4.10.2011 | 23:50
Íslendingar gleðja
Útlendingar um allan heim hafa til nokkurra ára hlegið sig máttlausa yfir fíflagangi kolgeggjaðra Íslendinga, sem héldu að þeir væru mestir og bestir í heimi, snjallastir allra í fjármálabraski. Þeir hældu sér og hver öðrum við hvert tækifæri fyrir einstaka snilli. Þeir hömpuðu "íslensku leiðinni"; að láta kylfu ráða kasti í stað þess að hanga yfir smáatriðum. Forsetinn, seðlabankastjóri og aðrar toppfígúrur sáu um uppklapp og húrrahróp fyrir "íslensku útrásarvíkingana". Það þarf svo sem ekkert að halda áfram með upptalninguna á "tærri snilldinni". Mestu skiptir að sögur af brjáluðum kóksniffandi gullétandi íslensku vitleysingunum er útlendingum óendanleg uppspretta hláturs.
Það er öllum hollt að hlæja. Gamansögurnar af Íslendingum gleðja. Einu útlendingarnir sem hlæja ekki þegar tal berst að íslensku kóngunum eru þeir sem töpuðu peningum á kókflippi þeirra.
Sjálf/ir getum við Íslendingar brosað yfir lýsingum útlendinga á Íslendingum. Kíkið á fréttina hér fyrir neðan. Þaðan er hægt að smella á sjónvarpsviðtalið sem um ræðir. Spjallið um Ísland hefst á mínútu 31.30.
Hlegið að Íslendingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Spaugilegt | Aukaflokkar: Fjármál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt 5.10.2011 kl. 13:18 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 32
- Sl. sólarhring: 34
- Sl. viku: 1054
- Frá upphafi: 4111615
Annað
- Innlit í dag: 26
- Innlit sl. viku: 884
- Gestir í dag: 22
- IP-tölur í dag: 19
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Takk fyrir að deila viðtalinu :)
Ég man eftir hvað mér gekk illa að deila upplýsingum um hvað var sagt um Íslendinga sumarið 2008 í Þýskalandi. Enda lögðu Þjóðverjar okkur í einelti, þeir sögðu í fjármálaþætti í þýska RUV að allir þyrftu að vera vakandi fyrir því að Ísland væri lítið land og að bankarnir væru óeðlilega stórir. Ísland stæði utan Evrópusambandsins og þess vegna bæri að varast að gleypa við háu vaxtatilboðunum því óvíst væri um endurheimtur.
Kristbjörg (IP-tala skráð) 5.10.2011 kl. 00:45
Geisp! Veit ekki hvað okkur varðar um einhvern bjána sem þykist vita allt um íslendinga, en veit greinilega ekki rassgat. Er það einhver þegnskylda að lesa allt sem skrifað er um Ísland erlendis? Sem aftur vekur spurningu hvers vegna þessi pistlahöfundur á glanstímariti verður fréttaefni á Íslandi, og það tvisvar á örfáum dögum.
En blessaður þöngulhausinn ætti að kynna sér ástaðndið heima hjá sér, ekki er nú ástandið beisið þar.
Brjánn (IP-tala skráð) 5.10.2011 kl. 00:52
Kristbjörg, þeir voru margir útlendingarnir, greiningadeildir erlendra banka og fleiri sem vöruðu við Icesave og því öllu. Íslenskir ráðamenn og fleiri hæddust að viðvörunarorðunum. Sökuðu útlendingana um öfund vegna velgengni íslenskra fjármálasnillinga og þáverandi menntamálaráðherra sagði að tiltekinn maður sem varaði við þyrfti að fara í endurmenntun.
Jens Guð, 5.10.2011 kl. 01:31
Brjánn, þú ert með sömu frasana og íslenskir ráðamenn gripu til þegar útlendingar vöruðu á sínum tíma við yfirvofandi bankahruni.
Jens Guð, 5.10.2011 kl. 01:33
Sniffandi kók, borðandi gull og hrópandi húrra í hverju skrefi.
Hefði ekki getað orðið flottara
Grrrrr (IP-tala skráð) 5.10.2011 kl. 08:25
Já sumir hafa eflaust hlegið að íslendingum og ekki að ósekju, vissulega áttu sum okkar það virkilega skilið. En mín reynsla af erlendum vinum mínum er umhyggja fyrir okkar velferð og hvatningar um að ganga EKKI í ESB og svo vænt umþykja og áhyggjur af velferð lands og þjóðar. Flestir sem ég þekki gera greinarmun á vitleysingunum sem voru að leika sér með fé okkar ítem ráðamenn og á þjóðinni sjálfri og þjáningum hennar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.10.2011 kl. 09:48
Grrrr, já, ekki má gleyma gullátinu né öllum einkatónleikunum með Tom Jones, 50 Cent, Elton John...
Jens Guð, 5.10.2011 kl. 12:06
Ásthildur, þetta er rétt hjá þér. Margir útlendingar átta sig á því að bankaræningjarnir fóru fyrst og fremst illa með íslenskan almenning. Til að byrja með andaði þó köldu til Íslendinga úr sumum áttum. Einkum eftir að við vorum sett á hryðjuverkalista með Al Kaida og Osama bin Laden. En flestir útlendingar vorkenna Íslendingum fyrir þá stöðu sem okkur var steypt í.
Jens Guð, 5.10.2011 kl. 12:11
Þessi umræða er ósköp stereótýpísk.
Vissulega höguðu Íslendingar sér eins og bjánar á fjármálamarkaðnum. En ástandið er bara ekkert betra í mörgum löndum innan ESB og víðar. Breskir bankamenn er sko enn að borga sér himinháa bónusa og við yfirmannaráðningar fá menn þúsunda punda við að ganga inn í bankann. Kannist þið við þetta? Bankar í bretlandi fóru líka að lána 100% og eru núna að rukka inn en lána lítið ef nokkuð. Þetta ættuð þið kannski að kannast við á skerinu. Fjármálarágjafar bankanna vissu sko fullvel um áhættuna af ICESAFE en hvöttu samt til fjárfestingar í þessu. Margir forsvarsmenn sveitafélaga vissu af hættunni en létu slag standa vegna græðgi. Fjármálaþekking margra sem eru að sjá um fjármuni breskra sveitarfélaga er oft á tíðum lítil.
Það er talað um íslenska módelið en vissuð þið að þetta er bara ekki Íslenskt módel. Þetta er copy paste Den Danske Bank þ.e. þetta er danskt módel. Íslendingarnir kóperuðu bara módel sem fyrir var. Við eigum kannski eftir að sjá Den Danke Bank falla, en hingað til hefur honum verið bjargað á bakvið borðið.
Hér í Bretlandi hefur verið farið yfir bankakrísuna í nokkrum þáttum hjá BBC þar sem t.d. sýnt var hvernig ódýrir peningar flæða inná dýr vaxtasvæði til að ávaxta sem best og hvernig menn svo tryggðu sig sem best fyrir sprengjunni þegar bólan springur. Í reynd hefðu menn innan seðlabankans átt að sjá þetta þegar árið 2007 og bregðast við en þorðu því ekki, enda slagorðið "að græða á daginn og grilla á kvöldin" í hávegum haft á þeim tíma.
Staðreyndin er sú að við erum lítil þjóð og það er auðvelt að sýna fram á villurnar sem við gerum, á meðan stærri þjóðir geta falið vitleysur eigin manna og sópað þeim undir teppið :-)
Tómas (IP-tala skráð) 5.10.2011 kl. 13:03
Tómas, geggjaðir Íslendingar eru ekki eina geggjaða fólkið í heiminum. Fjarri því. Íslenska geggjunin og bankahrunið á Íslandi eru hvorki skárri né verri fyrir það. Íslenskur bankaræningi veldur jafn miklu tjóni hvort sem útlendingur rænir banka í útlöndum eða ekki.
Jens Guð, 5.10.2011 kl. 13:30
Dásmalegt hjá þér, þessir menn voru og eru fífl.
Ásdís Sigurðardóttir, 5.10.2011 kl. 14:08
Ásdís, þeir voru að minnsta kosti á ansi miklu flippi.
Jens Guð, 5.10.2011 kl. 16:57
Sennilega mestu fábjánar í hinum vestræna heimi. Á flestum sviðum Jens minn.
Finnur (IP-tala skráð) 5.10.2011 kl. 17:36
Finnur, ég held að þú farir nálægt sannleikanum hvað þetta varðar. Þeir hafa þó það rebbavit að hafa komið ránsfengnum í skjól, refsilaust, og hlæja að þjóðinni.
Jens Guð, 5.10.2011 kl. 17:58
Jens, Ég alveg sammála því að Íslendingar eru ekki þeir einu sem eru geggjaðir í bankamálum - það er hinsvegar sárt að sjá hvað aðrar þjóðir blekkja sjálfa sig með því að benda á aðra þ.e. Ísland og virkilega telja sína banka vera betri ;-)
Sumir Bretar sem ég hef hitt hafa sagt að það ætti að taka þessa bankamanna hér í London og setja þá í gapastokkinn :-)
Tómas (IP-tala skráð) 5.10.2011 kl. 20:35
Tómas, ég þekki ekki neitt til bankamála í London. Takk fyrir þennan fróðleiksmola.
Jens Guð, 5.10.2011 kl. 22:17
Skemmtilegur pistill.
Sigurður Þórðarson, 18.11.2011 kl. 13:00
Mikil framsýni að geta skrifað allar þessar færslur 5. október. En ágæt umsögn hjá þér. Teiknaru ennþá Frank Zappa?
Stefán St. (IP-tala skráð) 19.11.2011 kl. 10:20
Ég er framsýnn. Það er rétt.
Jens Guð, 19.11.2011 kl. 15:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.