Sparnaðarráð

  Á síðustu árum hefur íslenskur landbúnaður dregist saman.  Búum hefur fækkað og fólk flutt á mölina til að rýna í hagtölur í stað þess að framleiða hráefni til matseldar.  Þvers og kruss um landið standa aðgerðarlausar dráttarvélar.  Engum til gagns.  En mörgum til leiðinda.  Á sama tíma eykst stöðugt spurn eftir léttum og liprum mótorhjólum til að snattast um bæinn með niðurstöður úr hagfræðiútreikningum.  Á tímabili önnuðu kínversk mótorhjól að nokkrum hluta eftirspurninni.  Þegar á reyndi kom í ljós að þau voru úr plasti og duttu í sundur við að fara yfir hraðahindrun.  Margir fengu vinnu við að tína upp plastdót úr kínversku hjólunum.  Það sló tímabundið á atvinnuleysi.  Aðeins tímabundið.  Það kaupir enginn viti borin manneskja kínverskt mótorhjól í dag.  Óvitibornar manneskjur eru svo fáar að þær mælast varla í hagtölum mánaðarins.

  Lausnin á vandamáli dagsins er handan við hornið.  Hún felst í því að hvaða laghent stúlka sem er getur án fyrirhafnar breytt dráttarvél í lipurt snatthjól.  Það eina sem þarf til er svissneskur hnífur.  Allt annað er til staðar:  Stýri, sæti, mótor, framljós, afturljós, dekk og svo framvegis.  Það allra besta er að þegar dráttarvél er breytt í snatthjól þá eru til afgangs tvö varadekk.  Þessi lausn er svo ókeypis og auðveld að hún er sparnaðarráð. 

motorhjol_ur_drattarvel.jpg

    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einnig má nýta gamla skriðdreka, sem að maður notar lítið eða ekkert.

http://cdn.gajitz.com/wp-content/uploads/2010/01/wwii-motorcycle-tank.jpg

Grrr (IP-tala skráð) 3.6.2013 kl. 01:31

2 Smámynd: Jens Guð

  Grrr,  þetta er flott og sterkbyggt snatthjól.  Kosturinn við skriðdreka er líka sá að fyrir 20 árum eða eitthvað felldi þáverandi fjármálaráðherra,  Jón Baldvin, niður tolla á skriðdrekum.  

Jens Guð, 3.6.2013 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband