Eivör styður Gay Pride í Færeyjum

eivor-pridejón-gnarr-pride

  Í Færeyjum andar köldu til samkynhneigðra.  Þeir eiga erfitt uppdráttar á eyjunum og eru nánast allir í felum.  Líka þeir sem búa utan Færeyja.  Það á við um þá flesta.  Þeir búa í Danmörku.  Stemmningin í Færeyjum í dag er svipuð og á Íslandi fyrir fjörtíu árum.  Munurinn er sá helstur að í Færeyjum er afstaðan til samkynhneigðra heiftúðlegri og studd fjandsamlegum tilvitnunum í Gamla testamentið.

  Á morgun fer fram þriðja eða fjórða Gay Pride gangan í Færeyjum.  Eða Föroya Pride eins og hún er kölluð.  Fyrri Gay Pride göngur hafa verið fámennar.  Ekki síst í samanburði við Gay Pride göngur á Íslandi.  Ég man ekki hvort 60 þúsund eða 80 þúsund Íslendingar þrammi Gay Pride árlega.  Fjöldinn er eitthvað á því bilinu. 

  Í Færeyjum eru það Íslendingar sem hafa þrammað, ásamt Færeyingum búsettum í útlöndum og ættingjum þeirra.  Samtals einhverjir tugir.

  Mikla athygli hefur vakið að borgarstjórinn í Reykjavík,  Jón Gnarr,  óskaði eftir því að fá að taka þátt í Föroya Pride og ávarpa göngumenn.  Íslenskur kór,  Reykjavik Gay Choir,  tekur sömuleiðis þátt í göngunni og syngur fjörug lög.  Minni eftirtekt hefur vakið að Snorri í Betel hefur hvorki boðist til að leiða gönguna né göngumenn. 

  Eivör hefur tilkynnt þátttöku sína í Föroya Pride.  Það hefur gríðarlega mikið að segja í Færeyjum að hún sýni málstað samkynhneigðra stuðning í verki.  Það er alveg klárt að nærvera og þátttaka borgarstjórans í Reykjavík og Eivöru mun reynast Föroya Pride þungt lóð á vogarskálina;  gefa göngunni alvöru vigt og verða Færeyingum hvatning til fjölmenna í hana.  Það er næsta víst að með þátttöku sinni tryggja þau að Föroya Pride 2012 verði fjölmenn gleðiganga.   

föroya-pride      


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég styð miklu frekar baráttu samkynhneigðra í Færeyjum heldur en baráttu sjómanna og útgerðarmanna gegn íslensum stjórnvöldum og íslenskum almenningi.   Það hefur nú komið berlega í ljós að sjómennirnir sem belgdu sig niður á Austurvelli fyrr í sumar, eru nánast tekjuhæstu menn þjóðarinnar.  Það eru bara helst yfirmenn þeirra ( eigendur þeirra ), útgerðarmennirnir sem hafa hærri tekjur.  Allt öðru máli gegnir um fiskvinnslufólkið sem þrælar og púlar í landi á lágum fastalaunum.  Útgerðarmenn og eigendur fiskvinnslufyrirtækja hafa hingað til ekki hugsað um hag þeirra, en tókst þó að að ata því  fólki í mótmæli á Austurvelli með því að gefa þeim frí á launum og gauka að þeim brennivíni.   

Stefán (IP-tala skráð) 26.7.2012 kl. 08:54

2 identicon

Ef prestar og trúarnöttar fengu ekki aðgengi að börnum.. þá væru það trúarnöttarnir sem væru í skápunum.. og það væri möguleiki á að hjálpa þeim út úr trúarsjúkleikanum.

Gott hjá Gnarr og Eyvöru að ganga með mannréttindum.

DoctorE (IP-tala skráð) 26.7.2012 kl. 09:52

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Nú sér maður í færeyskum fjölmiðlum að Heðin Mortensen, borgarstjóri í þórshöfn, ætlar að setja samkomuna eða ,,Heðin Mortensen, borgarstjóri í Havn, fer at seta Faroe Pride - skrúðgonguna hjá teimum samkyndu - ið verður í morgin" eins og þeir segja færeyingarnir.

Ætli það sé óvænt? þ.e. að svo háttsettur maður setja samkomuna eða haldi opnunarræðu.

Í framhaldinu spyr maður sig hvort ráðamenn í færeyjum séu að reyna að opna þetta aðeins.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.7.2012 kl. 11:53

4 Smámynd: Jens Guð

  Stefán,  sammála þessu.

Jens Guð, 26.7.2012 kl. 18:06

5 Smámynd: Jens Guð

  DoctorE,  ég tek undir þetta: 

 "Gott hjá Gnarr og Eyvöru að ganga með mannréttindum."

Jens Guð, 26.7.2012 kl. 18:07

6 Smámynd: Jens Guð

  Ómar Bjarki,  miðaldirnar eru að víkja hægt og bítandi.  Fyrst þegar lagt var fram á færeyska Lögþinginu frumvarp um bann við ofsóknum gegn samkynhneigðum var það kolfellt. 

  Næst var munurinn minnni.  Svo náði það í gegn með herslumun í 3ju atrennu.  Sennilega 2007.  

  Ég veit ekkert um Heðin Mortensen annað en að hann er borgarstjóri og í Jafnaðarflokknum.  Það er samræmi í því að vera jafnaðarmaður og styðja jöfnuð fólks óháð kynhneigð.  

Jens Guð, 26.7.2012 kl. 18:16

7 identicon

Það er alltaf gaman að fá fréttir frá hinum ágætu nágrönnum okkar.Það er alltof sjaldan á boðstólum í fjölmiðlum hér.Það þarf að vera ansi mikið ólán sem hendir þar svo farið veri að skýra frá því í Ríkisfjölmiðlinum.

Málið er það að við mættum margt gott af þeim læra og gott ef við getum nú hjálpað þeim aðeins af stað í Gay málunum.

Það er eðlilegt að það hafi verið erfitt fyrir þá að komast í gang með þau vegna þess hvað trúfélög hafa verið mikils ráðandi þarna alveg fram til þessa.

En þegar þeir átta sig verða þeir fljótir að taka við sér og ganga í hlutina með snerpu og myndarbrag það er eg viss um.

Sólrún (IP-tala skráð) 27.7.2012 kl. 00:10

8 Smámynd: Jens Guð

  Sólrún,  ég elska Færeyinga út í eitt.  Ég er með landakort af Færeyjum húðflúrað á hægri framhandlegg,  merki Föroya Bjór á vinstri framhandlegg og merki G!Festivals í Götu í Færeyjum við hnúa hægri handar.

  Færeyingar eru besta og elskulegasta fólk sem ég hef kynnst.  Ég hef alltaf verið opinskár við þá um að ég sé í Ásatrúarfélaginu.  Það hefur aldrei mætt neinu neikvæðu viðhorfi.  Ég hef dvalið á "ofur"kristnum færeyskum heimilum og rætt við heimilisfólkið um ólík viðhorf til trúarbragða.  Allt á einstaklega elskulegum nótum.

  Þegar umræða um samkynhneigða reis sem hæst í Færeyjum 2006-2007 skrifaði ég greinar í færeysk dagblöð um mín viðhorf.  Ég er gagnkynhneigður og hugsa ekki um fólk út frá kynhneigð.  Þetta var mikið hitamál í Færeyjum.  Ég átti ótal samtöl við Færeyinga sem voru mér ósammála.  Þau samtöl voru öll á svo ljúfum nótum að engu breyttu um elskuleg samskipti mín við Færeyinga.  Engu að síður eiga viðhorf til samkynhneigðra í Færeyjum á bratta að sækja þar á bæ.  Gnarrinn og Eivör munu breyta miklu um þau viðhorf.  Það er alveg klárt mál.  Það verður kúvending.

Jens Guð, 27.7.2012 kl. 00:30

9 identicon

Kristnir eru að jarða sjálfa sig með fáránlegu stríði sínu gegn mannréttundum samkynhneigðra.. meira að segja í USA, bara núna á síðustu 2 árum hefur almenningsálitið algerlega breyst.
Eins og risaveitingahúskeðjan Chik-Fil-A, þeir glopruðu út úr sér að þeir fjármögnuðu stríð krissa gegn samkynhneigðum.. fólk er hætt að fara á staðinn.. amk 2 borgir hafa sagt keðjunni að hún sé ekki velkomin í þeirra borg á meðan þeir gera svona óhæfu.

DoctorE (IP-tala skráð) 27.7.2012 kl. 09:23

10 identicon

Jens eg er ekki hissa á því að þú eigir góðu að mæta hjá Færeyingum þegar það má segja að verkin sýna merkin eða þá merkin sýna verkin svo vel sem þú ert merktur þeim.

Eg viðurkenni alveg að eg dauðöfunda þig af að hafa komist að sem innsti koppur í búri hjá þeim.Eg upplifi Færeyjinga sem ektafólk einlægt og heilt á hvorn veginn sem er.Og skal alltaf dást að þeim fyrir það hvernig þeir tóku í rassg...á Paul Watson hérna um árið.Það sýndi hvað þeir koma vel að hlutunum og það líka dugði.Hann hefur ekki sést síðan.Og björguðu íslendingum í leiðinni.

Þá voru nú grey íslendingar nefnilega búnir að láta hann taka sig í bælinu það verður að segjast eins og er.

Sólrún (IP-tala skráð) 27.7.2012 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband