Anna á Hesteyri og bíllinn hennar

  Anna frænka á Hesteyri var orðin nokkuð fullorðin þegar hún tók bílpróf og áskotnaðist Skoda bifreið.  Mig minnir að frændi okkar,  útgerðarmaður,  hafi gefið Önnu bílinn og bílprófið.  Eða alla vega verið henni innanhandar með hvorutveggja.  Bíllinn reyndist Önnu mikið ævintýri.  Hún skrifaði mömmu bréf og lýsti bílnum eins og um undur væri að ræða sem fáir hefðu séð með eigin augum.

  Bílinn skoðaði Anna í bak og fyrir.  Meðal annars vegna þess að hún þurfti að vita hvar einhver takki var í bílnum.  Ég man ekki hvort að það var takki til að opna bensínlok,  húdd eða skottlok.  Anna og vinnukarl hennar skiptu liði og leituðu skipulega að takkanum.  Karlinn leitaði inni í bílnum.  Anna leitaði utan á bílnum.  Þar á meðal skreið Anna undir bílinn.  Það var afrek út af fyrir sig.  Anna var það mikil um sig.  Hún sagði þannig frá:  "Það var aldeilis heppni að ég skyldi leita undir bílnum.  Þar fann ég nefnilega varadekk.  Ef ég hefði ekki leitað undir bílnum hefði mér aldrei dottið í hug að þar væri varadekk."

  Bíllinn entist Önnu í mörg ár.  Þó þjösnaðist hún á honum eins og um sterkbyggða dráttarvél væri að ræða.  Á móti kom að bíllinn var aldrei mikið ekinn í kílómetrum talið.  Að því kom að bíllinn gafst upp.  Þá var Anna að keyra á honum yfir á með stórgrýttum botni.  Anna hringdi miður sín í mömmu mína og sagði ótíðindin.  Mamma spurði hvort bíllinn hafi lent á stórum steini sem hefði skemmt eitthvað undir bílnum.  Anna andvarpaði, dæsti og svaraði döpur:  "Nei,  það er afar ólíklegt.  Ég hef oft keyrt yfir stærri steina sem hafa bankað miklu fastar undir bílinn án þess að hann hafi drepið á sér.  Það er einhver önnur ástæða fyrir því að bíllinn stoppaði." 

Anna Marta

Fleiri frásagnir af Önnu frænku:  http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1290123/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Brynjólfsson

Nú hló ég :)

Guðmundur Brynjólfsson, 3.6.2013 kl. 23:26

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jens minn. Greinilega kjarnakona góð, hún Anna frænka þín.

Þær eru fleiri Önnurnar, sem kunna ekki mikið meir um bíla, heldur en að þekkja litinn á fjórhjólinu yfirbyggða.

Ég er ein af þeim fáfróðu Önnum, sem kunna lítið á þessar yfirbyggðu fjórhjóla-mótordrifnu sjálfrennireiðir, eins og vitur maður kallaði svona vegaþjón.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.6.2013 kl. 23:27

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hesteyri í Ísafjarðardjúpi, eða alla vega á kjálkanum,?'

Helga Kristjánsdóttir, 4.6.2013 kl. 02:02

4 Smámynd: Jens Guð

  Guðmundur,  Anna Marta er óendanleg uppspretta góðs hláturs.

Jens Guð, 4.6.2013 kl. 10:52

5 Smámynd: Jens Guð

  Anna Sigríður,  almennt kann fólk lítið á sjálfrennireiðarnar.  Einkum nú til dags þegar þær eru orðnar meira og minna tölvustýrðar.

Jens Guð, 4.6.2013 kl. 10:54

6 Smámynd: Jens Guð

  Helga,  þetta er Hesteyri í Mjóafirði á Austurlandi. 

Jens Guð, 4.6.2013 kl. 10:54

7 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jens. Það sem mér finnst merkilegast við Önnu frænku þína, var að hún tók í einhvern stuttan tíma að sér samfélags-útskúfaðan, unglingsára-baklands-lausan, fátækan og lesblindan dreng, sem hét Sævar Siselski (afsakið að ég kann ekki að skrifa eftirnafnið rétt).

Það er stóri plúsinn í kladdann, sem hún Anna frá Hesteyri í Mjóafirði á austurlandi, fær frá mér. Hún hefur verið sannkölluð hverdagshetja, sem ekki hefur fengið réttmætar þakkir fyrir sín fordómalausu góðverk.

Það þykir víst ekki mjög arðvænlegt né fínt, að hjálpa minni máttar, lesblindum, fordæmdum og Kerfis/samfélags-útskúfuðum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.6.2013 kl. 17:22

8 Smámynd: Jens Guð

  Anna Sigríður,  það er rétt hjá þér að Sævar dvaldi um tíma á Hesteyri hjá Önnu.  Þeim kom afskaplega vel saman.  Sævar spilaði á gítar og þau sungu saman heilu og hálfu kvöldin.  Önnu þótti vænt um Sævar.  Ég er viss um að það var gagnkvæmt.   

Jens Guð, 4.6.2013 kl. 19:38

9 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jens minn. Já, sannar og góðar sálir finna alltaf ó-falska samkenndar-tóna.

Þau Anna og Sævar áttu það eflaust sameiginlegt, að vera háð ákvörðunum háu herranna, í öllu sem þau upplifðu og tókust á við í þessu jarðlífi.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.6.2013 kl. 21:46

10 Smámynd: Jens Guð

  Anna Sigríður,  svo rétt hjá þér.   

Jens Guð, 4.6.2013 kl. 23:06

11 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Heyrðu, heyrðu, heyrðu. Það gleymdist að segja okkur hvaða tegund bíllinn var

Guðni Karl Harðarson, 5.6.2013 kl. 12:42

12 identicon

Hún var stórkostleg persóna hún Anna á Hesteyri

Villa Ölvers (IP-tala skráð) 5.6.2013 kl. 13:00

13 Smámynd: Jens Guð

  Guðni,  þetta var Skodi. 

Jens Guð, 5.6.2013 kl. 19:08

14 Smámynd: Jens Guð

  Villa,  svo sannarlega. 

Jens Guð, 5.6.2013 kl. 19:08

15 Smámynd: hilmar  jónsson

Skemmtileg frásögn Jens.

hilmar jónsson, 5.6.2013 kl. 19:40

16 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Skodi árgerð? og gerð

Guðni Karl Harðarson, 5.6.2013 kl. 19:53

17 Smámynd: Jens Guð

  Hilmar,  takk fyrir það.  Sögurnar af Önnu Mörtu skrifa sig eiginlega sjálfar. 

Jens Guð, 5.6.2013 kl. 21:15

18 Smámynd: Jens Guð

  Guðni,  ég er ekki með þær upplýsingar á hreinu. 

Jens Guð, 5.6.2013 kl. 21:17

19 identicon

hehehehe ;) alltaf gott að droppa her inn og skella uppúr ;)

sæunn (IP-tala skráð) 12.6.2013 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband