Japani dýrkar Íslending

  Í gær skrifaði ég bloggfærslu um íslenskar plötur í finnskum plötuverslunum.  Þar kom margt forvitnilegt og óvænt fram.  Í framhaldi af því er gaman að segja frá sérkennilegu atviki.  Á sama gistihúsi og ég dvöldu eina nótt tveir hálf þrítugir drengir frá Japan.  Þeir spurðu mig hvaðan ég væri.  Ég upplýsti það undanbragðalaust.  Við svar mitt greip ofsakæti annan drenginn.  Hann stökk upp í loft og hoppaði um gólf hrópandi:  "Iceland?  Ólafur Arnalds!  Ólafur Arnalds!".   

  Að nokkrum tíma liðnum róaðist hann og lét að mestu af hoppi og skoppi.  Þá tjáði hann mér á frumstæðri ensku að Ólafur Arnalds væri uppáhalds tónlistarmaður sinn.  Og ekki bara það heldur dýrki hann og dái Ólaf.  Honum þótti merkilegt að hitta samlanda Ólafs og tók ljósmynd af sér og mér.  Jafnframt lýsti hann yfir löngun til Íslandsferðar og freista þess að líta Ólaf augum.  Eða að minnsta kosti sjá húsið hans,  götuna og umhverfið.  Hann bað um netfang mitt og óskaði eftir hjálp við að finna Ólaf þegar af Íslandsreisu yrði.  Ég sagðist ekki lofa neinu öðru en að sjálfsagt væri að benda honum á Mosfellsbæ,  heimaþorp Ólafs.  Sýna honum í hvaða átt Mosfellsbær er.  Við það hneigði sá japanski sig djúpt nokkrum sinnum á milli þess sem hann þakkaði mér skrækum rómi (vegna geðshræringar).  Síðan skrifaði hann netfang sitt á blað og sagði mér að láta Ólaf fá það ef ég rækist á hann.  Engin fyrirmæli fylgdu um hvað Ólafur eigi að gera við netfangið.     

  Ég spurði hvernig hann þekkti tónlist Ólafs.  Hann sagðist hafa verið að leita að myndböndum með Sigur Rós á þútúpunni.  Þá rakst hann á myndband með Ólafi.  Og varð bergnuminn með það sama.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo það má formlega kalla Ólaf Japansvin

Grrr (IP-tala skráð) 11.1.2012 kl. 08:02

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Greinilega melankólskur öfgamaður frá Japan, sem diggar íslenska molltónlist (ástarsorgar- og sjálsmorðstónlist) án mikilla afbrigða. Áttu ekki eitthvað fjörugra með Arnalds eða Síbiiiilíus

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 11.1.2012 kl. 08:30

3 identicon

Þú hefðir nú kanski mátt segja þeim skáeygðu að Ólafur trommaði á tímabili með IAdapt.

viðar ingólfsson (IP-tala skráð) 11.1.2012 kl. 13:52

4 identicon

Ja hérna yndislegur Ólafur en japaninn hefði þá átta að

sjá hana Ólöfu Aarnalds.WOW...

http://www.youtube.com/watch?v=9VwjiZmE_jA

Sólrún (IP-tala skráð) 11.1.2012 kl. 17:22

5 Smámynd: Jens Guð

  Grrr,  hann á að minnsta kosti vin í Japan.

Jens Guð, 11.1.2012 kl. 18:27

6 Smámynd: Jens Guð

  Vilhjálmur,  jú,  hér er fjörugt lag með gömlu hljómsveitinni hans:  http://www.youtube.com/watch?v=ayIBUUAXHhY.

Jens Guð, 11.1.2012 kl. 18:30

7 Smámynd: Jens Guð

  Viðar,  ég hafði ekki rænu á því.  Kannski vegna þess að ómeðvitað held ég að þessir japönsku þekki ekki I Adapt.

Jens Guð, 11.1.2012 kl. 18:31

8 Smámynd: Jens Guð

  Sólrún,  kannski átti hann við Ólöfu Arnalds.  Eða þau bæði.  Margir halda að þau séu sama manneskjan.  Sumir aðrir halda að þau séu börn Eyþórs Arnalds og Ragnar Arnalds sé afi þeirra.  Ég held að það allt saman sé á misskilningi byggt.

Jens Guð, 11.1.2012 kl. 18:38

9 identicon

„Ég spurði hvernig hann þekkti tónlist Ólafar.“

Amk virðist Hrafnhælingurinn ekki vera með alveg á hreinu hvort þeirra á í hlut.  Eða eru þau ekki bara örugglega sama manneskjan? 

Tobbi (IP-tala skráð) 11.1.2012 kl. 20:47

10 identicon

Eg hef ekki komið mér í það að finna ættart0lu þeirra ólafar og Ólafs.

Hinsvegar sá eg það á myndbandi ykkar Helga Seljan að þú sert úr Skagafirði.

Þvi dettur mér í hug að minnast á hvort að þú hafir seð Skemmtisagnakver úr Skagafirði sem var að koma út núna fyrir jólin.

Eg hafði spurnir af þessu um hátíðarnar og fékk að heyra úr því tvær sögur.Og þær voru nú ekki mikið leiðinlegar :)

Sólrún (IP-tala skráð) 11.1.2012 kl. 20:48

11 Smámynd: Jens Guð

  Tobbi,  bestu þakkir fyrir að leiðrétta mig.  Ég er alveg ringlaður í þessu dæmi:  Er að hlusta á þau Ólaf og Ólöfu til skiptis.  Og veit varla hvor er hvað frá einu lagi til annars.

Jens Guð, 11.1.2012 kl. 21:12

12 Smámynd: Jens Guð

  Sólrún,  ójá.  Ég hef las bók sveitunga míns,  Björns Jóhanns Björnssonar,  mér til mikillar skemmtunar.  Ég þekki og / eða kannast við flesta sem þar koma við sögu.  Það gefur sögunum gildi (fyrir mig).  Einnig mundi ég eftir sumum þeim sögum sem þar eru rifjaðar upp.  Ég saknaði þess pínulítið að engar sögur voru af Stefáni afa mínum.  Vonandi verður framhald á þessum sögubókum Björns Jóhanns.  Af nógu er að taka.

Jens Guð, 11.1.2012 kl. 21:18

13 identicon

Já gaman að heyra þetta mér datt í hug að nefna þetta við þig vegna þess að þú hefur stundum veruð með sögur Helga Seljan hér á síðunni.Helgi er húmorkall eg þekki hann að öllu góðu.:)

Eg fekk að heyra söguna um Svaðastaða feðga á hestamannamóti.

Og um kirkjuferð sem farin var á hestum en man ekki núna nafnið á kirkjunni.

Það mætti nú alveg merkilegt heita ef fleiri hefðu ekki gaman af að skyggnast ofan í þennan ævintýrabrunn:)

Sólrún (IP-tala skráð) 11.1.2012 kl. 23:48

14 identicon

Eftir að eg sá þeta viðtal við Ólöfu varð ekki aftur snúið

http://www.youtube.com/watch?v=h9_hCg6Af34

Sólrún (IP-tala skráð) 12.1.2012 kl. 01:17

15 Smámynd: Jens Guð

  Sólrún,  Ólöf er frábær tónlistarmaður.

Jens Guð, 12.1.2012 kl. 15:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband