13.1.2012 | 02:57
Íslenskur matur í Finnlandi
Það er góð skemmtun að bregða sér til útlanda. Eitt af því sem skemmtir ferðamanni í útlöndum er að kynnast matarmenningu innfæddra. Skoða og smakka framandi rétti. Eða bragða á kunnuglegum réttum sem samt eru matreiddir á einhvern hátt öðru vísi. Á 2ja vikna dvöl í Finnlandi um jól og áramót uppgötvaði ég að Finnar borða á hverjum degi og að íslenskt skyr nýtur vinsælda þar. MS skyrið trónir í efstu hillum í mjólkurkælum finnskra matvöruverslana. Aðrar íslenskar vörur urðu ekki á vegi mínum ef frá eru taldar hljómplötur, sjá: http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1216258/
Það kom mér á óvart að rekast á blóðmör í Finnlandi. Finnsk blóðmör er ekki úr kindablóði og -mör heldur úr svínablóði og -mör. Hún er borðuð soðin og eða steikt með sultu. Í frystiborðum matvöruverslana er að finna frosið svínablóð.
Finnum þykir gott að hafa sultu með flestum mat. Finnska kjötsúpan er nánast eins og sú íslenska. Það eina sem er frábrugðið er að Finnar nota beinlaust kjöt af dauðu nauti í stað lambakjöts á beini. Fyrir bragðið er finnska kjötsúpan ekkert feit. Nautakjötið skera þeir í litla bita. Finnar kalla kjötsúpuna sjómannapottrétt. Ekki veit ég hvers vegna. Það eru engir sjómenn í henni.
Kjöt af nauti, svíni og hreindýri er áberandi í finnskum mat. Finnar eru lítið fyrir lambakjöt. Finnskar kjötbollur eru úr nauta- og svínakjöti, brauðmylsnu, eggi, lauki, rjóma, salti og pipar. Þær eru litlar. Sem meðlæti er kartöflumús, gúrkur og að sjálfsögðu sultu. Þegar mikið liggur við setja Finnar hreindýrastroganoff einnig á diskinn. En þeir snæða líka hreindýrastroganoff án þess að hafa kjötbollur með.
Lax og síld eru fyrirferðarmikil í finnskum mat. Laxinn er grafinn eða reyktur eða soðinn. Laxasúpa er vinsæl. Hún er eiginlega alveg eins og kjötsúpan nema hvað laxabitar eru brúkaðir í stað nautakjöts og hlutfallslega minna er af grænmeti í pottinum. Þess í stað er væn klípa af smjöri sett í pottinn. Við hátíðleg tækifæri hafa Finnar verið staðnir að því að lauma rjóma líka í pottinn.
Oft eru lax og síld á sama diski. Síldin er matreidd á marga vegu. Hún er meðal annars pækluð eða steikt, borðuð með soðnum kartöflum eða kartöflumús.
Finnskur matur er frekar bragðdaufur. Hann er lítið kryddaður og sjaldnast með öðru en salti og pipar. Margir halda því fram að hann sé sá ómerkilegasti í heimi ásamt enskum mat. Berlusconi og Chirac Frakklandsforseti eru í hópi þeirra sem hafa haldið þessu fram opinberlega. Finnum sárnar það. Sjálfir segjast Finnar vera mestu kaffiþambarar heims. Árlega neyta þeir yfir 10 kílóa af möluðu kaffi á mann. Þeir myndu ekki drekka svona mikið kaffi ef maturinn væri lélegur.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, Menning og listir | Breytt s.d. kl. 11:06 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
Nýjustu athugasemdir
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Jóhann, góður! jensgud 11.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Bjarni, sumir búa að hundaheppni. jensgud 11.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Er einhver hundur í þér Bjarni??????? johanneliasson 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Hundleiðinlegur,hundfúll, það er enginn hundskemmtilegur Bjarni 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Stefán, þetta er áhugaverð pæling hjá þér. jensgud 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Það er nokkuð til í því sem Bjarni skrifar hér að ofan, en það ... Stefán 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: jarni, takk fyrir áhugaverðan fróðleik um hunda. jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Hundar eru hvimleið kvikind, geltandi dag og nótt, glefsandi hæ... Bjarni 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Sigurður I B, jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Jóhann, góð spurning! jensgud 9.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 33
- Sl. sólarhring: 77
- Sl. viku: 1458
- Frá upphafi: 4119025
Annað
- Innlit í dag: 27
- Innlit sl. viku: 1118
- Gestir í dag: 25
- IP-tölur í dag: 25
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Finnska veðurstofan spáir fimm stiga frosti um allt Finnland í dag,og snjókomu í vestanverðu landinu. Jens nú snjóar á græna grasið og snjór fellur á grænu laufblöðin sem þú sást um allt er þú varst í Finnlandi um jólin. Tókst þú þessar myndir af matnum? Gómsætt að sjá. Í Finnlandi falla ekki laufblöðin né gras gulnar að vetri það veist þú, þú ágæti Jens. Það sýndu allavega myndir þínar. Hafðu það fínt.
Númi (IP-tala skráð) 13.1.2012 kl. 08:04
Jens eg dauðöfunda þig af að hafa farið þessa Finnlandsferð
til að lyfta upp skammdeginu.
Og er greinilega ekki ein um það:)
Það flýgur hver fugl sem hann er fiðraður
Sólrún (IP-tala skráð) 13.1.2012 kl. 15:31
Númi, ég á ekki myndavél og tek engar myndir. Eða, jú, ég tek myndir af öðrum netsíðum. En smelli sem sagt ekki af ljósmyndavél sjálfur.
Jens Guð, 13.1.2012 kl. 21:02
Sólrún, það er gaman að viðra sig stundum í útlöndum. Og reyndar einnig að flakka um Ísland.
Jens Guð, 13.1.2012 kl. 21:03
Fínt að vera í Kína líka, þar sem ég er núna og búinn að vera síðan í október. Hér er maturinn kryddaður mikið og maður stingur engu upp í sig nema prófa smábita fyrst.
Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 14.1.2012 kl. 01:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.