Varúð! Ekki fyrir viðkvæma hundavini

kim jong il++kim jung-ilkim jong il+jón Óttar

  Eitt af mörgu skemmtilegu við að ferðast til útlanda er að hitta útlendinga og spjalla við þá um veðrið.  Og jafnvel fleira.  Skemmtilegasta og fróðlegasta spjallið er ekki endilega við innfædda í viðkomandi landi heldur alveg eins - eða öllu fremur - við ferðamenn frá öðrum heimsálfum.  Þannig var það í heimsókn minni til Noregs á dögunum.  Í gistihúsi sem ég bjó á var ungur ferðalangur frá Kóreu.  Noregur var eitt nokkurra Evrópulanda sem hann lagði leið sína til.  Ýmislegt í Evrópu kom honum undarlega fyrir sjónir.

  Eitt sinn sem oftar sátum við nokkrir gestir saman í setustofu gistiheimilisins og spjölluðum.  Kóreudrengurinn var með fartölvu að segja vinum sínum í Kóreu frá ferðalaginu. Síðan snýr hann sér að okkur og segir: 

  "Ég var að segja vinum mínum í Kóreu frá því að Evrópumenn biðjast afsökunar þegar þeir rekast saman úti á götu.  Við erum búnir að hlæja mikið að þessu.  Til hvers að biðjast afsökunar?  Það vita allir að maður rekst óviljandi utan í aðra.  Það þarf ekkert að biðjast afsökunar."

  Ég:  "Það þykir kurteisi að biðjast afsökunar ef maður rekst utan í annað fólk.  Gerið þið það sem sagt ekki í Kóreu?"

  Kóreudrengur:  "Nei,  það er alveg út í hött.  Hvað gera akandi Evrópumenn ef bílar þeirra rekast saman?  Stökkva bílstjórarnir út úr bílunum og hrópa:  Afsakið!  Afsakið!?"

  Kóreudrengurinn trylltist úr hlátri við tilhugsunina.  Ég gat ekki annað en hlegið með.

  Annað sem Kóreudrenginn undraði var að í Evrópu sé hvergi boðið upp á hundakjöt.  Að hans sögn er þetta úrvals kjöt:  Þéttir vöðvar og lítil fita.  Það er auðvelt að grilla hundaskrokk í heilu lagi.  Hann er það þunnur og kjötið nokkuð jafnt á honum.  Til viðbótar er hægt að borða allan skrokkinn,  alveg frá fótum til hausa. 

  Þegar betur er að gáð er þetta ósköp svipað og með kindurnar sem við snæðum.  Svið og sviðalappir þykja lostæti,  að öðrum hlutum kindaskrokksins ólöstuðum. 

  Kóreudrengnum þótti blóðugt bruðl að öllu þessu góða kjöti sé bara hent þegar hundum er lógað.

korea - hundur í matinnkorea - hundur í matinn akorea - hundur í matinn bkorea - hundur í matinn ekorean - hundur í matinn d

  Flestum útlendingum hryllir við sviðahaus (og hrossakjöti):

sviðakjammi    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

EInmitt, erum við nokkuð betri með okkar sviðaát ?

Ásdís Sigurðardóttir, 5.11.2011 kl. 18:55

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei reyndar ekki.  Þó finnst mér öllu ógeðslegra að sjá heila kanínuskrokka, minna óneitanlega á rottur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.11.2011 kl. 20:34

3 identicon

Það er nú bara ósköp eðlilegt að biðjast afsökunar á að hafa rekist á aðra manneskju sama hverjum er um að kenna því þó það sé óvart þá er því stundum um að kenna að fólk er utan við sig og er ekki að pæla í umhverfi sínu sem fólk finnst það bera ábyrgð á. Hvernig væri heimur þar sem fólk gerði þetta ekki, mér fyndist það frekar kaldranalegur heimur

p.s. í Kóreu er ætlast til að konur opni dyr fyrir karlmönnum af því að þær eru lægra settar í virðingarstiganum :p

ari (IP-tala skráð) 6.11.2011 kl. 13:06

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta með að biðjast afsökunar hefur nú örugglega eitthvað að gera með plássið, eða plássleysið. Í milljónasamfélögum þar sem maður kemst ekki spönn frá rassi án þess að rekast á næsta mann, er dálítið annað en víðáttan hér heima. Ef maður er að ganga til dæmis í borgum þar sem þúsundir manna eru í kring um mann, gerði maður sennilega ekkert annað en að biðjast afsökunar ef maður rækist í næsta mann. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.11.2011 kl. 13:35

5 identicon

Þetta er nú all skondið allt saman. En það má stinga því upp í austurlandabúa alla saman, að "við hérna" étum bara yfirleitt ekki kjötætur af spendýrastofni. Við stoppum á ákveðnum stað í fæðukeðjunni.

Hvað sviðahausa og annað slíkt varðar, - það hef ég marg oft þurft að útskýra fyrir útlendingum.

"Af hverju" er spurt, og svarið er:

"virðingarvottur við grey skepnuna"

"Hvernig þá?"

"Jú, það er búið að aflífa greyið, og maður tekur ekki lífið bara til þess að éta lundirnar, er það?"

"Auðvitað ekki"

"Jamm, við gerum það sem við getum til að henda sem minnstu, og niðurstaðan er margvísleg eldamennska, þar sem við kokkum lostæti úr öllum mögulegum hlutum skepnunnar"

Þetta dugar yfirleitt.

Jón Logi (IP-tala skráð) 6.11.2011 kl. 17:13

6 Smámynd: Jens Guð

  Ásdís,  ég held að þetta sé á ósköp svipuðu stigi.  Ég var eitt sinn staddur á matstofu BSÍ þegar franskt sjónvarpsfólk kúgaðist yfir sviðakjamma.  Ég kann ekki frönsku svo ég veit ekki hvað þulurinn sagði í sjónvarpsvélina en það leyndi sér ekki að bæði honum og tækniliði þótti þetta ógeðfelldur matur.  Þau potuðu með hníf í kjammann,  sýndu tennur hans og tungu,  bentu á auga hans og eyra og hrylltu sig.  Þau voru 4 í hópnum og enginn þorði að smakka góðgætið.

Jens Guð, 7.11.2011 kl. 01:03

7 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur (#2),  ég hef ekki séð hamfletta kanínu.  En samlíking við rottu hljómar ekki vel.

Jens Guð, 7.11.2011 kl. 01:04

8 Smámynd: Jens Guð

  Ari,  ég tek undir orð þín.

Jens Guð, 7.11.2011 kl. 01:05

9 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil (#4),  þarna hittir þú áreiðanlega naglann á höfuðið.  Ég held að það sé mjög þröngt á götum Kóreu.

Jens Guð, 7.11.2011 kl. 01:06

10 Smámynd: Jens Guð

  Jón Logi,  góður punktur.

Jens Guð, 7.11.2011 kl. 01:16

11 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæll Jens! kanski hefur þú séð myndasafn Kjartans Sigurðssonar Photo,hér á bloggi mbl. Þar er m.a. sería af matnum sem var á    boðstólum,þar sem hann var með konu sinni Heng í fjölskylduboðum í Kína. Kappinn segir á einum stað; "Nú skil ég hvers vegna Heng var sólgin í sviðahausana hér á Íslandi". Hann myndaði hænu-hausa,sem voru á boðstólum ógnar stóra en voru klofnir í tvennt,rétt eins og sviða hausarnir hér. Ekkert af því hefði ég haft list á nema kannski grænmeti og ein teg. af fiski.

Helga Kristjánsdóttir, 7.11.2011 kl. 01:25

12 Smámynd: Jens Guð

  Helga,  bestu þakkir fyrir ábendinguna um myndasafn Kjartans.  Ég hafði ekki hugmynd um það. Ég sé að ég þarf að dunda mér við næstu daga að fara í gegnum þetta frábæra myndasafn. 

Jens Guð, 7.11.2011 kl. 09:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.