Veitingahússumsögn

nanito 
- Veitingahús:  Tandoori,  Skeifunni 11
- Réttur:  Lamba-nanito
- Verð:  1590 kr.
Einkunn: *** (af 5)
.
  Tandoori er frekar fínn veitingastaður.  Kerti loga á ódúkuðum svörtum borðum.  Hnífapörin liggja á þykkum tau-munnþurrkum.  Matseðillinn og matreiðslan taka mið af indverskri matarhefð. 
  Lamba-nanito er er kryddlegið lambakjöt og salat vafið innan í Paratha brauð.  Brauðið er töluvert þykkara og bragðbetra en þunnu bragðdaufu hveitivefjurnar á veitingastöðum sem matreiða undir mexíkóskum áhrifum.  
.
  Paratha vefjurnar virðast vera tvær.  Í raun er þetta þó ein vefja, snyrtilega skorin í tvennt.
  Salatið samanstendur af Iceberg, rauðlauki,  papriku, ólívum,  fetaosti og gúrkum.  
.
  Kjötið og salatið eru hlutfallslega lítill hluti af réttinum; eru eiginlega af skornum skammti fyrir þann sem er meira fyrir kjöt og salat en brauð.  Aftur á móti er þetta áreiðanlega hið besta hlutfall fyrir þá sem sækja í brauð.  Með Nanito-inu er borin fram mild Raita jógúrtsósa.  Ég var varaður við að þetta væri sterkur réttur.  Sú var þó ekki raunin.
.
  Það er gaman að prófa svona framandi rétt.  En ég panta hann ekki aftur.  Aftur á móti er ástæða til að prófa  eitthvað fleira í Tondoori.  Þetta er svokallaður hollustu veitingastaður.  MSG (þriðja kryddið) og sykur eru ekki notuð.  Saltnotkun er í lágmarki.
.
  Sennilega getur verið gaman að tékka á hlaðborðinu sem boðið er upp á í hádeginu.  Það kostar 1690 kall sem að óreyndu er ágætt verð.  Verra er að það kostar að maður verði að rífa sig upp á fætur um hádegisbil.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég hef allan vara á mér gangvart Azíustöðum sem að þykjazt ekki brúka ekki MZG.

Þetta hræznizdúdd þeirra er fyrir mér dáldið einz & að við værum í því að zetja innn, "Í þezzum 'zaltfizki, er ekkert zalt, eða í þezzum 'zúrmat' var öngvin myza brúkuð.

Steingrímur Helgason, 15.2.2012 kl. 01:39

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Forvitnilegt að sjá.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.2.2012 kl. 20:35

3 identicon

Ég er sammála þér með hádegishlaðborðin. Þetta er auglýsingar trix. Þeir setja það voða girnilega og hagstætt upp, vitandi það að enginn vaknar fyrr en upp úr 14:00

Grrr (IP-tala skráð) 15.2.2012 kl. 20:49

4 Smámynd: Jens Guð

  Steingrímur,  ég er alltaf á varðbergi í öllum matsölustöðum.  Það er sjaldan allt sem sýnist þar.  Kunningi minn flutti á tímabili inn mjög ódýrt soyakjöt.  Það voru aðallega matsölustaðir sem keyptu það til að drýgja kjötrétti.  Sumir pizzastaðir drýgðu kjöthakkið sitt alveg um 50% með því.  Og notuðu svokallað ostlíki að auki í staðinn fyrir ost. 

  Þá má ekki gleymast hvað mörg matvælafyrirtæki voru dugleg að nota ódýrt götusalt í stað matarsalts árum saman.   

Jens Guð, 15.2.2012 kl. 21:04

5 Smámynd: Jens Guð

  Ásthidlur Cesil,  takk fyrir innlitið.

Jens Guð, 15.2.2012 kl. 21:05

6 Smámynd: Jens Guð

  Grrr,  eins og talað úr mínum munni.

Jens Guð, 15.2.2012 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband