Heimsþekktur húsgagnaframleiðandi nefnir vörulínu í höfuðið á Eivöru

  Nafn færeysku söngkonunnar Eivarar verður sífellt stærra og fyrirferðarmeira á heimsmarkaði.  Hróður þess tekur á sig ýmsar myndir.

  Nýverið upplýsti ég á þessum vettvangi að heimsþekktur hárvöruframleiðandi hefði gert samning við Eivöru.  Samningurinn kveður á um að Eivör verði fyrirsæta og andlit fyrirtækisins.  Um þetta má lesa með því að smella á þennan hlekk: 

http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1249827/ .

  Nú hefur sænskur húsgagnaframleiðandi, IKEA, sett á markað vandaða og nútímalega vörulínu og kennir hana við Eivöru.  Þetta eru gluggatjöld, teppi, koddar og sitthvað fleira hlýlegt og notalegt.  Línuna má sjá á heimasíðu IKEA: 

http://www.ikea.com/us/en/catalog/products/40210925/ . 

IKEA er sennilega stærsti húsgagnaframleiðandi heims.

  Ofan á þetta eru sífellt fleiri og fleiri að syngja um Eivöru,  eins og Tim Hardin sem hér syngur "If EIVÖR a carpenter".

  Sjálf sendir Eivör frá sér nýja plötu á morgun (þriðjudag),  Room.

  Síðan tekur við hljómleikaferð:

  24. ágúst:  Eivør (trio) @ Gæran 2012
Borgarmýri 5, Sauðárkróki
 22:00 


   25. ágúst:  Eivør (trio) @ Græni Hatturinn
Göngugatan, Akureyri
 20:00 


   26. ágúst:  Eivør (trio) @ Græni Hatturinn
Göngugatan, Akureyri
 20:00 


   28. ágúst:  Eivør (trio) @ Sjóræningahúsið
Patriksfirði
 21:00 

  

 

  29. ágúst:  Eivør (trio) - Útgáfuhljómleikar @ Hotel Stykkishólmur
Borgarbraut 8, Stykkishólmi
 21:00 
 

  31. ágúst:  Eivør - Útgáfuhljómleikar (hljómsveit) @ Harpa
Ingólfsgarði, Reykjavik,
 20:00


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Þetta hljómar lika vel: IKEA Jens bjórkrúsir með mynd af sjálfum Jensinum, ekki satt??

Sigurður I B Guðmundsson, 20.8.2012 kl. 21:08

2 identicon

Ég þarf örugglega að bíða þar til ég verð dauður, þá verður eitthvað nefnt í hausinn á mér.. úps, sonur minn er nefndur í hausinn á mér :)

DoctorE (IP-tala skráð) 21.8.2012 kl. 15:19

3 Smámynd: Jens Guð

  Sigurður I.B.,  þetta er frábær hugmynd.  Það hlýtur einhver að stökkva á hana.  Menn og fyrirtæki munu togast á um hverja krús því framleiðslan hefur hvergi undan, ef að líkum lætur.

Jens Guð, 21.8.2012 kl. 22:06

4 Smámynd: Jens Guð

  DoctorE,  heitir sonur þinn þá DoctorE?

Jens Guð, 21.8.2012 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband