Í þá gömlu góðu daga - III

  Þetta er síðasta lotan í upprifjun á gömlu góðu dögunum.  Þessari ótrúlegu tilveru fyrir daga heimilistölvunnar,  internetsins,  Fésbókar,  bloggsins,  tölvuleikja, "google",  þútúpunnar og þess alls sem er svo stór liður í því sem við erum að fást við dag hvern.  Táningar og börn geta ekki ímyndað sér hvernig hægt var að komast af án tölvunnar og internetsins.  Á þeim dögum var pabbinn alfræðiorðabók:

breyttir tímar-5

  Þá spurði barnið:  "Hver skapaði heiminn,  pabbi?"  Faðirinn svaraði:  "Guð skapaði heiminn,  sonur sæll."

  Nú spyr barnið:  "Hver skapaði heiminn,  pabbi?"  Og faðirinn svarar:  "Gúgglaðu það,  sonur sæll."

breyttir tímar-6

  Áður stóðu foreldrarnir valdmannslegir yfir taugaveikluðum,  óöruggum og niðurlútum nemendum og hrópuðu:  "Hvað eiga þessar einkunnir að þýða?"

  Nú standa nemendurnir sjálfsöruggir fyrir framan taugaveiklaða, óörugga og niðurlúta kennara þegar foreldrarnir yfirheyra kennarana:  "Hvað eiga þessar einkunnir að þýða?"

breyttir tímar-7

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Engu skila umræður og blogg

allt of háar skuldir mun ei laga

allir hugsa um sinn litla gogg

eitthvað var það skárra í gamla daga

Samstaðan mér sýnist fyrir bí

sundruð þjóð mun engann vanda laga

Til Noregs flýr hún aftur út af því

að eflaust var þar betra í gamla daga

Aumri tölvu ætti að skella í lás

aulahátt og glópsku myndi laga

í útvarpinu eina að hafa rás

einsog menn hér höfðu í gamla daga

Hagfræðin er heimskra manna ráð

hennar prógröm valda mörgum baga

raunsæ hugsun rykfallinn og snjáð

reyndist mönnum vel í gamla daga

lýk ég kvæði og loka kjaftinum

því lögn er þetta nokkuð orðin saga

ósköp rýr af andans kraftinum

ekkert var ég betri í gamla daga.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 27.1.2012 kl. 00:55

2 identicon

Ég geri ráð fyrir að „marks" þýði einkunnir þarna!

Hörður Björgvinsson (IP-tala skráð) 27.1.2012 kl. 13:40

3 Smámynd: Jens Guð

  Bjarni,  takk fyrir þetta skemmtilega kvæði.

Jens Guð, 27.1.2012 kl. 21:12

4 Smámynd: Jens Guð

  Hörður,  bestu þakkir fyrir ábendinguna.  Þetta er rétt hjá þér.

Jens Guð, 27.1.2012 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband