Bjargaðu lífi þínu með því að vita þetta

  Viðbragðsteymi vegna landgöngu hvítabjarnar í Húnavatnssýslu var kallað saman í morgun.  Í teyminu eru sérfræðingar og fulltrúar Landhelgisgæslunnar,  Ríkislögreglustjóraembættisins,  Matvælastofnunar og Umhverfisstofnunar.  Í samráði við lögregluna á Blönduósi og sýslumannsembættið í Húnavatnssýslu lét viðbragðsteymið hanna og teikna upp spjald með nauðsynlegustu upplýsingum sem geta bjargað lífi þess sem kemur auga á ísbjörn.  Hjálparsveitin hefur dreift þessu spjaldi á bæi í sýslunni í allan dag,  ásamt því sem spjaldinu hefur verið dreift á Fésbók.

  Ísbjörninn hefur ekki fundist þrátt fyrir víðtæka leit.  Hins vegar fundust tveir Ítalir.  Þeir eru taldir vera hættulausir.

  Á meðan ísbjörninn er týndur er áríðandi að þú skoðir þetta spjald gaumgæfilega,  leggir það á minnið og sýnir síðan öðrum spjaldið. 

björn-hestur


mbl.is Búið að finna Ítalina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ef þú hefur ekki hest til að þeysa á brott frá sársvöngum ísbangsa, sem sér þig sem gómsætan kvöldverð, heldur aðeins tvo jafnfljóta, þá getur aðeins eitt bjargað lífi þínu!

Það er að þú sért í samfloti með öðrum manni (eða konu), sem er líka á tveim jafnfljótum og er ekki jafn fljótur að hlaupa og þú sjálfur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.7.2012 kl. 20:49

2 Smámynd: Jens Guð

  Axel Jóhann,  góður punktur

Jens Guð, 5.7.2012 kl. 22:51

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Gott að hafa texta fyrir neðan myndirnar, annars hefði allt getað farið í rugl og allir hestar landsins í stór hættu!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 5.7.2012 kl. 22:54

4 Smámynd: Jens Guð

  Sigurður I.B,  það var nauðsynlegt að hafa þetta allt á hreinu.

Jens Guð, 6.7.2012 kl. 00:06

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ertu sem sagt að segja að hestur hlaupi hraðar en ísbjörn? Er nefnilega ekki viss.  En svo getur maður alltaf þóst vera dauður er það ekki trikkið með skógarbangsa?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.7.2012 kl. 16:59

6 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil,  ég var að skoða þetta.  Hestar geta hlaupið á 35 - 40 km hraða.  Birnir geta hlaupið á um það bil 55 km hraða. 

  Þetta segir ekki alla söguna.  Birnir geta aðeins tekið stutta spretti.  Spretthlaup þeirra taka svo mikla orku að fæturnir leka undan þeim ef þeir reyna að hlaupa lengra.  

  Þegar björn veiðir landdýr þá reynir hann að komast eins nálægt því og mögulegt er áður en hann leggur til atlögu vegna þess hvað hlaupþol hans er lítið.

  Hestur hefur góða möguleika á að hlaupa björn af sér nema fjarlægð á milli þeirra sé mjög stutt.  Hesturinn hefur gott þol.  Getur hlaupið tímunum saman.

Jens Guð, 6.7.2012 kl. 18:09

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm þannig að lausnin er að hesturinn sé nógu langt frá bangsa, en svo þarf að komast á bak og sona.  Þetta er ef til vill dálitið hæpið, en samt alltaf von. Og vissulega ef allt fer á versta veg etur bangsi hestinn og maður hefur smá forskot til að hlaupa í felur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.7.2012 kl. 18:26

8 identicon

Vid erum ekki med isbirni herna en talsvert er her af svortum bjornum og ma sja tha leika vid hvern sinn fingur vid hin ymsu taekifaeri. Their eiga thad til ad vera fulir og skapvondir thegar mannfolkid nalgast tha, thettad a serstaklega vid birnunar ( afhverju er kvenkynid alltaf med thettad ofsa skap?) ef thaer eru med afkvaemi. Tha er "local" brandarinn herna ad gott se ad vera tveir vegna thess ad thu tharft tha ekki ad hlaupa hradar en bjornin (birnan) heldur tharft thu adeins ad hlaupa hradar en naunginn sem er med ther.

gudmundur runar asmundsson (IP-tala skráð) 6.7.2012 kl. 20:19

9 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil,  maður verður að vera eldsnöggur að tjóðra hestinn og forða sér á hlaupum.

Jens Guð, 6.7.2012 kl. 21:01

10 Smámynd: Jens Guð

  Guðmundur Rúnar,  eru til frásagnir um að skógarbirnir hafi drepið fólk þarna í Karólínu?

Jens Guð, 6.7.2012 kl. 21:02

11 identicon

Góður! Þú ættir að fara á fullt í grínið. Gaman að þessu hjá þér.

Jón (IP-tala skráð) 9.7.2012 kl. 06:14

12 Smámynd: Jens Guð

  Jón,  ég hef grínið í hófi til að halda virðuleikablæ.

Jens Guð, 10.7.2012 kl. 01:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband