Ég styð Guðrúnu Ebbu

  Vissulega er allt heila dæmið um barnaníðinginn og kynferðisofbeldismanninn Ólaf Skúlason dapurlegt frá A- Ö.  Sonur hans,  Skúli,  reyndi að bera í bækifláka fyrir kallinn í Kastljósi í kvöld.  Málflutningur hans var eins og hljómlaus bjalla.
.
 - Skúli kannaðist ekki við andlegt ofbeldi og kúgun af hálfu Ólafs.  EN:  Orðrétt sagði Skúli:  "Okkar heimili var afskaplega hefðbundið.  Það voru vissulega átök, eins og gengur, en það voru átök..."
.
  Nú hef ég ekki samanburð við mörg heimili.  Á mínu æskuheimili voru aldrei átök.  Foreldrar mínir voru alltaf samstillt/ir og aldrei nein átök. Ég ólst upp við glaðvært og átakalaust heimilislíf og tel líklegra að það sé "afskaplega hefðbundið".
.
  Skúli sagði enn fremur um heimilislifið:  "Fólk svaraði fyrir sig.
 .
   Þessi setning segir töluvert um andrúmsloftið á heimilinu og staðfestir í raun lýsingu GE á því.
  Skúli kannast ekki við einkasalerni föður síns.  Segir það hafa verið gestaklósett.  Þar hafi kallinn geymt tannbursta sinn og rakáhöld.  Það dót hefur þá væntanlega verið ætlað gestum, eins og salernið.
  Er það svo á gestasalernum almennt, að þar geymi húsbóndinn tannbursta og rakáhöld handa gestum?
.
 GE lýsti í bók sinni yfir 10 ára tímabili tengdu þessu "gestasalerni".  10 ár.  Já.  Skúli er 12 árum yngri en GE.  Hann kannast ekkert við í þeirri frásögn.  GE var 13 ára þegar Skúli var 1 árs og 14 ára þegar Skúli var 2ja ára.  Og hann varð einskis var.
.
  Skúli telur minningar GE byggja á einhverju sem einstaklingur á miðjum aldri hefur orðið fyrir miklu áfalli.  Já,  hvað olli því áfalli?
.
  Skúli tekur ekki afstöðu til ásakana fjölda kvenna á hendur Ólafi.  Rökin:  Hann var ekki á staðnum.  Hann var ekki vitni.  Skúli tekur hinsvegar afstöðu gegn ásakökunum GE. Samt var hann ekki heldur viðstaddur þá atburði.
.
  Skúli viðurkennir þó að hann geti ekkert útilokað að ásakanir kvennanna eigi við rök að styðjast. "Ég veit það ekki,"  var svar hans.
.
  Skúli segist ekki vilja verja föður sinn fyrir hverjum þeim ásökunum sem á hann eru bornar:  "Hverju lýsir Sigrún Pálína?  Þetta er káf.  Þetta er kvensemi. Þetta er tilraun til einhverrar tilraunar til algjörlega óeðlilegrar athafna. Hún lýsi því að hún hafi ekki haft áhuga á því að taka þátt í þessum ógeðfellda leik og þá hafi hún komist undan. Hann hafi hætt."
.
  Þannig lýsir Skúli því sem Sigrún Pálína og Sigmar Guðmundsson kalla réttilega nauðgunartilraun.  Sigrún þurfti að slást við árásarmanninn af öllum kröftum til að verjast nauðgunarárásinni.  Káf og kvensemi er allt annað en nauðgun.  Allt allt annað.
.
  "Þetta er eðlis ólíkt barnaníði,"  segir Skúli.  Jú,  vissulega er nauðgunarárás gagnvart fullorðinni konu eðlis ólíkt barnaníði.  En samt.  Þegar um sama geranda er að ræða snýst þetta allt um að beygja fórnarlamb undir sig með kynferðisofbeldi.
.
  Skúli heldur sig við að í grundvallaratriðum sé kynferðisleg áreitni föður síns gagnvart 13 ára til fullorðinna manneskja ólík barnaníði.  Humm.  Jú,  kannski.  Jú,  eins og barnaníð er ólíkt öðru kynferðisofbeldi.  Það er stigsmunur varðandi hvert aldursár fórnarlambs.  Eða þannig. En ekki eðlismunur.
.
 kalli & kó

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég verð að segja að ég trúi Guðrúnu Ebbu í þessu máli, og þetta með gestaklósettið það var algjörlega líka mín upplifun að maður geymir jú tannburstann sinn þar sem hreinlætisaðstaðan er en ekki inn á gestaklósetti heimilisins.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.11.2011 kl. 22:59

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Á mínu æskuheimili voru aldrei átök. Foreldrar mínir voru alltaf samstillt/ir og aldrei nein átök. Þvert á móti ólst ég aðeins upp við glaðvært og átakalaust heimilislíf".

Klassískt dæmi um falskar minningar

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.11.2011 kl. 23:04

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er barnaníð á heimilum og bara kynferðisáreiti framið fyrir opnum tjöldum, spyr ég.  Hverju bjóst fólk við? Bjóst það við að hann stundaði þessi ósköp á meðan allir voru heima?

Það liggur í hlutarins eðli að enginn verður var við þetta fyrr en upp úr sýður. Það er regla í þessum málum. Ægivald þessa persónuleika hefur hrætt stálpað fólk frá því að segja frá. Hvað þá börn? Hann dómíneraði allt, allstaðar. Óttablandin virðing er kannski rétta lýsingin. Nánast allt kvenfólk sem kom nálægt þessum mann, segir sömu söguna um áleitnina, káfið og viðreynslur. 

Nú og "fræðin" sem þetta fólk er að vísa í máli sínu til stuðnings, það eru ekki vísinsdi, heldur eiga uppruna sinn hjá gerendum, sem stofnuðu samtökin False memory syndrome foundation. Lesið um þau hér og grátið.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.11.2011 kl. 23:40

4 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil,  ég las bók Guðrúnar Ebbu.  Ég algjörlega trúi hennar frásögn.  Sæunn systir mín er talskona Aflsins, systursamtaka Stígamóta á Norðurlandi.  Ég hef lesið ótal frásagnir af þessu tagi.  Skúli meira að segja kvittar undir að hann telji systur sína segja frá samkvæmt þvi sem hún telji sig hafa upplifað þó að hann vísi til falskra minninga.  Ég hef lagt mig eftir að kynna mér sem mest ég get um "bældar" minningar.  Það fyrirbæri er vissulega til.  Mér er fjarri að útiloka þann möguleika.  Hinsvegar er alveg klárt að GE hefur upplifað áfall sem verður ekki rakið til annars en einhvers af þessu tagi. 

Jens Guð, 8.11.2011 kl. 00:07

5 Smámynd: Jens Guð

 Gunnar Th.,  við getum glettast með þetta.  Það eru forréttindi okkar að hafa alist upp við bestu skilyrði.  Þú á Reyðarfirði.  Ég í útjarðri Hóla í Hjaltadal.  Þú með dásemdir flottasta landslags Íslands á Austfjörðum. 

Jens Guð, 8.11.2011 kl. 00:18

6 Smámynd: Jens Guð

  Jón Steinar,  það er margur sannleikur í þínum orðim.

Jens Guð, 8.11.2011 kl. 00:20

7 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Ég þakka þér Jens Guð, að taka upp hanskann fyrir þolandann Guðrúnar Ebbu, sem í viðbót við hryllingin sem hún gekk í gegnum, þarf að horfa á að spilað er á almenningsálitið til að gera hana ótrúverðuga. Einungis vegna þarfar fjölskyldu Ólafs, sem maður þó skilur mjög vel. Ekki þægilegt að sitja og horfa á ímynd föðursins falla svona gjörsamlega, eins og raunin varð.

Hvað segja allar þær konur sem urðu fyrir barðinu á manninum? Þær eru lifandi sönnun um hans brenglaða ástand.

Ég hef fengið beina frásögn um hans atferli, þar sem hann heimsótti konu margsinnis á hennar heimili sem elskhugi, en ekki sem prestur og sálusorgari.

Svo í viðbót var það undarlegheit mannsins í TBR húsinu, þar sem hann gekk um með handklæði sem náði ekki einu sinni utan um líkamann. Fór þannig upp í sal og settist til að horfa á aðra spilara og sýna sig í leiðinni. Undarleg framkoma og enn undarlegri þegar um biskup er að ræða, sem ætti að gæta sinnar virðingar í hvívetna.

Sigurður Alfreð Herlufsen, 8.11.2011 kl. 00:33

8 identicon

Jens,

Þú verður nú að átta þig á því að margar konur álíta að 90% karlmanna séu kynferðislega brenglaðir.

Þetta er erfitt mál, en eitt er víst að fólk hefur farið offari í því. Kannski skiljanlega að hluta til, en sumt er á jaðrinum að kallast heilbrigt.

Málið er að fólk hefur viljandi verið að splæsa saman káfsögum af Ólafi, og barnaníði.

Persónulega hefur maður heyrt í gegnum árin sögur af kennurum sem voru álitnir perrar og eitthvað þaðan af verra.

Hef lítinn áhuga að tjá mig um þetta mál. Hins vegar eru þetta engin falsvísindi. Þetta eru að sjálfsögðu vanmeðfarin mál, en að útiloka þetta er bara heimskulegt.

Við megum samt ekki gleyma fórnarlömbum kynferðisofbeldis. Þau eru mörg og nær okkur en við höldum.

Hannes Sigurðsson (IP-tala skráð) 8.11.2011 kl. 00:43

9 identicon

takk jens enn og aftur þorir þú að standa með þolendum dj... er ég stolt af þer,og flott skrif í athugasemdunum,en auðvita vill ekkja kallsins ekki kannast við þetta hver vill viðurkenna að hafa ekki getað varið börnin sin en sannar einmitt hversu buguð hun hefur verið,já það er sannað að það sem kallast bældar minningar tengjast alltaf áfallastreyturöskun ss.miklu áfalli og einmitt hvaða áfall ætli það hafi verið hummm?? og segir það ekki nokkuð um manninn að ég hef ekki hitt manneskju sem var í fermingu eða eh hjá honum sem ver hann??

sæunn guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 8.11.2011 kl. 00:58

10 identicon

Maður veltir reyndar fyrir sér mörkunum á milli þess að vera prestur og "almennur borgari". Ef maður er almennur borgari þá maður basically allt. Ef maður er prestur þá eru að sjálfsögðu gerðar meiri kröfur til manns. Eins og til margra í hinum ýmsu stöðum.

Reyndar spyr maður sig þeirrar spurningar. Hvernig í ósköpunum hefur hann komist upp með allt þetta, og á sama tíma komist til að verða biskup?? Það virðist vera, miðað við frásagnir, að hann hafi stundað framhjáld og tilraunir til þess.

Þó að menn hafi mismunandi skoðanir á prestum þjóðkirkjunnar þá eru þeir nú ekki fífl.

Endurtek. Hver kannast ekki við sögur um kennara sem áttu að vera algjörir perrar og viðjóðir.

Sigurður,

Ímynd föður þeirra féll ekkert 1 2 og 3. Jú hann var líklega soldið á grensunni. T.d. þetta atvik sem átti að hafa gerst í Kanada. Heimilisaðstæður sem áttu við engin rök að styðjast. Hvernig síðan minningarnar komu allt í einu. Hvernig hún man mjög vel síðasta skiptið, þegar hún henti honum út úr herberginu 16 ára gömul. Maður hefði haldið að hún hefði nú munað það. Hún man það eins og það hefði gerst í gær.

Í mínum huga studdu þau Guðrúnu, eða létu hana njóta vafans. Það þarf mikið að vera, ef þau fara fram með þetta.

Það er bara svo margt í þessu.

Ég veit ekki ekki hvort þetta hafi átt sér stað.

Ég held að samfélagið skammist sín fyrir þessi mál, og vilji stinga hausnum í sandinn með múgsefjun.

Hannes Sigurðsson (IP-tala skráð) 8.11.2011 kl. 01:40

11 identicon

Það verður að segjast að það var fáránlegt að hlusta á bróðurinn gera athugasemdir við atriði sem hann gat alls ekki vitað um og fría biskupsgerpið á fullu; Það var eins og hann væri að reyna að planta fölskum minningum inn í alla þjóðina.. manngarmurinn.

Og þú Hannes, þú ættir að leggja þig, sofa smá og sjá hvort þér batni eitthvað.

DoctorE (IP-tala skráð) 8.11.2011 kl. 07:59

12 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Það er kannski málið að skoða þennan bróður, hann er svona frekar - forvitnilegur

Margrét Birna Auðunsdóttir, 8.11.2011 kl. 10:37

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Systurdóttir mín er ein af þeim sem stofnuðu Sólstafi einmitt eftir sína erfiðu reynslu, þar sem gerandinn slapp við refsingu.  Þessi mál er ógeðsleg, og ég hef enga trú á að fólk fari út í svona opinberanir nema það sé að segja satt og rétt frá. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.11.2011 kl. 11:50

14 identicon

Það er ekki laust við að maður skammist sín smá þegar maður áttar sig á að maður er að tjá sig við manneskjur eins og "doktor e".

Maður kemur ekki að tómum kofanum varðandi rökþrot, þegar þessi hópur er annars vegar.

.

Pétur S. (IP-tala skráð) 8.11.2011 kl. 12:20

15 Smámynd: Dexter Morgan

Það sést vel á blogginu í dag að prestinum tókst ætlunarverk sitt. Það er; að strá fræjum efasemdar í huga einhverra um þetta mál. Og þó svo að hann segði það ekki beinum orðum, þá er hann að tortryggja systur sína og frásögn hennar. Hans helsta skýrina á því var að hún væri hálf geðveik (þó hann segði það ekki berum orðum) og hennar frásögn væru lygar og ættu ekki við nein rök að styðjast.

Þannig upplifði ég þetta samtal í Kastljósinu.

Dexter Morgan, 8.11.2011 kl. 12:55

16 identicon

Dexter,

Þannig að vegna þess að þú upplifðir þetta svona, þá mátti ekkert tala um þetta.....

...vá þú ert jafnsteiktur og sjónvarpshetjan þín.

Pétur S. (IP-tala skráð) 8.11.2011 kl. 12:59

17 identicon

Skúli á ekki svona minningar um föður sinn, og þið segið að það sé vegna þess að hann hafi ekki verið vitni að atburðum þeim sem eiga að hafa átt sér stað á heimilinu, þess vegna spyr ég ykkur öll sem STANDIÐ MEÐ GE voru þið vitni að þessum atburðum, þið teljið ykkur allavega geta dæmt látinn mann....

Jóhanna (IP-tala skráð) 8.11.2011 kl. 13:17

18 identicon

Það eru yfirgnæfandi líkur á að Guðrún segi satt og rétt frá; Ég veit ekki um neinn sem tekur mark á orðum prestsins; Á blogginu þá virðist biskups níðingurinn einna helst vera varin af trúarnöttum AKA monkey-sheep.

Þið sem eruð að verja biskup, þíð eruð bara að opinbera hversu vel tókst til með að heilaþvo ykkur yfir í að vera sauðs-apa

DoctorE (IP-tala skráð) 8.11.2011 kl. 13:26

19 identicon

Stundum veltir maður því fyrir sér hvort doctor e reyni að láta út sem hann sé snarbilaður til að maður hætti að rökræða málin. Kannski er hann einfaldlega geðveikur.

Gæti einhvern sem þekkir málið, látið mig vita, svo að ég geti kannski reynt að svara honum?

Pétur S. (IP-tala skráð) 8.11.2011 kl. 15:02

20 identicon

Ertu að reyna að leggja mig í einelti á eineltisdeginum "Pétur"

DoctorE (IP-tala skráð) 8.11.2011 kl. 16:11

21 Smámynd: Dexter Morgan

Hvaða djöfulsins kjaftur er þetta á þessum "Pétri S". Talar um að menn séu geðveikir, snarbilaðir og steiktir. Sennilega bara af því að maður hefur aðra skoðun á þessu en hann. Maður hefur aðra upplifun af þessu "hvítþvottar-viðtali" við sérann en Pétur. Komdu fram með þína upplifun og hverjum/hverju þú trúir og látttu aðra í friði með sínar skoðanir, þær eru ekkert verri/betri en þínar.

Jens, þú ættir kannski að íhuga að loka á svona fífl eða í það minnsta gefa honum gula spjalið fyrir að tala svona um bloggfélaga þína.

Dexter Morgan, 8.11.2011 kl. 17:23

22 identicon

Dexter,

Ég sagði reyndar aldrei að menn væru steiktir. Aftur á móti gleymdi ég því bara. Þú ert steiktur!!

Ég held reyndar að þú sért að reyna vera það...;-)

Pétur S. (IP-tala skráð) 8.11.2011 kl. 18:07

23 Smámynd: Jens Guð

  Sigurður Alfreð,  ég hef ekki heyrt þetta með stríplið í TBR en allt ber þetta að sama brunni.

Jens Guð, 9.11.2011 kl. 14:24

24 identicon

Maður er loksins farinn að átta sig á því að sögusagnir drepa. Það er augljóst.

Ekki bara þá sem mögulega verða fyrir þeim, heldur líka þá sem dreifa þeim.

Sorglegt.

Þessi TBR saga náttúrulega alveg kostuleg. Ef þetta hefði verið hver sem er annar, þá væri þetta í fullkomnu lagi.

Pétur S. (IP-tala skráð) 9.11.2011 kl. 17:28

25 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  ég tek undir þessi orð þín:

" Við megum samt ekki gleyma fórnarlömbum kynferðisofbeldis. Þau eru mörg og nær okkur en við höldum."

Jens Guð, 9.11.2011 kl. 18:16

26 Smámynd: Jens Guð

  Sæunn,  þeir nemendur Ólafs úr Réttó sem ég þekki höfðu og hafa neikvæða afstöðu til hans. 

Jens Guð, 9.11.2011 kl. 18:18

27 Smámynd: Jens Guð

  Hannes (#10),  prestar voru lengst af mjög hátt skrifaðir í íslensku þjóðfélagi.  Fólk bar óttablandna virðingu fyrir þeim og leit á þá sem afskaplega merkilega.  Nafn þeirra var ekki nefnt öðru vísi en skeyta "sör" eða "séra" fyrir framan.  Eiginkonur presta fengu titilinn "frú" fyrir framan sitt nafn þegar það bar á góma.

  Á bæjum þótti mikil upphefð af því að fá prest í heimsókn.  Það var ekki við hæfi að bjóða gestkomandi presti upp á kaffi í eldhúsi.  Stofuborðið var dekkað þegar svo tigin gest bar að garði.  Algengt var að myndavél væri dregin upp og húsráðendur fengu ljósmynd af sér með prestinum. Þannig mynd var síðar innrömmuð og höfð á áberandi stað.

  Fyrir utan að stýra athöfnum á borð við skírnir, fermingar, giftingar, jarðarfarir og annað messuhald var (og er) presturinn sálusorgari.  Í hjónabandskrísu þar sem skilnaður blasti við sóttu konur sér huggunar, skilnings og leiðsagnar prestsins.  Þær lögðu öll sín spil á hans borð og grétu á hans öxl.  Það var undir þannig kringumstæðum sem Ólafur Skúlason réðist á Sigrúnu Pálínu og reyndi að nauðga henni.  Mér er kunnugt um annað slíkt dæmi.   

Jens Guð, 9.11.2011 kl. 18:38

28 Smámynd: Jens Guð

  DoctorE (#11),  það dró algjörlega úr trúverðugleika Skúla hvað hann gekk langt í viðleitni til að gera GE ótrúverðuga,  svo sem þetta með salernið,  andrúmsloftið á heimilinu og draga upp mynd af snarruglaðri manneskju sem lifi í sýndarveruleika og tilbúnum minningarheimi.

Jens Guð, 9.11.2011 kl. 18:44

29 Smámynd: Jens Guð

  Margrét Birna,  framganga hans vekur að minnsta kosti upp ýmsar spurningar.

Jens Guð, 9.11.2011 kl. 20:48

30 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil,  það er alveg klárt að það hefur verið rosalega erfitt skref fyrir GE að stíga fram og segja sögu sína.  Persónulegur ávinningur hennar af því er enginn (hún hefur engra hagsmuna að gæta við að koma höggi á föður sinn og fjölskyldu sína).  Þvert á móti uppsker hún grófar árásir á sig, efasemdir um andlega heilsu og gagnrýni á svo margt sem að sögu hennar snýr.  Hún er hetja að afhjúpa sig og galla sína og það allt á þann hátt sem hún gerir í bókinni.

Jens Guð, 9.11.2011 kl. 20:54

31 Smámynd: Jens Guð

  Pétur S (#14),  það þarf enginn að skammast sín fyrir að eiga orðastað við DoctorE.  Hann hefur margt til síns máls.  Skömmin liggur hjá þeim sem níðast á börnum og konum.  Og þeim sem verja barnaníð og annað kynferðisofbeldi.

Jens Guð, 9.11.2011 kl. 20:57

32 Smámynd: Jens Guð

  Dexter Morgan (#15),  út af fyrir sig var gott PR (almannatengslatrix) hjá Skúla að stíga fram og draga upp mynd af systir sinni sem fárveikri manneskju með falskar minningar.  Ég undirstrika að þetta var snjallt skref út frá PR uppskrift.  Hann klúðraði dæminu hinsvegar með því að reyna að gera trúverðugleika hennar tortryggilegan með því að gera ágreining um salerni,  andrúmsloft á heimilinu,  flokka nauðgunartilraun sem káf og kvensemi o.s.frv.

Jens Guð, 9.11.2011 kl. 21:04

33 Smámynd: Jens Guð

  Pétur S (#16),  það má alveg tala um þetta og á að tala um þetta.

Jens Guð, 9.11.2011 kl. 21:05

34 Smámynd: Jens Guð

  Jóhanna (#17),  fæstir eru vitni af barnaníði og öðru kynferðisofbeldi.  Þeir sem fást við slík mál (lögregla, lögfræðingar,  sálfræðingar, dómstólar...) eru í fæstum tilfellum vitni.  Fremur en í öðrum brotamálum.  Þá reynir á að meta trúverðugleika þeirra sem hlut eiga að máli.

Jens Guð, 9.11.2011 kl. 21:09

35 Smámynd: Jens Guð

  Jóhann,  ég vil bæta því við að Skúli var 1 árs þegar GE var 13 ára.  Hann var 2ja ára þegar hún var 14 ára.  Hann var 4ra ára þegar hún var 16 ára.  Og hann segir að öllum líkindum réttilega frá því að hann var ekki vitni að því þegar faðir þeirra níddist á henni 6 ára.

Jens Guð, 9.11.2011 kl. 21:14

36 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nákvæmlega svona níð eins og önnur fer leynt og þess gætt vel af níðingnum að hann og fórnarlambið séu ein til frásagnar.  Það er gert með hótunum eða áróðri. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.11.2011 kl. 21:15

37 Smámynd: Jens Guð

  DoctorE (#18),  það styður flest frásögn GE.  Fyrst er að telja allar þær konur sem sökuðu Ólaf um kynferðiáreitni.  Síðan eru það frásagnir kvenna sem voru nemendur í Réttó og bjuggu við það orðspor kallsins að hann væri þeim hættulegur.  Flestir í Bústaðahverfi vissu af framhjáhöldum hans.  Starfsmaður í Bústaðakirkju hefur skýrt frá því er hann kom að Ólafi lausgirtum ofan á grátandi stúlku í gluggalausa herberginu.  Ólafur kærði konurnar sem ásökuðu hann um kynferðisáreitni.  Eftir viðtöl við 20 konur varð niðurstaða sú að kæra Ólafs væri ekki tæk fyrir framhaldi á kæru hans á hendur þeim.  Svo bættist við frásögn GE.  Hennar frásögn er studd þekktu hegðunarmynstri fórnarlambs barnaníðs.  Og svo framvegis.

Jens Guð, 9.11.2011 kl. 21:24

38 Smámynd: Jens Guð

  Pétur S (#19),  þér er alveg óhætt að svara DoctorE.  Hann hefur sitthvað til síns máls.

Jens Guð, 9.11.2011 kl. 21:26

39 Smámynd: Jens Guð

  DoctorE (#20),  þetta er léttvægt einelti.  Bara broslegt.

Jens Guð, 9.11.2011 kl. 21:27

40 Smámynd: Jens Guð

  Dexter Morgan (#21),  ég hef ekki tekið upp neina ritskoðun á það sem birtist hér í athugasemdakerfinu.  Það er öllum frjálst að tjá sig á þessum vettvangi.  Það er einungis gott að sem flest sjónarmið komi fram.  Ég sækist ekki eftir að einskorða umræðuna við þá sem eru mér sammála.

Jens Guð, 9.11.2011 kl. 21:31

41 Smámynd: Jens Guð

  Pétur S (#22), þú ert léttur á því.

Jens Guð, 9.11.2011 kl. 21:33

42 Smámynd: Jens Guð

   Pétur S (#24),  ég þekki ekki þetta TBR dæmi.  Það væri nú bara gaman að fá frekari fréttir af því.  Stendur TBR ekki fyrir tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur?

Jens Guð, 9.11.2011 kl. 21:35

43 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil (#36),  barnaníðingar gæta þess jafnan að engir séu til frásagnar aðrir en gerandi og fórnarlamb. 

Jens Guð, 9.11.2011 kl. 21:37

44 identicon

Jens,

Af hverju reynirðu ítrekað og stöðugt að snúa út úr umræðunni.

Hvenær hefur einhver verið að segja að það séu vitni að þessum málum.

Fjölskyldan studdi Guðrúnu til að byrja með í þessu máli. Síðan hefur bara svo margt komið fram sem er með ólíkindum og heldur áfram að vera með ólíkindum.

Systir Guðrúnar var 2 árum yngri en hún. Skúli var að vitna í almennt andrúmsloft á heimilinu. Hvað er að??

Þú vísvitandi reynir að búa hluti til(maður spyr sig hvort þú virkilega trúir þessu sjálfur). Nú veit ég ekki hvernig samskipti hans við sumar þessara kvenna voru, en ég trúi því þó að hann hafi gerst brotlegur við þær. Síðan var viðtal við þessa títtnefndu Sigrúnu í Presunni, og þar eru grein um að barn hennar hafi lent í klóm barnaníðings í Kaupmannahöfn. Þetta mál er uppspuni, og er búið að uppljóstra því. Hvað gerðist. Nákvæmlega ekkert!!!!

Þið lifið í heimi blekkinga. Þessi heimur mun ekki hjálpa fórnarlömbum kynferðisofbeldis. Því miður.

Haldið þið að fyrir einhverja galdra að orð ykkar verði sannari, ef þið troðið þeim ofan í þá sem eru að hlusta á ykkur. Hvaða gott gerir það fyrir málstað Guðrúnar að allir þeim sem styðja hana hafa nákvæmlega ekkert til síns máls, og í langflestum tilfellum, með mjög öfgakenndar skoðanir á ýmsum málefnum.

Öll saga málsins, þ.e. gangur þess t.d. varðandi að tilkynna það til lögreglu eða annarra aðila er með ólíkindum. Hún fer á fund kirkjuráðs, og reynir(og hefur reynt) að draga persónu núverandi biskups inn í málið. Þetta er gert vísvitandi.

Þó að þetta séu erfið mál, og dreg ég ekki úr því, þá hlýtur allt hugsandi fólk að setja ákv. spurningarmerki við það sem hefur komið fram. Bókin sjálf er t.d. ótrúlega stutt, og lítið í henni. Meira og minna spássíur, úrklippur, og myndir.

Síðan ferlið sem hún fór í gegnum og síðan hvernig minningarnar komu fram, og hvernig þær gleymdust. Þetta er eiginlega skólabókardæmi um "rangar minningar". Það er eiginlega grátlegt hvað þetta er nálægt því. Málið er bara að mörgum er skítsama um sannleikann. Það er ótrúlegt.

Pétur S. (IP-tala skráð) 9.11.2011 kl. 21:38

45 identicon

Nei, líklega ertu bara grínisti...;-)

Bara soldið undarlegt að nota vettvang fyrir meint barnaníðingsmál til þess.

Pétur S. (IP-tala skráð) 9.11.2011 kl. 21:40

46 Smámynd: Jens Guð

  Pétur S (#44),  ég reyni ekki að snúa út úr umræðunni.  Þvert á móti reyni ég að halda mig við það sem umræðan snýst um.  Kíktu á athugasemd Jóhönnu (#17).  það er hún sem spyr um vitni. 

  Hvenær studdi fjölskylda GE hana í þessu dæmi?  Og hvernig?

  Tökum dæmið um andrúmsloftið á heimilinu.  GE lýsir því þannig að Ólafur hafi verið dóminerandi á heimilinu.  Ýmsir prestar hafa lýst svipuðu andrúmslofti í samskiptum sínum við Ólaf.  Meðal annars prestur að nafni Baldur Kristjánsson og fleiri prestar sem ég man ekki nöfn á.  Til að mynda sá sem fór mikinn á síðasta landsfundi Sjálfsstæðisflokksins (og lagði fram ályktun um meintar mútugreiðslur Guðlaugs Þórs).  Ég man ekki nafn hans.

  Hvað hluti hef ég reynt að búa til?  

  Eitthvað dæmi um barnabarn Sigrúnar Pálínu í Kaupmannahöfn á ekkert erindi inn í þessa umræðu.  Ekki frekar en þó SP hefði sjálf tekið upp á einhverju í Kaupmannahöfn.  

  Þú trúir að sögn ásökunum um að Ólafur hafi gerst brotlegur við konur.  Ég trúi því líka.  Þar með erum við á þeim slóðum að Ólafur hafi ekki virt þau mörk sem snúa að sakleysi kvenna (og barna) er snýr að kynferðisdæmi.

  Þá er það þetta með GE.  2003 fer hún að vinna úr sínu áfalli.  Lengi vel fór það hljótt.  Svo hafði hún samband við núverandi biskup.  Hún óskaði eftir áheyrn.  Biskupinn hvatti hana til að senda inn bréflegt erindi.  Sem hún gerði.  Biskupinn stakk bréfinu undir stól.  Það var ekki fyrr en hálfu öðru ári síðar sem DV komst í málið að hreyfing komst á það.  Með því að beita þessari þöggun var biskupinn sjálfur búinn að setja sig í hlutverk í atburðarrásinni.

  Látum vera skoðun þína á spássíum, úrklippum og myndum í bókinni.  Eftir stendur að GE segir þar sína sögu.  Bróðir hennar kvittar undir að frásögnin sé einlæg og engu vísvitandi skrökvað.

  Þá stendur eftir þessi fullyrðing um "falskar minningar".  Svoleiðis dæmi er til.  Hinsvegar eru dæmi  um "falskar minningar" bundnar við tilteknar sálfræðimeðferðir sem byggja á dáleiðslumeðferðum.  Það á ekki við í þessu tilfelli.  Þar fyrir utan hefur GE sterk sérkenni sem einkenna fórnarlömb barnaníðs (átröskun, stelsýki og annað í þá veru).  Skúli kom réttilega inn á að GE beri merki miðaldra manneskju sem hefur upplifað áfall.   

Jens Guð, 9.11.2011 kl. 22:17

47 Smámynd: Jens Guð

  Pétur S (#45),  ég er grínisti.  Einu undantekningar sem ég geri frá grallaragangi eru þegar umræðan snýr að barnaníði og öðru kynferðisofbeldi.

Jens Guð, 9.11.2011 kl. 22:19

48 identicon

Jens,

Ja, hérna. Þú hefðir átt að halda þig við tónlistarskrifin..;-) Rámar í einhverja bók um popptónlist eftir þig sem ég gluggaði í stundum sem krakki. Hálf súrrealískt að vera rökræða þetta við rithöfund þeirrar bókar...!!

Sko, í fyrsta lagi er þessi meðferð ekkert bundin við dáleiðslu. Langt í frá. Margar aðferðir til og hafa verið notaðar til að ná í bældar minningar. Það er ekkert svart hvítt í þessu. Allir sálfræðingar verða að fara á grátt svæði til að nálgast þessar upplýsingar. Einhvern veginn að "plata" hugann og dýrka þær út.

Síðan er fólk fullfært um að gera það sjálft, m.a. með sjálfshjálparbókum, sem einmitt Guðrún notaði mikið og oft, m.a. bók sem hefur mikið verið gagnrýnd.

Þú berð alltaf saman tilburði(sem með réttu eru slæmir miðað við stöðu mannsins), og síðan viðbjóðslegt barnaníð. Þetta helst ekkert í hendur. Þannig er það bara.

Við getum talað um andrúmsloft í samfélaginu. Það þarf engan snilling til að sjá að meðvirkni með svona umræðu er gífurleg, sem náttúrulega endurspeglast í viðbrögðum varðandi samskipti Guðrúnar og kirkjunnar.

Jú, fjölskyldan studdi hana víst. Guðrún sagði það sjálf, og auðvitað studdi fjölskyldan hana, þegar hún segir ekkert um málið í meira en ár. Líklega hefur þá bókin þá sagt a þau gætu það ekki lengur.

Biskupinn stakk engu undir stól. Hún vildi fara með málið til fjölmiðla. Ef biskup hefði viljað stinga því undir stól, þá hefði hann nú frekar bara hlustað á erindið. Líklega hefur hann talið að erindið ætti ekki upp á borð hjá honum sem yfirmanni kirkjunnar, en það hefði verið svo auðvelt fyrir hann að hlusta, og þá hefði málið "horfið".

Þetta er svo augljóst, og held ég að þú sjáir það, en það er bara. Kannski að þetta sé opinbert. Kannski viltu ekki styggja á einhvern. Kannski líturðu á umræður okkar sem einhverja keppni. Ég bara veit það ekki.

Varðandi persónu Ólafs. Já, það hafa prestar komið fram og lýst yfir þeirri skoðun að han hafi verið skapofsamaður á köflum. Það eru nú margir það!! Sú staðreynd ein og sér, þarf ekki að leiða til að heimilið hafi verið eitthvert harðstjórnarbæli.

Málið er að fólk er núna að reyna bæta fyrir að það gjörsamleg missti sig, varðandi þetta mál, og "þátt" biskups, eða kirkjunnar. Samfélagið allt má bæta sig almennt í málum varðandi kynferðisbrot á börnum. Hins vegar eru þau eðlisólík kynferðisbrotum á fullorðnum. Í þessu máli er þessu VÍSVITANDI blandað saman, til að notfæra sér þetta mál, til að koma hinum málunum á dagskrá. Þetta er orðið svo ljóst, og hvernig ákv. hópar, hafa spilað í þessu máli er hreint út sagt ótrúlegt.

Samt ætla ég ekki að segja að Guðrún hafi ekki lent í þessu. Ég einfaldlega get það ekki, aftur á móti er mörgum spurningum ósvarað, bæði um þátt fjölmiðla, sem hafa gjörsamlega farið offari í svipuðum málum, og síðan sögusmettum um allt land, sem sitja núna með sárt ennið.

Varðandi málið í Pressunni, og Vikunni raunar. Þú segir að það skipti ekki máli, en allt þetta mál byggist upp á karakter Ólafs Skúlasonar, sem líklega var ansi viðsjárverðu. Samt þegar kemur að karakter einhvers annars, þá hefur sá hinn sami frítt spil!! Vá, mikið undarlega siðferðið er nú það.

Pétur S. (IP-tala skráð) 9.11.2011 kl. 22:52

49 Smámynd: Jens Guð

  Pétur minn,  það er gaman að þú skulir hafir sem krakki gluggað í Poppbókina sem ég skrifaði fyrir þremur áratugum.  Það væri kannski ennþá meira gaman að rífast við þig um poppmúsík.  Ég elska að þrefa um poppmúsík.  Þar er ég á betri heimavelli en í þessu dæmi.  Og stendur nær mínu áhugasviði.  

  Ég get alveg kvittað undir að það sé ekkert svart-hvítt í umræðunni um barnaníð og kynferðisofbeldi.  

  Veist þú um eitthvert dæmi þess að svokallaðar bældar minningar hafi komið við sögu í öðru dæmi en dáleiðlsumeðferð?  Ég tel mig geta fullyrt að ekkert slikt dæmi sé um að ræða hérlendis.  Ég hef spurt marga íslenska sálfræðinga og svör eru á einn veg. Ef þú veist um annað dæmi þá bakka ég.  Þetta er mér ekkert trúardæmi.  

  Þú vísar til ósvararðra spurninga.  Varpaðu þeim fram og við leitumst saman að að finna svör.   

Jens Guð, 10.11.2011 kl. 00:06

50 identicon

Já, þessi umræða er soldið snúinn.

Menn eru svo komnir fram úr sér í einhverri keppni að þeir átta sig ekki á umræðuefninu.

Falskar minningar eru bara heiti á meintum bældum minningum.

Sumir hafa komið fram í umræðunni og sagt að kenningin um falskar minningar sé á gervi-vísindi eða eitthvað í þeim dúr. Þá sem rök á móti þeim, sem segja að að þær seu til. OK.

Þarna eru þeir að rugla saman hæpnum aðferðum við að ná meintum bældum minningum. Þessar aðferðir eru síðan ótal margar, t.d. dáleiðsla, samtalsmeðferðir, alls kyns prófanir, sálkannanir, lyf, síðan eru ótal sjálfshjálparbækur.

Þarna er verið að rugla saman AÐFERÐINNI, og síðan andlagi "meintra bældra minninga". Frekar hjákátlegt þegar fólk snýr þessu gjörsamlega á hvolf.

Auðvitað er hitt líka til að fólk bælir hlutina og man lítið sem ekkert. Það eru hins vegar algjör undantekningartilfelli!! 99% af fólki sem lendir í þessu MAN hlutinn.

Síðan eru það dæmin þar sem fólk raunverulega trúir að það hafi ger hitt og þetta, en gerði það ekki. T.d. fólk sem hefur játað á sig ýmsa glæpa, og trúir því að það hafi framið þá. Hægt að halda áfram endalaust í sjálfu sér.

Minni mannsins er frekar brigðult.Þetta mál er erfitt. Vandamálið er meira hvernig fólk smjattar á þessu, og virðist fá ánægju út úr því. Það hjálpar engum.

Ég held að allir sjái að Guðrún Ebba er fórnarlamb í þessu máli, sama hvernig á það er litið. Hún raunverulega áttu í miklum eriðleikum þegar hún átti að hafa "allt í einu" munað þetta, og á sama tíma að lesa þessa sjálfshjálparbók, og síðan í þessari meðferð. Síðan kemur fólk inn í hennar líf, sem gerir allt til að trúa fólki sem kemur með svona sögur. Alveg sama hvernig þær eru til komnar.

Bara í dag var t.d. frétt frá Eyjum þar sem meint kynferðisbrot var 100% uppspuni. Síðan erum við með mál sem eru mis flókinn, og á gráu svæði, stundum upplifir fórnarlambið sökum lyfja eða annarra ástæðna sig sem fórnarlamb. Það á náttúrulega ekki við í sögu Guðrúnar. Þar er um að ræða minni, og síðan trúverðuleika allra aðstæðna, og síðan viðbrögð fjölskylud(sem enn og aftur, studdi hana til að byrja með).

Síðan er það bókin, þar sem sumir hlutir sem eiga að vera réttir eru einfaldlegar Rangir. Af hverju. Jú maður spyr sig. Af hverju??

Síðan hvernig sumir tala um fjölskyldu hennar. Eins og hún hafi ekki þurft að þola margt, þá öll þessi ár. Getur hugsanlega verið að jafnvel, þau mál, sem voru 1996 og í kjölfarið, og síðan fleiri áföll, átt sinn þátt í þessu öllu saman.

Ég veit það bara ekki. Eitt veit ég að þjóðin hefur farið offari í þessu máli.

Pétur S. (IP-tala skráð) 10.11.2011 kl. 00:39

51 identicon

Þú talar um spurningar Jens. Stundum verður maður bara að lesa á milli línanna. Ég geri það hjá þér, eigum við ekki að færa þetta upp á topp tíu standard. Hver verður hástökkvari vikunnar?..;-)

Pétur S. (IP-tala skráð) 10.11.2011 kl. 00:44

52 Smámynd: Jens Guð

  Pétur S.,  við erum kannski farnir að endurtaka okkur.  En það er allt í lagi.

Bældar minningar eru ekki það sama og falskar minningar.  Bældar minningar eru raunverulegar minningar sem manneskja (oftast barn) hefur lokað á (bælt) vegna þess hvað þær eru mikil raun.  Bældar minningar eru algengar varðandi barnaníð en einnig varðandi til að mynda gróft einelti.  Einstök dæmi eru ekki góð dæmi en ég vitna samt til konu sem ég þekki.  Hún varð fyrir grófu einelti alla sína barnæsku.  Á fullorðinsárum leitaði hún til sálfræðings til að vinna úr því.  Þegar hún átti að segja frá atburðum kom í ljós að hún mundi engin einstök atvik.  Hún og fjölskylda hennar vissi af þessari vondu reynslu hennar en henni var ómögulegt að rifja upp nein einstök atvik.  Hún hreinlega mundi ekki eftir einu einasta atviki.  Hún mundi eftir sér grátandi kvöldum saman vegna eineltisins en ekki atvikin.  Fjölskylda hennar mundi hinsvegar eftir atvikum sem konan mundi ekki eftir.

  Falskar minningar eru aftur á móti eitthvað sem viðkomandi telur sig raunverulega muna eftir en hefur aldrei átt sér stað í raunveruleika.  Oftast eru það "minningar" sem eru framkallaðar í mjög umdeildum og gagnrýndum dáleiðslumeðferðum.

  Ég kvitta undir að GE sé fórnarlamb.  Sjálfshjálparbókin sem þú vitnar til kom ekki við sögu fyrr en Elín Hirst var að skrá sögu GE.  Mörgum árum eftir að GE var langt komin í að vinna úr sínum málum.

  Hvaða hlutir í bók GE hafa reynst vera rangir?  Hvenær sýndi fjölskylda GE henni stuðning?

  Það er ekki alveg rétt að GE hafi "allt í einu" munað níðið á sér.  Hún vissi alltaf af kynferðislegum samskiptum við föður sinn en bældi nákvæmar minningar um þau.  

  Þar fyrir utan hafði GE frá barnsaldri mjög sterk og þekkt einkenni fórnarlambs barnaníðs.  Hegðunarmynstur hennar frá barnsaldri,  unglingsárum og fullorðinsárum er dæmigert fyrir það sem hún segir frá í bókinni.     

Jens Guð, 11.11.2011 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.