið virðist hafa vigtað töluvert umfram raunþyngd þess. 

  Ég sá í hendi mér að erfitt yrði að færa sönnur á að mitt litla epli hefði aðeins verið eitt og mun léttar en kassakvittun mældi.  Þannig að ég lét gott heita.  Snæddi litla eplið og þótti það næstum 400 króna virði.  En þessi afgreiðsla á eplinu gefur fulla ástæðu til þess að fólk gæti að kassakvittun strax við kassa í Bónus í Skeifunni. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Kannski að afgreiðslustúlkan (eða pilturinn) hafi haldið að þetta væri Adamsepli !!!

Guðmundur Júlíusson, 28.8.2011 kl. 01:42

2 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

En án gríns, kannski hefur starfsmaðurinn slegið inn röngu plu númeri og slegið inn númeri fyrir Granatepli, sástu nafnið á kassakvittuninni?

Guðmundur Júlíusson, 28.8.2011 kl. 01:45

3 identicon

Epli eru stórhættulega dýr, manstu eftir Adam & Evu þegar þau átu eplið; Við erum enn að borga :)

DoctorE (IP-tala skráð) 28.8.2011 kl. 10:04

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Maður á alltaf að skoða miðann, það geri ég.

Ásdís Sigurðardóttir, 28.8.2011 kl. 11:46

5 identicon

DoctorE: Það er hvergi tekið fram að það hafi átt að vera epli. Ég tel kiwi mun líklegri sökudólg

Gunnar (IP-tala skráð) 28.8.2011 kl. 14:12

6 identicon

Gunnar: Kiwi var buid til af monnum a rannsoknarstofu... :)

en leidinlegt Jens minn and hafa verid adraendur svona :(

Viktoria Osk (IP-tala skráð) 28.8.2011 kl. 18:50

7 Smámynd: Ómar Ingi

Alltaf að passa sig á EPLUM.

Ómar Ingi, 28.8.2011 kl. 19:44

8 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Hvað kostar þá stórt epli í Nettó?

Sigurður I B Guðmundsson, 28.8.2011 kl. 21:07

9 Smámynd: Jens Guð

  Guðmundur,  á kassakvittuninni stendur "Epli USA 1,46 kg".  Eplið var örugglega töluvert léttara.  Vigtin vóg aðra ávexti rétt.

Jens Guð, 30.8.2011 kl. 20:36

10 Smámynd: Jens Guð

  DoctorE,  það er margt einkennilegt við þá sögu.  Til að mynda að Drottinn skrökvaði að skötuhjúunum að þau myndu steindrepast ef þau tækju upp á því að fá sér bita af ávöxtum á skilningstrénu.  Þegar á reyndi stóð Drottinn ekki við stóru orðin heldur reyndi að ná mjúkri lendingu í málinu,  eins og að í refsingarskyni fyrir óhlíðnina myndu þau verða feimin við að stríplast mikið.

  Annað böggar mig við söguna:  Eva er klónuð úr rifi Adams.  Síðan hófu þau kynmök og eignuðust börn sem einnig eignuðust börn.  Allt vaðandi í sygjaspelli.    

Jens Guð, 30.8.2011 kl. 20:43

11 Smámynd: Jens Guð

  ...syfjaspelli átti það að vera...

Jens Guð, 30.8.2011 kl. 20:43

12 Smámynd: Jens Guð

  Ásdís,  ég hef lært það af þessu dæmi.

Jens Guð, 30.8.2011 kl. 20:44

13 Smámynd: Jens Guð

  Gunnar,  eru appelsínur ekki vinsælar þarna í Mið-Austurlöndum?  Orðið appelsína er skemmtilegt.  Hollenskur maður benti mér á að í Hollensku heiti fyrirbærið china appel (kannski stafsett pínulítið öðru vísi).  Heitið þýði kína-epli.  Sá hollenski hélt því fram að íslenska heitið appelsína þýði epli (frá) Kína. 

Jens Guð, 30.8.2011 kl. 20:48

14 Smámynd: Jens Guð

  Vicky,  þetta vissi ég ekki:  Að kiwi sé tilbúinn ávöxtur.  Alltaf er ég að læra eitthvað nýtt í landafræði.  Mér skilst að bananar séu á einhvern hátt hannaðir eins og þeir eru í dag.  "Orginal" bananar séu varla ætir.

  Arðrán er vont.  Líka í Bónus.  

Jens Guð, 30.8.2011 kl. 20:51

15 Smámynd: Jens Guð

  Ómar Ingi,  héðan í frá mun ég gæta mín á eplum.  Mjög vel.

Jens Guð, 30.8.2011 kl. 20:52

16 Smámynd: Jens Guð

  Sigurður I B,  ég þarf að rannsaka það síðar.  Það er ekki auðhlaupið í Nettó því verslunin er uppi í Breiðholti.  Þangað á maður sjaldan erindi.

Jens Guð, 30.8.2011 kl. 20:53

17 identicon

Sniðugur þessi Vísindavefur.

Applesína

Orðið appelsína er tökuorð í íslensku og hefur líklegast borist hingað úr dönsku um miðja 19. öld. Þar heitir ávöxturinn appelsin. Í dönsku er orðið komið úr lágþýsku appelsina.

Portúgalar fluttu fyrstir sætar appelsínur frá Kína til sunnanverðrar Evrópu á 16. öld, en beiskar appelsínur bárust aftur á móti frá Indlandi á miðöldum.

Til aðgreiningar voru nýju appelsínurnar, sem bárust til hafna við Norðursjó snemma á 18. öld, kallaðar á lágþýsku Apel de Sina 'epli frá Kína' en um 1700 var Sina hið almenna nafn á Kína á þýsku. Á sama tíma kölluðu Frakkar ávöxtinn pomme de Sine eða Chine (pomme = epli) og Englendingar China orange. Orðið appelsina tóku Norður-Þjóðverjar upp eftir Hollendingum sem nefndu ávöxtinn appelsien.

Kíví

Kívíávöxtur eða loðber (Actinidia deliciosa eða Actinicia chinensis) er ekki búinn til úr öðrum ávöxtum heldur er hann sjálfstæð tegund. Loðberið er ávöxtur klifurfléttu og upprunaleg heimkynni þess eru í Kína. Ávöxturinn tók að berast til annarra landa á 19. öld og ræktun hans hófst að einhverju leyti á fyrstu árum 20. aldar bæði á Nýja-Sjálandi og í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Hann gekk á þessum tíma undir nafninu kínverskt stikilsber (e. Chinese gooseberry).

Um 1960 hófu ávaxtabændur á Nýja-Sjálandi útflutning á “kínverskum stikilsberjum”. Ávextinum var þá gefið nafnið kiwi-ávöxtur í höfuðið á hinum nýsjálenska kiwi-fugli til að tengja markaðsetningu hans Nýja-Sjálandi. Ræktun ávaxtarins til sölu og útflutnings hófst svo nokkrum árum síðar í Bandaríkjunum og hið nýsjálenska heiti hans fékk að haldast. Núorðið eru loðber ræktuð víða í Evrópu, í Ástralíu og Chile, auk Bandaríkjanna og Nýja-Sjálands.

Loðberið er eins og egg í laginu og hefur brúnt og loðið hýði. Að innan er það grænt að lit með svörtum fræjum í miðjunni. Loðber eru mjög C-vítamínrík. 


Bananar

Fann ekkert sniðugt um þá en ef minnið svíkur mig ekki þeimur meira þá er það eitthvað á þessa leið. Í villtum banönum þá eru fræin það stór að þeir eru vart ættir en í ræktuðum afbrigðum þá eru þau varla fyrir hendi lengur(svartir punktar).

Sverrir (IP-tala skráð) 1.9.2011 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband