Hvor lýgur?

eyvindurhannesHó+berlusconi

  Maður er nefndur Eyvindur Pétur Eiríksson.  Hann er viðurkenndur og verðlaunaður afburðar rithöfundur,  Cand. mag. í íslenskri málfræði og hefur gengt lektorsstöðu við Háskólann í Helsingfors í Finnlandi og Kaupmannahafnarháskóla í Danmörku.  Bara svo fátt eitt sé upp talið. 
  Víkur þá sögunni að Hannes Hólmsteini Gissurarsyni.  Hann sendi frá sér frekar nýja bók á dögunum,  Íslenskir kommúnistar.  Nemandi hans,  Frosti Logason,  mætti með eintak af bókinni í sinn frábæra útvarpsþátt,  Harmageddon,  á X-inu.  Erpur megasnillingur (Blaz Roca),  sonur Eyvindar,  mætti í þáttinn.  Hann fletti upp í bókinni og sá að þar var föður síns getið að góðu einu.  Hann hefði stundað langt og strangt nám í leikstjórn í Moskvu. 
  Erpur fullyrti að þarna væri rangt með farið.  Faðir sinn hefði aldrei lært leikstjórn.  Þar fyrir utan hefði hann aldrei stundað nám í Moskvu. 
  Frosti varði kennara sinn fimlega og treysti vönduðum vinnubrögðum fræðimannsins.  Úr þessu varð hið fjörlegasta spjall, eins og svo oft í útvarpsþættinum bráðskemmtilega Harmageddon.
.
  Í dag fengu þeir Frosti og Máni Pétursson sjálfan Eyvind Eiríksson í Harmageddon.  Eyvindur hafði lúmskt gaman af.  Hann er húmoristi og sá enga ástæðu til að fara fram á að Hannes leiðrétti meinta rangfærsluna.  Hið rétta væri að hann,  Eyvindur,  hefði aldrei lært leikstjórn né sest á skólabekk í Moskvu.  Hans námsferill hefði að uppistöðu til farið fram í Menntaskólanum á Akureyri og Háskóla Íslands, þar sem hann tók m.a. B.A. próf í dönsku og ensku.
.
  Eyvindur kannaðist við að hafa farið til Sovétríkjanna sem blaðamaður 1965 og - að mig minnir - varið tveimur dögum í Moskvu.  
  Sé þetta rétt hjá Eyvindi má segja að skekkjumörkin séu ekki veruleg hjá Hannesi,  svona miðað við sagnfræðilegar bækur af þessu tagi.  Engu að síður stendur þarna orð gegn orði.  Hannes heldur einu fram í sinni bók og Eyvindur heldur öðru fram.  Annar hvor þeirra fer með rangt mál.
.
  Ég þekki Eyvind sem afskaplega vandaðan, heiðarlegan og sannsöglan mann.  Já,  og skemmtilegan.  Hann er Vestfjarðagoði.  Það telur.
  Hannes þekki ég ekki.  En lýsing Frosta á honum er svipuð lýsingu minni á Eyvindi.  Nema að Hannes er ekki Vestfjarðagoði.
  Eftir stendur spurningin:  Hvor hallar réttu máli? 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru svona uppákomur og vitleysisgangur sí og æ, sem gjaldfella gæði Háskólans, sem segist stefna að því að verða fyrsta flokks Háskóli í alþjóðlegum samanburði. Það er ekki hægt meðan menn eru nánast æviráðnir. Því verður breytt, við gerum það bara fyrr en seinna.

Ólafur Sigurðsson (IP-tala skráð) 15.11.2011 kl. 00:08

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Er ekki einhver (sennilega Hannes, annað eins hefur nú skeð) að fara þarna nafnavillt. Mig rámar í að Eyvindur nokkur Erlendsson sé eða hafi verið leikstjóri. Ekki veit ég neitt um hvort hann hefur lært í Moskvu. Þó kann það að vera.

Sæmundur Bjarnason, 15.11.2011 kl. 00:09

3 Smámynd: Jens Guð

  Ólafur,  já,  nú eru bæði Eyvindur og Hannes háskólakennarar.  Annar hvor þeirra fer með rangt mál.  Það eru ekki meðmæli með gæðastuðli Háskólans að kennari þar skrökvi. 

Jens Guð, 15.11.2011 kl. 00:23

4 Smámynd: Jens Guð

  Sæmundur,  Eyvindur giskaði á að bókarhöfundur hafi ruglað sér saman við annan mann.  Gott ef hann nefndi ekki einmitt að Hannes væri hugsanlega að rugla sér saman við Eyvind Erlendsson - fremur en Fjalla-Eyvind eða einhvern enn annan Eyvind. 

Jens Guð, 15.11.2011 kl. 00:26

5 Smámynd: Jens Guð

  Ég hef svo sem ruglað saman mönnum með líkt nafn,  hér á blogginu.  Það hendir.  Verra er þegar slíkt gerist í sagnfræðilegri bók,  sem ætla má að sé prófarakalesin og texti marg yfirfarinn,  heimildir bornar saman fram og til baka og það allt,  gætt að gæsalöppum og svo framvegis.  En ég get á þessum tímapunkti ekki útilokað bældar minningar eða falskar minningar.  Kannski er þetta rétt hjá Hannesi og kannski getur hann stutt það með gögnum.   

Jens Guð, 15.11.2011 kl. 00:36

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Mér er líka stundum ruglað saman við Jens Val Jónsson.

Kannski menn geti stutt það gögnum. (Þvílíkar pælingar.)

Annars eru þessir Eyvindar báðir þekktir menn og þetta rakinn klaufaskapur.

Jón Valur Jensson, 15.11.2011 kl. 01:13

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég hélt að allir sem komnir eru yfir miðjan aldur þekktu, kommatengsl Eyvinds Erlendssonar og leikstjórnarnám hans í Moskvu. Hann var talsvert áberandi á sínum tíma og umdeildur. Það er náttúrlega algerlega óskiljanlegt og ófyrirgefanlegt af Hannesi að gera slík regin mistök. Þetta hlýtur að setja spurningamerki við heimildavinnuna og þetta "þrekvirki" af bók eins og mæringar segja.

Bókin er ónýt Hannes. Það er bara svo einfalt.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.11.2011 kl. 01:26

8 Smámynd: Jens Guð

  Jón Valur,  ég hallast að því að Hannes hafi ruglað saman mönnum.  Það er ekki stórt slys - nema eins og það snýr að viðkomandi.  Mér hefur oftar en einu sinni verið ruglað saman við saxafónleikarann Jens Hanson (í Sálinni) á prenti.  Og einnig á árum áður við Jens (æ, nú man ég allt í einu ekki eftirnafn hans sem poppskríbents hjá Mogganum fyrir nokkrum áratugum).  Það er léttvægt í umræðu um dægurmúsík.  Þetta er kannski aðeins erfiðara dæmi þegar um bók er að ræða.  Þá er snúnara eða þyngra í vöfum að leiðrétta rangfærslu.  Ef um rangfærslu er að ræða.

Jens Guð, 15.11.2011 kl. 01:31

9 Smámynd: Jens Guð

  Jón Steinar,  nú þekki ég ekkert til Eyvindar Erlendssonar.  En ég þekki prýðis vel til Eyvindar Eiríkssonar.  Á bækur eftir hann og hef miklar mætur á honum sem rithöfundi og persónu.  Ég hélt að ég þekkti nokkuð vel hans feril sem rithöfundar,  kennara og Vestfjarðagoða.  Það kom mér verulega á óvart að hann hefði lært leikstjórn í Moskvu.  Jafn mikið á óvart og syni hans og honum sjálfum. 

   Af því að þú ert frá Ísafirði get ég þess til gamans að ég kynntist þeim feðgum,  Eyvindi og Erpi,  fyrst þegar ég var með skrautskriftarnámskeið á Ísafirði.  Eyvindur var þar kennari og Erpur nemandi í Menntaskólanum á Ísafirði.  Þá var Erpur með sítt hár niður á mitt bak og upptekinn af fönk músík.  Óvenju gáfaður og fróður unglingur um fönk músík. Þetta var áður en rappið varð mega dæmi. Hann var alfræðiorðabók um fönk.  Ég taldi mig vera þokkalega vel að mér um fönk en kynntist þarna ofjarli á því sviði.  Frábær náungi. 

Jens Guð, 15.11.2011 kl. 01:48

10 identicon

Ég ætla ekki að fara að taka upp hanskann fyrir HHG enda hef ég ekkert álit á manninum,hvorki gott né slæmt,en það telst aðeins lygi sem rangfært er viljandi,hitt er bara klúður.

Casado (IP-tala skráð) 15.11.2011 kl. 03:49

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Rétt hjá Casado il Español.

Jón Steinar, bókin er svo sannarlega ekki ónýt, enda er dr. Hannes trúlega meiri alfræðibók en við hinir og hefur stúderað illskusögu kommúnismans nógu lengi til að þekkja hana nánast eins og handarbakið á sér.

Jón Valur Jensson, 15.11.2011 kl. 05:34

12 identicon

Jens Guð, ætli Jón Valur hafi nokkuð tilbeðið þig í smá ruglingi?

Grrr (IP-tala skráð) 15.11.2011 kl. 08:40

13 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er nú sennileg vandfundin sagnfræðibók sem ekki slæðist inn í, klaufalegar villur. Það er auðvitað óheppilegt en Jón Steinar segir "Bókin er ónýt"  og greina má að honum létti við.

Ég bíð spenntur eftir því að komast yfir bókina. Einhverjir þarna úti eru sjálfsagt kvíðnir vegna útkomu hennar. Ég get vel skilið að það sé þungbært að þurfa að viðurkenna að hafa verið tekinn í rassgatið árum og jafnvel áratugum saman,verið bent á það margsinnis en svarað slíkum ábendingum með svívirðingum í garð þess er bendir.

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.11.2011 kl. 09:47

14 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ætli ég sé nokkuð í bókinni? Ég millilenti einu sinni í Moskvu á leiðinni til Kúbu.

Hannesar nafni mínu má síðan ekki rugla við Hannes Hólmstein. Við erum þó báðir ættaðir úr Vatnsdal.

Emil Hannes Valgeirsson, 15.11.2011 kl. 11:23

15 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 15.11.2011 kl. 11:37

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Var ekki sá Eiríkur sem fór til Moskvu að læra leikstjórn líka Eyvindson? Það er reyndar allt annar maður.  Sá setti upp allavega eitt leikrit hér á Ísafirði með Litla leikklúbbnum.  Minnir Billý Lygara.  Vel við hæfi hahah.  En ég get líka bætt aðeins við um Eyvind Eiríksson föður Erps, hann er nefnilega ísfirðingur og ólst að  mestu leyti upp við Seljalandsveginn sömu götu og ég.  En Eiríkur Guðjónsson kom norðarn af ströndum.  Hann var bróðir Kristjáns Guðjónssonar föður Guðjóns Arnar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.11.2011 kl. 11:47

17 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Gunnar Th. Gunnarsson Auk þessarar villu hefur Hannes upplýst að þó nokkrir hafi ekki vilja staðfesta eða ræða við hann um fullyrðingar sem hann heldur fram. Því má segja að gefa út bók sem strax er upplýst að hann fer ekki rétt með auk þess sem að ofangreinir gjaldfelli þessa bók. Auki likur á því að hann byggi bókina á kjaftasögum þar sem einmitt eru líkur á svona ruglingi á mönnum eins að framan greinir.

Magnús Helgi Björgvinsson, 15.11.2011 kl. 12:21

18 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Við skulum bíða og sjá, Magnús

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.11.2011 kl. 12:47

19 identicon

Sæll; Jens Guð (legi), og þið önnur, gesta hans !

Hið bezta mál; að Jón Valur Jensson minnist illsku Kommúnismans.

En; skyldi hvarfla að JVJ, að fordæma hryðjuverk Kapítalismans, einnig ?

Ykkur hinum til upplýsingar; er Jón Valur dyggur aðdáandi ritsóðans - og Rískisjötu þegans Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, ein hvers mesta óþverra, sem komið hefir, að íslenzkum stjórnmálum - og ber að hluta til, stóra ábyrgð, á skemmdarverkum Davíðs Odds sonar, og hirðar hans.

Þannig að; þið skylduð taka hóflegt mark, á mærðar söng JVJ, Hannesi þessum, til vegsauka, gott fólk.

Hannes Hólmsteinn; er svona einskonar blanda, af þeim Kalínín Stalíns - og McCarthy, hins Bandaríska, í ofstæki sínu, sem öllum hugmynda fræðilegum viðbjóði, sínum, svo fram komi, einnig.

Með beztu kveðjum /   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.11.2011 kl. 12:50

20 identicon

Það má örugglega lesa þessa bók sér til gagns og gamas. Ég bíð síðan spenntur eftir framhaldinu, Íslenskir nasistar.

Jón Sveinsson (IP-tala skráð) 15.11.2011 kl. 14:03

21 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hún hefur þegar verið gerð... bræðurnir Illugi og Hrafn Jökulssynir gáfu hana út fyrir nokkrum árum síðan. Reyndar frekar slöpp bók.

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.11.2011 kl. 14:44

22 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þessi "nokkur ár" eru víst orðin 23 talsins.

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.11.2011 kl. 14:53

23 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

Þakka Jens Guð fyrir góðan og skemmtilegan pistil að vanda. Einnig er vert að þakka Óskari Helga fyrir mátulegar kveðjur til þeirra Hannesar, Davíðs og Jóns Vals.

Ljóst er að þessi bók er óvönduð eins og flest frá Hannesi er komið.

Sveinn R. Pálsson, 15.11.2011 kl. 15:45

24 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sveinn Pálsson, hefurðu lesið bókina... eða aðrar bækur eftir Hannes? Eða læturðu persónulega andúð þína á Hannesi, Sjálfstæðisflokknum eða hægri stefnunni, stjórna orðum þínum í "ritdómnum"?

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.11.2011 kl. 17:07

25 identicon

Þetta er, að vanda, góð færsla hjá þér, Jens.

En málið er alls ekki léttvægt. Það sýnir flaustursgang við ritun bókar og í raun einnig að sá sem heldur á penna er illa að sér í íslenskri menningarsögu. Það er alvarlegt þegar í hlut á maður sem endalaust slær um sig með ýmist smáskrítlum (anekdtótum) um t.d. listamenn og rithöfunda eða spreðar út frá sér tilvitnanasöfunum. En, menning er meira en sniðug orð að setja í afmæliskort.

Þá má heita fyrir neðan allar hellur að langskólagenginn maður, m.a. á sviði hugvísinda skuli ekki þekkja Eyvind Erlendsson leikstjóra og hinn ekki heldur Eyvind P. því þeim verður ekki með góðu móti ruglað saman.

Eyvindur Erlendsson er einn merkasti leikhúsmaður þjóðarinnar á síðustu öld, hann er vel menntaður í hinum rússneska skóla og HHG til upplýsingar er leikhúshefð og skólun Rússa eldri en þeir báðir Lenín og Stalín. Eyvindur var magnaður leikari en lék því miður of lítið. Hann var samt enn sterkari leikstjóri. Eyvindi kynntist ég sjálfur og naut þess mjög að sitja við fótskör hans og fræðast um leikmennt og menningarsögu - þó það hafi kannski ekki gerst við kjöraðstæður.

Eyvindur er frábær upplesari og það hefur sennilega verið á níunda áratug síðustu aldar að hann hóf að lesa Passíusálmana í Hallgrímskirkju og las hann þá alla í striklotu og þótti magnað afrek, mig minnir að hann hafi tekið föstudaginn langa undir þetta. Síðar fékk hann fleiri til liðs við sig.

Eyvindur er nú að mestu hættur að koma fram og hefur átt við nokkuð heilsuleysi að stríða á undanförnum árum.

Ég hélt að það væri ekki hægt að rugla honum saman við nokkurn mann, og hefði haldið að hver einasti prófarkalesari fræðitexta sem fæst öðrum þræði við íslenska menningarsögu (kommúnistar höfðu mikil áhrif á íslenskt menningarlíf) ætti að átta sig á svona skelfilegri vitleysu. 

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 15.11.2011 kl. 17:53

26 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

Gunnar (#24): ég hef ekki lesið bókina og hyggist ekki gera það. Ljóst er af því sem fram kemur hér á þessu bloggi, að bókin er óvönduð, gölluð vara.

Sveinn R. Pálsson, 15.11.2011 kl. 18:57

27 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já einmitt ég ætlaði að vera búin að leiðrétta sjálfa mig um nafnið á Eyvindi Erlendssyni. En það er greinilegt að Hannes hefur ruglað þessum tveimur saman.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.11.2011 kl. 19:24

28 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Er einungis um nafnarugl að ræða, eða er hann að skrifa meðvitað um Eyvind Pétur Eiríksson og telur hann kommúnista og lært leikstjórn í Moskvu?  Eða var (er) hann e.t.v. kommúnisti, eins og leikstjórinn?

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.11.2011 kl. 20:42

29 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Ég held að það sé alveg ljóst að þarna er föður mínum Eyvindi Erlendssyni og nafna hans Eirikssyni ruglað saman. Ekki í fyrsta sinn. Pabbi nam leikstjórn í Moskvu um sex ára skeið, ef ég man rétt. Hversu mikill kommúnisti hann er eða var er svo annað mál. Hef alltaf frekar litið á hann sem sósíalista. Ekki að það skipti höfuðmáli úr því sem komið er. En vissulega kaus hann Alþýðubandalagið og keypti Þjóðviljann. Og sendi son sinn í sumarbúðir til Austur-Þýzkalands, en það er nú önnur saga:-)

Heimir Eyvindarson, 15.11.2011 kl. 22:10

30 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ég spyr mig hvernig þessi heimildarvinna fór fram ? Hannes sagði fyrir stuttu síðan að hann hafi lært mikið af því - "þegar andi halldórs Laxness kom yfir hann" og gagnrýnin hafi styrkt hann sem rithöfund. Af þessu dæmi sem þú nefnir Jens, dreg ég stórlega í efa að þessi heimildarvinna hans hafi verið vel unninn og hann hafi þann eiginleika í sér að læra af sínum eigin mistökum.

Brynjar Jóhannsson, 16.11.2011 kl. 12:31

31 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Varðandi nasista á íslandi eða fólk sem hallaðist að þeim þeim, að þó tók Þór Whithead það fyrir í enhverri stríðsárabók sinni.

Að útgangspunkturinn þar, fannst manni, var að gera sem minnst úr öllu slíku. Eg efast um að búið sé að rannsaka það allt í botn. Efast um það.

Í bók Whiheads kemur td. fram að Bretar/Bandaríkjamenn voru með lista yfir nokkra íslendinga sem þeir töldu halla undir nasismann. þessi listi var stigskiptur ef eg man rétt. þ.e. líklegir og mjög líklegir etc. þeir settu saman þennan lista í því skyni að hafa yfirlit yfir líklega hjálparmenn þjóðverja ef til innrásar kæmi.

Eg held að þetta sé vanmetið. Eg held að það hafi verið bara margir á íslandi sem voru inná nasistalínunni. það ber að hafa þar í huga og undirstrika, að nasistar fengu ekki þetta svaka ljóta orð á sig fyrr undirlok stríðs og eftir stríð. Ósköpskiljanlegt að enginn hafi viljað koma nálægt því eftir stríð eða láta bendla sig við o.s.frv. Fólk í dag feilar oft á þessu. Nasistar á sínum tíma voru ekkert allir = Hitler. þ.e.a.s. sko sú ýmind sem Hitler hefur núna sem er = mannvonnska. þetta voru menn sem voru að hugsa um þjóðernisást og miklfengleika íslands og íslenska kynstofnsins and so on.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.11.2011 kl. 13:55

32 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sammála, Ómar

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.11.2011 kl. 15:39

33 Smámynd: Jens Guð

  Casado (#10),  það er eiginlega rétt hjá þér að lygi er það sem rangfært er viljandi.  Óviljandi rangfærsla er engu að síður rangfærsla.  Og heldur áfram að vera rangfærsla þangað til hún er leiðrétt.  Á þessum tímapunkti er spurning hvort um rangfærslu sé að ræða.  Eða hvort þetta sé eitthvað sem fræðimaðurinn,  bókarhöfundur,  getur eða vill standa við.  

Jens Guð, 16.11.2011 kl. 23:39

34 Smámynd: Jens Guð

  Jón Valur (#11),  eigum við þá að reikna með að þetta sé rétt hjá honum:  Að Eyvindur Eiríksson hafi stundað nám í leikstjórn í Moskvu? 

Jens Guð, 16.11.2011 kl. 23:42

35 Smámynd: Jens Guð

  Grrr (#12),  nei,  Jón Valur ruglast ekki á mér og þeim sem hann tilbiður

Jens Guð, 16.11.2011 kl. 23:44

36 Smámynd: Jens Guð

  Gunnar Th.,  (#13),  ég les fáar sagnfræðilegar bækur um annað en músík.  Þær eru reyndar margar og það er frekar sjaldgæft að rekast á klaufalegar villur í þeim.  Þær eru þó sjaldnast ritaðar af öðrum en áhugamönnum um músík (ekki sagnfræðingum eða öðrum fræðingum með prófgráðu í aðferðafræðinni.  Núna er ég að glugga í ævisögu Keith Richards.  Assgoti skemmtileg bók). 

  Ég hef aðeins gluggað í bók HHG.  Hún er áhugaverð og lipurlega skrifuð.  Ég ætla að bíða eftir að verðið á henni lækki aðeins áður en ég kaupi hana.

Jens Guð, 16.11.2011 kl. 23:52

37 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sagnfræðibækur eru misjafnar. Það að höfundur geti titlað sig sagnfræðing þarf síður en svo að vera gæðamerki, sérstaklega ef sagnfræðin er um pólitísk álitaefni.

Bók Guðna Th. Jóhannessonar um Gunnar Thoroddsen er t.d. óvönduð bók þar sem höfundur veður í kjaftasögum og túlkar atburði eftir eigin pólitíska smekk og höfði. Sömuleiðis er bók Jóns Ólafssonar um Moskvukommana óvönduð, því hann velur að sleppa sumum heimildum sem hann þó hafði sannarlega undir höndum úr skjalasöfnum Kremlar, til þess að sverta ekki um of skoðanabræður sína.

Bækur Þórs Whitehead eru hins vegar dæmi um vönduð vinnubrögð en bera þess þó glöggt vitni hvar höfundur er sjálfur í pólitík. Sumum finnst það galli og sú skoðun á alveg rétt á sér.

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.11.2011 kl. 00:31

38 Smámynd: Jens Guð

  Emil (#14),  ég held að þú sért of ungur til að vera í bókinni.  Hún spannar árin 1918 til 1968.  Einn kunningi minn sem tók ekki þátt í pólitík fyrr en eftir 1970 er grútspældur yfir að vera ekki í bókinni.  Hann telur sig hafa haft margt til mála að leggja á áttunda áratugnum og bíður spenntur eftir framhaldi af bókinni sem tekur þá yfir hippatímabilið.  Það var víst rosalega skemmtilegt.  Ég er næstum því of ungur (fæddur 1956) til að muna almennilega eftir því - og var þar að auki í skagfirskum afdal þegar Led Zeppelin og Deep Purple spiluðu á Íslandi.

Jens Guð, 17.11.2011 kl. 00:45

39 Smámynd: Jens Guð

  Ásdís (#15),  takk fyrir innlitið.

Jens Guð, 17.11.2011 kl. 00:45

40 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil (#16),  takk fyrir þessa fróðleiksmola.

Jens Guð, 17.11.2011 kl. 00:47

41 Smámynd: Jens Guð

  Ég þekki ekki almennilega til "kommentakerfis" þessa bloggvettvangs.  Ég ætlaði að setja inn athugasemd hjá HHG.  Eða fyrirspurn.  Það virðist ekki vera hægt.  Svo virðist sem síðuhöfundar geti útilokað "komment".  Ég kann ekkert á þetta.  Er það virkilega þannig að hægt sé að útiloka athugasemdir á bloggsiðum?  Ég hef svo sem alveg skilning á því að bloggarar kjósi einræðu á sínum viðhorfum.  Kannski hafa þeir vonda reynslu af ókurteisum athugasemdum.  Ég veit það ekki.  Það er sennilega allt til í þessu. 

Jens Guð, 17.11.2011 kl. 03:01

42 Smámynd: Jens Guð

  Magnús Helgi (#17),  kjaftasögur þurfa ekkert að vera verri en aðrar sögur.  Jafnvel stundum skemmtilegri. 

Jens Guð, 17.11.2011 kl. 03:06

43 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ekki rétt, Jens, kommúnistayfirlit Hannesar nær til 1998 en ekki 1968, svo Emil gæti þess vegna verið í bókinni.

Það eru þó nokkuð margir sem loka á athugasemdarkerfið í bloggum sínum. Þeir eru ekki að biðja um umræður um skrif sín, heldur eru einfaldlega að birta greinar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.11.2011 kl. 15:05

44 Smámynd: Jens Guð

  Óskar Helgi (#19),  það er aldeilis!  Mig minnti að þið Jón Valur væru góðir vinir.

Jens Guð, 18.11.2011 kl. 00:22

45 Smámynd: Jens Guð

  Jón Sveinsson (#20) og Sveinn Pálsson (#23),  takk fyrir innlitið og "komment".  Ég sé að búið er að svara þeim.

Jens Guð, 18.11.2011 kl. 00:26

46 Smámynd: Jens Guð

  Guðmundur (#25),  takk fyrir þennan fróðleik.

Jens Guð, 18.11.2011 kl. 00:28

47 identicon

Komið þið sæl; að nýju !

Jens Guð (legi) !

Já; satt er það, ágæti drengur.

Upp er risinn; heiptarlegur hugmyndafræðilegur ágreiningur, milli okkar Jóns Vals, eftir tæpra 40 ára vináttu.

Og; eigum þar báðir, sök nokkra, þar á.

En; hvar ég er, afkomandi hinna Heiðnu; Kveldúlfs úr Hrafnistu, sem og Valgarðar hins Gráa (föður Marðar), að Hofi á Rangárvöllum, mun auðna ein ráða, hvort við berum nokkra taugar til samþykkis, á ný, við Jón Valur.

Með; sízt lakari kveðjum - en öðrum fyrri /   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.11.2011 kl. 00:38

48 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil (#26) og Gunnar Th. (#27),  það er spurning hvort HHG ruglaði mönnum saman viljandi eða óviljandi eða hvort hann stendur við að verðlaunarithöfundurinn og Vestfjarðargoðinn Eyvindur Eiríksson hafi lært leikstjórn í Moskvu.  HHG hefur ekki dregið til baka neitt sem fram kemur í bókinni.

Jens Guð, 18.11.2011 kl. 20:18

49 Smámynd: Jens Guð

  Heimir (#29),  takk fyrir upplýsingarnar.

Jens Guð, 18.11.2011 kl. 20:20

50 Smámynd: Jens Guð

  Brynjar (#30),  það má alveg vera rétt hjá HHG að hann hafi lært sitthvað af því að hafa eignað sér texta HKL.  Spurningin snýst kannski um það hvort hann hafi lært mikið eða lítið.

Jens Guð, 18.11.2011 kl. 20:24

51 Smámynd: Jens Guð

  Ómar Bjarki (#31),  áhugi fyrir því að endurreisa nasistaflokk á Íslandi hefur af og til blossað upp í Sjálfstæðisflokknum.  Bróðir Geirs Haaarde reyndi það á sjöunda áratugnum og annar hópur reyndi að endurtaka leikinn á áttunda áratugnum.  Það eru bara svo fáir í Sjálfstæðisflokknum sem aðhyllast nasisma nægilega mikið til að vilja kljúfa sig frá flokknum.

Jens Guð, 18.11.2011 kl. 20:28

52 Smámynd: Jens Guð

  Gunnar Th. (#43),  takk fyrir leiðréttingu og upplýsingar.

Jens Guð, 18.11.2011 kl. 20:29

53 Smámynd: Jens Guð

  Óskar Helgi (#47),  þú ert vel ættaður!

Jens Guð, 18.11.2011 kl. 20:30

54 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hvaðan er myndin fallega efst á síðu þinni, Jens?

Og við hvaða tækifæri var hún tekin? Er fólkinu skeytt saman við?

Jón Valur Jensson, 19.11.2011 kl. 03:17

55 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

29 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Ég held að það sé alveg ljóst að þarna er föður mínum Eyvindi Erlendssyni og nafna hans Eirikssyni ruglað saman. Ekki í fyrsta sinn. Pabbi nam leikstjórn í Moskvu um sex ára skeið, ef ég man rétt. Hversu mikill kommúnisti hann er eða var er svo annað mál. Hef alltaf frekar litið á hann sem sósíalista. Ekki að það skipti höfuðmáli úr því sem komið er. En vissulega kaus hann Alþýðubandalagið og keypti Þjóðviljann. Og sendi son sinn í sumarbúðir til Austur-Þýzkalands, en það er nú önnur saga:-)

Hér talar sonur Eyvindar Erlendssonar, sem ég reynda man eftir frá LL árum mínum.  Ég er sannfærð um að þessum tveimur Eyvindum er hér ruglað saman.  Og tel þess vegna að sonur Eyvindar Eiríkissonar hafi þar með rétt fyrir sér.  Auðvitað veit hann um hvað faðir hans lærði og hvar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.11.2011 kl. 14:33

56 Smámynd: Jens Guð

  Jón Valur,  myndin er tekin í fjörunni í Götu í Færeyjum,  á útihljómleikum með þungarokkssveitinni Tý.  Hafsýnin er ægifögur þar sem Norðureyjarnar ramma inn hafflötinn.  Það hefur ekkert verið átt við myndina. 

Jens Guð, 19.11.2011 kl. 15:28

57 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil,  ég ætla að þetta sé rétt hjá ykkur. 

Jens Guð, 19.11.2011 kl. 15:30

58 Smámynd: Jón Valur Jensson

Fagurt, sannarlega. Og þarna hélt hann sig, Þrándur í Götu.

Jón Valur Jensson, 19.11.2011 kl. 18:09

59 Smámynd: Jens Guð

  Jón Valur,  og Eivör.  Húsið hennar er rétt fyrir ofan fjöruna í Götu.

Jens Guð, 19.11.2011 kl. 22:47

60 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Er hún þá á Götunni... blessunin

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.11.2011 kl. 23:01

61 Smámynd: Jens Guð

  Gunnar Th.,  góður!  Við og Færeyingar tölum reyndar um Þránd í Götu og Eivöru í Götu.

Jens Guð, 20.11.2011 kl. 00:31

62 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ertu þá Færeyingur eftir allt saman, Jens minn?

Og hver er þessi mongoqueen þarna við hliðina á þér? Færeysk?

Jón Valur Jensson, 20.11.2011 kl. 20:16

63 Smámynd: Jens Guð

  Jón Valur,  ég er ekki Færeyingur.  Því miður.  Það væri gaman.  Hinsvegar fékk færeyskur skóli mig til að kenna skrautskrift 1998.  Ég fór þangað nokkur ár í röð uns markaðurinn mettaðist (Færeyingar eru aðeins 48 þúsund).  Ég tók ástfóstri við Færeyinga og Færeyjar.  Eignaðist þar fjölda góðra vina og fléttaðist saman við færeyska tónlistarbransann.  Færeyingar eru yndislegasta fólk sem ég hef kynnst.  Ég hef unnið mikið með mörgum færeyskum tónlistarmönnum.  Áður og síðar hef ég unnið mikið með íslenskum tónlistarmönnum.  En það er ekki hægt að vinna með elskulegra fólki en Færeyingum.  Án þess að fara út í langa upptalningu á samskiptum mínum við færeyska tónlistarmenn þá læt ég nægja að geta þess að ég hef nú skrifað bók um færeysku söngkonuna Eivöru.  Sú bók kemur út á næsta ári.  

  Fyrir bankahrun fór ég árum saman ekki sjaldnar en þrisvar á ári til Færeyja.  Eftir bankahrunið hef ég aðeins heimsótt Færeyjar einu sinni til tvisvar á ári.  

  Mig dreymir um að flytja til Færeyja en hef ekki fundið flöt á því.  Stundum hef ég þó verið nálægt því.  Til að mynda var fyrir nokkrum árum nánast komið í höfn að setja upp sólbaðsstofu í Þórshöfn.  Það var búið að leigja húsnæði og næstum búið að innrétta hana að fullu þegar aðstæður breyttust óvænt.  Fleiri dæmi hafa farið af stað en ekki náð lendingu.  Í og með af því að ég hef það ágætt á Íslandi og á erfitt með að hlaupa frá þeirri stöðu.

  Ég átta mig ekki á hvaða mynd þú vísar til með mongoqueen.   

Jens Guð, 20.11.2011 kl. 22:58

64 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er einhver bloggvina þín, Jens, til móts við svar þitt nr. 61.

En þakka þér greið svör, gaman að frétta af Færeyingum, mér þykir vænt um þá frá barnsaldri, 2-3 voru kostgangarar ömmu minnar á Norðfirði, seinna átti ég færeyska kærustu; og að lokum er Eivör sannarlega frábær!

Jón Valur Jensson, 20.11.2011 kl. 23:56

65 Smámynd: Jens Guð

  Ég þekki ekki þessa mongoqueen.  En Eivör er frábær.  Og bókin um hana mun undirstrika það.

Jens Guð, 21.11.2011 kl. 21:18

66 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Eigum við ekki að halda aðeins áfram með þennan þráð? Hann er orðinn svo ansi langur og skemmtilegur.

Sæmundur Bjarnason, 23.11.2011 kl. 02:50

67 Smámynd: Jens Guð

  Sæmundur,  ég er þér sammála.

Jens Guð, 23.11.2011 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.