Af ókurteisi og skapofsaköstum gistihússeiganda

 

  Í gær skrifaði ég bloggfærslu um verulega dónalegan eiganda gistiheimilisins Travel-Inn á Sóleyjargötu 31 í Reykjavík.  Bloggfærslan vakti mikla athygli.  Hún var lesin upp í útvarpi og henni var deilt út og suðar á fésbók.  Margir lögðu orð í belg.  Ýmsir könnuðust við kauða og allar umsagnir voru á einn veg:  Þarna er stórt vandamál á ferð.

  Bloggfærsluna frá í gær má lesa með því að smella á:  http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1253128/

  Meðal þeirra sem tjáðu sig um vandamálið var Dr. Gunni.  Hann hafði þetta um málið að segja:

   "Þegar ég var að skrifa ferðahandbókina Top 10 Reykjavík & Iceland hringdi ég einmitt í þetta gistiheimili til að spyrja um prísana og karlinn svoleiðis ærðist og sagði að mér kæmi það ekki við. Greinilega algjör Mr. Fawlty á hestasterum hér á ferð."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mr. Fawlty er skemmtilegur, ekki Einar..

DoctorE (IP-tala skráð) 16.8.2012 kl. 08:47

2 Smámynd: Jens Guð

  DoctorE,  ójá.

Jens Guð, 17.8.2012 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.