Svarta hagkerfið

draugabær A 

  Víða úti á landi eru þéttbýlisstaðir sem virðast vera einskonar draugaborgir.  Það er allt steindautt.  Engin verslun.  Enginn bjórkrá.  Engin hárgreiðslustofa.  Enginn matsölustaður.  Ekkert bakarí.  Engin snyrtistofa.  Engin nuddstofa.  Engin húðflúrstofa.  Engin vídeóleiga.  Ekki neitt.  Aðeins íbúðarhús. Fjöldi íbúðarhúsa.  Já,  og skóli og kirkja.

  Hvernig má þetta vera?  Þurfa íbúar þorpsins,  kannski 1000 manns,  ekki á neinni þjónustu að halda? Svo virðist sem um svefnbæ sé að ræða.  Þegar íbúarnir eru spurður út í þetta eru þeir þöglir sem gröfin.  Þykjast jafnvel ekki skilja aðkomumanninn eða segjast vera mállausir og heyrnarlausir.  

  Í raun er ekki til neitt þorp hérlendis án þess að helsta þjónusta sé í boði.  Hinsvegar er þessi þjónusta falin.  Hún er neðanjarðar.  Hvergi skráð,  hvorki í símaskrá né firmaskrá.  Aðeins íbúar þorpsins vita hvar þjónustuna er að finna.  Þetta er svart hagkerfi.  Þorpsbúar eru alsælir með það.  Þeir vilja ekki að rösk 20% af hverri krónu sem þeir borga fyrir þjónustuna fari umsvifalaust úr þorpinu í formi virðisaukaskatts og endi í ríkiskassanum fyrir sunnan.  Svo bara rúnta 1000 kallarnir óskiptir á milli hárskerans,  nuddarans,  húðflúrarans,  snyrtifræðingsins og hinna þorpsbúanna árum og áratugum saman. 

 draugabær


mbl.is Húðflúrari handtekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jens.

Þetta er góður pistill!
Hvað með "hefðbundnar greinar" eins og
andabraskið og sölu á fæðubótarefnum?

Húsari. (IP-tala skráð) 16.2.2012 kl. 11:52

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Víða úti á landi..."  Ég keyri reglulega hringinn í kringum landið og hef ekki orðið var við þéttbýliskjarna eins og þú lýsir.

Þú bloggar við frétt um ólöglegan húðflúrara.... finnst þér óeðlilegt að gerðar séu athugasemdir við starfsemi af þessu tagi?

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.2.2012 kl. 11:52

3 Smámynd: Jens Guð

  Húsari,  draugabraskið,  töfraplástrar og töfrapillur eru stór liður í svarta hagkerfinu.  Ég gat bara ekki verið með í bloggfærslunni heildar upptalningu á öllum pakkanum.

Jens Guð, 16.2.2012 kl. 13:09

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég get vel skilið að svart hagkerfi blómstri í þessu þvingunarástandi sem ríkisstjórnin hefur sett okkur í með sínum okursköttum.  En stærsta svarta hagkerfið eða á maður að segja gímaldið er eiturlyfjasala og mansal, þrælabönd glæpamafía.  Og svo er bara verið að taka nokkrar hassplöntur ekta inlenda framleiðslu úr besta fáanlega hráefni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.2.2012 kl. 13:24

5 Smámynd: Jens Guð

  Gunnar Th.,  þú hlýtur að verða var við þéttbýliskjarna þar sem eina sjáanlega þjónustan er bensínstöð.  En engin bjórkrá.  Engin hárgreiðslustofa.  Enginn matsölustaður.  Ekkert bakarí.  Engin snyrtistofa.  Engin nuddstofa.  Engin húðflúrstofa.  Engin vídeóleiga...

  Það eru tugir svona þéttbýliskjarna þar sem umrædd þjónusta er fyrir hendi án þess að gestir lengra að komnir verði þess varir.  

  Ég hef út af fyrir sig skilning á þessu.  Ég ólst upp úti á landi.  Þar bar á því að fólki þætti hver króna sem slæddist suður í ríkiskassann vera glötuð að eilífu.  Talað var með fyrirlitningu um "sunnanskrílinn" og hneykslast á "fræðingastóðinu" sem hefði aldrei mygið í saltan sjó og þekkti ekki kálf og kind í sundur.  Héngi bara í Háskólanum fram á miðjan aldur.

  Aftur á móti þykir mér ekkert óeðlilegt við að athugasemd sé gerð við ólöglegan húðflúrara.  Mér þykir einkennilegra að hann skuli hafa starfað óáreittur í einhvern tíma.  Egilsstaðir eru fjölmennari kaupstaður en svo að starfsemi sem þessi eigi að geta þrifist.  Þarna eru starfandi lögregluþjónar og gott ef ekki sýslumaður og þess háttar. 

Jens Guð, 16.2.2012 kl. 13:53

6 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil,  ég tek undir öll þín orð.

Jens Guð, 16.2.2012 kl. 13:54

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Aðkomumenn eru s.s. bjargarlausir ef þeir sjá ekki auglýsingar um þessar þjónustur þvers og kruss í bænum... eða í símaskránni/netinu?

Vil ég þá benda þessum bjargarlausu vesalingum að sunnan á að koma bara við í þessari einu sjáanlegu þjónustu.... bensínstöðinni, nú eða næsta mann sem á vegi þeirra verður og spyrja til vegar. Ef viðkomandi þjónusta er til staðar, þá vita þorpsbúarnir það.

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.2.2012 kl. 15:21

8 identicon

Sem betur fer eru enn til svona staðir en fer fækkandi sem er auðvitað afturför.

Þeir verða víst seint styrktir af ríkinu og því ekki ástæða til annars en að þeir reyni að sjá um sig sjálfir.

Eg þekki einmitt aðeins inn á svipað kerfi sem hafði algerlega sinn sjarma sem eftirsjón er að með ýmislegt.

Myndirnar eru frábærlega skrmmtilegar og þarna gæti verið gaman að koma sem farandsali með málningu...;)

Sólrún (IP-tala skráð) 16.2.2012 kl. 15:45

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sólrún always look at the bright site og the world hehehe

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.2.2012 kl. 16:16

10 identicon

Þorpið á myndinni er væntanlega ekki á eyjunni okkar?.......reiknings og kortalaus viðskipti eru ekki nýtt fyrirbæri og í reykjavík er stór hópur starfandi einstaklinga sem á mikið undir þeim....það jákvæða við þetta ástand er að það er þó að skapa atvinnu......mikið verri er sá hópur sem með aðstoð sérfræðinga kemur miklum tekjum sínum undan skattlagningu en skyrrist samt ekki við að nota almannaþjónust eftir þörfum.

stefan benediktsson (IP-tala skráð) 16.2.2012 kl. 16:34

11 identicon

Mikið sammála ykkur báðum Ásthildur og Benedikt

.

Hvernig annars ætli kæmi út svona dæmi í ferðaþjónustu?

peningalaus ferðaþjónusta ferðamenn kæmu bara með ýmsan varning með sér til að færa gestgjöfunum sínum.

Kaffi frá Brasilíu.silki frá Kína ávextir frá Hawai..

Og fá í staðinn nýjan fisk nýupprknar rófur og kartöflur og fjallalamb með blóðbergs og bláberjasósu.

Skemmtiferðir við að smala og sækja kýrnar sem eru svo afslappandi.

Rímnakveðskapur og draugasögur á pöbbnum.

Ásthildur Cecil að sjálfsögðu yrði þetta fínerí á Vestfjörðum...er það ekki alveg borðleggjandi ?

Sólrún (IP-tala skráð) 16.2.2012 kl. 16:55

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jú þetta væri alveg fyrirtak, og eiginlega það sem þarf endilega að koma. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.2.2012 kl. 17:53

13 Smámynd: Jens Guð

  Gunnar Th. (#7),  það er eitt dæmið:  Heimamenn eru óviljugir að gefa gestkomandi upplýsingar.  Og ennþá síður þeir sem veita þjónustuna.  Eitt sinn sem oftar var ég staddur í þorpi á Austfjörðum.  Ekkert mjög fjarri þínum heimabæ.  Ég var þarna í nokkra daga og spurðist fyrir um tiltekna þjónustu.  Á hótelinu fékk ég upplýsingar um hvar hún væri í boði.  Ég rölti þangað og bankaði upp á.  En nei.  Húsráðandi þvertók fyrir að þar væri slík þjónusta í boði.  Eftir smá þref,  þar sem ég vitnaði til þess sem gaf mér upplýsingarnar,  játaði húsráðandi að búa yfir þeim tækjabúnaði sem um ræðir.  Hann væri aftur á móti einungis til brúks fyrir íbúa hússins.  Enga aðra.

  Kominn aftur heim á hótelið sagði ég frá hvernig þessi sjóferð hefði farið.  Það var mikið hlegið og mér sagt að fólkið í húsinu væri afar vart um sig gagnvart utanbæjarfólki.  Það óttaðist stöðugt að opinberir aðilar myndu standa það að verki.

  Þetta er aðeins 1 dæmi af fjölda mörgum.  Ég vil ekki gefa frekari upplýsingar á þessum vettvangi en gæti þulið upp dæmin undir 4 augu.

Jens Guð, 16.2.2012 kl. 18:54

14 Smámynd: Jens Guð

  Sólrún,  mér segir svo hugur að vaxandi notkun greiðslukorta á síðustu árum hafi þrengt að svona starfsemi. 

Jens Guð, 16.2.2012 kl. 18:58

15 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil (#9),  það er fjör og gaman - þrátt fyrir allt!

Jens Guð, 16.2.2012 kl. 18:59

16 Smámynd: Jens Guð

  Stefán,  ég vildi ekki nota mynd af íslensku þorpi.  Það væri eins og að ákæra íbúana þar. 

Jens Guð, 16.2.2012 kl. 19:01

17 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Jens þetta er nokkuð kunnugleg lýsing, en eru þetta ekki gamlar myndir frá Reyðarfirði?

Magnús Sigurðsson, 16.2.2012 kl. 19:25

18 identicon

Ég vona að það hafi enginn tekið það sem svo að eg væri að skensa Vestfirðinga á einhvern hátt.

Það geri eg nefnilega aldrei.Það vita nú þeir sem þekkja mig að eg geri ekki.

Eg ber ótakmarkaða virðingu og aðdáun til þeirra þei eru snilld.

Málið er það að þetta hugmyndaflæði spratt upp af því að eg hef hft óljósar spurnir af að það séu orðin til samfélög sem ekki nota peninga.Mig minnir að Þýsk kona hafi ekki notað peninga í 15 ár.En stofnaði skiptimarkað og hefur haft nóg að gera og nóg að bíta og brenna síðan og eg held kallinn hennar líka.

Fólk virðist að mér skilst vera ánægt í þessum samfélögum.Dálítið athyglisvert.

Mundi eg halda að Jens væri manna vísastur til að hafa upp á þessu og birta okkur jafnvel myndir af herlegheitunum

Sólrún (IP-tala skráð) 16.2.2012 kl. 19:41

19 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mikið held ég að við Sólrún yrðum fljót að ná saman um hin ýmsu málefni samfélagsins.

Árni Gunnarsson, 16.2.2012 kl. 21:31

20 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þú nefnir eitt dæmi, Jens, og alhæfir svo um dreifbýlið. Þú finnur ekki lægra hlutfall sérvitringa á höfuðborgarsvæðinu.

Landsbyggðarfólk er yfirleitt hjálpsamara við ókunnuga en t.d. Reykvíkingar, sem ganga með prik í rasssgatinu um leið og þeir koma austur fyrir Elliðaár.

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.2.2012 kl. 21:54

21 Smámynd: Jens Guð

  Sólrún (#11),  fyrirbæri sem heitir Viðskiptanetið býður upp á svona vöruskipti.  Ég var um tíma með VN-kort.  Borgaði fyrir auglýsingar með inneign í VN og tók út í staðinn vörur og þjónustu.  Aðallega hjá matsölustöðum.

Jens Guð, 16.2.2012 kl. 22:17

22 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil (#12),  það mætti alveg vera meira um svona vöruskipti.  Bein vöruskipti án milligöngu VN.

Jens Guð, 16.2.2012 kl. 22:18

23 Smámynd: Jens Guð

  Magnús,  nei,  þetta eru útlendar myndir.

Jens Guð, 16.2.2012 kl. 22:19

24 Smámynd: Jens Guð

  Sólrún,  ég þekki lítið til svona vöruskiptasamfélaga.  Það var eitthvað um þetta í Skagafirði þar sem ég ólst upp.  Það var þó meira óformlegt.  Hænsnabóndi færði kannski nágrönnum egg eða hrossakjöt af heimaslátruðu.  Þeir komu kannski staðinn með silunga sem þeir höfðu veitt eða gæsir.  Það voru ekki bein og útreiknuð vöruskipti.  Meira svona eins og gjafir á milli bæja.

Jens Guð, 16.2.2012 kl. 22:23

25 Smámynd: Jens Guð

  Árni,  það er ég viss um.

Jens Guð, 16.2.2012 kl. 22:24

26 identicon

Árni það eru víst til ráð við öllu nema ráðaleys.

Eg hef nú alveg trú á því að við mundum hafa einhver ráð.

Annað mál er svo það herjir mundu hafa vitsmuni og gæfu til að fylgja þeim góðu ráðum.Það er nú eins og gengur með það...

Væri ekki gott að byrja á að taka menntakerfið til skoðunar ?

Sólrún (IP-tala skráð) 16.2.2012 kl. 22:25

27 Smámynd: Jens Guð

  Gunnar Th. (#20),  ég tók fram að þetta væri eitt dæmi af mörgum sem ég gæti talið upp.  Þetta er ekki einangrað dæmi né heldur alhæfing um dreifbýlið.  Ég hef alltaf skilgreint mig sem landsbyggðarmann og Skagfirðing þó að ég sé búsettur í Reykjavík.  Ég er alltaf með annan fótinn utan Reykjavíkur.  Ég hef sinnt verkefnum um allt land.  Þeir staðir eru vandfundnir á landinu sem ég hef ekki dvalið á.  Heilu og hálfu vetur hef ég verið meira utan Reykjavíkur en innan.  Ég kvitta alveg undir það að landsbyggðarfólk sé hjálpsamara en Reykvíkingar,  náungakærleikur sé þar meiri og samfélögin heilbrigðari hvað það varðar að þau einkennist af einskonar fjölskyldustemmningu. Samheldni og samkennd sé allt önnur og meiri en í Reykjavík.

  Í Hjaltadal í Skagafirði kom fyrir á mínum uppvaxtarárum að einn og einn bóndi átti í erfiðleikum með að ljúka heyskap fyrir haustið.  Þá mættu bændurnir af hinum bæjunum með sín vinnutæki og hespuðu verkinu af.  Það þurfti enginn að sammælast um það.  Bændur sem höfðu komið sínu heyi í hús drifu sig heim til þess sem átti óklárað verk.  Aðrir bændur sáu til og mættu einnig.  

  Æskuheimili mitt á Hrafnhóli í Hjaltadal brann til kaldra kola í lok áttunda áratugarins.  Þá fjölmennti hópur víðsvegar að úr Skagafirði til að gera bráðagerðarviðgerð á íbúðarhúsinu.  Aðrir komu færandi hendi með fatnað og aðrar nauðsynjavörur.  Mér er sérlega minnisstæð sending frá einum bæ af sokkum og nærfötum.  Þeirri sendingu fylgdu þau skilaboð að þetta væri áreiðanlega það sem aðrir hefðu ekki komið með.  Sem var rétt.  Á öðrum bæjum lét fólk framkalla allar þær ljósmyndir sem það átti af okkur krökkunum og öðru heimilisfólki á Hrafnhóli.  Vitandi að ljósmyndir á bænum urðu eldi að bráð.  Áfram gæti ég lengi upp talið.  

  Svona viðbrögð verður fólk ekki vart við í Reykjavík.  Fólk getur búið í sama stigagangi árum saman án þess að vita nöfn nágranna hvað þá meira.

Jens Guð, 16.2.2012 kl. 22:56

28 Smámynd: Jens Guð

  Sólrún,  það þarf að taka margt til endurskoðunar.  Margt fleira en menntakerfið.

Jens Guð, 17.2.2012 kl. 00:41

29 identicon

Jens þetta sem þú segir hér frá væri efni í góða bók.

Vandamálið er samt hugsa ég hvað það yrði erfitt að lýsa þessu fyrir þeim sem ekki hafa þekkt þetta sérsaka andrúmsloft sem því fylgir.

Í svona samfélagi bý nefnilega mikil orka og margir hlutir voru mögulegir einmitt þess vegna samstaða myndar orkusvið sem öllum nýtist til góðs.

Sé samstaðan á jákvæðum nóyun.Það hefur verið sýnt fram á að slíkt dregur einnig úr slysum og glæpum.

Sólrún (IP-tala skráð) 17.2.2012 kl. 11:35

30 Smámynd: Jens Guð

  Sólrún,  góð hugmynd.

Jens Guð, 18.2.2012 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.