Ótrúlegt reikningsdæmi! Sannreyndu dæmið!

  Tölustafir og reikningsformúlur eru heillandi.  Það er hægt að setja alla hluti upp í stærðfræðidæmi.  Og margt er hægt að setja upp í bráðskemmtileg reikningsdæmi eða reikningsleiki.  Einn slíkur er eftirfarandi og gildir fyrir alla allsstaðar:  Þú tekur fæðingarár þitt og leggur það saman við aldur þinn á þessu ári.  Hókus, pókus og bingó!  Útkoman verður ártalið í dag.

  Þetta er ótrúlegt og klikkar ekki.  Þú getur leikið þér að því að láta vini þína spreyta sig á þessu dæmi.  Þeir verða orðlausir af undrun.  Útkoman er alltaf sú sama.  Það má heimfæra þetta upp á fæðingarár heimilisdýra eins og hunda og katta.  Jafnvel gullfiska.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ég var fæddur árið eitt fyrir Krist og á þessu ári  (2011) verð ég 2012 ára.

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.11.2011 kl. 22:38

2 Smámynd: Jens Guð

  Svanur,  þú kannast við orðatiltækið að undantekningin sanni regluna?

Jens Guð, 20.11.2011 kl. 23:35

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Hef heyrt að þetta reikningsdæmi gangi ekki upp í öllum tilfellum.  Sérstaklega virðist skekkjan vera algengari hjá kvenfólki.  Deilt sé um hvort skekkjan eigi rætur sínar að rekja til vankunnáttu í stærðfræði eða ósannsögli.  En skekkjan mun þó vera staðreynd eigi að síður.

G. Tómas Gunnarsson, 21.11.2011 kl. 00:39

4 Smámynd: Jens Guð

  G. Tómas,  það eru skekkjumörk í öllum dæmum.  Annars virkar dæmið ekki.

Jens Guð, 21.11.2011 kl. 01:02

5 identicon

?etta er stórmerkilegt. Annað dæmi er að taka tölu systikina þinna og bæta við einum.Þá færðu út barnafjölda foreldra þinna.

geirmagnusson (IP-tala skráð) 21.11.2011 kl. 09:18

6 identicon

Það fer nú að teljast til undantekninga að þessi síðasta virki!

kv.

ls.

ls (IP-tala skráð) 21.11.2011 kl. 11:28

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 21.11.2011 kl. 15:35

8 Smámynd: Jens Guð

  Geir,  það er hægt í fjölskyldum þar sem þessi mál eru á hreinu.  Í sumum fjölskyldum er allt morandi í stjúpsystkinum,  fóstursystkynum,  hálfsystkinum,  kvartsystkinum...

Jens Guð, 21.11.2011 kl. 21:13

9 Smámynd: Jens Guð

  Is,  ég vil meina það.

Jens Guð, 21.11.2011 kl. 21:14

10 Smámynd: Jens Guð

  Ásdís,  takk fyrir innlitið.

Jens Guð, 21.11.2011 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.