30.11.2012 | 01:55
Jón góði biður Bubba griðar
Jóni góða og Bubba greinir á um það hvort kráka (cover song) þess síðarnefnda af sönglagi Johns Lennons, "Across The Univers", sé martröð. Einhver meiri núningur hefur verið á milli þeirra vegna þessa. Gott ef ekki út af klúðri varðandi höfundarrétt. Bubbi hefur að eigin sögn aldrei áður á sínum 33ja ára ferli flutt lag eftir annan en sjálfan sig og kann þess vegna ekkert á höfundarrétt. Aðrir hafa verið duglegir að flytja lög eftir Bubba alveg frá því snemma á síðustu öld. Það er annað mál.
Jón góði gjörþekkir lög Lennons og Bítlanna betur en flestir aðrir íslenskir tónlistarmenn. Hann hefur stýrt ófáum hljómsveitauppsetningum á hljómleikum undir þeirra nafni. Ég veit samt ekki hvort að rétt sé að túlkun Bubba á Lennon-laginu sé martröð. Ég hef ekki heyrt hana og skilst að henni hafi verið kippt úr spilun á Bylgjunni.
Hitt veit ég að Jón góði og glaðlegi er ekki kenndur við góðmennsku að ástæðulausu. Á fésbókarsíðu sinni hefur hann nú hvatt til þess að Bubba sé ekki strítt á skrifblindu. Orðrétt segir þar:
Það er ástæða til að láta áskorun Jóns berast víðar. Og bæta við að það sé kannski sömuleiðis að mestu óþarfi að gera gys að öllu hinu.
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Heilbrigðismál, Spaugilegt, Útvarp | Breytt s.d. kl. 03:52 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 29
- Sl. sólarhring: 41
- Sl. viku: 1053
- Frá upphafi: 4111578
Annað
- Innlit í dag: 22
- Innlit sl. viku: 882
- Gestir í dag: 22
- IP-tölur í dag: 21
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Bubbi er enn á lífi og hefur enn því möguleika á að biðjast afsökunar og iðrast gjörða sinna. Hann hefur það fram yfir Savage sem ekki var flett onaf fyrr en eftir andlátið.
Sigurður (IP-tala skráð) 30.11.2012 kl. 08:43
Ég tek algjörlega undir orð Jóns um að fólk á ekki að gera gys að fólki sem er haldið einhverjum sjúkdómum eða einhverjum erfiðleikum eins og Skrifblindu, nú eða lesblindu. Fólk getur ekki að þessu gert, og á bara að fá skilning um umhyggju en ekki fordóma.
Slíkt fólk sem þannig hagar sér er nefnilega takmarkað á öðrum sviðum, svo sem eins og skorti á umburðarlyndi gagnvart öðrum, og það í sjálfu sér er ömurlegt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.11.2012 kl. 10:40
Bubbi Morthens er ekki bara skrifblindur, heldur líka hálf heyrnarlaus skilst mér. Það gæti einmitt verið vegna þess sem flutningur hans á laginu fallega Across the Universe eftir meistara John Lennon er alveg skelfilegur. Þar er ég sko meira en sammmála Jóni góða og ég veit um fleiri tónlistarmenn sem eru sammála því. Allavega hef ég aldrei heyrt ljótari og verri flutning íslendings á bítlalagi. Heyrði flutning Bubba á laginu a.m.k. tvisvar á Bylgjunni. Vonandi heyrist það aldrei aftur þar né annars staðar á útvarpsstöðvum og vonandi munu Paul og Yoko aldrei heyra þessa hryllilegu og væmnu útgáfu. Skil ekki það ef Bubbi heldur því fram að hann hafi aldrei sungið lög annara inn á plötur ( hef reyndar ekki lesið viðtalið við hann í Séð og Heyrt ) ? Bubbi söng þekkt lög Hauks Morthens inn á heila plötu og vísnalög Bellmanns inn á aðra plötu. Auk þess var lag Núma Þorbergs ,, Sigurður var sjómaður " á fyrstu plötu Utangarðsmanna og þýska lagið Lily Marlene á plötu Das Kapital. Persónulega finnst mér flutningur þessara tveggja laga alveg frábær hjá Bubba. Líka hefur Bubbi sungið lög eftir Leadbelly og Woddy Guthrie inn á plötur.
Stefán (IP-tala skráð) 30.11.2012 kl. 10:44
Ég er fyrir löngu orðin þreytt á Ásbirni og allri umfjöllun um hann. Ásbjörn er bara venjulegur hálfsextugur ómenntaður maður sem væri eins og peð í tónlistarheiminum ef ekki væri fyrir fámennið hér
Eyrún (IP-tala skráð) 30.11.2012 kl. 12:48
Eru það ekki fordómar að undanskilja fólk frá léttu gríni bara vegna einhverra kvilla og svona... eru það ekki verstu fordfómarnir; Fólk verður að getað hlegið að sjálfu sér.
DoctorE (IP-tala skráð) 30.11.2012 kl. 13:13
Mig rekur minni til vandræðagangs með útgáfu á laginu Vegir liggja til allra átta í flutningi Bubba. Platan var boðuð með laginu á en kom út án lagsins. Eftir að höfundurinn féll frá kom lagið út á plötu með Bubba.
Annað tökulag með Bubba mætti mismikilli hrifningu, Nú andar suðrið. Fyrir nokkrum árum kom út með Bubba tökulagið Er völlur grær. Það er rangt hjá honum að jólalag Bítlanna sé fyrsta tökulag hans.
Þórður (IP-tala skráð) 30.11.2012 kl. 13:52
Þar fyrir utan hefur Bubbi Morthens sungið helling af lögum eftir aðra sem gestasöngvari á plötum annara, svo sem ef ég man rétt: Rúnar Gunnars. Rúnar Júl. Gunni þórðar. Guðmundur Ingólfs. Rabbi, Oxzmá, Vísnavinir, Rúnar Þór, Sverrir Stormsker, Siggi Björns. Ásgeir Óskars. Mannakorn, Bjarni Tryggva. Megas, Magnús Þór. Bubbi man þetta kanski ekki frekar en það þegar þú Jens hannaðir nokkur plötuumslög fyrir hann eins og ég man eftir að þú skrifaðir um fyrir all nokkru, en Bubbi mótmælti þá. Ég átti þessar plötur og sá það þá svart á hvítu að tekið var fram á umslögunum að Jens Guð væri hönnuður eða eitthvað slíkt. Ég er nú reyndr búinn að henda þeim plötum í ruslið núna ásamt öllum geisladiskum með söng Bubba Morthens.
Stefán (IP-tala skráð) 30.11.2012 kl. 15:18
"Ég er rændur á hverjum degi allt árið um kring. Það eru fjöldamargar síður á netinu sem bjóða upp á lögin mín frítt. Ég tapa miklum fjárhæðum á hverju ári en ég er ekki einn í þessu að vera rændur, heldur eru flest allir íslenskir tónlistarmenn rændir."
"Það eru tvær kynslóðir manna sem hafa alist upp við það að þjófnaður er sjálfsagt mál og það sem er grátlegt við þetta er að yfirvöld eru ráðþrota. Ég legg allt undir þegar ég tek upp og geri mitt besta til þess að þú sem kaupir diskinn minn fáir bestu mögulega gæði. Ég vildi óska þess að ég væri að skrifa um eitthvað annað en það að ég sé rændur dag hvern og í kjölfarið fæ ég helling af skít yfir mig. En ég mun aldrei láta það ótalið að fólk ræni mig. En sem betur fer, og fyrir það er ég fullur auðmýktar og þakklætis, er að þúsundir kaupa diskana mína ennþá og þið sem gerið það, takk fyrir mig. Þið gerið mér kleift að lifa og fæða fjölskylduna. Þetta eru tekjurnar mínar ásamt þeim sem ég fæ fyrir að spila á tónleikum. Þið getið ekki ímyndað ykkur hversu þakklát ég og mín fjölskylda erum að þið kaupið tónlistina mína.
Meðan fólk kaupir tónlist, þá er von fyrir íslenska tónlistarmenn. Því hvet ég fólk til þess að kaupa íslenska tónlist en ekki stela henni."
En hann má stela?
Grrr (IP-tala skráð) 30.11.2012 kl. 17:14
Þetta var tekið úr þessari færslu
http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Bubba/ekki-stela-tonlistinni
Grrr (IP-tala skráð) 30.11.2012 kl. 17:16
Það er ekki annað hægt en að taka hér undir með Jóni (góða)
hilmar jónsson, 30.11.2012 kl. 18:24
Sigurður, mér skilst að til standi að ganga frá höfundarréttarmálum varðandi þetta eina lag samkvæmt lögum.
Jens Guð, 30.11.2012 kl. 19:30
Ásthildur Cesil, það er óþverraskapur að stríða fólki vegna fötlunar af hvaða tagi sem er.
Jens Guð, 30.11.2012 kl. 19:34
Stefán, hann er með skerta heyrn. Sennilega álíka skerta og ég. Þannig að ég kannast við vandamál sem tengjast skertri heyrn. Skert heyrn lýsir sér ekki í brenglaðri skynjun á músík. Það er frekar þannig að við heyrnarskertu þurfum að hækka í græjunum til að heyra það sama og fólk með góða heyrn.
Þess utan fylgir heyrnarskerðingu vandamál á borð við að manni liggur ósjálfrátt hærra rómur. Svo og að í fjölmenni er erfitt að greina rödd viðmælandi frá kliði frá öðrum gestum.
Jens Guð, 30.11.2012 kl. 19:41
Eyrun, hann reyndi fyrir sér í Svíþjóð og Bandaríkjunum. Þar varð fjölmennið fjötur um fót.
Jens Guð, 30.11.2012 kl. 19:43
DoctorE, þetta er rétt hjá þér. Aftur á móti er munur á léttu og saklausu gríni annars vegar og fólskulegu níði hinsvegar þar sem reynt er að niðurlægja viðkomandi vegna einhverskonar sjúkdóms og / eða fötlunar.
Svo er fólk mis viðkvæmt fyrir sér og sínum göllum. Ég var með drómasýki á árum áður, stamaði og eitthvað slíkt. Drómasýkin er þannig að þá steinsofnaði ég eins og ég væri skotinn niður. Var kannski á göngu þegar ég steinlá án aðdraganda. Sitthvað fleira var hægt að stríða mér á. Mér varð bara aldrei nein stríðni að neinu svona. Hafði aðeins gaman af og skemmti mér konunglega.
Jens Guð, 30.11.2012 kl. 20:36
Þórður, þetta er allt saman eitthvað óljóst. Það er að segja höfundarrétturinn, höfundarheiðurinn og það allt saman.
Jens Guð, 30.11.2012 kl. 20:38
Stefán (#7), þetta er fróðleg upptalning.
Jens Guð, 30.11.2012 kl. 20:40
Grrr, þetta er skelfileg lýsing á fórnarlambi ósvífinna sem virða ekki höfundarrétt.
Jens Guð, 30.11.2012 kl. 20:41
Grrr (#9), takk fyrir ábeninguna.
Jens Guð, 30.11.2012 kl. 20:43
Hilmar, þú hefur sem sagt heyrt krákuna hans Bubba.
Jens Guð, 30.11.2012 kl. 20:44
Nei reyndar ekki Jens. Er hún góð ?
Persónulega finnst mér samt eitthvað rangt við að dubba Across the Universe upp í jólasætsúpu.
Ég tek hins vegar undir með Jóni varðandi árásir og einelti í garð Bubba vegna hömlunar hans.
Skrifaði sjálfur pistil um þetta þar sem ég m.a. vísaði á þennan pistil þinn.
hilmar jónsson, 30.11.2012 kl. 22:08
Tek undir þetta með skrifblinduna,
En með þetta bítlalag við texta þórarins Eldjárns, að mér skilst, að þá er eg ekki alveg að fatta það dæmi. Mér finnst soldið misvísandi í fjölmiðlum um hvað málið nákvæmlega snýst. Stundum er svo að skilja, að mö num hafi bara þótt óþarfi að sækja um leyfi en stundum eins og það hafi gleymst.
Eg hefði haldið að enginn mundi fara að gefa út bítlalag mð nýjum texta án leyfis og það væri svoldið langsótt að allir aðilar gleymdu því bara. En eins og eg segi, mér finnst þetta soldið óljóst.
En með Bubba, að þá er hann náttúrulega snillingur og hefur sett djúp skref í íslenska tónlistarsögu. Og sumir segja að hann virki ekki erlendis og sona - að þá er það einmitt málið, að snillin er ekki síst hve hann er íslenskur. það er snillin. Hann er undir sterkum áhrifum frá BNA tónlistarhefð auk Norðurlanda og Enskrar hefðar - en snillin er hve hann gerir þetta íslenskt. Hann tekur strauma að vestan og austan og dregur í gegnnum sig - og út kemur alíslensk afurð. þar liggur snillin.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.11.2012 kl. 23:07
Hilmar, ég hef ekki heyrt jólakráku (cover song) Bubba á þessu Bítlalagi. Pistill þinn á bloggi þínu er góður.
Jens Guð, 30.11.2012 kl. 23:42
Ómar Ingi, Íslendingar hafa lengst af verið kærulausir þegar kemur að höfundarheiðri og höfundarrétti. Íslensk músík hefur ekki verið þannig staðsett á heimskorti að þeir sem stærstir eru á alþjóðamarkaði hafi verið að stressa sig á því hvað við erum að gefa út á Íslandi. Sven Ingvars í Svíþjóð eða Kim Larsen í Danmörku eru ekkert að eltast við söngl Íslendinga á þeirra söngvum. Það er betur haldið utan um höfundarheiður og höfundarrétt þegar kemur að Bítlasöngvum. Þeir sem fara með höfundarrétt Bítlasöngva láta sig varða að söngtextar Bítlanna skipta miklu máli, skipa háan sess, í lögum Bítlanna. Textinn er ekki minni hluti af sönglagi en laglínan. Rolling Stones ganga ennþá lengra. Þeir leyfa ekki nýjan texta við sín lög. Þetta á við um mörg lög annarra. Til að mynda má ekki þýða texta "Alabama Song" eftir Kurt Weill og Berthold Brecht (þekkt lag með Doors og David Bowie) yfir á annað tungumál.
Þar fyrir utan: Þegar útlenskt lag er sungið á íslensku þá ber að fá leyfi frá höfundi. Fyrir Bubba hönd er ég ekkert bjartsýnn á að Paul og Yoko Ono gefi grænt ljós á þetta ágæta Bítlalag sé gert að íslensku jólalagi. Og þó. Bæði Paul og Yoko eru Íslandsvinir. Kannski hjálpar það. - Ef þau eru sátt við krákuna að öðru leyti.
Jens Guð, 1.12.2012 kl. 00:00
Ázbjörninn hefur aldrei zkrifað zig fyrir lögum annara zem að hann zýngur þeim betur, það má hann nú eiga.
Steingrímur Helgason, 1.12.2012 kl. 00:28
Ok. íslendingar hafa þá ekkert endilega alltaf haft fyrir því að sækja um leyfi er þeir taka erlent lag? Og bara talið að það væri í lagi hérna uppí fásinninu og engnn frétti af þvi.
Maður þekki þessar reglur ekki nákvæmlega í smáatriðum og mjög líklegt sem þú bendir á að sumir halda betur utan um þetta en aðrir. Bítlar og Rolling Stone ru náttúrulega bara stofnun. Risar. Og sennilega er passað betur uppá þetta af risum en smærri aðilum.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.12.2012 kl. 00:37
Steingrímur, mikið rétt. Það eru hinir sem sungið hafa lög Bubba undanfarna 7 áratugi sem skrifa sig fyrir söngvum Bubba.
Jens Guð, 1.12.2012 kl. 00:52
Ps. jaaá, þetta gæti verið málið (og ég gef mér að fréttaklausa sé ekki öll grín heldur gæti þetta verið málið.)
,,Forsaga Bítlamálsins er að sögn Sigurðar Eybergs Jóhannessonar, saxafónleikara og söngvara Hinna guðdómlegu Neanderdalsmanna, sú að hljómsveitin hafi upphaflega samið nýtt lag við texta Bítlalagsins „Help“.
...
Mikill tími fór í það hjá hljómsveitinni að nálgast einhvern sem gat gefið þeim leyfi til að nota texta Bítlanna við nýja lagið, að sögn Sigurðar. „Eftir að hafa verið vísað á hverja umboðskrifstofuna á fætur annarri, fékkst á endanum símanúmerið hjá Sir Paul McCartney og hann veitti leyfi fyrir að nota textann, enda hæstánægður með lagið. Þó með því skilyrði að hann og John heitinn yrðu titlaðir höfundar texta og líka lags, án þess að nokkuð yrði minnst á Hina guðdómlegu Neanderdalsmenn.“
http://www.mbl.is/folk/frettir/2012/07/11/fengu_leyfi_hja_paul_mccartney/
þetta að vissu leiti meikar sens þegar um er að ræða slíka risa sem Bítla og Rolling Stones og fl. Annars gætu menn notfært sér frægð og virðulegheit risana með einum eða öðrum hætti - og fengið smá skerf af ágóða. Ef tilvitnuð frétt er ekki öll grín þá verður alltaf að vera lag og text Lennon&macartney og þarf af leiðandi engin stefgjöld til annarra.
Ef ofansagt er rétt - þá hefðu fjölmiðlar strax átt að benda á þessa staðreynd varðandi accross the universe við texta þórarins Eldjárns.
(Eg verð allt ap reyna að komast til botns í málum. Um hvað þau raun snúist o.s.frv.)
Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.12.2012 kl. 00:56
Ómar Ingi, það er rétt að Íslendingar hafa gengið frjálslega um höfundarheiður og höfundarrétt erlendra höfunda. Eiginlega ótrúlega frjálslega. Mér er kunnugt um að meira að segja Færeyingar hafa undrast hvað Íslendingar hafi komist upp með. En einmitt vegna þess að í fámenninu hefur ekki verið neitt eftirlit. Ég hef í nokkuð mörgum tilfellum lent í því hlutverki að afla færeyskum tónlistarmönnum leyfi fyrir útgáfu á útlendum lögum sem hafa komið út á íslensku en án tilskilinna leyfa.
Jens Guð, 1.12.2012 kl. 01:01
En er hægt að stela íslensku lagi þegar allir þurfa að borga svona "þjófnaðarskatt" þegar keyptir diskar og annað til að afrita á. Ég hef aldrei afritað íslenskt lag en keypt helling af dóti sem er "þjófnaðarskatturinn" er á.
DoctorE (IP-tala skráð) 1.12.2012 kl. 10:32
"En er hægt að stela íslensku lagi þegar allir þurfa að borga svona "þjófnaðarskatt" þegar keyptir diskar og annað til að afrita á. Ég hef aldrei afritað íslenskt lag en keypt helling af dóti sem er "þjófnaðarskatturinn" er á."
Enda er aldrei verið að stela þegar að það er halað niður.
Þar er afrit, ekki stuld.
Fyrra eintak fær að vera í friði en það er tekið afrit.
Það þarf eiginlega að finna nýtt orð fyrir það.
Þetta er ekki tekið að láni og langt í frá er verið að stela.
Grrr (IP-tala skráð) 1.12.2012 kl. 13:10
DoctorE, þetta er góð ábending hjá þér. Björn Bjarnason setti á sínum tíma sérstakt gjald á óskrifaða diska sem rennur til höfunda tónlistar. Þar með var áætlað að óskrifaðir diskar yrðu notaðir til að skrá á þá músík.
Jens Guð, 1.12.2012 kl. 22:15
Grrr, góður punktur. Væl um ólöglegt niðurhal á músík, þjófnað á höfundarvörðu efni, deilingu á músík yfir á minnislykla eða yfir á brennda diska og það allt er gól út í loftið. Bresk rannsókn leiddi í ljós að þeir sem sækja músík á þennan hátt eru jafnframt þeir sem stórtækastir eru í kaupum á tilbúnum löglegum diskum í plötubúðum.
Þetta er bara alveg eins og það hefur alltaf verið. Þegar ég var krakki og unglingur þá pikkaði maður upp áhugaverð lög upp úr útvarpinu og tók upp á kassettur. Svokallaðar blandspólur gengu á milli vina. Þannig kynntist maður nýjum áhugaverðum hljómsveitum sem leiddi síðar meir til kaupa á plötum þeirra.
Jens Guð, 1.12.2012 kl. 22:24
Það fyrsta sem ég lærði um popptónlist er að aðdáendur Lennons eru fífl, fífl og aftur fífl. Mesta fífl allra tíma er ekki Lennon, heldur fíflin sem lágu slefandi yfir öllu sem hann sagði, slefaði og tuðaði, eins og þarna væri Messias endurborinn, einhvert fökking gítarglamrandi skoffín frá Liverpool.
Bjarni (IP-tala skráð) 2.12.2012 kl. 03:06
Bjarni, þetta er ekki fallega sagt. Lennon var um síðustu aldamót útnefndur merkasti tónlistarmaður síðustu aldar af mörgum helstu fjölmiðlum heims. Í sumum tilfellum kom fram að valið hafi staðið á milli Lennons og Dylans. Það var ekkert erfitt fyrir þessa fjölmiðla að rökstyðja niðurstöðuna. Lennon og Bítlarnir breyttu viðhorfi almennings til tónlistar og lífsskoðana (tísku í hárgreiðslu, klæðnaði o.s.frv.).
Hitt er rétt að margir oftúlkuðu texta og ummæli Lennons. Lennon sjálfur gerði grín að því í laginu "I´m the Walrus". Útgangspunkturinn var að bulla svo mikið að það væri engin glóra í boðskap textans.
Það er ódýrt og ósanngjarnt að skilgreina Lennon sem einhvern gítarglamrara frá Liverpool. Jú, hann var frá Liverpool. Það er rétt. Hann var um margt skemmtilegur gítarleikari. Það hefur farið framhjá mörgum að Lennon afgreiddi fleiri gítarsóló á síðustu plötum Bítlanna en Harrison. Engin hetjugítarsóló. En féllu vel að músík Bítlanna.
Aftur á móti verður Lennons ekki minnst fyrir gítarleik heldur söngva - margra frábærra - og útsetninga. Svo var hann flottur söngvari. Flott (en verulega gölluð) týpa. Orðheppinn, fyndinn og verulega klár náungi.
Jens Guð, 2.12.2012 kl. 22:28
Gott og vel, Lennon var útnefndur sem merkasti tónlistarmaður síðustu aldar af ég veit ekki hverjum. Eftir stendur að maðurinn hafði það helst sér til frægðar unnið að vera í bítlunum. Annað sem eftir stendur er að hann gerði ekkert sem er þess virði að hlusta á eftir að hann hafði verið í bítlunum, nákvæmlega ekki rassgat. Fyrir hvað hann á að hafa veri merkasti tónlistamaður síðustu aldar, það er mér fyrirmunað að sjá. Fyrir hvað spyr ég? Dylan er margfalt merkilegri tónlistarmaður og Idol en þetta ómerkilega skoffín
Hefði Lennon verið í Hemran Hermits hefð ekki nokkur kjaftur munað eftir þessu sjálfumglaða merkikerti, og Herman Hermits hefði fyrir vikið ekkert verið merkilegri en þeir eru í dag.
Bjarni (IP-tala skráð) 3.12.2012 kl. 00:29
Bjarni, það ekkert smá dæmi að hafa verið í Bítlunum. Sú hljómsveit breytti rokksögunni rækilegar en allar aðrar hljómsveitir til samans. Fyrsta alvöru sólóplata hans, Plastic Ono Band, er fastagestur á lista yfir bestu plötur allra tíma. Næsta plata, Imagine, innihélt samnefnt lag sem er fastagestur á listum yfir bestu lög sögunnar.
Ég geri ekki ágreiningsefni um snilli Dylans. Hann er mjög hátt skrifaður hjá mér. Hinsvegar er himinn og haf á milli þess sem Bítlarnir gerðu annarsvegar og hinsvegar Herman Hermits. Bítlarnir voru bylting en HH voru léttvægt dæmi.
Jens Guð, 3.12.2012 kl. 01:43
Afsakaðu síðbúið svar, en við getum verið sammála um að það hafi ekki verið lítið mál að vera í bítlunum. En annað getum við verið ósamála um. Lennon gerð nákvæmlega ekkert markvert tónlistarlega eftir að hafa verið í bítlunum. Plastic Ono band er rusl, það hefur að vísu ákveðin sjarma fyrir hráleika, en að öllu öðru leiti er það rusl. Það er óþarfi að láta eins og Lennon hafi verið fyrstur manna í heiminum sem þráði frið. Hann var ekki brautryðajandi þar frekar en á flestum öðrum sviðum.
Imagine er væmin slepja, hundleiðinlegt rusl. Það er ekkert lag sem lifir af þeirri plötu annað en lagið "imagine", og það er innantómt og ómerkileg, með einni undantekningu. Það lifir fyrir ekkert annað en boðskapinn, sem Lennon var langt frá því að vera höfundur að. Eftir það er ferill Lennons bara vandræðalegur, "women" var vægast sagt hryllingyur frá upphafi til enda. OK gef honum það að "we all shine on" (man nú ekki hvað lagið heitir) er klár snilld, þannig að kallinum var nú ekki alls varnað.
Bjarni (IP-tala skráð) 5.12.2012 kl. 02:06
Bjarni, takk fyrir skemmtileg skoðanaskipti. Fátt er skemmtilegra en að eiga orðastað við þá sem hafa aðra skoðun á músík en ég. Það gefur mér ástæðu til að velta fyrir mér fleiri hliðum á músíkinni en þær sem ég hef.
Fyrsta smáskífulag Lennons eftir upplausn Bítlanna var "Give Peace a Chance". Sumir skilgreina það sem fyrsta rapplagið. Ekki endilega rétt. Aðrir hafa bent á svokölluð "talking blues" lög með mönnum eins og Woody Guthrie frá því á fyrri hluta síðustu aldar. Það skiptir svo ekki miklu máli heldur því hvernig sólóferill Lennons hófst fyrir alvöru.
Lagið smellpassaði inn í hippastemmninguna 1969. Til gamans má geta í framhjáhlaupi að Lennon skráði lagið á Lennon-McCartney þrátt fyrir að óvild á milli þeirra fóstbræðra væri þá þegar komin til sögu og var vaxandi.
Paul hefur margoft sagt frá því hvað honum þótti vænt um að þrátt fyrir óvildina hafi John með skráningu á höfundarrétti sent sér vinsamlega kveðju með þessu uppátæki. Paul hefur til margra ára haft þetta lag á sinni hljómleikadagskrá, í og með til að kvitta fyrir það að lagið var skráð á Lennon-McCartney. En líka vegna þess að fólk elskar þetta lag.
Ef það kæmi út í dag þætti lagið ekki eins merkilegt og það þótti í tíðaranda ársins 1969. Þetta varð einskonar þjóðsöngur hippa- og friðarhreyfinga. Það var sungið sem "sing-a-long" lag í allskonar friðargöngum hippa. Á þessum árum var varla rölt friðarganga án þess að lagið væri sungið.
Næsta smáskífulag var "Cold Turkey". Hrátt, hávært, töff, rokkað og bara assgoti gott lag. Það var síðar krákað (cover song) af allskonar grugghljómsveitum.
Þriðja sólósmáskífan var "Instant Karma" (We All Shine On). Við erum sammála um að það var og er flott lag.
Því næst kom út platan "Plastic Ono Band" og smáskífan "Power To The People".
Þegar POB kom út var henni slátrað af gagnrýnendum. Hún var skilgreind sem óunnið demo. Tíðarandinn var þannig. Prog var í hæstum hæðum. Prog-hljómsveitir nostruðu við smáatriði, gerðu út á flóknar takskiptingar og tæknileg og löng sóló á öll hljóðfæri var málið.
Síðasta eiginlega Bítlaplatan, Abbey Road, var að verulegu leyti nostursamlega unnin. Einkum varðandi flotta röddun. POB platan var nánast réttilega skilgreind sem demo til samanburðar.
Á POB eru gullmolar á borð við öskurlagið "Mother". Þar er líka (næstum) 2ja hljóma gullmolinn "Working Clash Hero". Lag sem hefur verið krákað af allt frá Marianne Faithful og Marilyn Manson til Green Day og Manic Street Preachers.
Ég elska þessa plötu. Hún er ein af mínum uppáhalds. Hún hlaut uppreista æru þegar pönkið og einfaldleiki nýbylgjunnar fór mikinn á seinni hluta áttunda áratugarins.
Lennon lýsti "Imagine" plötunni sem sýrópssmurðu poppi. Sú plata er töluvert poppaðri en POB. Þar eru þó ýmisleg áhugaverð lög. Til að mynda blússlagarar á borð við "It´s So Hard" og "I Don´t Want To Be A Soldier". Þar er líka "Gimme Some Truth" sem pönksveitin Generation X krákaði og kom Billy Idol á kortið í Bandaríkjunum.
Og ekki má gleyma níðsöngnum um Paul, "How Do You Sleep?". Magnað lag þó að ég hafi verið og er ósáttur við þá árás á Paul.
Síðan hallaði hratt undan fæti. Lennon fór á rosalegt fyllerí. Var meira og síður minna fullur og dómgreindarlaus í nokkur ár. Sjálfur kallaði hann tímabilið "týndu helgina" (The Lost Weekend). Loks kúplaði hann sig frá músík í nokkur ár og síðustu tvær plötur hans eftir að drykkjutímabilinu lauk voru og eru poppplötur sem ég hef ekki smekk fyrir.
Jens Guð, 5.12.2012 kl. 22:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.