Eivör með rosalega spennandi dæmi

   Stóra fréttin í dönsku músíkpressunni í dag er nýjasta skref á tónlistarferli Eivarar.  Hún hefur stofnað dúett með finnska kontrabassaleikaranum Ginman (búsettur í Danmörku).

  Dúettinn kallast EIVÖR & GINMAN After Dark. 
  Þó að þetta sé dúett þá er samt um fullskipaða hljómsveit að ræða með trommuleikara,  hljómborðsleikara og blásara.  Hljóðfæraleikararnir eru hátt skrifaðir í dönsku djasssenunni.
.
  Ginman er stórt nafn í þeirri senu.  Hann hefur spilað með heimsþekktum nöfnum á borð við Randy Brecker,  Clark Terry,  Scott Hamilton og Lee Konitz.  Hann hefur unnið með flestum stærstu dönsku djassnöfnunum og unnið til fjölda verðlauna.  Dúett hans og söngvara rokkhljómsveitarinnar Sort Sol,  Jörgensen,  hlaut á sínum tíma margar tilnefningar til Grammy verðlauna og landaði tvennum.  Bandaríska gítarhetjan (frumherji þvergripa) Link Wray spilaði um tíma með Sort Sol.  Sú hljómsveit var upphaflega pönksveit en þróaðist yfir í nýbylgjudeildina (new wave).
.
  Ginman hefur meðal spilað inn á plötur með Sigurði Flosasyni.
  Ginman er á sextugsaldri.  Hann samdi tónlistina í söngleiknum Snædrottningunni og hefur samið músík fyrir allskonar sjónvarpsþætti, kvikmyndir og þess háttar.
.
  Tónlist Eivarar og Ginmans er órafmagnaður dökkur nútímadjass og spuni.  Gríðarlegur spenningur er í Danmörku fyrir samstarfi þeirra.  Í febrúar á næsta ári leggjast þau í hljómleikaferð undir yfirskrftinni Vetrardjass:
.
8. feb. Aalborg, Huset
9. feb. Aarhus, Musikhuset, Lille Sal
10. feb. Sønderborghus
11. feb. Vanløse, Kulturstationen Vanløse
15. feb. Óðinsvé, Dexter
16. feb. Kaupmannahöfn, Koncerthuset, Studie 2
.
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Gaman að lesa fréttir af þessum stórkostlega listamanni. Okkur Íslendingum finnst sennilega flestum að við eigum lítinn hluta í Eivör sem gefur kynnt heimaland sitt Færeyjar betur en flestir aðrir. Þegar Eivör stendur sig vel, verðum við stollt, rétt eins og um okkar eigin listamenn væri að ræða. Takk, takk.

Sigurður Þorsteinsson, 10.11.2011 kl. 16:30

2 Smámynd: Jens Guð

  Sigurður,  það er ekki ofmælt að Íslendingar eigni sér Eivöru.  Hún hefur verið verðlaunuð í Íslensku tónlistarverðlaunum sem "besta íslenska söngkonan" og "besti íslenski flytjandinn",  útnefnd til fjölda annarra slíkra titla. Verðlaunuð í íslensku leiklistarverðlaununum, Grímunni.  Verið skráð sem ein af Íslensku dívunum.  Í skoðanakönnun RÚV nýverið á því hver ætti að vera fulltrúi/flytjandi íslenska framlags til Júrivisjón skoraði Eivör hátt - án þess að hafa gefið kost á sér í það hlutverk.  Hún hefur reyndar fyrir löngu síðan tekið ákvörðun um að sniðganga allar keppnir í tónlist.  Engu að síður er stöðugur þrýstingur á hana að taka þátt í Júrivisjón og fleiri slíkum dæmum fyrir hönd Íslands.

  Fyrir nokkrum árum var Eivör formlega útnefnd "Færeyingur ársins",  einmitt fyrir það hvað hún hefur kynnt Færeyjar og færeyska menningu á jákvæðan hátt á alþjóðamarkaði.  

  Eivör hefur vissulega sett sín spor á íslenska tónlist.  Bæði sem þátttakandi í íslensku tónlistarlífi og einnig með því að hafa sungið fjölda íslenskra laga inn á sínar plötur sem seljast vel á alþjóðamarkaði.  Platan hennar "Eivör" hlaut nokkur verðlaun í Dönsku tónlistarverðlaununum fyrir nokkrum árum.  Á þeirri plötu eru íslensku lögin "Við gengum tvö" og "Ég veit þú kemur".  Þannig mætti áfram telja.

  Íslendingar geta svo sannarlega verið stoltir af því að "eiga" dálítið í Eivöru.  Hún er flott og hún er stöðugt að stíga góð skref á sínum tónlistarferli.  Samstarfið við finnska djassbassaleikararann Ginman er virkilega spennandi dæmi.

Jens Guð, 11.11.2011 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband