Hvað segir rithöndin um Sigmund Davíð?

  Í dag hafði blaðamaður á visir.is samband við mig.  Erindið var að hann langaði til að vita hvað rithönd væntanlegs forsætisráðherra Íslands,  Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar,  segði um hann.  Eins og við mátti búast tók ég erindinu vel og greindi eiginhandaráritun Sigmundar Davíðs í snatri.  Niðurstöðuna má sjá með því að smella á þennan hlekk: 

http://www.visir.is/undirskrift-sigmundar-bendir-til-bjartsyni,-hagsyni-og-stjornsemi/article/2013130529722


mbl.is Lögreglan stöðvaði Sigmund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Flottur ertu, ég hallast að því að þetta sé rétt mat á verðandi forsætisráðherra.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.5.2013 kl. 22:20

2 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil,  það er vísindalega sannað að rithönd gefur miklar upplýsingar um einstaklinginn.  Í tilfelli Sigmundar Davíðs eru einkenni óvenju skýr.  Ég var hálf hikandi við að tiltaka feimni því að hann sem áberandi persóna með mikla sviðsreynslu virkar ekki þannig.  Ég var að hugsa um að milda þá lýsingu út frá öðru en skriftinni.  En fékk það svo staðfest síðar í lýsingu á honum í Íslandi í dag.  Og var þá feginn að hafa látið þetta með feimnina flakka.   

Jens Guð, 23.5.2013 kl. 00:50

3 identicon

Ég myndi svona í fljótu bragði skjóta á að allir þessir þrýhyrningar hefðu eitthvað með Illuminati og frímúraraeglur eða eitthvað svoleiðis kjaftæði að gera.. þeir eru alltaf á kafi í táknum og þrýhyrningum, pýrmídum og tölum sem tengjast 3 og 6 eins og 666 og 33 o.s.f.v.

maggi220 (IP-tala skráð) 23.5.2013 kl. 01:17

4 Smámynd: Jens Guð

  Maggi220, nú ertu kominn inn á svæði sem ég þekki ekki til.  En samt áhugavert. 

Jens Guð, 23.5.2013 kl. 01:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband