Stórfurðuleg mál: Vill hin raunverulega Lísa María Presley standa upp?

 
 
  Undarleg málaferli eru hafin í Bandaríkjum Norður-Ameríku - aldrei þessu vant.  Dánarbúi og helstu erfingjum vinsæls þarlends söngvara,  Elvisar Presleys, hefur verið stefnt fyrir dómstóla.  Aðal núlifandi erfinginn er lögformleg dóttir hans,  Lísa María Presley.  Stefnandi er engin önnur en önnur dóttir hans.  Sú er að sögn hin eina sanna og raunverulega Lísa María Presley,  blóðdóttir rokksöngvarans. 
.
  Elvis lést 1977,  rösklega fertugur að aldri.  Hann var skærasta stjarnan af fyrstu kynslóð bandarískra rokkara á seinni hluta sjötta áratugarins.  Rokk hans var blúsaðra en annarra hvítra söngvara og hann beitti óspart flottum öskursöngstíl.  Slíkt var einsdæmi meðal hvítra söngvara fram til þess.  Þar fyrir utan var hann stórkostlegur söngvari.  Líka þó hann sýndi önnur blæbrigði í raddbeitingu en öskursöngstílinn.  Hann var að auki með flotta og áhrifamikla sviðsframkomu sem á þeim tíma þótti ósiðleg og klæmin vegna mjaðmahnykkja.  Hann innleiddi mótorhjóladress (leðurfatnað) inn í rokkið sem síðar hefur fylgt rokkinu.  Klæðnað sem hann yfirfærði úr unglingauppreisnarkvikmynd með Marlon Brando.  Þannig samtengdi Elvis unglingabyltingu rokksins og kvikmynda þess tíma. Fyrir þann tíma var fyrirbærið unglingur ekki til. 
.
  Fyrir 13 árum kom út bókin   I,  Lisa Marie:  The True Story of Elvis Presley´s Real Daughter  (Ég,  Lísa María:  Sannleikurinn um hina raunverulegu dóttir Elvisar Presleys).  Bókin er ævisaga Lísu þeirrar sem nú hefur kært dánarbú og erfingja.
  Lísa er ekki óvön kærumálum.  Skömmu eftir útkomu bókarinnar kærði útgefandinn hana.  Kæruefnið var að Lísa neitaði að sanna faðerni sitt með DNA rannsókn.  Hún treysti ekki áreiðanleika slíkra prófa.
.
  Í dag segist Lísa vera búin að fá faðernið sannað með DNA.  Hún muni leggja það sönnunargagn fram við réttarhöldin sem nú eru að hefjast.
.
  Ástæðan fyrir því að Lísa leitar réttar síns nú er að hún hefur fengið sig full sadda á leiðindum í sinn garð í Gracelandi,  dánarheimili föður hennar.  Þar andar köldu til hennar frá starfsfólki.
.
  Saga Lísu er þessi:  Þegar Elvis dó greip um sig mikill ótti um að líkinu yrði rænt og einnig einkadóttur hans,  Lísu Maríu.  Til öryggis var stelpan flutt til Svíþjóðar og látin taka upp sænskt eftirnafn,  Johansen. 
..
  Ævisaga Lísu fékk afleita dóma,  vakti litla athygli og seldist illa. 
  Það sem Lísa hefur með sér er að hún hefur alla tíð verið lík Elvis:  Sama haka,  sömu kinnar,  augnsvipur og svo framvegis. 
.
Lísa Johansenelvis presley
.
  Þá stendur eftir spurningin:  Ef Lísa Johansen er hin raunverulega Lísa María Presley hver er þá sú sem trúlofaðist og giftist mönnum eins og Michael Jackson,  Nicolas Cage,  Danny Keough,  John Oszajca,  Michael Lockwood...?  Hvers vegna býr hún í Englandi í stað Bandaríkjanna?
  Hún hefur alla tíð líkst Elvis ekki síður en Lísa Johansen.
.
elvis & lisa 1

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Systurdóttir mín gæti einnig verið dóttir hans bara ef að hún væri ekki með svona ljóst hár og blá augu,hún er með hökuna.  Skyldi aldrei vera.?

Númi (IP-tala skráð) 3.12.2011 kl. 21:11

2 identicon

Þetta er ekki fyrsta og verður ekki það síðasta af svona málum sem koma upp á móti Presley fjölskyldunni. Fyrir nokkrum árum var "Elvis Presley JR" að reyna fá fjölskylduna til að samþykkja sig en þó án dómstóla. Sá drengur var fæddur 1977 og var snögg líkur Elvis.

Magnús Magnússon (IP-tala skráð) 4.12.2011 kl. 14:44

3 Smámynd: Jens Guð

  Númi,  Elvis Presley var ekki dökkhærður.  Hann litaði á sér hárið svart.  Hann var skolhærður og með blá-græn augu.

Jens Guð, 4.12.2011 kl. 22:54

4 Smámynd: Jens Guð

  Magnús,  ég vissi þetta ekki.  Takk fyrir fróðleiksmolann.

Jens Guð, 4.12.2011 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband