Pottþétt hálkuvörn

  Margir detta á hausinn þessa dagana.  Það er fljúgandi hált á blautu svellinu.  Það er vont að detta.  Ennþá verra er að beinbrotna.  Það þarf samt ekki að fara svo.  Það er í raun afskaplega einfalt að verjast falli á hálu svelli.  Besta aðferðin er að fara ekki úr húsi.  En sumir þurfa þess samt vegna vinnu eða skóla eða annars. 

  Þá er röðin komin að næst bestu aðferðinni.  Hún er sú að fara í hnausþykkustu sokkana sína utan yfir skóna.  Sokkarnir eru svo stamir að það er auðvelt að ganga á svellinu hnarreistur og öruggur á eðlilegum hraða.


mbl.is Allt að 11 stiga hiti um helgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég var búinn að ákveða að fara í svæsið athugasemdabindindi, kvæðið átti að vera það síðasta í langan langan tíma.

Ég get bara ekki orða bundist um hálkuvarnir. Ég komst nefnilega að því fyrir tilviljun að besta hálkuvörnin er að vera í allt of þröngum nærbuxum!    Það er eins og einhver haldi manni uppi!

Bara prófa.

(þetta var alla vega sú síðasta) 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 27.1.2012 kl. 21:24

2 identicon

Besta hálkuvörnin er fólgin í að fara til suðrænna landa og vera þar. Syðst á Spáni er til dæmis ekkert svell á göngustígum. Það er að vísu hægt að detta á hausinn þar en það er þá ekki vegna hálku. En ég ætla að prófa þetta með nærbuxurnar.

Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 28.1.2012 kl. 09:59

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahaha besta hálkuvörnin er að fara varlega og helst að vera með mannbrodda.  Annars komst ég að því fyrir mörgum árum síðan að við notum tærnar til að spyrna við í hálku.  Uppgötvaði þetta þegar stúlkur frá Nýja Sjálandi og Ástralíu voru að vinna með mér í rækju hjá föður mínum.  Þær duttu hver um aðra þvera, og spurðu mig hvernig við íslendingar færum eiginlega að í hálkunni.  Þá fór ég að stúdera hvað við gerðum og komst að þessu með tærnar, við fletjum þær niður og fáum þar með aukið jafnvægi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2012 kl. 12:35

4 Smámynd: Jens Guð

  Bjarni,  þetta trix þarf maður að prófa við tækifæri.

Jens Guð, 28.1.2012 kl. 13:15

5 Smámynd: Jens Guð

  Bergur,  takk fyrir þetta góða ráð.

Jens Guð, 28.1.2012 kl. 13:16

6 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil,  takk fyrir þennan fróðleiksmola.

Jens Guð, 28.1.2012 kl. 13:17

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ekkert að þakka Jens minn

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2012 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.